Færsluflokkur: Menning og listir

Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu

25152025_1684807768207725_2030252167418442041_n

Laugardaginn 16. desember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listakonunnar.

Verið velkomin.
Aðgangur er ókeypis.

listak.is


Amanda Marsh sýnir í Deiglunni

23509373_10155891552799596_5395914490095322266_o

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Styrkleiki í Deiglunni, föstudaginn 15. desember kl. 17. Þar sýnir hin ástralska Amanda Marsh ný olíumálverk unnin á NES vinnustofunum á Skagaströnd.

Sýningin er opin kl. 14 - 17 föstudaginn 15. des. til sunnudagsins 17. des.

Styrkleiki is an attempt at recording pre-reflective phenomenal experience of momentary awe, knowing all the while, that such attempts are doomed to failure. No event experienced in real time can be adequately passed on to another who can experience it in the exact same way. In a way, the viewer’s own pre-reflective experience is key to the process. Do I as artist, recognise in their responses, something of my own? How ‘well’ have I failed at generating in others, a response akin to my own? Is there a universality in the ‘me-ness’ of experiences of place and moment?
this year of experiencing successive waves of awe and wonder has I believe, been the key to my own transformation and perception of time slowing down, of ditching my ‘time deficit’. It is born out by research done by academics in psychology and neurophilosophy. 

https://www.facebook.com/events/1746060982356756


Sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur opnuð í Listasafninu á Akureyri

24775027_1676974642324371_576804598007829682_n

Laugardaginn 9. desember kl. 15 verður opnuð sýning á verkum Louisu Matthíasdóttur, Stúlka með hjól, í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

Louisa Matthíasdóttir (1917-2000) var einn af framsæknustu listamönnum sinnar kynslóðar. Heilir og skýrir myndfletir og tærir og einfaldir litir einkenna verk hennar. Louisa stundaði nám í Evrópu og Bandaríkjunum og var búsett í New York frá árinu 1942. Hún hélt þó sambandi við Ísland og í verkum hennar má glöggt sjá áhrif íslensks landslags og birtu. Louisa málaði einnig uppstillingar, samferðafólk og sjálfsmyndir sem sjá má á þessari sýningu.

Stúlka með hjól er byggð á sýningunni Kyrrð sem Listasafn Reykjavíkur setti upp á Kjarvalsstöðum í apríl síðastliðnum. Með henni er framhaldið röð sýninga á verkum merkra íslenskra myndlistarkvenna í Listasafninu á Akureyri en áður hafa verið settar upp yfirlitssýningar á verkum Elísabetar Geirmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.

Fjölskylduleiðsögn verður um sýninguna með Heiðu Björk Vilhjálmsdóttur, fræðslufulltrúa, laugardagana 16. desember og 20. janúar kl. 11-12. Þriðjudaginn 23. janúar kl. 17-17.40 heldur Jón Proppé Þriðjudagsfyrirlestur um Louisu Matthíasdóttur.

Sýningin er unnin í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.

Meðfylgjandi mynd tók Einar Falur af Louisu árið 1992 á vinnustofu hennar í New York.

https://www.facebook.com/events/123325551692810

listak.is


Gellur sem mála í Deiglunni

23674739_2046076309008234_7527904348389595766_o

AMMA - Myndlistarsýning

Gellur sem mála

Listaklúbburinn „Gellur sem mála“ heldur samsýninguna AMMA í Deiglunni á Akureyri 9.-10. des. 2017. Klúbburinn hefur starfað síðan í janúar 2016 en að honum standa ólíkir einstaklingar sem koma úr öllum áttum og styðja hvert annað í listsköpuninni.

Þema þessarar sýningar er einfaldlega AMMA þar sem hver og einn nálgast viðfangsefnið með sínum hætti. Klúbburinn kynnir sig og sýninguna á fésbókarsíðunni „Gellur sem mála í bílskúr“. Sýningin verður opin kl. 14:00-18:00 báða dagana.

„Þörfin fyrir að skapa sameinar okkur. Hópurinn sem að sýningunni stendur kynntist á námskeiði hjá Listfræðslunni veturinn 2015 – 2016 þar öndvegiskennararnir Billa og Guðmundur Ármann tóku okkur í fangið og kenndu okkur og fæddu,“ segir í tilkynningu á fésbókarsíðunni.

Meðlimir hópsins koma úr öllum áttum en sameinast í listsköpuninni:

Anna María Hjálmarsdóttir
Barbara Hjálmarsdóttir
Björgvin Kolbeinsson
Harpa Halldórsdóttir
Jóhanna Bára Þórisdóttir
Jónína Sigurðardóttir
Kristín Hólm
Líney Helgadóttir
Soffía Vagnsdóttir

https://www.facebook.com/events/297541277419904


Sushifundur í Listagilinu í hádeginu á þriðjudag 5. desember

24294018_1671591256196043_1340500573941727202_n

Það styttist í sushifundi í Listagilinu. Við hittumst næst þriðjudaginn 5. desember 2017 kl. 12-13 á RUB 23.
Allir sem hafa áhuga á Listagilinu eru velkomnir.
Það er engin formleg dagskrá en tilvalið að ræða það sem brennur á fólki og það sem er framundan eða það sem er afstaðið.

Það er sushihlaðborð fyrir 1.890 kr. en svo getur hver og einn fengið sér það sem hentar.
Við verðum eins og alltaf í salnum til vinstri þegar inn er komið.
Verið velkomin.

https://www.facebook.com/events/744961972362896


Opinn fundur: Hugmyndir um breytta notkun á Deiglunni

24131417_744760059040718_1026079070154593108_n

Opinn fundur

Hugmyndir um breytta notkun á Deiglunni

Gilfélagið í samvinnu við Listasafnið á Akureyri auglýsa opinn fund um hugmyndir um breytta notkun á Deiglunni í Listagili. Þriðjudaginn 5. desember kl. 17 í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23.

Stjórn Gilfélagsins hefur sett fram hugmynd um að auka nýtingu Deiglunnar, sem hafa verið kynntar á tveimur aðalfundum Gilfélagsins, en nú viljum við efna til opins fundar þar sem öllum sem hafa áhuga á málinu, að mæta og leggja sínar hugmyndir fram. Við hvetjum alla áhugasama um efnið og eru búsettir á Eyjafjarðarsvæðinu að mæta og taka til máls.

Á fundinum verða hugmyndir Gilfélagsins um breytingar á Deiglunni kynntar í máli og myndum.

Stjórn Gilfélagsins og Listasafnið á Akureyri.

https://www.facebook.com/events/143053489593325


Lista- og handverksmessa í Deiglunni

24172773_744412239075500_4180900301655428429_o

Hin árlega Lista- og handverksmessa Gilfélagsins fer fram í Deiglunni nú um helgina. 

Opnunartímar eru:
Föstudagur   1. desember: 19 -  22
Laugardagur 2. desember: 13 - 17

Á markaðnum kennir ýmissa grasa og upplagt er að koma og njóta lista og handverks og kannski versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.

Þátttakendur eru:
Hadda
Jóna Bergdal
Edda Aspar
Fanney Rafnsdóttir
Kristín Bjarnadóttir
Guðrún Steingrímsdóttir
Guðríður Steindórsdóttir
Sigurlín Stefánsdóttir
Agnes Arnardóttir
Hans Miniar Jónsson
Adam Óskarsson
Ragney og Ásta Bára
Hjördís Frímann
Hildur Marinósdóttir

https://www.facebook.com/events/144418426206920


Útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, opnuð í Listasafninu

23593475_1659688700719632_4952737854224568042_o

Laugardaginn 25. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Kul, opnuð í Listasafninu, Ketilhúsi. Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð. 

Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnáms- og hönnunarbraut VMA, en þetta er þriðja árið í röð sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Útskriftarsýningin stendur til 3. desember og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17.

Nemendurnir eru Agnes Ísól Friðriksdóttir, Axel Frans Gústavsson, Bjarki Rúnar Sigurðsson, Indíana Líf Ingvadóttir, Kári Ármannsson, Líf Sigurðardóttir, Magnús Amadeus Guðmundsson, Margrét Brá Jónasdóttir, Marian Rivera Hreinsdóttir, Viktor Jort Hollanders, Össur Hafþórsson, Andrea Ósk Margrétardóttir, Elísa Ýrr Erlendsdóttir, Hugrún Eir Aðalgeirsdóttir og Victoria Rachel Zamora.

Mynd: Kári Ármannsson

https://www.facebook.com/events/2004823486400864


Jessica Tawczynski sýnir í Deiglunni

23658870_740559766127414_5596204300105756034_n

Rhizome

Jessica Tawczynski sýnir í Deiglunni

Þér er boðið á opnun Rhizome, sýningu gestalistamanns Gilfélagsins Jessicu Tawczynski í Deiglunni laugardaginn 25. nóvember kl. 14 – 17. Einnig opið sunnudag kl. 14 – 17. Léttar veitingar og listamaðurinn verður á staðnum.

Sýningin Rhizome (e. Jarðstöngull) undirstikar áhuga myndlistarmannsins Jessicu Tawczynski á eðli jarðstöngulsins eins og hann er kynntur af heimspekingunum Deleuze og Guittari. Jarðstöglinum er lýst sem rótarkerfi eða korti, eitthvað sem getur ekki fjölgað sér án þess að umbreytast, veruleiki sem er síbreytilegur en fastur í hringrás líðandi stundar.

Jessica skapar sér sjónrænt tungumál með því að daðra við vísinda- og heimspekikenningar ásamt því að samtvinna akademíska þekkingu og reynslu. Verkin sem verða til sýnis samanstanda af fjölda prenta sem eru klippt saman og nýta sér samtal teikningar, málverksins og grafík. Tungumálið er byggt upp af þessu samspili á yfirborðinu og gefa til kynna einhverskonar hreyfingu lífveru sem umbreytir landslaginu, eða kerfisbundinni formgerð þar sem hlutir fara út og inn úr tilverunni.

Um listamanninn:
Jessica Tawczynski lauk BFA námi í UMass Lowell og mastersnámi í listum frá MassArt. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga s.s. Boston Young Contemporaries 2017, High Rock Tower í New York, Wareham Street Studios í Boston og Shenkar College í Tel Aviv í Ísrael. 
Jessica Tawczynski er listamaður nóvembermánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins.

Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

///

Rhizome

Jessica Tawczynski shows new work in Deiglan

You are invited to the opening of Rhizome by artist in residence Jessica Tawczynski in Deiglan on Saturday November 25th at 2 – 5 pm. Also open on Sunday 2 – 5 pm. Light refreshments and the artist will be present.

The exhibition, Rhizome, highlights, artist Jessica Tawczynski’s interest in the philosophy of the Rhizome, presented by Deleuze and Guittari. The Rhizome is identified to be something like a root system or a map; something that cannot increase in number without changing in nature, a reality that is always transforming, stuck in a cycling present moment.

Tinkering with scientific and philosophical theory, and demonstrating the collaboration between academic and experiential knowledge, Tawczynski creates a visual language that implies an intuitive, transforming kind of logic.

Tawczynski’s exhibited work is made of multiple prints. Collaged together, they create and utilize the dialogue of drawing, painting, and print culture. This language is built of interactions across the surface, echoing the movement of a kind of organism, transforming landscape, or systematic structure in which things pop in and out of existence.

Rhizome, creates a performative reality, invoking a method of looking that intensifies periods of uncertainty. Ultimately, the work unfolds as an experimental investigation of the nature of things.

About the Artist:
Jessica Tawczynski graduated with her Master’s Degree in 2D Fine Art from MassArt, and received her BFA from UMass Lowell. She is a recipient of the Becker Scholarship at MassArt and received an Award of Excellence from UMass Lowell presented by the Vice Provost in 2014. Tawczynski has been in a number of group shows including Boston Young Contemporaries 2017, at Boston University, High Rock Tower, in Brooklyn, NY, Wareham Street Studios in Boston, MA, and Shenkar College in Tel-Aviv, Israel. Tawczynski is currently the Artist in Residence at the Gilfelag Artist Residency in Akureyri, Iceland for the month of November, 2017. She lives and works in Boston, Massachusetts, USA.

Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

https://www.facebook.com/events/351891395276089


Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar myndlistarsýningu í Hofi

20171020-fm2q2070-22860

Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar myndlistarsýningu sína Endurtekningar í Hofi þann 18.nóvember kl.16.00. 

"Endurtekningar eru oft uppstaðan í handverki. Sama sporið er saumað út aftur og aftur. Munsturbekkur er endurtekinn sextán sinnum.

Endurtaktu. Sama lykkjan er prjónuð aftur og aftur. Endurtaktu. Úr því verður til stykki. Í blúndu er sama mynstrið endurtekið nokkrum sinnum og svo rammað inn með kanti. Endurtekið mynstur skapar heilt stykki, heild.

Endurtekningar eru gjarnan inntak í verkum Helgu Sigríðar.

Helga miðlar handverki í formi heklaðra blúndustykkja áfram í málverki. Mynstrið í blúndunni endurvarpast á strigaflöt í málverki. Með því móti miðlast orka úr handverki einhverrar óþekktrar konu inní nýtt verk Helgu. Stykki sem kona gerði hér áður er endurnýtt og hennar handverki er endurvarpað inn í okkar samtíma. Þannig eru eru líka hlutar úr því varðveittir. Með endurtekningu á þessu endurvarpi verður til nýtt mynstur. Litir og áferð varpa nýju ljósi á mynstrið og úr verður önnur heild.

Endursköpun á sér stað, nýjar heildir verða til."

Kristín Þóra Kjartansdóttir

https://www.mak.is/is/vidburdir/opnun-endurtekningar


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband