Georg Óskar sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

45359142_1902567459819850_207668738277769216_o.jpg?_nc_cat=101&_nc_ht=scontent-amt2-1

 

Georg Óskar

“Í Stofunni Heima”

Laugardaginn 10. nóv. 2018 kl. 15.00 opnar Georg Óskar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina “ Í stofunni heima “
Verkin á sýningunni eru unnin sérstaklega fyrir Kompuna og leikur Georg sér með bakgrunnslit fyrir málverkin þannig að í raun má tala um innsetningu í rýmið.
Sýningin stendur til 25. nóv. og er opin daglega frá kl. 14.00 – 17.00.
Georg flutti frá Akureyri til Berlínar í Þýskalandi snemma í Janúar 2018, þar sem hann hefur sinnt málverkinu af miklum Krafti. Hann hefur vakið töluverða athygli fyrir málverk sín og fengið þónokkra umfjöllun í tímaritum og fjölmiðlum. Georg hóf sýningarárið í janúar með samsýningunni “ Sköpun bernskunar “ í Listasafninu á Akureyri, og hefur síðan tekið þátt í samsýningum í Hollandi, Þýskalandi og í Noregi. Hann fór með einkasýningu til Swiss og aðra sem er nýlokið og bar yfirskriftina “ Notes from Underground “ til London Ontario í Kanada. Sýningarárinu lýkur Georg svo á um það bil sömu slóðum og það hófst, fyrir norðan í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Um verkin.

Myndræn, jafnvel naumhyggja, en á sama tíma lausleg uppbygging, er viðeigandi lýsing á stíl Georgs. Frá því snemma á ferli hans hefur listamaðurinn verið trúr upprunalegum stíl sínum og myndmáli. Náin og einlæg tengsl við strigann bera þeirri staðreynd vitni að hann heldur ótrauður sínar eigin leiðir. Snarleg vinnubrögð eru aðferð hans og flæða litir og línur iðulega á frjálsa vegu í myndverkunum. Með því lagi nær Georg að festa líðandi stund á myndflötinn undir djúpum áhrifum af þeirri ástríðu sinni að segja sögur sem knýja á um tjáningu. Listamaðurinn grípur á lofti áhugaverða atburði, sleppir ímyndunarafli sínu lausu um leið og hann rifjar upp eftirminnileg atvik í eigin lífi. Gjarnan er sótt í tónlist og ljóðlist til auðgunar. Einstaklingurinn, mannskepnan, er það sem myndlist Georgs snýst um. En hvorki sem fyrirmynd eður viðfang í sjálfu sér heldur aðferðin, hjólið, sem ber undur dagsins og ímyndunarafl um pensilinn. Iðulega dregur Georg persónur sínar fram á sviðið þar sem þær birtast í einveru sinni en umluktar lifandi náttúru, hversdagslegu umhverfi eða jafnvel í framandi heimum.

Hekla Björt



Gildagur 3. nóvemeber 2018

45203245_1167283060077271_5179640682490363904_n.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Annar Gildagur vetrarins í Listagilinu er laugardaginn 3. nóvember. Opnanir sýninga, vinnustofur, tilboð í verslunum, lifandi tónlist og margt fleira. Kaupvangsstræti/Listagilið verður opið fyrir gangandi en lokað fyrir bílaumferð að hluta milli kl. 14-17. 

Dagskrá dagsins (með fyrirvara um breytingar)

kl. 9 - 23 Gildagur 3. nóvember - Gil kaffihús
Gil kaffihús verður með tilboð á tertum og kaffidrykkjum, tesmakk og langan happy hour,16-21 þennan skemmtilega dag! DJ Kveldúlfur verður svo að spila kl.21- ekki láta ykkur vanta!

Kl. 8:30 - 15 Verslun opin - Flóra - verslun, vinnustofur, viðburðir
Til sölu og sýnis verk og vörur eftir nefnda jafnt sem ónefnda listamenn, hönnuði, heimaframleiðendur, bændur og aðra frumskapendur.

kl. 13 - 17 Gildagur í Sjoppunni 3.11 - Sjoppan vöruhús
Í tilefni Gildagsins í Listagilinu verður Jón í lit á sérstöku Gildagsverði. Einnig verða tilboð á völdum vörum, smakk á jólalakkrís frá Johan Bulow og blöðrur fyrir börnin á meðan birgðir endast. Gestir geta skráð sig í Gildagsleik Sjoppunnar. Dregið verður í lok dags og hlýtur einn heppinn viðskiptavinur lakkrísdagatal frá Lakrids.

kl. 14 - 17 Opin verslun á Gildeginum - Vörur eftir hönnuði hússins - Gilið vinnustofur
Grafíkverk, Textíl vörur, kort, furðudýr og fleira. Kíkið við í litlu verslunina okkar og gerið góð kaup.

kl. 14 - 17 Hauströkkur - Ragnar Hólm - Ragnar Hólm
(Sýningin stendur til og með 4. nóv)
Ragnar Hólm sýnir nýjar vatnslitamyndir og nokkur olíumálverk. Hann hélt fyrstu sýningu sína í Populus tremula vorið 2010 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tónlistarmennirnir Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein leika af fingrum fram við opnun á laugardag.

kl. 14 - 17 Flóamarkaður í RÖSK RÝMI! - Rösk
Flóamarkaður að hætti RÖSK! Spennandi allskonar til sölu!

kl. 14 - 17 Myndir-Sölusýning! - Thora Karlsdottir
Thora Karlsdottir myndlistamaður opnar sýninguna "Myndir-Sölusýning" í RÖSK RÝMI, forstofu gallerí.

kl. 14 - 17 Hand- og sjónverk - Björg EiríksdóttirMjólkurbúðin - Salur Myndlistarfélagsins (Sýningin stendur til og með 11. nóv)
Á sýningunni verða útsaumsverk og málverk sem unnin eru á þessu ári og því síðasta. Munstur, lagskipting og samskiptin við verkin í vinnuferlinu eru í fyrirrúmi. Munstrin eru unnin út frá teikningum, hekluðum dúkum og gróðri og eru þrykkt, saumuð út og máluð í mörgum lögum. Verkin fela í sér langan tíma. 

kl. 14 - 18 Triin Kukk - Merry Melancholy - Kaktus
Myndlistasýningin MERRY MELANCHOLY eftir Triin Kukk.
(Opnun er 2. nóv kl. 20. Sýningin stendur til og með 4. nóv)

kl. 15 -17 Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi / Life´s PLAY-fullness - Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum (Sýningin stendur til og með 27. janúar 2019)
Opnun yfirlitssýningar á verkum Arnar Inga Gíslasonar. Sýningin er í raun skipulagður gjörningur sem stendur yfir í 3 mánuði, þar sem nýir fletir á verkum listamannsins verða sýndir á hverjum degi. Gjörningnum lýkur með kynningu á bókinni Lífið er LEIK-fimi. Léttar veitingar á opnunardegi.


- Taktu daginn frá og fylgstu vel með.


#gildagur #akureyri #hallóakureyri


Örn Ingi Gíslason, Lífið er LEIK-fimi, í Listasafninu á Akureyri

44893341_2072918909396607_8294508560784556032_n.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 3. nóvember 2018 kl. 15 verður opnuð, í Listasafninu á Akureyri, yfirlitssýning á verkum Arnar Inga Gíslasonar (1945-2017) undir yfirskriftinni Lífið er LEIK-fimi.

Sýningin er í raun skipulagður gjörningur um það hvernig bók verður til – bók um fjöllistamanninn Örn Inga sem var sjálfmenntaður og ósmeykur við að vera öðruvísi en aðrir.

Fræðistarfið sem fram fer á sýningartímanum hefst á því að skrásetja myndverk og efnistök, hlusta á frásagnir samferðamanna fjölistamannsins. Við opnun sýningarinnar eru fjölmargir viðarkassar í sýningarrýminu. Þeir eru lokaðir en við þá standa fyrrverandi nemendur listamannsins í hvítum sloppum, tilbúnir til að opna þá og hefja rannsóknarvinnuna. Eftir því sem á líður sýninguna verður hægt að fylgjast með störfum fræðimannsins við að taka fleiri verk upp úr kössunum (málverk, skúlptúra, tréverk, skartgripi, ljósmyndir o.fl.), skoða þau og meta, skrásetja og setja í samhengi, fá fagmenn til að gera við þau, ljósmynda, hlusta á aðra tala um þau og tengsl sín við listamanninn. Fara til baka til listaverkanna, horfa á þau og virða þau fyrir sér í nýju ljósi. Skrifa. Endurskrifa og prófarkalesa, setja upp bók og kynna á síðustu sýningarhelginni. Kassarnir standa auðir á gólfinu og myndheimur Arnar Inga umlýkur sali safnsins. Bókin er tilbúin og hún býður gestum að líta til sín á sýningartjaldið, óþreyjufull að komast á blað – á blað sögunnar.

Gestir eru hvattir til að koma oftar en einu sinni á sýninguna því hún breytist frá degi til dags. Þeir sem koma við sögu hafa unnið með fjöllistamanninum, tekið afstöðu til myndheimsins sem hann vann út frá, ferðast með honum um ókunn svæði, sótt til hans hugmyndir og efnivið um umheiminn. Hvað skildi hann eftir?

Sýningarstjóri: Halldóra Arnardóttir listfræðingur.

Hönnuður sýningar: Javier Sánchez Merina, arkitekt.

Sýningin stendur til 27. janúar 2019 og er opin alla daga kl. 12-17.

15.30 Ávarp: Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrum bæjarstjóri.

Gj-ÖrnIngar 3. nóvember
15.00 – 15.30 Rannsókn hefst. Fyrstu kassar opnaðir með aðstoð fyrrverandi nemenda Arnar Inga.
15.15 – 15.30 Dans „ Frelsi“. Sólveig Sánchez.
15.45 – 16.15 „Ótímasett tímamótaræða“ + samferðamenn Arnar Inga afhenda greinar: Oliver Kentish, Jonathan Bager, Ævar Kjartansson, Hreinn Valdimarsson og Lýður Sigurðsson.
16.20 – 16.45 „Sjálfsskoðun,“ með þátttöku gesta.

Gj-ÖrnIngar 4. nóvember
15.00 Kassar opnaðir með aðstoð fyrrum nemenda Arnar Inga.
15.30 Akureyringurinn. Samferðamenn Arnar Inga afhenda greinar: Eiríkur B. Björgvinsson og Guðbjörg Ringsted.
16.00 Ágúst Ólafsson, tæknimaður, setur upp hljóð og mynd.

Fólk er hvatt til að kaupa árskort á Listasafnið og koma oftar en einu sinni á Lífið er LEIK-fimi sem breytist frá degi til dags. Sérstök viðburðadagskrá auglýst á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðlum.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/305000076990711


Björg Eiríksdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins

44857168_2337031399658943_4246662327102865408_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-amt2-1

Hand- og sjónverk

Björg Eiríksdóttir
Mjólkurbúðin - Salur Myndlistarfélagsins
3. – 11. nóv. 2018
Opnun 3. nóv. kl. 14-17.

 

Á sýningunni verða útsaumsverk og málverk sem unnin eru á þessu ári og því síðasta. Munstur, lagskipting og samskiptin við verkin í vinnuferlinu eru í fyrirrúmi. Munstrin eru unnin út frá teikningum, hekluðum dúkum og gróðri og eru þrykkt, saumuð út og máluð í mörgum lögum. Verkin fela í sér langan tíma.

Björg hefur haldið níu einkasýningar, tekið þátt í fjölda samsýninga og er starfandi bæjarlistamaður Akureyrar eins og er.
http://umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/615

Allir hjartanlega velkomnir
.

https://www.facebook.com/events/1974632455948177


Emmi Jormalainen sýnir í Deiglunni

44556263_933073636876025_6068367023459532800_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Emmi Jormalainen, gestalistamaður Gilfélagsins sýnir afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni um helgina.

Í átt að hinu óþekkta
Emmi Jormalainen er myndlistamaður, teiknari og grafískur hönnuður frá Finnlandi. Hún vinnur með teikningar, sjónræna frásögn og prentuð bókverk. Flestar bækur hennar eru þöglar bækur án texta þar sem sögurnar eru aðeins sagðar með myndum.

Nýja bókin hennar “Eksyksissä / Áttavillt” verður til sýnis að hluta í Deiglunni ásamt stærri teikningum. Áttavillt er um hest sem reynir að finna leið út úr skóginum.

“Ég fer oft í göngur í skóginum, fyrir mig þá er skógurinn rólegur og glaðlegur staður til að vera á. Ég get gengið og leitað af sveppum og berjum klukkustundum saman. Oftast tekst mér að týnast og í sekúntubrot verður skógurinn óhugnalegur og fjandsamlegur þar sem ég veit ekki hvaðan ég kom eða hvort ég sé að ganga í hringi. Hingað til hefur mér tekist að komast út.”

Það verður einnig pop-up bókabúð og vinnustofa þar sem gestir geta komið og teiknað sína eigin sögu og útbúið litla bók.

Opnun á föstudag, 26. október kl. 20:00
Einnig opið laugardag og sunnudag, 27. - 28. okt. kl. 14 – 17:00.

instagram: @illustratoremmi
www.emmijormalainen.com

Nánari upplýsingar: emmi@fastmail.com
Sýningin er styrkt af Finnish Cultural Foundation.

//

Emmi Jormalainen:
Towards the Unknown

Emmi Jormalainen (FI) is an artist, illustrator and graphic designer. She works with drawings, visual storytelling and printed artist books. Most of her books are silent books without any text and stories are told only with images.

Part of her next book “Eksyksissä / Being Lost” will be seen in the gallery Deiglan together with bigger drawings. “Being Lost” is about a horse who tries to find its way out of the forest.

“I often take walks in the forest. For me, forest is a calm and happy place. I can walk and look for mushrooms and berries for hours. Almost every time I get lost. For a split second the happy place turns into scary and hostile. I don’t know where I came from, I don’t know if I’m walking in circles. So far I’ve found my way out.”

There is also a pop-up bookshop and a workshop where you can come and draw your own story as a small book.

Opening on Friday October 26 at 20.00
Gallery open on Saturday & Sunday, October 27-28, at 14.00-17.00

instagram: @illustratoremmi
www.emmijormalainen.com

More info: emmi@fastmail.com

https://www.facebook.com/events/1013480418860619


“BROT ÚR LÍNU/FRAGMENT OF A LINE”, opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri

43511048_10156706768292829_4158887394734505984_n.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 3. nóvember 2018.
“BROT ÚR LÍNU/FRAGMENT OF A LINE”
Nóvember 3 2018 Í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Listamenn/Artists: Þorgerður Þórhallsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Hlynur Pálmason.
Sýningarstjórar/Curators:
Sigurður Guðjónsson, Gústav Geir Bollason
Texti/Text:Jóhannes Dagsson

Verksmiðjan á Hjalteyri, 03.11 – 25.11 2018 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig: https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri
Opnun laugardaginn 3 nóvember kl. 14:00. Opið þri-sun 14:00-17:00/Opening: Saturday, November 3rd  at 2 PM. Open daily except on Mondays 2:00 – 5:00 PM
3 nóvember – 25 nóvember 2018
Brot úr línu

Sýningin Brot úr línu opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri í Nóvember. Á sýningunni eru vídeóverk eftir fjóra unga listamenn; Þorgerði Þórhallsdóttir, Bjarna Þór Pétursson, Hlyn Pálmason og Þorbjörgu Jónsdóttir. Listamennirnir eiga það sammerkt að taka sér stöðu á mörkum kvikmyndarinnar og vídeó miðilsins í verkum sínum. Þau sækja áhrif og úrlausnir í báðar þessar greinar og úr verður nýr og spennandi frásagnarmáti, sem einkennist af sterkri fagurfræði, leik með tæknilegar eigindir miðilsins og með sýningarrýmið í framsetningu verkanna. Verksmiðjan aflvæðist á ný, með ljósi og hljóði og rými verkanna hverfist saman við rými sýningarstaðarins.
Í Brot úr línu er hráefnið ljós. Ljósið er ekki aðeins miðill fyrir myndina sem það ber á flötinn, heldur hráefni í sjálfu sér. Það er hráefni í sama skilningi og vísanir, minni, hugmyndir og harður diskur. Hrátt rými verksmiðjunnar er ílát fyrir þetta efni, það geymir það vel, sérstaklega svona innrammað í nóvembermyrkrið. Rými verkanna verður líkamlegt og birtan áþreifanleg. Hér renna saman vísanir í söguna, villur eyðimerkurinnar og leikur barnsins.

Sýningin Brot úr línu opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri í Nóvember. Á sýningunni eru vídeóverk eftir fjóra unga listamenn; Þorgerði Þórhallsdóttir, Bjarna Þór Pétursson, Hlyn Pálmason og Þorbjörgu Jónsdóttir. Listamennirnir eiga það sammerkt að taka sér stöðu á mörkum kvikmyndarinnar og vídeó miðilsins í verkum sínum. Þau sækja áhrif og úrlausnir í báðar þessar greinar og úr verður nýr og spennandi frásagnarmáti, sem einkennist af sterkri fagurfræði, leik með tæknilegar eigindir miðilsins og með sýningarrýmið í framsetningu verkanna. Verksmiðjan aflvæðist á ný, með ljósi og hljóði og rými verkanna hverfist saman við rými sýningarstaðarins.
Rammar kvikmyndarinnar eru löngu orðnir táknmynd fyrir hreyfingu sem hægt er að skynja og skilja. Atvik og framrás hreyfinga brotin niður í eigindir sem svo er raðað saman aftur um leið og kveikt er á sýningarvélinni. Þessi táknmynd er um margt samofin hugmyndum um orsök og afleiðingu, að rökrétt framrás stýri eða hafi í það minnsta áhrif á það sem birtist í næsta ramma. Við leitum skýringar á myndrænu innihaldi rammans í rammanum á undan og þannig koll af kolli. Þess samsláttur tveggja skýringarkerfa styrkist enn með hliðsjón af efnislegum eiginleikum filmunnar. Hún er klippt niður og skeytt saman aftur, en aðeins með því að samskeytin haldi heldur myndin áfram að birtast. Við heillumst af niðnum í hjóli sýningarvélarinnar, ekki aðeins af því það er nostalgísk ímynd, heldur einnig af því að við skiljum hvaða orsakasamhengi er hér að verki. Innan vídeómiðilsins er þetta samband mun brothættara, og jafnvel ekki til staðar. Það sem gerist stafrænt er kóðað og dulið, gerist fyrir aftan hinn sýnilega heim, og birtist aðeins sem afsprengi sitt, ekki sem afleiðing sem hægt er að skynja og skilja í krafti orsakar.
Tími er aðeins breyting, á meðan ekkert breytist, líður enginn tími. Mynd eftir mynd, vísar til þessara framrásar. Narratíva eða saga (sögurþráður) er trúlega það form sem við erum vönust að horfa á þetta fyrirbæri í gegnum, eitt leiðir af öðru í framrás sögunnar og þannig líður tíminn um leið. Hreyfing er aðeins breyting. Efnislegur hlutur færist af einum stað til annarrs, fingur ýtir á rofa, ljós kviknar, það verður göngufært inní stofuna. Tilgangur, eða ætlan er trúlega það form sem við erum vönust að horfa á þetta fyrirbæri í gegnum. Hreyfing er þannig annaðhvort athöfn,(sem útskýrist af ætlan þess sem framkvæmir athöfnina) eða atvik (sem útskýrist af lögmálum eðlisfræðinnar, eða með vísun í hendingu). Það að skynja er þannig alltaf að skilja um leið, við horfum ekki án þess að horfa í gegnum ákveðið form og aðeins í gegnum það sjáum við, tíma, breytingu, framrás, athöfn.
Í Brot úr línu er ljós aðal hráefnið. Ljósið er ekki aðeins miðill fyrir myndina sem það ber á flötinn, heldur hráefni í sjálfu sér. Það er hráefni í sama skilningi og vísanir, minni, hugmyndir og harður diskur. Hrátt rými verksmiðjunnar er ílát fyrir þetta efni, það geymir það vel, sérstaklega svona innrammað í nóvembermyrkrið. Rými verkanna verður líkamlegt og birtan áþreifanleg. Hér renna saman vísanir í söguna, villur eyðimerkurinnar og leikur barnsins. Skynreynslu sem er marglaga og flókin, en vísar um leið í grunn spurningar, en slíkar spurningar eru yfirleitt einfaldar.

///

3rd November – 25th  November 2018
Fragment of a Line
Fragment of a Line opens in November at Verksmiðjan. The four emerging artists taking part; Þorgerður Þórhallsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Hlynur Pálmason and Þorbjörg Jónsdóttir, all take up residency at the intersection of film and video in their works. They work with influences and solutions from these different mediums in works characterized by a strong sense of narration, personal aesthetics, and playful engagement with the properties of the medium. The exhibition space is integrated into the works, the factory re-vitalised, through light, sound and the conglomeration of the inner space of the works and the actual space of the exhibition.
Light is the material in this Fragment of a line. Light, not only as the medium that carries the image to the surface, but as material in the same way as references, memories, ideas, and hard discs are materials. The raw space of the factory is a container for this material, and a good one at that, further strengthened by the November darkness. The inner space of the works becomes bodily and the light material. This is a mixing of references to the past, being lost in the desert, and a child’s game.  

Fragment of a Line opens in November at Verksmiðjan. The four emerging artists taking part; Þorgerður Þórhallsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Hlynur Pálmason and Þorbjörg Jónsdóttir, all take up residency at the intersection of film and video in their works. They work with influences and solutions from these different mediums in works characterized by a strong sense of narration, personal aesthetics, and playful engagement with the properties of the medium. The exhibition space is integrated into the works, the factory re-vitalised, through light, sound and the conglomeration of the inner space of the works and the actual space of the exhibition.
The frames of the film have become the symbol for movement that can be perceived and understood. Events and processes broken down into units, and then re-assembled with the turning on of a film projector. This symbol is intertwined with ideas (and symbols) of cause and effect, a coherent continuation of the content of one frame following another. We look for explanations of the visual content of each frame, by referring to the previous one, and so ad infinitum. This interchanging of two explanatory systems is strengthened even further by the material properties of the film. It is cut and pasted together, but only if the pasting holds, does the image continue to appear. We are infatuated by the murmur of the wheel, not only because of the nostalgic image, but also because we perceive and understand what kind of a causal chain is at work. In the medium of video the perception of this chain is much more difficult and even impossible. What happens digitally happens in the realm of codes, as hidden, happens somewhere behind the visible. It only shows as an offspring, not as an outcome of a coherent process to be perceived and understood.
Time is only change. As long as nothing changes, no time has passed. Image after image, the after is the continuation. Narration or a story is probably the form that we most commonly look though at this phenomenon. One thing leads to another in the story and that is how time also passes. Movement is only change. Material object moves from one place to another, a finger presses a light switch, the light comes on, the living room becomes manageable. Purpose or intention are probably the forms we most commonly look at this phenomenon through. Movement can be either an action (explained by the intention of the one performing the action) or an occurrence (explained by laws of physics, or by chance). To perceive is therefore always also to understand. We perceive through a form, and only by doing so do we see time, change, continuation, action, event.
Light is the material in this Fragment of a line. Light, not only as the medium that carries the image to the surface, but as material in the same way as references, memories, ideas, and hard discs are materials. The raw space of the factory is a container for this material, and a good one at that, further strengthened by the November darkness. The inner space of the works becomes bodily and the light material. This is a mixing of references to the past, being lost in the desert, and a child’s game, into a sensual experience that is layered and complicated, but at the same time it brings forward important questions, and as usual these are of the simple kind.  

Frekari upplýsingar veitir: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450/ Sigurður Guðjónsson, sgudjonsson@gmail.com sími: 8669134

Sýningin er styrkt af afmælisnefnd aldarafmælis fullveldis Íslands og hluti af opinberri dagskrá afmælisársins.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Fullveldissjóði, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði, Hörgársveit og Ásprenti.

https://www.facebook.com/events/2263293370567260


D. Brynja Harðardóttir Tveiten opnar sýningu í listaskálanum að Brúnum

44452946_10155499136331829_68910435276947456_n.jpg?_nc_cat=109&_nc_ht=scontent-lhr3-1

D. Brynja Harðardóttir Tveiten opnar málverkasýningu föstudaginn 26. október kl. 18:00-21:00 í listaskálanum að Brúnum í Eyjafjarðarsveit. 

Brynja sækir innblástur sinn í draumkenndar minningar um útsýnið sem blasti við frá herbergisglugga æskuheimilis hennar á Árskógssandi. Himinn, fjöll og haf renna saman við sjóndeildarhringinn en Brynju líður hvergi betur en með hafið og himininn fyrir augum.

Sýningin stendur til 26. nóvember og er opin um helgar, 13:00-18:00 á opnunartíma gallerís og kaffihúss. 

Verið öll hjartanlega velkomin.

https://www.facebook.com/events/245864199422163


Brynhildur Kristinsdóttir sýnir í Hofi

brynh3161

„Blýnótt“ er yfirskrift sýningar Brynhildar Kristinsdóttur sem opnuð verður kl. 17 föstudaginn 5. október í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Sýningin fjallar um nánd og myrkur í ljósi, hvernig manneskjan ferðast frá ljósi í dimmu og aftur til baka.

Brynhildur Kristinsdóttir, fædd 1965, nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Brynhildur hefur starfað við eigin myndsköpun, kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.


Námskeið með Susan Singer í Deiglunni

43128041_924274964422559_2526768804000694272_o

Að fanga dramatík íslensks landslags með pastellitum.
Námskeið með Susan Singer, 10-11 nóvember kl. 10 – 16 í Deiglunni. 10 nemendur.
Verð, 30.000 kr. – efni innifalið að hluta. Möguleiki á endurgeiðslu frá stéttarfélögum gegn framvísun kvittunar. 5.000 kr. Staðfestingargjald við skráningu.

Nemendur læra um möguleika þurrpastellita og vinna landslagsmyndir. Farið verður yfir helstu strauma og stefnur, hvernig litirnir eru búnir til og hvernig þeir eru notaðir, mismunandi tegundir pastels og pappír og hvernig er unnið út frá . Susan verður með sýnikennslu.
Nemendur munu vinna myndir út frá uppstillingu og út frá ljósmyndum. Farið verður yfir hvernig er unnið út frá landslagsljósmyndum, hvernig á að taka góða ljósmynd til að vinna út frá, ef veður leyfir verður farið út til að taka myndir.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru með einhverja reynslu í teikningu eða málun. Kennt verður á ensku.

Susan Singer er myndlistarmaður frá Virginíu í Bandaríkjunum. Hún vinnur helst með pastel, olíu og bókagerð. Í þriggja daga stoppi á Íslandi árið 2015 varð hún ástfangin af Íslandi og síðan þá hefur hún eytt eins miklum tíma hér og mögulegt við að mála íslenska landslagið. Hún hefur sýnt þessi verk, bæði í Deiglunni 2016 við lok gestavinnustofudvalar sinnar þar og í ýmsum galleríum í Bandaríkjunum. Meðfram myndlistinni er Susan líka kennari sem nýtur þess að hjálpa nemendum sínum að kynda undir sköpunargáfunni og bæta kunnáttu sína. Susan dvelur sem gestalistamaður í Gamla Skóla í Hrísey í nóvember.

Skráning og nánari upplýsingar hjá gilfelag@listagil.is


Carcasse í Listasafninu á Akureyri

41991256_2025026354185863_5031753469451567104_o

Laugardaginn 22. september kl. 15 verður sýning Gústavs Geirs Bollasonar og Clémentine Roy, Carcasse, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Carcasse er klukkustundar löng kvikmynd sem myndlistarmennirnir tveir unnu að í sameiningu á árunum 2012-2017. Myndin er nú sýnd í fyrsta sinn í listasafni á Íslandi, en áður hefur hún verið sýnd í Berlinische Galerie í Berlín í Þýskalandi og á nokkrum kvikmyndahátíðum. 

Um Carcasse skrifar Sjón:

„Þegar hugsað er um fall siðmenninga, liðinna, núverandi og ókominna, er það yfirleitt hrikaleiki hruns þeirra sem birtist okkur í myndverkum og söguljóðum, á tjaldi, lágmynd eða bók. Við sjáum skýjakljúfa nútímans brotna eins og leikfangakastala, hraunöldur gleypa höfuðstaði fortíðar, skipaflota gleymdra heimsvelda þakta hrúðurkörlum og þangi á hafsbotni, yfirgefin virkismusteri á sandblásnum fjallstindum, óvinnandi verkfræðiundur komandi tíma mölvuð af þrautseigum örmum nýrra skóga. Næst dettur okkur í hug fólkið sem var statt í hringiðu eyðileggingarinnar. Þau sem voru á staðnum þegar smæð mannsins varð ljós. 

Carcasse er með merkilegri kvikmyndum sem gerðar hafa verið á Íslandi. Svo listræn og persónuleg meðferð formsins er sjaldgæf og fáir kvikmyndagerðarmenn sem þora að fjalla um jafn stórt viðfangsefni. Myndin gefur því ekki aðeins von um að mannkynið finni sér leið í framtíðinni, hún gefur einnig von um að listformið eigi sér framtíð á landinu sem hún var svo fagurlega sköpuð í.“ 

Sýningin stendur til 4. nóvember og er opin alla daga kl. 10-17 í september en kl. 12-17 í október og nóvember. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Árskort Listasafnsins eru til sölu á 2.500 krónur. 

Framleiðendur: Parkadia, Gústav Geir Bollason og Clémentine Roy.
Handritshöfundar: Gústav Geir Bollason og Clémentine Roy.
Klipping: Ninon Liotet.
Kvikmyndataka: Clémentine Roy og Gústav Geir Bollason.
Hljóð: Gábor Ripli.
Leikmynd og leikmunir: Gústav Geir Bollason.
Hlutverk: Sverrir Möller, Gústav Geir Bollason, Lene Zachariassen, Hjörvar Kristjánsson, Anna Elionora Olsen Rosing, Sigurður Þór Guðmundsson, Hildur Stefánsdóttir, Marinó Sveinsson, Ágúst Marinó Ágústson, Elín Heiða Hlinadóttir, Ragnar Þór Jepsen, Þorvaldur Grétar Hermannsson, Axel Frans Gústavsson.


Lífskraftur, listahópurinn Trönurnar sýna í Deiglunni

40432642_10215586540670377_5583803062163603456_o

Trönurnar bjóða ykkur á sína fyrstu samsýningu í Deiglunni laugardaginn 15. september og sunnudaginn 16. september. Opið báða dagana frá 12:00 —17:00

Aðalbjörg G. Árnadóttir
Árdís Guðborg Aðalsteinsdóttir
Dúa Stefánsdóttir
Eygerður Björg Þorvaldsdóttir
Helga Arnheiður Erlingsdóttir
Hulda Kristjánsdóttir
Lísa Björk Gunnarsdóttir
Margrét Erna Blomsterberg
Þorbjörg Jónasdóttir

Myndlistarhópurinn ber nafnið „Trönurnar“ og samanstendur af konum á breiðu aldursbili. Þegar sálir koma saman og mála skiptir aldur engu máli.  Hópurinn lærði hjá Bryndísi Arnardóttur og Guðmundi Ármanni Sigurjónssyni, fyrst í námsleiðinni „Listasmiðja og málun“ haustönn 2016 og síðan „Fræðsla í formi og lit“ vor og haust 2017, hjá Símey.
Við höfum haldið hópinn síðan við útskrifuðumst og málum saman einu sinni í viku. Því miður sáu sér ekki allir meðlimir hópsins fært að vera með að þessu sinni.

Vonum að þið sjáið ykkur fært að koma og skoða listaverkin okkar sem eru persónulegar hugmyndir um lífskraft.

Nánari upplýsingar veitir Þorbjörg Jónasdóttir í síma 862-3868

https://www.facebook.com/events/2039846266102763


AFTUR í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins

41171229_10155661432177231_1458274330524778496_n

Dagrún Matthíasdóttir opnar Myndlistasýninguna AFTUR í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 8.september kl. 15
Dagrún sýnir olíumálverk sem hún tengir við náttúrufegurðina, snjóinn og bráðnun hans með persónulegri nálgun. Olíumálverkin eru landslagsverk og litanotkun og pensilskrift lagskipt, flæðandi og tilviljanakennd í bland við nákvæmni í myndefninu sjálfu.

Dagrún Matthíasdóttir um sýninguna:
,,Ég velti mikið fyrir mér hvaða titill passar á sýninguna mína í Mjólkurbúðinni. Að hluta til er ég að kveðja þetta fallega rými sem ég hef starfað í en um leið og ég fagna því að Myndlistarfélagið taki við keflinu og fagna líka að öll starfssemin er komin á fullt aftur í húsi Listasafnsins á Akureyri eftir miklar framkvæmdir og endurbætur. Ég set upp málverk sem ég málaði á þessu ári sem ég hef sýnt á Ísafirði og í Danmörku og sýni þau hér aftur núna í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins. Endurtekning og flæði á sér stað í máluninni hjá mér og þó viðfangsefnið sé fremur kalt reyni ég að koma að hlýju í litavali og túlkun. Þegar ég mála landslagið leita ég aftur í fjöllin, fjöllótt landslag með snjó, ís sem bráðnar og um leið og ég hugsa um hvernig má sporna við hnattrænni hlýnun. Ég er ákaflega þakklát því að fá að sýna aftur í Mjólkurbúðinni.

Undanfarin sex ár hefur Dagrún stjórnað sýningarhaldi í Mjólkurbúðinni en nú í haust ákvað hún að flytja sig til og starfa með RÖSK Listhópi í nýrri vinnustofu sem kallast RÝMI. Þar verður listhópurinn með opna vinnustofu vikulega og einnig sýningar og viðburði á gildögum.

Myndlistasýning AFTUR í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og stendur til 16. september og eru allir velkomnir.

 


Til málamynda, ljóðaflutningur í Listasafninu í september

large_16_mynd-1-400x600

Sunnudaginn 9. september kl. 14 verður ljóðalestur í Listasafninu með Sessilíu Ólafsdóttur, Vandræðaskáldi og leik- og tónlistarkonu, undir yfirskriftinni Til málamynda. Sesselía velur sér listaverk í einu af rýmum Listasafnsins og í upplestrinum býr hún til nýja tilfinningu, nýja upplifun og nýtt pláss í huga þeirra sem vilja ljá augu og eyru.  

Flutningurinn er hluti af upplestrarröðinni Til málamyndasem fer fram alla sunnudaga kl. 14 í september. Eyþór Gylfason skipuleggur dagskrána.

Eftirtalin skáld munu velja sér verk og flytja ljóð:

26. ágúst: Eyþór Gylfason, Karólína Rós Ólafsdóttir og Sölvi Halldórsson.
2. september: Vilhjálmur Bragason.
9. september: Sesselía Ólafsdóttir.
16. september: Ragnheiður Harpa Leifsdóttir.
23. september: Eyþór Gylfason.
30. september: Ásgeir H. Ingólfsson.

Upplestraröðin hlaut styrk úr menningarsjóði Akureyrar.


Sýningin Den Besjälade Naturen í Deiglunni

40224815_905519662964756_2457304210568380416_o

Verið öll hjartanlega velkomin á opnun Den Besjälade Naturen laugardaginn 1. september kl. 14 í Deiglunni, Listagili. Den Besjälade Naturen er samsýning tíu sænskra listamanna, sýningin er boð Gilfélagsins til þessara listamanna og með því vill félagið leggja sitt að mörkum til fjölbreyttrar myndlistarflóru Akureyrar.

Forseti bæjarstjórnar, Halla Björk Reynidsdóttir mun opna sýninguna kl. 14 á laugardaginn. Sýningin mun standa til sunnudagsins 9. september og verður opin alla daga milli kl. 14 - 17.

Listamennirnir sem sýna:

Anna Eilert, keramik
AnnMargret Johansson Petterson, keramik
Chatarina Warme, grafik
Christina Lindblom, grafik
Gunn Haglund, skúlptúr
Hilde Gläserud, málverk.
Linn Warme, textíll.
Patric Danielsson, skúlptúr.
Ulf Rehnholm, ljósmyndir.
Tanja Rothmaier, málverk.

AnnMargret Johansson Pettersen listamaður búsett i Eskilstuna leiddi saman listamenn sem starfa í Svíþjóð og vinna á breiðu sviði myndlistar, málverk, grafík, ljósmynd, textíl, keramik og höggmynd. Þema þeirra er eining náttúrunnar og er einskonar hylling til Íslands, þar sem listamennirnir, með mismunandi hætti og fjölbreyttum aðferðum sameinast um það stef.  Áhrif okkar, segja listamennirnir, eru af náttúrunni og viljum við standa vörð um móður jörð. Við erum öll af sömu jörð. Viljinn er, að miðla með einum eða öðrum hætti því að náttúran er öll ein eining.

https://www.facebook.com/events/753419548328533


Sunnudagskaffi - Rósa Kristín Júlíusdóttir

40325356_1815094725233791_7436275027328106496_o

Alþýðuhúsið á Siglufirði
Sunnudaginn 2. sept. kl. 14.30 – 15.30 verður Rósa Kristín Júlíusdóttir með erindi í Sunnudagskaffi með skapandi fólki sem ber yfirskriftina Samvinnulistsköpun.
Rósa Kristín Júlíusdóttir lærði myndlist á Ítalíu og útskrifaðist úr málunardeild frá Listaakademíunni í Bologna árið 1974. Hún kenndi við Myndlistaskólann á Akureyri, var stundakennari við Listaháskóla Íslands og var dósent í myndlistakennslu við Háskólann á Akureyri þar til hún lét af störfum fyrir þremur árum. Rósa Kristín hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis.
Ég kýs að kalla erindið Samvinnulistsköpun (e. collaborative art practice) en það er fyrirbæri sem hefur lengi vakið áhuga minn og má segja að ég hafi verið viðloða eða tekið þátt í slíku um tíma. Samvinnulistsköpun á sér stað þegar tveir eða fleiri vinna saman sem einn listamaður að sama verki. Slík samvinna þróast í takt við verkið og tilheyrir það á endanum hvorum eða hverjum um sig til jafns. Sýnileg einkenni samvinnunnar eru yfirleitt ekki til staðar og verkið gæti því allt eins verið gert af einum listamanni. Saga samvinnulistsköpunar er löng og ég ætla að rekja þessa sögu að einhverju leyti með því að tala um nokkur vel þekkt listamanna pör frá upphafi síðustu aldar sem og önnur sem starfa í dag.
Að erindi loknu er boðið uppá kaffi og meðlæti og eru allir velkomnir.
Uppbyggingasjóður/Eyþings, Fjallabyggð, Egilssíld og Samfélagssjóður Siglufjarðar styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/297346954190229


Ályktun frá stjórnum Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins

skiltid

Stjórnir Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins lýsa yfir áhyggjum af því að hluti húsnæðisins Kaupvangsstræti 16, sem hýst hefur Myndlistaskólann á Akureyri, verði nú lagður undir gististarfsemi. Það teljum við ekki vera í samræmi við markmið ný samþykkts Aðalskipulags Akureyrar þar sem segir: „Í Grófargili (Listagili) verður lögð áhersla á menningar- og listatengda starfsemi“.

Upphaf listatengdrar starfsemi á svæðinu má rekja til framsýnna ákvarðana í kringum 1990 og á síðustu misserum hefur verið stutt vel við þá stefnu með uppbyggingu og endurbótum á Listasafninu. Það er von okkar að þær framkvæmdir verði til enn frekari eflingar í listalífi bæjarins en hafa þarf í huga að sjálf listsköpunin er undirstaða safna og sýninga. Það er von okkar að listnám á svæðinu þróist og eflist enda mun sköpun, menning og listir skipa vaxandi sess í samfélaginu eftir því sem lengra inn í fjórðu iðnbyltinguna líður. Við viljum því skora á bæjaryfirvöld að fylgja fast eftir fyrrnefndum markmiðum, standa vörð um menningar- og listatengda starfsemi og gæta þannig hagsmuna samfélagsins til framtíðar.

Stjórn Gilfélagsins
Stjórn Myndlistarfélagsins

Akureyri með augum Salman Ezzammoury

39755193_816288308494919_1729456650038804480_n

Verið velkomin á opnun myndlistarsýningu gestalistamanns Gilfélagsins, "Akureyri með augum Salman Ezzammoury" laugardaginn 25. ágúst kl. 14. Salman Ezzammoury, gestalistamaður Gilfélagsins í ágúst sýnir hér ný verk unnin á Íslandi innblásin af lífi og landslagi Akureyrar. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum.

Salman Ezzammoury er fæddur í Tetouan, Norður Marókkó 1959 en flutti ungur til Hollands. Nám hans í ljósmyndun við College of Applied Photography í Apeldoorn og grafískri tækni í Sivako í Utrecht gáfu honum góðan tæknilegan grunn fyrir verk hans nú til dags. Hann blandar saman málun og ljósmyndum sem gefur verkunum óhlutbundið, dulúðlegt yfirbragð en fyrir Salman er mikilvægt að tjá tilfinningar sínar, ofar öllu vill hann sýna upplifun sína á augnabliki, ástandi eða aðstæðum. Ljósmyndir hans hafa ljóðræna eiginleika og eins og með ljóðið getur það aldrei verið fullkomlega skilið, heldur hefur óljósa, leyndardómsfulla áru.

Opnunartími: 25. - 26. Ágúst kl. 14 - 20 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23.

//

Please join us for Gil artist in residence exhibition opening, "Akureyri through the eyes of Salman Ezzamoury" on Saturday, August 25th hr. 14. Salman Ezzammoury is Gil artist in residence for the month of August and will show new works created in the past few weeks. Light refreshments and the artist will be present.

Salman Ezzammoury, born in Tetouan, North Morocco, 1959, moved to the Netherlands at a young age. His studies in Photography at the College of Applied Photography in Apeldoorn and Graphic Techniques at Sivako in Utrecht provided a solid technical basis for his current work. He combines painting and photography which gives his work a semi-abstract quality.

Expressing his emotions is important to Salman Ezzammoury. Above all he wants to make clear his feelings when experiencing a moment, a situation or a place and as a result his photography has a poetic quality and as with poetry can never be completely grasped, but remains elusive, with a mystic quality.

The exhibition is open on August 25 - 26th hr. 14 - 20 both days. Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

https://www.facebook.com/events/377621186108184


Lokasýning skapandi sumarstarfa

39569991_1059635617534091_3422278251244945408_o

Í sumar hafa þátttakendur skapandi sumarstarfa árið 2018 unnið að skapandi starfi í ungmennahúsinu-Rósenborg, í ár var töluverð áhersla á að vinna með hugmyndina um skúlptúr. Útkoman var fjölbreytt útfærsla þátttakenda en þar á meðal eru vídeó verk, ljósmyndir, stærðfræði list og margt margt fleira. við bjóðum almenning velkominn að skoða afraksturinn næstkomandi laugardag þann 25.08.2018 á 4.hæð ungmennahússins-Rósenborgar klukkan 15:00. Sýningin er einnig hluti af dagskrá Akureyrarvöku.

Þátttakendur í ár voru: Stefán Atli Arnarsson, Elvar orri Brynjarsson, Helena ýr Pálsdóttir, Helga Rós Gunnarsdóttir, Sara Magdalena, Páll Rúnar Bjarnarson, Karen Krista Tulinius Kristján Breki Björnsson Daníel Andri Eggertsson, Hulda Berndsen Ingvadóttir og Aron Rósinberg Antonsson.

https://www.facebook.com/events/391878808014587


Listasafnið á Akureyri opnar á Akureyrarvöku eftir endurbætur og stækkun

39347235_1981091568579342_333525964543754240_n

Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku laugardaginn 25. ágúst næstkomandi kl. 15-23. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli.  

Blásið verður til mikillar listahátíðar með opnun 6 nýrra sýninga í sölum safnsins, auk þess sem nýtt kaffihús og safnbúð taka til starfa. 

Teknir verða í notkun bjartir og fallegir sýningarsalir á fjórðu hæð. Nýr og betri inngangur með bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða og barnavagna verður á jarðhæð ásamt safnbúð og notalegu kaffihúsi. Aðstaða fyrir safnkennslu batnar til muna og tækifæri skapast á fastri sýningu með verkum úr safneign auk sögusýningar um fjölbreytt atvinnu- og listalífi í Gilinu í áranna rás. Þessar breytingar færa Listasafninu nýja ásýnd og gott flæði myndast í starfseminni. Með þeim tengist bygging gamla Mjólkursamlagsins Ketilhúsinu og úr verður ein heild. Arkitektarnir Steinþór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson hjá Kurt og Pí hafa sérhæft sig í endurgerð verksmiðjuhúsnæðis þar sem virðing er jafnframt borin fyrir sögunni. Þeir hafa teiknað upp breytta nýtingu og nýtt skipulag þessa fyrrum iðnaðarhúsnæðis í Gilinu. 

Sýningar:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Hugleiðing um orku
Salir 04-06 
25. ágúst - 21. október 2018 

Sigurður Árni Sigurðsson
Hreyfðir fletir 
Salir 01-03 
25. ágúst - 21. október 2018  

Hjördís Frímann og Magnús Helgason
Hugmyndir / Ideas
Salur 07, Safnfræðsla 
25. ágúst 2018 - 18. ágúst 2019 

Safneign
Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri
Salur 08
25. ágúst 2018 - 11. október 2020 

Frá Kaupfélagsgili til Listagils / From Co-op Street to Art Street
Salur 12 
25. ágúst 2018 - 18. apríl 2021 

Valin verk úr safneign Listasafns ASÍ
Svipir / Expressions 
Salur 09
25. ágúst 2018 - 17. febrúar 2019 


Dagskrá 25. ágúst
Opnun kl. 15-23 

Ávörp í sal 11, Ketilhúsi kl. 15.30:
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri,
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra,
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.  

Tónlist: Dimitrios Theodoropoulos, jassgítar,
Jazz tríó Ludvigs Kára: Stefán Ingólfsson, Rodrigo Lopez og Ludvig Kári.

Kl. 16.30: Florakören og Brahe Djäknar á svölum Listasafnsins, efstu hæð.
Kl. 18.00: Florakórinn og Brahe Djäknar í sal 11, Ketilhúsi.
Kl. 20.00: DJ Kveldúlfur í sal 11, Ketilhúsi.

https://www.facebook.com/events/302910350272012


Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir með gjörning í Deiglunni

39015020_1956776967708160_2979089960474247168_o

Sacred; Try to remember the smell of old forest and the drink of clean water.

Our nature is Sacred. Our land is Sacred. All the trees and the waters are Sacred. Also our selves as human beings is Sacred. We n e e d the whole to be complete and to survive. Liv K. Nome  

Sacred er lifandi gjörningur með innsetningu, myndvörpun, hljóði og hreyfingu í rými.

https://www.facebook.com/events/243513503155606


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband