Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Hlynur Hallsson sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

hlynur_siglo

HLYNUR HALLSSON
ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU

8. mars - 6. apríl 2014
Opnun laugardaginn 8. mars kl. 14-17

Alþýðuhúsið á Siglufirði
Kompan, Þormóðsgötu 13, 580 Siglufirði

Hlynur Hallsson opnar sýninguna ALÞÝÐUSÝNING Í ALÞÝÐUHÚSINU í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði laugardaginn 8. mars kl. 14-17. Hlynur sýnir nokkur alþýðleg spreyverk sérstaklega gerð fyrir Alþýðuhúsið og alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt þann 8. mars.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið nokkuð iðinn við að setja upp sýningar og hann tók þátt í samsýningum í firstlines gallery og Halle50 í München á síðasta ári og síðasta einkasýning hans var Sýning - Ausstellung - Exhibition í Kartöflugeymslunni í Listagilinu á Akureyri.  Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES árið 2011 með 33 ljósmynda- textaverkum. Hann hefur einnig verið sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustið 2011. Hann var einnig meðal stofnenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri þar sem settar hafa verið upp sýningar undanfarin sex ár. Hlynur er sjálfstætt starfandi sýningarstjóri og myndlistarmaður og einnig listrænn ráðgjafi hjá Flóru á Akureyri.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Að þessu sinn sýnir Hlynur ný spreyverk gerð fyrir Alþýðuhúsið á Siglufirði auk bókverks sem sýningargestir geta tekið þátt í að skapa. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimasíðunni hallsson.de og einnig á bloggsíðunni hlynur.is

Myndlistarkonan Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur skipulagt fjölmargar myndlistarsýningar og viðburði í Alþýðuhúsinu frá því hún keypti húsið og gerði það upp fyrir nokkrum árum.

Sýningin stendur til 6. apríl 2014 er opin kl. 14-17 daglega, eftir samkomulagi við Aðalheiði í síma 865 5091, eða þegar skilti er úti.
Nánari upplýsingar um sýninguna veitir Hlynur í síma 659 4744.


Umfjöllun um Sinfóníu Málarans

akureyri-18-tbl.jpg

AKUREYRI VIKUBLAÐ:

HAUKUR ÁGÚSTSSON SKRIFAR UM TÓNLIST.

SINFÓNÍA MÁLARANS.


Umsókir um þátttöku í alþjóðlegri tilraunakvikmynda- og vídeóhátíð á Austurlandi

 alternativeroutes-logo.jpg

700IS Hreindýraland – Alþjóðleg tilraunakvikmynda- og vídeóhátíð á Austurlandi.

Tekið verður við myndum til umsóknar frá 3.nóvember – 1.desember 2009.
Að þessu sinni verður eingöngu tekið við myndum gegnum internetið.

Við vonum að þið sýnið þessu skilning.

Við tökum á móti öllum tilraunakvikmynda- og vídeóverkum sem hafa ekki verið sýnd á Austurlandi.

Verk eftir listamenn búsetta í Evrópu eru sjálfkrafa gjaldgeng í keppnina um Alternative Routes verðlaunin.

Alternative Routes er samstarfsverkefni kvikmynda/vídeóhátíða í Debrecen – Ungverjalandi, Porto – Portúgal, Liverpool & Manchester – Bretlandi og á Egilsstöðum - Íslandi.

Á hverri hátíð innan A.R. er einn listamaður/verk valinn í hóp sem síðan sýnir verk sín á öllum hátíðunum; í Debrecen í maí 2010, Porto í nóvember 2010, Egilsstöðum í mars 2011 og að lokum í Liverpool / Manchester í apríl 2011.

Þessir listamenn munu ferðast til allra staðanna 2010 og 2011; ferðakostnaður og uppihald verður greitt, svo og 1000 € peningaverðlaun.

Sýningarskrá verður gefin út um verkefnið.

Alternative Routes nýtur fjárstuðnings Evrópusambandsins.

S É R S T A K T Þ E M A

HLJÓÐ og VÍDEÓ er þema hátíðarinnar 2010 – en við tökum við öllum tilraunamyndum.

Vinsamlega athugið: Ef mynd eftir ykkur verður valin til sýningar, munum við óska eftir að fá sent hágæðaeintak í janúar næstkomandi.

Ö N N U R V E R Ð L A U N

Mynd hátíðarinnar
(allir listamenn)
(listamaður búsettur í Evrópu er sjálfkrafa í keppninni um Alternative Routes verðlaunin)

Sýning í Sláturhúsinu Egilsstöðum
Verðlaunafé 100.000 kr.
Ferðakostnaður og uppihald greitt.

Íslensk mynd hátíðarinnar
(listamenn búsettir á Íslandi)
(íslenskir listamenn eru sjálfkrafa í keppninni um Alternative Routes verðlaunin)

Sýning í Sláturhúsinu Egilsstöðum
Verðlaunafé 100.000 kr.
Ferðakostnaður og uppihald greitt.

Vinsamlegast farið á heimasíðuna okkar til að sjá hverjir styrkja 700IS, þátttakendur fyrri hátíða og aðrar upplýsingar. 700IS er líka á Facebook – Reindeerland Iceland


GalleríBOX sem samanstendur af Sal Myndlistarfélagsins og BOXinu er laust til umsóknar fyrir árið 2010. Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.

GalleríBOX hefur verið í rekið frá árinu 2004 og um mitt árið 2008 tók Myndlistarfélagið við og stækkaði GalleríBOX í tvö rými: Sal Myndlistarfélagsins og BOXið.

Salur Myndlistarfélagsins er u.þ.b. 120 fermetrar, lofthæð 2,25-2,45 m.

BOXið sem er hið upprunalega sýningarrými er lítið og óvenjulega skemmtilegt herbergi, u.þ.b. 4 fermetrar, lofthæð 2,45 m.

Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins sér um að velja úr umsóknum þá sem hún telur best til þess fallna að sýna og leggur tillögurnar fyrir stjórn Myndlistarfélagsins. Hafa skal í huga fjölbreytni og framsækna myndlist. Sýningar standa yfir í fjórar helgar og opnanir taka mið af tímasteningum á opnunum í Listasafninu á Akureyri.

Ekki þarf að greiða leigu af sýningarrýminu en sýnendur leggja fram 10.000 kr. sem tryggingu fyrir sýningunni. Þessi upphæð er endurgreidd að sýningu lokinni en ef eitthvað þarf að laga eða kostnaður hlýst af sýningunni verður það dregið frá endurgreiðslunni. Ef óskað er eftir því að félagið sjái um að útvega yfirsetu þarf að greiða fyrir hana. Sama gildir um veitingar á opnun og þrif.

Einn aðili úr sýningarnefnd sér um hverjar tvær sýningar sem opna á sama tíma í Sal Myndlistarfélagsins og í BOXinu og er nokkurskonar sýningarstjóri.

Myndlistarfélagið hefur umsjón með báðum sýningarrýmunum. Hægt er að sækja um annað rýmið eða bæði.

Umsóknum skal skilað á netfangið: syningarnefnd@gmail.com

Umsóknin á að innihalda stuttan texta um fyrirhugaða sýningu, feril listamanns eða listamanna ef um samsýningu er að ræða, myndir af verkum og ósk um sýningartímabil og hvort rýmið henti betur. Þessu skal skilað sem pdf skjali eða aðskildu sem doc skjölum og jpg myndum.

Í undantekningartilfellum er tekið við umsóknum með pósti.

Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.

Myndlistarfélagið er aðildarfélag að SÍM Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

 

Stjórn Myndlistarfélagsins

galleribox_908220.jpg


Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna „Lollipopp“ á Café Karólínu

lollipopp.jpg

Georg Óskar Manúelsson

Lollipopp

06.06.09 - 03.07.09


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


---
Georg Óskar Manúelsson opnar sýninguna „Lollipopp“ á Café Karólínu laugardaginn 6. júní 2009 klukkan 15.

Lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp
lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipopp lollipop

Georg Óskar 1985 603 Akureyri S: 847-7891 georgoskar@gmail.com

Nám
2007- 2009     Myndlistaskólinn á Akureyri, Fagurlist
2007-2008      Gestanemi í Lahti Institute of Fine art, Finland
2002-2006     Verkmenntarskólinn á Akureyri, Myndlistarbraut

Samsýningar
2007     Florence Biennale - Flórens
2007     Rósenborg - Akureyri
2009     GÓMS - Georg Óskar & Margeir Sigurðsson - Dalí gallerý, Akureyri

Einkasýningar
2007     Cafe Valny - Egilstaðir
2008     Untitled - Deiglan, Akureyri
2008     Cafe Valny - Egilstaðir
2009     Lollipopp - Karólína, Akureyri

Sýningin á Kaffi Karólínu stendur til 3. júlí 2009. Allir eru velkomnir á opnun.
Nánari upplýsingar veitir Óskar í síma 8477891 og í tölvupósti: georgoskar@gmail.com

Næstu sýningar á Café Karólínu:
04.07.09 - 31.07.09    Lind Völundardóttir
01.08.09 - 04.09.09    Þórgunnur Oddsdóttir
05.09.09 - 02.10.09    Ólöf Björg Björnsdóttir

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


Sýning Jóns Laxdals Halldórssonar framlengd um viku


1jonlaxdal.jpg 2jonlaxdal.jpg

Skúlptúrsýning Jóns Laxdals Halldórssonar  "Kjallarakvæði" í Gallerí + Brekkugötu 35, Akureyri hefur verið framlengt um viku, til sunnudagsins 26. apríl.

Opið laugardag og sunnudag kl. 14.00-17.00
Aðra tíma eftir samkomulagi við galleríhaldarana í síma 462 7818.

Sjá nánar um list Jóns Laxdal á heimasíðunni  http://www.freyjulundur.is

Jón Laxdal Halldórsson opnar skúlptúrsýninguna "Kjallarakvæði" í Gallerí +

1jonlaxdal.jpg2jonlaxdal.jpg

Á skírdag, 9. apríl kl. 15.00 opnar Jón Laxdal Halldórsson skúlptúrsýninguna "Kjallarakvæði" í Gallerí + Brekkugötu 35, Akureyri.

Sýningin er opin föstudaginn langa, kl. 14.00-17.00
laugardag og sunnudag (Páskadag) kl. 14.00-17.00
og helgina 18. og 19. apríl kl. 14.00-17.00
Aðra tíma eftir samkomulagi við galleríhaldarana í síma 462 7818.

Sjá nánar um list Jóns Laxdal á heimasíðunni  http://www.freyjulundur.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband