Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

Akureyrarvaka á vinnustofunum í Portinu!

 

Myndlist, sýningar í Anddyri, Gallerí Ískápur / Gallery Fridge, Geimdósin, og Ferða-Ískáp, útiskúlptúrar, lifandi tónlist og auðvitað opnar vinnustofur!

Endilega komið og kíkið á okkur í Portinu, hér er lífið!
Opið milli 14:00 og 21:00 laugardaginn 30. ágúst!
( Vinnustofurnar í Portinu)

Nánar:
-Samsýning listamanna ber heitið Vaka og er í Anddyrinu
-Heiðdís Hólm er með sýninguna Kannski í Gallerí Ískáp
-Eiríkur Arnar er með sýningu í Geimdósinni
-Karólína Baldvinsdóttir er með sýningu í Ferða-Ískáp
-Úti í Porti munu vera til sýnis skúlptúrar og minjar af RÓT2014
-Í Portinu treður upp hljómsveit, meira kemur í ljós síðar!

https://www.facebook.com/events/272697176259282


ÁLFkonur sýna myndir í gluggum Eymundsson á Akureyrarvöku

10628545_745830162141036_1354948616362501544_n

Ljósmyndasýningin BÖRN

ÁLFkonurnar Agnes, Lilja, Helga Har, Freydís, Helga Heimis, Hrefna H, Kristjana, Guðrún, Elfa, Linda, Ester, Helga G og Díana sýna myndir í gluggum Eymundsson á Akureyrarvöku.

https://www.facebook.com/events/462775330532245


Gunnar Kr. Jónasson sýnir í Populus tremula

10628216_10152703073813081_8672680277986838397_n

FORMSINS VEGNA – GUNNAR KR.

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00-19.00 (lengur ef þurfa þykir) opnar Gunnar Kr. Jónasson sýninguna Formsins vegna í Populus tremula.

Gunnar er þekktur fyrir afar sterkt formskyn og kraftmikil verk, hvort heldur þau eru tvívíð eða skúlptúrar. Að þessu sinni sýnir hann nýjar akríl- og vatnslitamyndir unnar á pappír.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 31. ágúst kl. 14.00-17.00.

Aðeins þessi eina helgi.

https://www.facebook.com/events/269268553274159


Jonna sýnir í Kartöflugeymslunni

10612805_10204822630952541_4804411883684926680_n

Innsetning Jonnu "Arnór og ég" í Kartöflugeymslunni. Opnar á Akureyrarvöku 30. ágúst kl. 14.00-22.00.
Jonna vinnur út frá myndum Arnórs Karlssonar eldriborgara á Akureyri sem rak um árabil blómabúðina Laufás og eru til sýnis verk þeirra beggja. Sýningin stendur í mánuð og allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/358940224260045


Linda Óla sýnir málverk í Sal Myndlistarfélagsins

10577143_10152729277738394_4090242530760470082_n

Verið velkomin á opnun í Sal Myndlistafélagsins, Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 30. ágúst (Akureyrarvaka) kl. 14.00. Sýningin er opin til miðnættis þann dag.
Sýningin mun standa til 14. september, Opið 14.00-18.00 alla dagana.

https://www.facebook.com/events/356986744467695/364422527057450


5 power 8 í Listhúsinu Ólafsfirði

10259801_642993699141462_7606526437904188387_n

5 power 8

sýning listamanna Listhúss í ágúst

28. ágúst | kl.18:00 ~ 21:00

Listhus gallery: Ægisgötu 10, 625 Ólafsfirði

soðin skata í boði listamanna:

David Lin Yen Fu (Kanada/Taiwan): http://artlin.net/

Julie Livsey (Skotland)

Kari Henriksen (Ástralía): http://www.karihenriksen.com

Laura Marconi (Ítalía/Bandaríkjunum): http://marconilaura.com/Welcome.html

Patti Lean (Skotland)

sækja veggspjald: http://listhus.com/download/exhibition/1408_5-8_is.pdf

An Exhibition by Listhus residency artists in August
28 Aug. 2014 | 18:00 ~ 21:00
Listhus gallery: Ægisgötu 10, 625 Ólafsfjordur, Iceland

Participant artists:
David Lin Yen Fu (Canada/Taiwan)
Kari Henriksen (Australia)
Laura Marconi (Italy/USA)
Julie Livsey (Scotland)
Patti Lean (Scotland)

https://www.facebook.com/events/1459284131010933


Aðalsteinn Þórsson sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

10592854_10202757453114212_8622861627591156190_n

Föstudaginn 29. ágúst kl. 20.00 opnar Aðalsteinn Þórsson sýninguna "miðaldir mæta nútíma" í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Á opnuninni eða kl. 20.30 mun Aðalsteinn vera með hugleiðingu um "handverk, list og annað föndur"


"Um nokkurt skeið hefur Aðalsteinn Þórsson þóst vera miðaldamálari nokkra daga á sumri. Þá blandar hann eggtemperu og sýður sortulyng. Sullar hvorutveggja á spýtur eða skinn með mjög stjórnuðum hætti, eins og gert var fyrrum. Hann reynir jafnvel að teikna og mála "gömul viðfangsefni" nútíma maðurinn. Afganginn af árinu vinnur hann helst að Einkasafninu sínu, sem fellst aðallega í að búa ekki til neitt, en sýna hluti úr sínu persónulega safni.
Á þessari sýningu ætlar hann að blanda saman hvoru tveggja eggtemprunni og Einkasafninu. Hann sér þetta sem einkar áhættusaman gjörning ef ekki beinlínis glæfraspil."


Vefsíða Aðalsteins: steiniart.com

Allar upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091

Menningarráð Eyþings, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar eru stuðningsaðilar Alþýðuhússins.


María Dýrfjörð opnar sýningu í Flóru á Akureyrarvöku

10599200_824630740901356_7664337738242335447_n

María Rut Dýrfjörð
Eitthvað fallegt
30. ágúst - 4. október 2014
Opnun á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1489406471298785

Laugardaginn 30. ágúst kl. 14, á Akureyrarvöku opnar María Rut Dýrfjörð sýninguna “Eitthvað fallegt” í Flóru á Akureyri.

María er fædd árið 1983 á Akureyri og útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Myndlistaskólanum á Akureyri vorið 2013. Auk þess er hún með diplómapróf í alþjóðlegri markaðsfræði með áherslu á hönnun frá TEKO í Danmörku og stúdentspróf af félagsfræðibraut úr Menntaskólanum á Akureyri og af listhönnunarbraut með áherslu á textíl frá Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. María rekur vinnustofu í Flóru á Akureyri þar sem hún starfar sem grafískur hönnuður ásamt því að sinna ýmsum persónulegum verkefnum. 
Á þessari fyrstu einkasýningu Maríu, Eitthvað fallegt, sýnir hún textílverk sem unnin eru með blandaðri tækni, útsaum og vefnaði. Í verkunum endurspeglast vangaveltur Maríu um lífið og undrið sem náttúran er, hvernig allar baldursbrár virðast við fyrstu sýn eins, þegar hvert blóm er í raun einstakt. Um verkin segir María:

“Ég hef alla tíð haft unun á symmetríu og endurtekningu. Það fylgir því hugarró að uppgötva reglu í endurtekningu, sjá út óvænt munstur og fylgja því til enda. Það er einmitt þannig sem náttúran er uppbyggð, í allskonar kerfum og endurtekningum. Og planta er ekki bara planta; með því að rýna í séreinkenni hverrar og einnar getum við greint á milli tegunda, flokkað og séð að plantan sem þú hefur í hendi er hundasúra en ekki túnsúra. Ég er eins og hver önnur manneskja með tvö augu, munn og nef, tvær hendur og fætur. Eitt af mínum einkennum er þörfin fyrir að skapa. Kannski hef ég það í genunum, mögulega á ég það að þakka uppeldinu. Skilgreinir þörfin mig frá öðrum, er þetta mitt séreinkenni? Með nál og þráð á lofti yfirfæri ég vangaveltur mínar í myndvef með endurteknum handtökum, útkoman er eitthvað fallegt sem ég skil eftir mig fyrir komandi kynslóðir.”

Nánari upplýsingar um verk Maríu má finna á http://mariacreativestudio.com

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru á Akureyrarvöku kl. 10-18.  Frá og með 1. september er opið mánudaga - laugardaga kl. 12-16. Sýningin stendur til laugardagsins 4. október 2014.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Arna Valsdóttir - Staðreynd: opnar 30. ágúst í Listasafninu á Akureyri

arna.poster.vefur_1

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst, kl. 15 opnar í Listasafninu á Akureyri sýning Örnu Valsdóttur Staðreynd – Local Fact. Á sýningunni gefur að líta mörg eldri myndbandsverka Örnu ásamt nýju verki sem sérstaklega var unnið af þessu tilefni.

Á opnuninni flytur kammerkórinn Hymnodia gjörning og listamannaspjall verður með Örnu kl. 20. Listasafnið verður opið til kl. 22 vegna Akureyrarvöku.

Í tilefni sýningarinnar kemur út vönduð sýningarskrá hönnuð af Sigríði Snjólaugu Vernharðsdóttur með texta á íslensku og ensku eftir Dr. Hlyn Helgason: „Hlutverk raddarinnar í Staðreyndum 1–4 er sérstakt og áberandi. Það er persónulegt og tengist Örnu sjálfri. Það er hennar rödd sem ómar í sýningarrýminu. Ómurinn er hennar leið til að skrá rýmið og tileinka sér það. Eins og fugl sem helgar sér svæði með kvaki sínu gerir Arna rýmið að sínu með því að raula í því. Í sýningarsalnum ómar lag sem listakonan velur út frá tengingum við liðna viðburði og upplifun sína af svæðinu.“

Sýningin stendur til 12. október og er opin þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningarnar í Listasafninu / Ketilhúsinu er alla fimmtudaga kl. 12. Aðgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/771618509567420

http://listasafn.akureyri.is


Íslenskir listamenn gera ekkert í Danmörku

01

Verkefnið Núll er samstarf tveggja íslenskra, en ólíkra listamanna í Árósum, Danmörku. Hugmyndin um tómarúmið og alheiminn, það sem er ekki og það sem er, dró þau Freyju Reynisdóttur og Arnar Ómarsson saman. Starandi útí himingeiminn var ákveðið að búa til ekkert. Verkefnið dregur upp mynd af óstjórnlegri skilgreiningaráráttu mannsins yfir fimm vikna tímabil sem inniheldur listasmiðjur, samstarf, bókverk og sýningu. Yfirlýst markmið er að búa til ekkert, sem kallar á grundvallar frumspekilega nálgun á hlutinn og orðið. Verkefnið fellir frá alla mótaða skilgreiningu og endurhugsar hugmyndina um hlutinn og orðið.

Fylgist með á whyissomethingratherthannothing.com

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg, SÍM, Myndstefi, D.A.K, Institut for (X) og Aarhus Billedkunstcenter, en unnið í samstarfi við Háskóla Árósa og Lodret hönnunarstofu.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á frekari upplýsingum hafðu samband með því að svara þessum pósti.

Bestu kveðjur,
Freyja og Arnar

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband