Færsluflokkur: Matur og drykkur

Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar sunnudaginn 26. ágúst

img_9979.jpg

Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar

Frá því 23. júní hefur verið myndlistarsýning við matjurtargarða bæjabúa á Krókeyri og í gömlu gróðrarstöðinni þar. Þar koma saman myndlistarmenn, listnemar og leikmenn. Sýnendur eru:

Arna G. Valsdóttir
Hlynur Hallsson og Krístín Þóra Kjartansdóttir (sameiginlegt verk)
Joris Rademaker
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Ívar Hollanders og Victor Hollanders (sameiginlegt verk)
Sigrún Á. Héðinsdóttir
Þórarinn Blöndal

Þetta er í annað sinn sem þetta verkefni er haldið og eru allir sömu myndlistarmenn og síðast auk nýrra þátttakenda. Verkefnið var valið fyrir Íslands hönd á norrænu menningarhátíðina Nord Match í Helsinki haustið 2011. Verkefnið miðar að því að tengja saman list, ræktun matvæla og fræðslu.

img_7348.jpg

Viðburður með fræðslu og smökkun grænmetis verður sunnudaginn 26. ágúst kl. 15-17
við gömlu gróðrarstöðina á Krókeyri


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, myndlistarmaður.
Talar um verkefnið, tildrög þess og um listaverkin sem þar eru.

Listnemarnir Victor og Ívar Hollanders fremja listgjörning í tengslum við myndverk sem þeir eiga á sýningunni.

Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir og áhugamanneskja um ræktun.
Talar um garðyrkju í víðara samhengi.

Kristín Kolbeinsdóttir, kennari og eigandi Silva-hráfæði Syðra-Laugalandi efra.
Talar um ræktun og möguelika á  að lifa af henni.

Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur hjá Akureyrarbæ.
Talar um hvað sameinar myndlist og matjurtir og um uppskeruna sem gestum er boðið að smakka.

Verkefnið er styrkt af Eyþingi og Afmælisnefnd Akureyrar vegna 150 ára afmælis bæjarins.
Verkefnisstjórar eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, myndlistarmaður  og Jóhann Thorarensen garðyrkjufræðingur hjá Akureyrarbæ.

img_9970.jpg


Birgir Sigurðsson með listamannsspjall í Flóru

birgirflora.jpg


Birgir Sigurðsson - listamannsspjall í Flóru
fimmtudag 5. júlí kl. 20-21

Flóra, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Fimmtudaginn 5. júlí nk. stendur Flóra í Listagilinu á Akureyri fyrir listamannsspjalli með Birgi Sigurðsssyni. Spjallið er haldið í tengslum við myndlistarsýningu Birgis sem staðið hefur í Flóru síðustu vikur, en henni lýkur laugardaginn 7. júlí. Sýningin nefnist „Reynslusaga matarfíkils” og er vídeó-innsetning sem gefur áhorfandanum innsýn inn í heim matarfíkils. Í spjallinu kemur Birgir til með að opna inn á tilurð verksins á sýningunni og eins annarra verka hans í myndlist.

Um “Reynslusaga matarfíkils” segir Birgir: „Efniviður sýningarinnar er upplifun mín og reynsla af matarfíkn. Sýningin er þakklæti til matarfíknarinnar sem hefur skipt mig miklu máli í mínu lífi. Mér finnst engin þörf á að tala um þyngd, þyngdartap eða annað sem snýr að þyngd líkamans. Ég er að fjalla um næturátið mitt og hvernig það hefur birst mér allt mitt líf: Ég vakna til að borða og get ekki hætt.“
Birgir Sigurðsson er menntaður rafvirki og er að mestu sjálfmenntaður í myndlist. Hann hefur á undaförnum 14 árum haldið fjölmargar myndlistarsýningar og rekur nú 002 Gallerí á heimili sínu í Hafnarfirði.  


Nánari upplýsingar veitir Hlynur í síma 6594744 / hlynur(hjá)gmx.net eða Kristín í síma 6610168 / flora.akureyri(hjá)gmail.com

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.


Myndlistarsýning við matjurtargarða Akureyrarbæjar

img_7367.jpg

Laugardaginn 23. júní kl. 15-17 opnar myndlistarsýning við matjurtargarða bæjarins sem eru við gömlu gróðrarstöðina á Krókeyri í Innbænum, (ofan við Iðnaðar- og Mótorhjólasöfnin).
Sýningin er hluti verkefnis Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur myndlistarmanns og Jóhanns Thorarinsens garðyrkjufræðings, sem nefnist Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar.

Verkefnið hófst 2010 og var í kjölfarið valið til norrænu menningarráðstefnunnar Nordmatch í Helsinki fyrir Íslands hönd. Þá tóku fimm myndlistarmenn þátt í sýningunni og einn félags- og garðyrkjufræðingur. Í ár hefur sýningin stækkað og bætt við sig leikmönnum og listnemum og eru þeir samtals ellefu. Þátttakendur í sýningunni eru Arna G. Valsdóttir, Hlynur Hallsson, Kristín Þóra Kjartansdóttir, Þórarinn Blöndal, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker, Sigrún Héðinsdóttir, Júlía Runólfsdóttir, Hugi Hlynsson, Viktor Hollanders og Ívar Hollanders.

Afmælisnefnd Akureyrar vegna 150 ára afmælis bæjarins og Eyþing styrktu verkefnið. 26. ágúst verður svo uppskeruhátíðin þegar menn geta gætt sér á uppskerunni, ásamt því að hlýða á fyrirlestra um myndlist, gróður og ræktun.
Allir eru velkomnir.


Birgir Sigurðsson opnar sýningu í Flóru

birgir_sy_769_ning.jpg

Laugardaginn 16. júní kl. 14 opnar Birgir Sigurðsson myndlistarsýningu sem nefnist „Reynslusaga matarfíkils” í Flóru í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er vídeo-innsetning sem gefur áhorfandanum innsýn inn í heim matarfíkils. Gjörningurinn „Reglugerð um ofát” verður fluttur kl. 14.

„Efniviður sýningarinnar er upplifun mín og reynsla af matarfíkn“ segir Birgir. „Sýningin er þakklæti til matarfíknarinnar sem hefur skipt mig miklu máli í mínu lífi. Mér finnst engin þörf á að tala um þyngd, þyngdartap eða annað sem snýr að þyngd líkamans. Ég er að fjalla um næturátið mitt og hvernig það hefur birst mér allt mitt líf: Ég vakna til að borða og get ekki hætt.“
Birgir Sigurðsson er menntaður rafvirki og er að mestu sjálfmenntaður í myndlist. Hann hefur á undaförnum 14 árum haldið fjölmargar myndlistarsýningar og rekur nú 002 Gallerí á heimili sínu í Hafnarfirði.  
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru og stendur til laugardagsins 7. Júlí 2012. Einnig verður boðið upp á listamannaspjall með Birgi Sigurðssyni, fimmtudaginn 5.júlí kl. 20.00.

Nánari upplýsingar veitir Birgir í síma 867 3196 í pósti 002galleri@talnet.is

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.

birgir.jpg

Birgir Sigurðsson
Reynslusaga matarfíkils
16. júní - 7. júlí 2012
Opnun og gjörningur laugardaginn 16. júní kl. 14
Flóra, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri


Tónleikar með íslenskum einsöngslögum fyrir sópran og píanó og ljósmyndir

 ImageHandler

Tónleikar með íslenskum einsöngslögum fyrir sópran og píanó í
Föstudagshádegi Listasumars í Ketilhúsinu, föstudaginn 22. júlí kl. 12.


Íslenska náttúran er sterkt afl sem er ekki einungis megnugt að stöðva
flugumferð í heiminum heldur hefur í gegnum aldirnar verið ljóð- og
tónskáldum innblástur og getið af sér óumræðanlega dýrmætar perlur.

Hvert lag á efnisskránni er tileinkað ákveðnum hlut eða fyrirbæri sem finnst
í eða tengist íslenskri náttúru. Til að auka áhrif tónlistarinnar verða
flytjendur umkringdir ljósmyndum af náttúru Íslands. Samspil orða, tónlistar
og mynda munu skapa andrúmsloft sem verður einstök upplifun fyrir
tónleikagestinn.   

Textar laganna samanstanda af nokkrum gömlum þjóðvísum og ljóðum eftir mörg
af okkar ástsælustu skáldum:  Einar Benediktsson, Tómas Guðmundsson, Jónas
Hallgrímsson, Huldu, Höllu Eyjólfsdóttur og Halldór Laxness og fleiri.
Lögin eru eftir Inga T. Lárusson Steingrím Thorsteinsson, Sigvalda
Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar,
Karl O. Runólfsson og fleiri. Miðaverð 1500 kr. og 1000 fyrir eldri borgara.


Flytjendur:

Rannveig Káradóttir, sópransöngkona.

Birna Hallgrímsdóttir, píanóleikari.

Ljósmyndir eftir Michaël Pankar


Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna ljósmyndasýningu á Café Karólínu

2qawfq.jpg

Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir

It's like living in your own world

04.12.10 - 07.01.11


Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Hugi Hlynsson og Júlía Runólfsdóttir opna sýninguna “It's like living in your own world” á Café Karólínu laugardaginn 4. desember kl. 15:00. Sýningin stendur til 8. janúar 2011 og eru allir velkomnir. Þetta er síðasta sýningin á Café Karólínu í bili en þar hafa verið reglulegar sýningar frá opnun árið 1993.
Sýningin samanstendur af svart/hvítum ljósmyndum. Myndirnar eru teknar við að hausti til við Mývatn og sýna vatnið og umhverfi þess við einstakar aðstæður. Hitinn við vatnið er rétt yfir frostmarki, það er algjör kyrrð og þoka, einstaka vatnsdropar falla á vatnið. Vatnið er spegilslétt og þögnin er nánast yfirþyrmandi, náttúran hefur öll völd.

Myndirnar voru fyrst sýndar við opnun listahátíðarinnar Jónsvöku sumarið 2010 og er þetta annað skiptið sem þær eru á sýningu.

Júlía Runólfsdóttir er 17 ára gamall nemi frá Reykjavík með ást á þríhyrningum, flæðandi formum og skuggum. Hún stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og einnig við Myndlistaskólann í Reykjavík. Júlía hefur haft áhuga á ljósmyndun síðan hún var bara barn og myndað af nokkurri alvöru síðastliðin ár. Hún tók þátt í alþjóðlegri ljósmyndabók fyrir ungmenni árið 2008 og myndir eftir hana hafa birst í ótalmörgum tímaritum og blöðum auk þess sem hún hélt sína fyrstu sýningu, með Huga Hlynssyni, í sumar.

Hugi er fæddur á Akureyri árið 1991 en fluttist tveggja ára til Þýskalands og bjó þar til átta ára aldurs þegar hann fluttist aftur til Akureyrar. Hugi hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun og hefur á undanförnum árum reynt að marka sér beinni stefnu á áhugasviði sínu innan ljósmyndunar. Hugi er nemandi á náttúrufræðibraut VMA og stundar dulin ljóðaskrif ásamt áhuga-verkfræðimennsku til hliðar við ljósmyndunina.

Sjá einnig heimasíður Huga og Júlíu: hugihlynsson.com og juliarunolfs.com

Nánari upplýsingar veitir Hugi í síma 6633026 og í tölvupósti: hugihlynsson@gmail.com og Júlía í síma 8694456.

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

1pxkrt.jpg


Haustþing AkureyrarAkademíunnar: Menningin og monníngurinn

4510_akakademian.jpg

Haustþing AkureyrarAkademíunnar verður haldið að þessu sinni laugardaginn 27. nóvember 2010, kl. 14:00 til 17:00. Yfirskrift þess er MENNINGIN OG MONNÍNGURINN og verður rætt um hagrænt og samfélagslegt gildi menningarstarfs.

Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna flytur framsögu og auk hennar eru Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir, mannfræðingur, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona og Vilhjálmur Hjálmarsson, meistaranemi í menningarstjórnun með styttri erindi. Þau taka svo þátt í pallborðsumræðum með þátttöku gesta. Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar stýrir málþinginu. Nemendur af myndlistardeild Myndlistarskólans á Akureyri hafa sett upp sýningu á fjölbreyttum verkum í AkureyrarAkademíunni og munu vera með nokkra gjörninga í hléi á málþinginu og einnig verður boðið uppá sushi frá RUB23 og Kalda frá Bruggsmiðjunni.

Þetta er í fjórða árið sem AkureyrarAkademían sem er til húsa í Gamla Húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti 99 á Akureyri stendur fyrir haustþingi en einnig eru reglulega fyrirlestar á vegum Akademíunnar.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Nánar á www.akureyrarakademian.is

Nánari upplýsingar veita Hlynur Hallsson umsjónarmaður haustþingsins í síma 6594744 og Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar í síma 6980902.


Dagskrá haustþingsins er hér:Haustþing AkureyrarAkademíunnar   
 
mmm... Akureyri - menning, matur og myndlist

MENNINGIN OG MONNÍNGURINN


Haldið í AkureyrarAkademíunni, Þórunnarstræti 99
laugardaginn 27. nóvember 2010 kl.14:00 – 17:00

14:00     Opnun sýningar myndlistarnema og örstutt ávarp
    - Hlynur Hallsson, myndlistarmaður

14:10    Setning fundarstjóra   
    - Þóra Pétursdóttir, formaður AkureyrarAkademíunnar

14:20    Hagrænt gildi menningar
    - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna

14:50    Hlé - Gjörningar - Veitingar
    - Nemendur Myndlistarskólans á Akureyri 
 
15:15      Menningararfur og erfingjar hans
    - Sólveig Hulsdunk Georgsdóttir, mannfræðingur

15:30    Til hvers? - hugleiðing um lífið og listina
    - Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona
 
15:45    Mál & menning – hvernig er hægt að mæla hagræn og samfélagsleg áhrif menningarstarfs?
    - Vilhjálmur Hjálmarsson, meistaranemi í menningarstjórnun

16:00    Pallborð með þátttöku fyrirlesara og fyrirspurnir úr sal

16:50    Lokaorð

Margrét Buhl opnar sýningu á Cafe Karólínu

poster_correct_1.jpg

 

Margrét Buhl

 

04.09.10 - 01.10.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Margrét Buhl opnar sýningu á Cafe Karólínu laugardaginn 4. september kl. 15:00. Sýningin stendur til 1. október og eru allir velkomnir.

 

Margrét útskrifaðist af fagurlistadeild úr Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2009 og er þetta önnur einkasýning hennar. Margét vinnur mikið með tónlist og tónlistarmenn í verkum sínum, þar sem hún fjallar um ástríðu sína á tónlist og hvernig hún tengist henni á persónulegan hátt.

 

Sýning Margrétar samanstendur af ljósmyndum þar sem hún túlkar látna tónlistarmenn, sem hafa haft sterk áhrif á hana í gegnum árin. Allir tónlistarmennirnir eru karlmenn, og túlkar hún þá með því að endurgera ljósmyndir af þeim, þar sem hún sjálf er viðfangsefnið.

 

Nánari upplýsingar veitir Margrét í síma 869 3632 eða tölvupósti: megbuhl(hjá)gmail.com

 

Café Karólína er opin frá kl. 17 og fram eftir nóttu alla daga nema laugardaga þá er opið frá kl. 15.

 

Næstu sýningar á Café Karólínu:

02.10.10 - 05.11.10                  Hrönn Einarsdóttir                 

06.11.10 - 03.12.10                  Guðrún Hadda Bjarnadóttir

 

margret.jpg


Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar á Akureyri

img_0467.jpg


Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar 28. ágúst
Sýning og viðburður

Sýningin opnaði á opnun Listasumars á Akureyri 19. júní og er í Gömlu Gróðrarstöðinni við Krókeyri (í Innbænum), þar sem matjurtargarðar bæjarbúa eru.
Sýningin er opin á virkum dögum frá 10-15 og er bæði utandyra og inn í gróðurhúsinu.
Sýnendur eru:
Arna G. Valsdóttir
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Hlynur Hallsson
Joris Rademaker
Kristín Þóra Kjartansdóttir
Þórarinn Blöndal

Viðburðurinn verður á Akureyrarvöku, 28. ágúst kl. 11-12 á sama stað. Fjallað verður stuttlega um sýninguna, þátttöku í ræktun í matjurtargörðunum og Arna G. Valsdóttir flytur gjörning og lokar sýningunni en hún opnaði einnig sýninguna með gjörningi 19. júní. Viðburðurinn endar með að boðið verður upp á smakk af uppskerunni.

Sýningin og viðburðurinn eru styrktir af Menningarráði Eyþings.


Sýningin "Húsmæður og heimasætur" á Skeiði í Svarfaðardal

amma_s_photos_westfjorde_08_ii_002.jpg

Laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00-17.00 opna Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarkona og Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur sýninguna Húsmæður og heimasætur að gistiheimilinu á Skeiði í Svarfaðardal. Kveikjan að sýningunni var sú að ömmur þeirra beggja bjuggu samtíða að Skeiði fyrir um hundrað árum. Í sýningunni er þessum formæðrum gerð skil, en núverandi húsmóðir og heimasæta koma líka fyrir. Kaffi og kökur verða til sölu á opnuninni. Allir eru velkomnir.

Sýningin mun standa fram á haust og er þá opið samkvæmt samkomulagi við Myriam Dalstein á Skeiði.


Gistihúsið Skeið
Svarfaðardal
621 Dalvík
++354 - 466 1636
++354 - 866 7036
www.thule-tours.com
www.travel2dalvik.com
www.dalvik.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband