Maureen Patricia Clark sýnir í Deiglunni

23244336_734712466712144_5181330741900201642_n

Veriđ velkomin á opnun Color Me Happy eftir Maureen Patricia Clark í Deiglunni, laugardaginn 11. nóv.  kl. 14 – 17.  Einnig opiđ sunnudaginn 12. nóvember kl. 14 – 17, ađeins ţessa einu helgi!  

Deiglan er stađsett í Kaupvangsstrćti 23, Listagilinu, Akureyri.

You are invited to the opening of Color Me Happy,  art exhibition by Maureen Patricia Clark in Deiglan, Saturday Nov. 11 at 14 - 17. Also open on Sunday at 14 - 17.

 

Hvađ er á döfinni?

11. - 12. nóvember, kl. 14 - 17
Color Me Happy - Myndlistasýning - Maureen Patricia Clark

14. nóvember, kl. 17
Jessica Tawczynski, gestalistamađur Gilfélagsins, heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu

18. - 19. nóvember, kl. 14 - 17
Birtuskil - Myndlistasýning  - Ragnar Hólm

25. - 26. nóvember
Jessica Tawczynski sýnir afrakstur dvalar sinnar í Gestavinnustofu Gilfélagsins

28. nóvember kl. 19:30
Skyggnilýsingarfundur međ Sue Carrol, ađgangseyrir.

1. - 2. desember
Lista- og Handverksmessa Gilfélagsins

9. - 10. desember
Gellur sem mála - Myndlistasýning

15. - 17. desember
Amanda Marsh - Myndlistasýning

21. - 23. desmeber
Julia DePinto sýnir afrakstur dvalar sinnar í Gestavinnustofu Gilfélagsins

http://listagil.is


Ýmir Grönvold opnar sýningu í Kaktus

23316825_2495176490706995_3068145555204743812_n

The Fool // Flóniđ. Ýmir Grönvold

https://www.facebook.com/events/1956235177997409

Opnun laugardaginn 11. nóvember 2017 kl. 19:00

Just an idea – as you said yesterday, that you see similarities in tarot cards/interpretations of each card vs. art pieces/interpretation of it, so the essence in both of them is - there is no wrong card, and obviously, there is no wrong art, right? So, my point is, that in both situations, there are no wrong answers (in the interpretations, or the process itself).

So maybe, just maybe, that somehow could be the title? Like – “There are no wrong answers”. Like, you know, when you look at an art piece, no matter the artist idea, you still wonder - What is that? Why and how etc. But, at the end, there are no wrong guesses, no wrong thoughts, because everybody is allowed to interpret a piece their own way, and I kind of always loved it about contemporary art, that signs may be taken out far from their initial meaning and used in a different way, but still, there are no wrong ways of doing that.

I dont know, if you are getting into all this, or is my mind just drifting in the wrong direction.


Hugleikur Dagsson međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_hugleikur-dagsson

Ţriđjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Hugleikur Dagsson Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hugleikir. Á fyrirlestrinum mun hann fjalla um 15 ára feril sinn sem sjálfstćtt starfandi höfundur myndasagna, leikrita, sjónvarpsţátta og uppistands. Hugleikur útskrifađist úr Listaháskóla Íslands 2002. Ađgangur er ókeypis.

Ţriđjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Síđasti fyrirlestur ársins heldur bandaríska myndlistarkonan Jessica Tawczynski, ţriđjudaginn 14. nóvember. Fyrirlestraröđin hefst ađ nýju um miđjan janúar 2018.

listak.is


Laugardagsleiđsögn í Listasafninu á Akureyri

large_nh2a0563

Laugardaginn 4. nóvember kl. 15-15.30 verđur bođiđ upp á leiđsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um sýningar Rúrí, Jafnvćgi-Úr Jafnvćgi, og Friđgeirs Helgasonar, Stemning. Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, tekur á móti gestum og frćđir ţá um sýningarnar og einstaka verk. Ađgangur er ókeypis.

Á sýningu sinni leggur Rúrí listina á vogarskálar. Vogarskálar vega sögu mannkyns og jarđar, vega tíma, vega vćgi mismunandi gilda, til dćmis hagkerfi á móti vistkerfi, eđa vćgi huglćgra gilda. Verkiđ er innsetning og er samsett úr fjölda eininga.

Rúrí (f. 1951) hefur um árabil safnađ skálavogum og vigtum frá ýmsum tímum. Vigtarnar eru margvíslegar ađ gerđ en byggja allar á jafnvćgi. Vogir og ýmis önnur mćlitćki eins og klukkur, hnattlíkön og landakort eru módel af ţeim heimi sem viđ ţekkjum og mynda hluta innsetningarinnar. Hin sterka tilvísun vogarinnar setur spurningarmerki viđ ójafnvćga afstöđu milli t.d. hagkerfa og vatnsforđa jarđar, stríđs og friđar. (Christian Schoen; Fragile Systems, Nordatlantens Brygge, Copenhagen, 2016)

Rúrí hefur starfađ ađ myndlist frá 1974. Verk hennar hafa veriđ sýnd á fjölmörgum sýningum í Evrópu, Asíu og N-Ameríku og ţau má finna í íslenskum og erlendum söfnum auk ţess sem útilistaverk eftir hana hafa veriđ sett upp bćđi á Íslandi og erlendis. Rúrí var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíćringnum 2003 ţar sem verkiđ Archive – Endangered Waters vakti mikla athygli. Frekari upplýsingar má finna á ruri.is.

Stemning ţjóđveganna fönguđ

Friđgeir Helgason (f. 1966) flutti ungur til Bandaríkjanna. Hann lagđi stund á kvikmyndagerđ í Los Angeles City College í Hollywood 2005-2006, ţar sem ljósmyndun fangađi huga hans. Hann stundađi ljósmyndanám viđ sama skóla frá 2006 til 2009 og hefur haldiđ fjölda ljósmyndasýninga í Bandaríkjunum og á Íslandi.

„Ljósmyndirnar á ţessari sýningu voru teknar á árunum 2008-2013 ţegar ég ţvćldist um ţau svćđi sem mér ţykir vćnst um: annars vegar á Íslandi og hins vegar í Louisiana í Suđurríkjum Bandaríkjanna,“ segir Friđgeir. „Myndirnar voru allar teknar á Kodakfilmu sem ég prentađi í stćkkara upp á gamla mátann. Ţađ jafnast fátt á viđ ađ keyra stefnulaust um ţjóđvegi međ gamla góđa Pentaxinn og slatta af filmu í skottinu. Stoppa í vegasjoppum, fá sér í gogginn og spjalla viđ innfćdda. Skynja andrúmsloftiđ og taka ljósmynd ţegar tćkifćri gefst. Ţessi sýning á ađ fanga ţá stemningu.“

listak.is


Sunnudagskaffi međ skapandi fólki, Hlynur Hallsson

2

Myndlist og myndlist, Hlynur Hallsson

Sunnudaginn 5. nóv. kl. 15.00 – 16.00 mun Hlynur Hallsson myndlistarmađur og safnstjóri frá Akureyri vera međ erindi á Sunnudagskaffi međ skapandi fólki í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi.  Ţar mun hann segja frá skapandi starfi í Listasafninu á Akureyri og skrefunum frá ţví ađ vera myndlistarmađur, sjálfstćđur sýningarstóri og til ţess ađ vera safnstjóri Listasafns. Frá samţćttingu kennslu, sýningarstjórnunar og myndlistar á vettvangi grasrótar og stofnunar.
Ađ erindi loknu verđa kaffiveitingar og allir velkomnir.


Hlynur Hallsson er fćddur á Akureyri 1968, kvćntur og á fimm börn.

Myndlistarnám viđ Myndlistaskólann á Akureyri 1989-90 og í fjöltćknideild Myndlista- og handíđaskóla Íslands 1990-93. Erasmus-styrkur til náms í Ţýskalandi. 1993-96 framhaldsnám í myndlist viđ listaháskólana í Hannover, Hamborg og Düsseldorf. Mastersgráđa frá FH í Hannover 1997.

Hlynur hlaut tveggja ára starfslaun Kunstverein Hannover 1997-99, viđurkenningu Listasjóđs Pennans (Dungal sjóđurinn) áriđ 2000. Árs starfslaun listamanna í Neđra-Saxlandi áriđ 2000 og verđlaun ungra myndlistarmanna í Neđra saxlandi áriđ 2001. Sex mánađa starfslaun Menntamálaráđuneytisins 1997, 2003, 2004, 2011 og 2013 og tveggja ára starfslaun listamanna áriđ 2006. Hann hlaut Barkenhoffstyrkinn í Worpswede áriđ 2002 og vinnustofudvöl hjá Chinati Foundation í Marfa, Texas sama ár. Hann var bćjarlistamađur Akureyrar 2005 og hlaut sama ár Sparda-Bank verđlaunin í Hannover. Hlynur hefur veriđ gestakennari viđ Myndlistaskólann á Akureyri frá 1999 og Listaháskóla Íslands frá 2001. Hlynur hefur einnig tekiđ ađ sér stundakennslu viđ Háskólann á Akureyri.

Hlynur rak sýningarrýmiđ Kunstraum Wohnraum ásamt konu sinni Kristínu Kjartansdóttur heima hjá ţeim í stofu 1994-2010. Hefur gefiđ út tímaritiđ Blatt Blađ frá 1994. Hefur einnig skipulagt fjölda sýninga og uppákoma ásamt öđrum myndlistarmönnum eins og GUK+ 1999-2005 og sýninguna "aldrei-nie-never" í Gallerí +, Nýlistasafninu og hjá Kuckei+Kuckei í Berlín áriđ 2004.  Hlynur var sýningarstjóri sýningarinnar "A4" hjá Galleri Otto Plonk í Bergen 1997 og "Eitthvađ-Etwas-Something" í Kunstverein Hannover 1999. Hann starfrćkti sýningarrýmiđ Villa Minimo í Hannover 1997-1999 og skipulagđi einnig sýngarnar "bingur-haufen-pile" í Barkenhof í Worpswede 2002 og "Don" hjá Chinati Foundation í Marfa, Texas sama ár. Einnig "Big in Japan" hjá Sojo Gallery í Kumamoto áriđ 2005 og sýninguna "TEXT" hjá Kuckie+Kuckei í Berlín í 2011. Hann var listrćnn ráđgjafi hjá Flóru 2011-2014. Er einn ţeirra listamanna sem stofnuđu Verksmiđjuna á Hjalteyri 2008 og hefur stađiđ fyrir fjölda sýninga ţar. Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES međ textum og myndröđ áriđ 2011 og fyrr á ţessu ári kom út bókin Ţúsund dagar í Pastel ritröđinni frá Flóru.

Hlynur er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og situr í stjórn Kynningarmiđstöđvar íslenskrar myndlistar. Hann hefur setiđ í stjórn Listskreytingasjóđs. Hann var formađur SÍM, Sambands íslenskra myndlistarmanna 2009-2010 og formađur Myndlistarfélagsins 2008-2009. Sat í stjórn Kynningarmiđstöđvar íslenskrar myndlistar 2007-2010. Tók fjórum sinnum sćti á Alţingi sem varaţingmađur VG 2003-2007. Hlynur var í safnstjórn Kunstverein Hannover 1997-2001 og í stjórn Gilfélagsins 1989-1990 og formađur Leikklúbbsins Sögu 1988-1990.

Hlynur hefur sýnt verk sín á meira en 60 einkasýningum og tekiđ ţátt í yfir 80 samsýningum á síđustu 20 árum. Hann hefur međal annars sett upp einkasýningar í Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Kuckei + Kuckei, Galerie Robert Drees, Chinati Foundation og Overgaden.

Verk hans snúast gjarnan um samskipti, tengingar, texta, skilning, landamćri, stjórnmál, hversdagslag hluti og hvađ viđ lesum úr hlutunum.

Nánari upplýsingar á: hallsson.de og á hlynur.is og myndir af nýlegum verkum á kuckei-kuckei.de
Heimasíđa Listasafnsins á Akureyri er listak.is


Uppbyggingarsjóđur/menningarráđ Eyţings, Fjallabyggđ, Eyrarrósin, Menningarsjóđur Siglufjarđar og Egilssíld styđja viđ menningarstarf í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi.


Steinţór Kári Kárason arkitekt međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_steinthor-kari-vefur

Ţriđjudaginn 31. október kl. 17-17.40 heldur arkitektinn Steinţór Kári Kárason Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Endurmótun. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um endurmótun Listasafnsins á Akureyri, ţćr hugmyndir sem ţar liggja ađ baki, markmiđ og arkitektóníska sýn. Steinţór Kári mun sýna myndir og teikningar af breytingunum ásamt öđrum verkum sem hann hefur unniđ. 

Steinţór Kári Kárason útskrifađist sem arkitekt úr École Polytechnique Féderale de Lausanne í Sviss 1998. Eftir ađ hafa starfađ hjá Studio Granda 1998-2003 og hjá Tony Fretton Architects í London 2003-2004 stofnađi hann ásamt Ásmundi Hrafni Sturlusyni Kurtogpi 2004 og hefur starfađ ţar síđan. Hann hefur kennt arkitektúr viđ Listaháskóla Íslands frá 2002 og veriđ prófessor viđ skólann frá 2010 auk ţess ađ sitja í ýmsum ráđum, nefndum og stjórnum á vegum hins opinbera, félagasamtaka og stofnana. 

Ţriđjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Nćstu fyrirlesarar eru Hugleikur Dagsson og Jessica Tawczynski.

listak.is


Georg Óskar međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_georg-oskar-vefur

Ţriđjudaginn 24. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarmađurinn Georg Óskar Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Sögur og annar skáldskapur. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um hvernig málverkiđ hefur nýst honum til ađ rýna í heiminn og tjá sig um atburđi líđandi stundar. Ađgangur er ókeypis.

Georg Óskar útskrifađist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009 og lauk mastersnámi í myndlist viđ Kunst- og designhřgskolen í Bergen í Noregi 2016.

Ţriđjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Steinţór Kári Kárason, Hugleikur Dagsson og Jessica Tawczynski.

listak.is


Hrönn Einarsdóttir opnar málverkasýningu á Lćknastofum Akureyrar

22519774_10208065929086624_7545762654722857381_o

Hrönn Einarsdóttir, opnar málverkasýningu á Lćknastofum Akureyrar.
Glerártorgi – 2. hćđ fimmtudaginn 19. október 2017.
Hrönn er fćdd 1962 á Akureyri ţar sem hún er búsett. Hún lauk prófi frá Myndlistaskólanum á Akureyri voriđ 2010. Hrönn hefur haldiđ nokkrar einkasýningar og tekiđ ţátt í mörgum samsýningum síđan ţá.
Sýningin er opin virka daga kl. 9-16.


Jónína Björg Helgadóttir opnar sýningu í Menningarhúsinu Bergi

22291312_717291768461491_4573715259471810721_o

Jónína Björg Helgadóttir opnar sýninguna Úr mínum höndum í Menningarhúsinu Bergi.

Jónína Björg útskrifađist úr Myndlistaskólanum á Akureyri 2015, og er ţetta hennar fjórđa einkasýning síđan. Hún hefur tekiđ ţátt í fjölda samsýninga, unniđ sem verkefnastjóri og er partur af listahóp sem bćđi sýnir saman og rekur lista- og menningarrýmiđ Kaktus á Akureyri.
Verk hennar eru ađ megninu til málverk og grafíkverk, sem oft eiga uppruna sinn í draumum og draumkenndri hugsun. Ţau eiga ţađ til ađ vera femínísk og sjálfsćvisöguleg.

,,Verkin á ţessa sýningu vann ég út frá atburđum og tilfinningum í eigin lífi, eins og oft vill gerast. Ég vann sýninguna ansi hratt og naut ţess ađ grandskođa ekki allar ákvarđanir heldur leyfa hugmyndunum ađ verđa ađ verkum án ţess ađ leggja skýrar línur fyrirfram. Ţegar á leiđ, og ég stóđ á miđri vinnustofunni umkringd verkum, uppgötvađi ég svo meininguna og samhengiđ.”

Sýningin er opin frá 3. nóv. - 28. nóv. en formleg opnun verđur laugardaginn 11. nóv. frá kl. 13-16. Ţangađ eru allir velkomnir og léttar veitingar verđa í bođi.

Menningarhúsiđ Berg er viđ Gođabraut, Dalvík og er opiđ mánudaga til föstudaga kl. 10-17 og laugardaga 13-17.

https://www.facebook.com/events/399818457103416


Opiđ fyrir umsóknir í Gestavinnustofu Gilfélagsins

gilfelaglogo-2

Gilfélagiđ auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins. Um er ađ rćđa mánađardvalir á tímabilinu júlí til desember 2018. Gestavinnustofan er fullbúin íbúđ međ vinnustofu sem hentar einum listamanni eđa pari. Innangengt er í viđburđarrýmiđ okkar Deigluna ţar sem er í bođi ađ halda sýningu eđa annarskonar viđburđ í lok dvalar eđa eftir samkomulagi.

Íbúđin er stađsett í Kaupvangsstrćti, eđa Listagilinu í miđbć Akureyrar ţar sem er stutt ađ sćkja alla helstu ţjónustu svo ekki sé minnst á menningarlífiđ.

Umsóknarfrestur er til og međ 1. nóvember.

Nánari upplýsingar hér

///

The Gil Artist Residency is open for applications for one month stays in July to December 2018.

Gil Artist Residency is an Artist in Residence Program located in Akureyri, North Iceland. We are located in the town center, in the Art Street where the Art Museum and several galleries, artist studios, restaurants and bars are located. At the end of the street is the shore of Eyjafjörđur, a beautiful mountain view of the fjord. Akureyri is a small town with an easy access to open nature.

We can accommodate one or two artists, in a private apartment with a studio, fully equipped kitchen & bathroom and a gallery for final events & exhibitions. Our exhibition space Deiglan is next door and has an internal access from the studio.

The application deadline is November 1st.

More Infos here


Fjölskylduleiđsögn og hćgt ađ búa til sitt eigiđ listaverk

22256596_1623058247716011_628749468817944002_o

Laugardaginn 14. október kl. 11-12 verđur fjölskylduleiđsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, segir börnum og fullorđnum frá sýningu Rúrí: “Jafnvćgi - Úr jafnvćgi” og sýningu Friđgeirs Helgasonar: "Stemning - Mood”. Ađ lokinni leiđsögn er gestum, stórum og smáum, bođiđ ađ búa til sitt eigiđ listaverk. Ađgangur er ókeypis í bođi Norđurorku en tilkynna ţarf um ţátttöku í netfangiđ heida@listak.is

https://www.facebook.com/events/735178006671727

listak.is


Jellyme, Anna Richards og Karlakór Akureyrar Geysir í Kaktus

22289677_1287382954717958_8742061063129769108_o

Jellyme

Forvitnilegur gjörningur međ og eftir Önnu Richards
Karlakór Akureyrar Geysir tekur ţátt.

Fjöldi valinkunnra norđlenskra listamanna lagđi hönd á plóginn til ađ verkiđ gćti orđiđ ađ veruleika.

Fluttur í EITT skipti í Kaktus, Hafnarstrćti 73 (gömlu Dynheimar) á Akureyri laugardaginn 14. Október kl. 16:00

Hugdettan ađ verkinu tengist foreldrum Önnu og ţeirri stađreynd ađ Anna erfđi kynstrin öll af sultu eftir ţau. “Svo er ég soddan sulta” segir Anna og hlćr! (Hvađ sem ţađ nú táknar)

Sóknaráćtlun Norđurlands og Akureyrarstofa styrkja verkiđ.

Kaktus hýsir verkiđ.

Enginn ađgangseyrir, ţađ er stefnan hjá Kaktus :)

VELKOMIN öll

https://www.facebook.com/events/131438097582638


Textíllistakonan Päivi Vaarula međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_talvi16_17-1-

Ţriđjudaginn 10. október kl. 17-17.40 heldur finnska textíllistakonan Päivi Vaarula Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Being a textile artist. Ţar mun hún fjalla um list sína og starfsferil. Ađgangur er ókeypis. 

Päivi Kristiina Vaarula hefur sýnt víđa á Norđurlöndum sem og í Evrópu og Japan, haldiđ 9 einkasýningar og tekiđ ţátt í 20 samsýningum. Hún starfar um ţessar mundir viđ kennslu í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstađ. Vaarula er međ mastersgráđu í textílhönnun og hefur kennt fagiđ og haldiđ fyrirlestra víđa um lönd síđastliđin 30 ár. 

Ţriđjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Verkmenntaskólans á Akureyri.

listak.is


Cindy Small sýnir í Deiglunni

21586663_585297154927370_56513268300425286_o
 
Ţér er bođiđ á opnun sýningarinnar "Voyager / Ferđalangur" í Deiglunni á laugardag, 23. september kl. 14 - 17. Einnig opiđ 14 - 17 á sunnudag.
Cindy Small er gestalistamađur Gilfélagsins í september og mun sýna afrakstur dvalar sinnar.
 
"Ferđalangur"
Stuttu eftir ađ ég kom til Akureyrar heimsótti ég safniđ sem sýnir nú gömul íslensk kort. Margt viđ kortin gripu mig - fallegu landfrćđiteikningarnar og notkun lita, stórfenglegu sćskrímslin og síbreytilegt form eyjarinnar eftir nýjar uppgötvanir.
Eftir ţví sem ég verđ öruggari á ţessu "ćttleidda heimili" breytist skilningur minn á landi og ţjóđ. Hver dagur er ný upplifun á loftslagi, landslagi, hljóđi og lykt. 
Ég hef búiđ til ný kort međ uppgötvunum mínum, međ áherslu á sjálfsmynda, "skrímsla" sem Ferđalangurinn. Bátarnir, sem eru oft til stađar, tákna ferđina sem hefur prentast í hjarta mitt.
Takk, Akureyri.
Takk, Ísland.
 
Deiglan,  Kaupvangsstrćti 23, Akureyri.
Gilfélagiđ er styrkt af Akureyrarstofu
 
///
 
You are invited to the opening of the exhibition "Voyager" by Cindy Small, artist in residence, in Deiglan on Saturday, September 23rd at 2 - 5 pm. Also open on Sunday 2 - 5 pm. 
 
"Voyager"
Shortly after I arrived in Akureyri, I visited the museum which currently has on display a collection of ancient maps of Iceland. Many things about the maps struck me-the beautiful topographical illustrations and use of color, the fantastical sea monsters, and the ever-changing shape of the island as new discoveries were learned. 
As I became more comfortable in this "adopted home", I noticed my changing insights of this land and culture. Each day brings a different awareness of the climate, the landscape, the sounds and smells of this place.
My work speaks to creating new maps of my discoveries, highlighting the self-portrait "monsters" as the Voyager. The boats that are often times present, symbolize the journey, which is absolutely leaving an imprint on my heart. 
Thank you, Akureyri. 
Thank you, Iceland.
 
Deiglan, Kaupvangsstrćti 23, Akureyri.

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í október

11053284_293979480725807_5383994652796239428_n

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í október, um er ađ rćđa 16. - 23. október og 23. - 30. október - afhent eftir hádegi á mánudegi og skilađ fyrir hádegi á mánudegi. Verđ fyrir vikuna er 25.000 kr. Innifaliđ í verđi er möguleiki á ađ halda viđburđ/sýningu í Deiglunni eftir samkomulagi.
Vinnustofan er í Kaupvangsstrćti 23, Akureyri, og er fullbúin og hentar ágćtlega fyrir einn til tvo listamenn. Nánari upplýsingar um ađstöđuna er á heimasíđu okkar, www.listagil.is
Áhugasamir hafi samband á studio.akureyri@gmail.com


Mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

21743520_1598908160131020_5669114919845486026_o

Ţriđjudaginn 19. september kl. 17-17.40 heldur mexíkóski ljósmyndarinn Alfredo Esparza Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Contemporary Mexican Photography. Fyrirlesturinn gefur innsýn í mexíkóskar hefđir og menningu sem skapast hafa í tengslum viđ ljósmyndun – bćđi listrćna- og heimildaljósmyndun. Rćtt verđur um hin margvíslegu umfjöllunarefni samtíma ljósmyndara. Ađgangur er ókeypis.

Alfredo Esperaza lauk mastergráđu í húmanískum frćđum í Mexíkó 2008 og námi í samtímaljósmyndun 2012. Hann hefur sýnt ljósmyndir sínar víđa um heim og vinnur um ţessar mundir ađ list sinni á Íslandi.

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Jessica Tawczynski, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

www.listak.is


Listasafniđ á Akureyri opnar sýningu á Hjalteyri

21587193_1596079127080590_3172556986687661075_o

Laugardaginn 16. september kl. 15 opnar Listasafniđ á Akureyri sýningu á vídeóverkum úr safneign í Verksmiđjunni á Hjalteyri. Verksmiđjan er afar hrátt húsnćđi og skapar ţar af leiđandi heillandi umgjörđ um ţessa tegund myndlistar. Vídeóverk hafa ekki veriđ áberandi í safneign Listasafnsins en á síđustu árum hefur orđiđ ţó nokkur breyting ţar á. Sýningin er liđur í ţví ađ sýna verk úr safneigninni í nýju ljósi og er unnin í samvinnu Listasafnsins og Verksmiđjunnar á Hjalteyri.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni eru: Arna Valsdóttir, Ine Lamers, Klćngur Gunnarsson og Ţóra Sólveig Bergsteinsdóttir. Sýningin stendur til 1. október og verđur opin ţriđjudaga-sunnudaga kl. 14-17.

listak.is


Jón Ţór Sigurđsson, margmiđlunarhönnuđur, međ fyrsta Ţriđjudagsfyrirlestur vetrarins

21370858_1594477887240714_8404349444339974086_n

Ţriđjudaginn 12. september kl. 17-17.40 heldur Jón Ţór Sigurđsson, margmiđlunarhönnuđur, fyrsta Ţriđjudagsfyrirlestur vetrarins sem ađ ţessu sinni fer fram í stofu M01 í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Ađgangur er ókeypis. 

Í fyrirlestrinum mun Jón Ţór fjalla um Fab Lab smiđjuna sem var opnuđ í VMA í desember 2016. Ađ smiđjunni standa Nýsköpunarmiđstöđ Íslands, VMA, Akureyrarbćr og Símenntunarmiđstöđ Eyjafjarđar. Fab Lab stendur fyrir „Fabrication Laboratory“ og er alţjóđlegt net stafrćnna smiđja međ tćkjum og tólum. Smiđjan gefur fólki á öllum aldri tćkifćri til ţess ađ ţjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvćmd.

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Alfredo Esparza, Natalia Dydo, Päivi Vaarula og Hugleikur Dagsson.

listak.is


Fundur fólksins: Er skapandi starf metiđ ađ verđleikum?

21368967_1591805944174575_1115217223806905939_o

Listasafniđ á Akureyri ásamt Sambandi íslenskra myndlistarmanna tekur ţátt í Fundi fólksins í Hofi á Akureyri.

Dagskráin fer fram laugardaginn 9. september kl. 11:00-11:50 á sviđinu í Hamraborg í Hofi.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formađur Sambands íslenskra myndlistarmanna, Ţórgnýr Dýrfjörđ framkvćmdastjóri Akureyrarstofu, Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri og myndlistarkonan Rúrí verđa í pallborđi og velta fyrir sér hvort skapandi starf sé metiđ ađ verđleikum auk fleiri spurninga um hvernig hćgt sé ađ efla menningu, lýđrćđi og gangrýna hugsun í samfélaginu.

Átak SÍM, "Viđ borgum myndlistarmönnum", hefur veriđ áberandi og einnig umrćđan um listkennslu í skólum. Fjármagn sem fer til menningarmála og mikilvćgi menningar fyrir samfélagiđ verđur einnig rćtt. Öllum er velkomiđ ađ leggja orđ í belg og taka ţátt í umrćđunum.

Sama dag, laugardaginn 9. september kl. 15, opna tvćr sýningar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi - Rúrí: Jafnvćgi-Úr Jafnvćgi og Friđgeir Helgason: Stemning.

Međfylgjandi mynd er af gjörningnum "Léttvćg tilvistarkreppa" eftir Heiđdísi Hólm á nýafstađinni A! Gjörningahátíđ.

https://www.facebook.com/events/517948458553761


Rúrí og Friđgeir Helgason opna tvćr sýningar í Listasafninu á Akureyri

21248650_1590179307670572_6852619891905375658_o 21272819_1590183261003510_5312249703590882089_o

Laugardaginn 9. september kl. 15 verđa tvćr sýningar opnađar í Listasafninu, Ketilhúsi, annars vegar sýning Rúrí, Jafnvćgi-Úr Jafnvćgi, og hins vegar sýning Friđgeirs Helgasonar, Stemning.

Á sýningu sinni leggur Rúrí listina á vogarskálar. Vogarskálar vega sögu mannkyns og jarđar, vega tíma, vega vćgi mismunandi gilda, til dćmis hagkerfi á móti vistkerfi, eđa vćgi huglćgra gilda. Verkiđ er innsetning og er samsett úr fjölda eininga.

Rúrí (f. 1951) hefur um árabil safnađ skálavogum og vigtum frá ýmsum tímum. Vigtarnar eru margvíslegar ađ gerđ en byggja allar á jafnvćgi. Vogir og ýmis önnur mćlitćki eins og klukkur, hnattlíkön og landakort eru módel af ţeim heimi sem viđ ţekkjum og mynda hluta innsetningarinnar. Hin sterka tilvísun vogarinnar setur spurningarmerki viđ ójafnvćga afstöđu milli t.d. hagkerfa og vatnsforđa jarđar, stríđs og friđar. (Christian Schoen; Fragile Systems, Nordatlantens Brygge, Copenhagen, 2016)

Rúrí hefur starfađ ađ myndlist frá 1974. Verk hennar hafa veriđ sýnd á fjölmörgum sýningum í Evrópu, Asíu og N-Ameríku og ţau má finna í íslenskum og erlendum söfnum auk ţess sem útilistaverk eftir hana hafa veriđ sett upp bćđi á Íslandi og erlendis. Rúrí var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíćringnum 2003 ţar sem verkiđ Archive – Endangered Waters vakti mikla athygli. Frekari upplýsingar má finna á ruri.is.

Stemning ţjóđveganna fönguđ

Friđgeir Helgason (f. 1966) flutti ungur til Bandaríkjanna. Hann lagđi stund á kvikmyndagerđ í Los Angeles City College í Hollywood 2005-2006, ţar sem ljósmyndun fangađi huga hans. Hann stundađi ljósmyndanám viđ sama skóla frá 2006 til 2009 og hefur haldiđ fjölda ljósmyndasýninga í Bandaríkjunum og á Íslandi.

„Ljósmyndirnar á ţessari sýningu voru teknar á árunum 2008-2013 ţegar ég ţvćldist um ţau svćđi sem mér ţykir vćnst um: annars vegar á Íslandi og hins vegar í Louisiana í Suđurríkjum Bandaríkjanna. Myndirnar voru allar teknar á Kodakfilmu sem ég prentađi í stćkkara upp á gamla mátann. Ţađ jafnast fátt á viđ ađ keyra stefnulaust um ţjóđvegi međ gamla góđa Pentaxinn og slatta af filmu í skottinu. Stoppa í vegasjoppum, fá sér í gogginn og spjalla viđ innfćdda. Skynja andrúmsloftiđ og taka ljósmynd ţegar tćkifćri gefst. Ţessi sýning á ađ fanga ţá stemningu.“

Fjölskylduleiđsögn um sýningarnar

Laugardaginn 14. október kl. 11-12 verđur Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, međ fjölskylduleiđsögn og segir börnum og fullorđnum frá sýningunum. Ađ lokinni leiđsögn verđur gestum bođiđ ađ búa til sitt eigiđ listaverk. Ađgangur er ókeypis en tilkynna ţarf um ţátttöku á netfangiđ heida@listak.is.

listak.is


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband