Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010

JARED BETTS SÝNIR Í POPULUS TREMULA UM NĆSTU HELGI

jared_betts_artwork.jpg


Laugardaginn 4. september kl. 14:00 opnar kanadíski myndlistarmađurinn Jared
Betts sýningu í Populus tremula.

Jared, sem er frá New Brunswick, hefur dvaliđ á Skagaströnd síđustu mánuđi
og unniđ ţar ađ list sinni. Hann hefur haldiđ einkasýningar og tekiđ ţátt í
fjölmörgum samsýningum á síđustu árum.

Sýningin verđur einnig opin sunnudaginn 5. september kl. 14:00-17:00.
Ađeins ţessi eina helgi.


Gallerí Viđ8tta601 á Akureyrarvöku

akureyrarvaka_002.jpg

Gallerí Viđ8tta601 tók daginn snemma og startađi Akureyrarvöku međ opnun sýningarinnar "Fiskisaga/Tilbrigđi viđ ţorsk" kl. 06:00 í morgun, föstudag 27.08. Sýnendur eru Kristján Pétur Sigurđsson og Ţorsteinn Steini Gíslason og er verkiđ stađsett utan á austur hliđ Myndlistaskólans á Akureyri í Gilinu. Verkiđ er skúlptúr/bókverk međ tónfrćđilegu ívafi. Ţagnamerki Kristjáns og ţorskhausar Steina gefa verkinu annarlegan blć, blć ósćttis og sameiningar, ţöggunar og átaka.


Ţrjár sýningar opna í Listagilinu á vegum Listasumars

ketilhus3

Á laugardaginn 28. ágúst opna ţrjár sýningar í Listagilinu á vegum
Listasumars á Akureyri.

Í Ketilhúsinu kl. 14:00 opna Anna Sigríđur Hróđmarsdóttir og Guđrún Hadda
Bjarnadóttir sýninguna "Rabbabari". Hér er á ferđinni einstök sýning, ţar
sem rabbabari er viđfangsefniđ í allri hugsanlegri og óhugsanlegri mynd,
s.s. ţurkađur rabbabaraskúlptúr á vegg, ofinn rabbabari í hör, dúkar, teppi
og uppskriftabćkur, málverk og ljósmyndir af rabbabara, leirílát í litum
rabbabarans undir afurđir rabbabarans s.s. saft, grauta og sultur og fleira
og fleira. Nýtíndur rabbabari verđur í bođi utandyra fyrir gesti og gangandi
ađ smakka og geta gestir fengiđ sykur til ađ dýfa í. Sýningin stendur til
12. september og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.

Í Deiglunni kl. 14:00 opnar Ragnheiđur Guđmundsdóttir (Heiđa),
ljósmyndasýninguna "Börn" og er viđfangsefni eins og yfirskriftin segir
ljósmyndir af börnum frá ţví ţau eru nokkurra daga gömul og uppúr. Sýningin
stendur til og međ sunnudeginum 29. ágúst og verđur opin fram til miđnćttis
á laugardag og á sunnudag kl. 13-17.

Milli Ketilhússins og Listasafnsins kl. 14:30 verđur formleg opnun á
ljósmyndasýningu Gísla B. Björnssonar og Önnu Fjólu Gísladóttur "Litróf".
Samtímis kemur út ný 400 mynda ljósmyndabók eftir ţau feđgin og verđur hún
afhent viđ hátíđlega athöfn.

www.listagil.akureyri.is


Tvćr ljósmyndasýningar opna í Listasafninu á Akureyri

laa_1020815.jpg

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 28. ágúst kl. 15.00, verđa tvćr ljósmyndasýningar opnađar í Listasafninu á Akureyri, annars vegar hin árlega sýning Blađaljósmyndarafélags Íslands og hins vegar sýning á myndröđinni Trú eftir norska ljósmyndarann Ken Opprann. Sýningarnar standa til 17. október. 


Styrktarsjóđur Guđmundu Andrésdóttur óskar eftir umsóknum

safnadeild_myndir_4


Styrktarsjóđur Guđmundu Andrésdóttur
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóđnum á árinu 2010

Samkvćmt skipulagsskrá sjóđsins nr. 9321 er markmiđ hans ,,ađ styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms” en stofnfé sjóđsins er arfur samkvćmt erfđaskrá Guđmundu Andrésdóttur listmálara sem lést áriđ 2002. Ráđstöfunarfé sjóđsins eru raunvextir af höfuđstól og verđur í ár ráđstafađ 8.0 milljónum króna. Stjórn sjóđsins ákveđur hversu margir styrkir verđa veittir.

Sjóđurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er ćskilegt ađ umsćkjendur hafi lokiđ BA prófi í myndlist eđa sambćrilegu námi. Hćgt er ađ sćkja um styrk til lengri eđa skemmri námsdvalar erlendis, ţó aldrei skemur en til sex mánađa. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerđ um fyrirhugađ nám ásamt međmćlabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil.

Stefnt er ađ úthlutun eigi síđar en 22. október nćstkomandi.
Umsóknarfrestur er til og međ 21. september 2010.
Umsóknir merktar styrktarsjóđnum skulu sendar Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafnsins 515 9600.

Stjórn Styrktarsjóđs Guđmundu Andrésdóttur


Opnunarhátíđ Menningarhússins Hofs á Akureyri

image-1_1020553.jpg

 

Velkomin á kynningu Myndlistarfélagsins í Hofi föstudaginn 27. ágúst kl. 17:00.

Á kynningunni eru verk eftir rúmlega 60 listamenn úr Myndlistarfélaginu sem sannarlega endurspegla ţann margbreytileika sem myndlistin felur í sér.
Einnig sýnir Guđný Kristmannsdóttir málverk en hún er einnig félagi í Myndlistarfélaginu og fyrrverandi bćjarlistamađur.

Allir velkomnir!

Loka útkall! Umsóknir fyrir gestavinnustofur Skaftfells 2011

Skaftfell_holl_copy-500x246

 

Opiđ fyrir umsóknir til 1. september 2010

Skaftfell, miđstöđ myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum í gestavinnustofur á árinu 2011.

Gestavinnustofum Skaftfells er ćtlađ ađ stuđla ađ samfélagi listamanna, heimamanna og gesta. Ađ búa í haginn fyrir skapandi samrćđur milli listarinnar og hversdagsins. Ađ búa listamönnum rými til vaxtar og sköpunar í litlu samfélagi ţar sem allt er hćgt.

Ţó svo ađ gestavinnustofur Skaftfells séu fyrst og fremst fyrir myndlistarmenn ţá eru teknar til greina umsóknir frá listamönnum sem vinna á milli miđla eđa í ađra miđla en á forsendum myndlistar. Umsóknir frá hópum og fjölskyldum eru einnig vel séđar.

Breyting hefur orđiđ á fyrirkomulaginu frá fyrri árum. Nú eru 3 hús á Seyđisfirđi í bođi fyrir gestalistamenn; Gestavinnustofan í Skaftfelli, Hóll viđ Vesturveg og Járnhúsiđ viđ Fossgötu. Dvalartími er frá 1 upp í 6 mánuđi.

Allar frekari upplýsingar og umsóknareiđublađ má finna á http://skaftfell.is

 

FINAL CALL FOR APPLICATIONS - Skaftfell residency program in 2011

Call for applications
Deadline 1st. September 2010

Skaftfell Center for Visual Art has opened a call for applications for the residency program in 2011.

The Skaftfell residency program’s objective is to create a community made up of artists and the general public in the rural setting of East-Iceland. Creating a platform to stimulate innovative dialogue between art and life. Allowing a space for artists to experience and explore a new angle to their artistic work in context with living and working in a unique, micro community were creativity is applied to every day life.

Although Skaftfell’s residency program is aimed at artists working with in the field of visual art, experimental artists working in intermediate methods are eligible to apply regardless of the nature of their primary profession/education within the arts. Group and family applications are welcome.

The residencies are located in three different houses in the town of Seyđisfjörđur; at Skaftfell, at Hóll on Vesturvegur road and at the Iron House on Fossgata road. The houses all have two bedrooms, bathroom with shower, kitchen, a small living room aria and studio/working facilities. The houses are all equipped with beds, dining sets, duvets, linen and towels for 5 people. Each residency period is from 1 - 6 months.

All further information can be found on the website http://skaftfell.isŢórunn Eymundardóttir
forstöđumađur

Skaftfell, miđstöđ myndlistar á Austurlandi
Austurvegi 42, 710 Seyđisfirđi
4721632 / 8695107
skaftfell@skaftfell.is


Starfslaun listamanna fyrir áriđ 2011

Starfslaun listamanna

Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn  1. október 2010, kl. 17. 00.

Hér međ eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutađ verđur áriđ 2011, í samrćmi viđ ákvćđi laga nr. 57/2009.

Starfslaun eru veitt úr sex sjóđum, ţeir eru:

1.   launasjóđur hönnuđa
2.   launasjóđur myndlistarmanna
3.   launasjóđur rithöfunda
4.   launasjóđur sviđslistafólks
5.   launasjóđur tónlistarflytjenda
6.   launasjóđur tónskálda

Auk starfslauna er sjóđunum heimilt ađ veita ferđastyrki.

Sćkja skal um listamannalaun á vef Stjórnarráđsins, vefslóđin er:) http://umsokn.stjr.is  umsóknarfrestur er til kl. 17.00, föstudaginn 1. október 2010.

Rafrćnt umsóknareyđublađ fyrir listamannalaun verđur ađgengilegt innan tveggja vikna.

Fylgigögn međ umsókn sem ekki er hćgt ađ senda rafrćnt skulu berast skrifstofu stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöđum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, fyrir  kl. 17.00, föstudaginn 1. október 2010, sé um póstsendingu ađ rćđa gildir dagsetning póststimpils.

Hafi umsćkjandi hlotiđ starfslaun áđur, verđur umsókn ţví ađeins tekin til umfjöllunar ađ framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi veriđ skilađ til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvćđi 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009.

Einungis er unnt ađ sćkja um starfslaun fyrir sama verkefni í einn sjóđ.

Samkvćmt 3. gr. laga nr. 57/2009 er stjórn listamannalauna heimilt ađ fćra umsóknir á milli sjóđa. Slíkt verđur gert í samráđi viđ umsćkjanda.

Lög um listamannalaun og reglugerđ er ađ finna á heimasíđu stjórnar listamannalauna: www.listamannalaun.is

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni í síma 562 6388.

Stjórn listamannalauna 12. ágúst 2010


Lára Stefánsdóttir opnar ljósmyndasýningu í Jónas Viđar Gallery

auglysing_jv_gallery_lara_agust_2010_600.jpg


Jónas Viđar Gallery

Akureyrarvaka - Úr holunni heim

Laugardaginn 28 ágúst kl 15.00 opnar Lára Stefánsdóttir ljósmyndasýningu

ţér og ţínum er bođiđ


Úr holunni heim

Myndirnar fjalla um öflun, flutning og geymslu á jarđvarmaorku á
Norđausturlandi. Jarđvarminn er endurnýjanlegur orkugjafi en undir manninum
komiđ hvernig og hvort hann nýtir hann. Međ ţví ađ vinna međ náttúrunni og
...umhverfinu getur orkuöflunin veriđ fögur og gert okkur kleift ađ lifa viđ
nútíma ţćgindi án ţess ađ skađa náttúruna.


______________________________________________

Jónas Viđar
sími: 8665021
Heimasíđa: http://www.jvs.is
Jónas Viđar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm

Kristján Pétur sýnir tréskúlptúrinn ŢAGNARNÁL í BOXinu

_agnarfreyja.jpg

Frá laugardeginum 28. ágúst mun Kristján Pétur Sigurđsson sýna tréskúlptúrinn ŢAGNARNÁL í BOXKompunni í Listagilinu. Ţagnarnálin er eiginlega langa systir ŢAGNAR-FREYJU, sem sem sést á myndinni standa keik fyrir utan Populus Tremula og BOXiđ. Sýningin verđur opin til 19. september, kl. 14-17 á föstu-, laugar- og sunnudögum.
Sýningin opnar laugardaginn 28. september kl. 14 og allir eru velkomnir.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband