Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2018

Listasafniđ á Akureyri opnar á Akureyrarvöku eftir endurbćtur og stćkkun

39347235_1981091568579342_333525964543754240_n

Formleg vígsla og opnun stórbćttra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku laugardaginn 25. ágúst nćstkomandi kl. 15-23. Ţá sömu helgi verđur 25 ára afmćli safnsins fagnađ og fjórum dögum síđar á Akureyrarkaupstađur 156 ára afmćli.  

Blásiđ verđur til mikillar listahátíđar međ opnun 6 nýrra sýninga í sölum safnsins, auk ţess sem nýtt kaffihús og safnbúđ taka til starfa. 

Teknir verđa í notkun bjartir og fallegir sýningarsalir á fjórđu hćđ. Nýr og betri inngangur međ bćttu ađgengi fyrir hreyfihamlađa og barnavagna verđur á jarđhćđ ásamt safnbúđ og notalegu kaffihúsi. Ađstađa fyrir safnkennslu batnar til muna og tćkifćri skapast á fastri sýningu međ verkum úr safneign auk sögusýningar um fjölbreytt atvinnu- og listalífi í Gilinu í áranna rás. Ţessar breytingar fćra Listasafninu nýja ásýnd og gott flćđi myndast í starfseminni. Međ ţeim tengist bygging gamla Mjólkursamlagsins Ketilhúsinu og úr verđur ein heild. Arkitektarnir Steinţór Kári Kárason og Ásmundur Hrafn Sturluson hjá Kurt og Pí hafa sérhćft sig í endurgerđ verksmiđjuhúsnćđis ţar sem virđing er jafnframt borin fyrir sögunni. Ţeir hafa teiknađ upp breytta nýtingu og nýtt skipulag ţessa fyrrum iđnađarhúsnćđis í Gilinu. 

Sýningar:

Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir
Hugleiđing um orku
Salir 04-06 
25. ágúst - 21. október 2018 

Sigurđur Árni Sigurđsson
Hreyfđir fletir 
Salir 01-03 
25. ágúst - 21. október 2018  

Hjördís Frímann og Magnús Helgason
Hugmyndir / Ideas
Salur 07, Safnfrćđsla 
25. ágúst 2018 - 18. ágúst 2019 

Safneign
Úrval – valin verk úr safneign Listasafnsins á Akureyri
Salur 08
25. ágúst 2018 - 11. október 2020 

Frá Kaupfélagsgili til Listagils / From Co-op Street to Art Street
Salur 12 
25. ágúst 2018 - 18. apríl 2021 

Valin verk úr safneign Listasafns ASÍ
Svipir / Expressions 
Salur 09
25. ágúst 2018 - 17. febrúar 2019 


Dagskrá 25. ágúst
Opnun kl. 15-23 

Ávörp í sal 11, Ketilhúsi kl. 15.30:
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri,
Lilja Alfređsdóttir, mennta- og menningarmálaráđherra,
Katrín Jakobsdóttir, forsćtisráđherra,
Ásthildur Sturludóttir, bćjarstjóri á Akureyri.  

Tónlist: Dimitrios Theodoropoulos, jassgítar,
Jazz tríó Ludvigs Kára: Stefán Ingólfsson, Rodrigo Lopez og Ludvig Kári.

Kl. 16.30: Florakören og Brahe Djäknar á svölum Listasafnsins, efstu hćđ.
Kl. 18.00: Florakórinn og Brahe Djäknar í sal 11, Ketilhúsi.
Kl. 20.00: DJ Kveldúlfur í sal 11, Ketilhúsi.

https://www.facebook.com/events/302910350272012


Ţóra Sólveig Bergsteinsdóttir međ gjörning í Deiglunni

39015020_1956776967708160_2979089960474247168_o

Sacred; Try to remember the smell of old forest and the drink of clean water.

Our nature is Sacred. Our land is Sacred. All the trees and the waters are Sacred. Also our selves as human beings is Sacred. We n e e d the whole to be complete and to survive. Liv K. Nome  

Sacred er lifandi gjörningur međ innsetningu, myndvörpun, hljóđi og hreyfingu í rými.

https://www.facebook.com/events/243513503155606


Ólík rými / Different Spaces - Salman Ezzamoury í Deiglunni

39129462_891760081007381_5166522980490018816_n

Ólík rými / Different Spaces - Salman Ezzamoury
Opnunartími: 18. - 19. Ágúst kl. 11 - 20 / Opnunarhóf kl. 14 á laugardag

Salman Ezzammoury er fćddur í Tetouan, Norđur Marokkó 1959 en flutti ungur til Hollands. Nám hans í ljósmyndun viđ College of Applied Photography í Apeldoorn og grafískri tćkni í Sivako í Utrecht gáfu honum góđan tćknilegan grunn fyrir verk hans nú til dags. Hann blandar saman málun og ljósmyndun.

Fyrir Salman er mikilvćgt ađ tjá tilfinningar sínar, ofar öllu vill hann sýna upplifun sína á augnabliki, ástandi eđa ađstćđum.
Ljósmyndir hans hafa ljóđrćna eiginleika og eins og međ ljóđiđ getur ţađ aldrei veriđ fullkomlega skiliđ, heldur hefur óljósa, dulúđlega áru.

Allir eru hjartanlega velkomnir, listamađurinn verđur á stađnum og kaffi og kruđerí í bođi.

//

“Different Spaces”
Opening hours Saturday - Sunday 18. - 19. August hr. 11 – 20 / Opening reception Sat hr. 14

Please join us for the opening of Different Spaces / Ólík Rými, an exhibition by Salman Ezzamoury in Deiglan on Saturday, August 18th hr. 14.

Salman Ezzammoury, born in Tetouan, North Morocco, 1959, moved to the Netherlands at a young age.
His studies of Photography at the College of Applied Photography in Apeldoorn and Graphic Techniques at Sivako in Utrecht provided a solid technical basis for his current work. He combines painting and photography.

Expressing his emotions is important to Salman Ezzammoury. Above all he wants to make clear his feelings of experiencing a moment, a situation or a place. That is why his photography have a poetic quality and as with poetry can never be completely grasped, but remains elusive, with a mystic quality.

https://www.facebook.com/events/440049049849257


Fjölskylduleiđsögn um sýningu Anítu Hirlekar

large_fjolskylduleidsognanita-

Laugardaginn 11. ágúst kl. 11-12 verđur bođiđ upp á fjölskylduleiđsögn um sýningu Anítu Hirlekar, Bleikur og grćnn í Listasafninu á Akureyri. Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, segir börnum og fullorđnum frá sýningu Anítu. Ađ lokinni leiđsögn er gestum bođiđ ađ búa til sitt eigiđ listaverk, innblásiđ af verkum Anítu.

Ađgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/212297756052289

listak.is


Harpa Björnsdóttir sýnir í Kompunni

38218371_1770552273021370_5235382078022877184_o


Harpa Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alţýđuhúsinu á Siglufirđi nćstkomandi laugardag, 4. ágúst kl. 14.00. Sýningin nefnist „Mitt fley er lítiđ en lögur stór“, og fjallar um vćgi manneskjunnar í hinu stóra samhengi. Á reginhafi og í mannhafi er hún svo óumrćđilega lítil, en öđlast stćrđ, vćgi og minni í gegnum verk sín og gjörđir, ástvini og elsku.
Harpa Björnsdóttir hefur starfađ sem myndlistarmađur frá árinu 1983 og veriđ virk á vettvangi myndlistar og menningarmála. Hún hefur haldiđ yfir 30 einkasýningar og tekiđ ţátt í yfir 50 samsýningum, heima og erlendis.
Harpa hefur einnig starfađi sem myndlistarráđunautur og verkefnisstjóri menningarviđburđa og veriđ sýningarstjóri fjölmargra sýninga, einkum sýninga á verkum sjálfsprottinna listamanna í samstarfi viđ Safnasafniđ á Svalbarđsströnd.
Sýningin stendur til 19. ágúst, og er opin kl. 14.00-17.00 daglega.

https://www.facebook.com/events/516157728839593


Leiđsögn um sýninguna Fullveldiđ endurskođađ

large_garmann-thelamork-650x433

Annan hvern laugardag í sumar hefur Listasafniđ á Akureyri bođiđ upp á leiđsögn međ listamönnum og frćđifólki um sýninguna Fullveldiđ endurskođađ. Laugardaginn 4. ágúst mun Guđmundur Ármann Sigurjónsson segja frá hugleiđingum sínum í tengslum viđ sýninguna og einstaka verk. Leiđsögnin hefst kl. 15 viđ Listasafniđ, Ketilhús og verđur svo gengiđ á milli verkanna og mun leiđsögnin taka um 45 mínútur. 

Sýningin Fullveldiđ endurskođađ er útisýning sem sett er upp á á átta völdum stöđum í miđbć Akureyrar. Alls eiga 10 ólíkir myndlistarmenn verk á sýningunni sem gerđ eru sérstaklega í tilefni af aldarafmćli fullveldis Íslands. Listamennirnir eru: Guđmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harđardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson. Markmiđiđ međ sýningunni er ađ sýna nýja hliđ á stöđu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til ađ velta fyrir sér hugmyndum, útfćrslum og fjölbreyttum sjónarhornum ţví tengdu.

Síđasta leiđsögnin um Fullveldiđ endurskođađ verđur međ Gunnari Kr. Jónassyni, laugardaginn 18. ágúst kl. 15-15.45. Sýningin hlaut styrk úr sjóđi afmćlisárs fullveldis Íslands. Sýningarstjórar eru Guđrún Pálína Guđmundsdóttir og Hlynur Hallsson.

listak.is


Jóna Bergdal sýnir í Bergi á Dalvík

38262108_2121539781401557_7812789147738832896_o

Jóna Bergdal myndlistakona frá Akureyri hefur haldiđ fjölda einka- og samsýninga hérlendis og erlendis. Hún lauk námi í Myndlistaskólanum á Akureyri áriđ 2003 og hefur auk ţess sótt allnokkur námskeiđ hér heima og í Noregi til ađ opna fleiri víddir. Jóna hefur fengist viđ ýmiskonar tćkni og mikiđ notađ akríl og olíu í sínum verkum en síđustu ár hafa vatnslitir átt hug hennar og hjarta. Ţađ er frelsiđ í vatnslitunum sem heillar hana, litaflćđiđ og frjálsa túlkunin sem vatn og litir spinna saman. Myndirnar hennar eru yfirleitt innblásnar af náttúrunni og umhverfinu, einnig hafa fuglar skipađ nokkuđ stóran sess í myndum hennar. Myndir frá Jónu hafa fariđ á sýningar víđa og nú nýveriđ á sýningu í Bilbá á Spáni, Helsinki í Finnlandi og Fabriano á Ítalíu ţar sem Jóna dvaldi og sótti fyrirlestra og námskeiđ og ţangađ er međal annars sóttur innblástur fyrir ţessa sýningu. 

Sýningin opnar 4. ágúst 2018 kl. 14.

Allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/257451611702930


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband