Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2017

Verslunarmannahelgin í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi

20374647_10209553697216067_1209810662553568799_n

Verslunarmannahelgin í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi verđur eftirfarandi.

Föstudaginn 4. ágúst kl. 16.00 - 19.00 opnar Guđný Kristmannsdóttir sýningu í Kompunni
Föstudaginn 4. ágúst kl. 17.00 verđur Paola Daniele međ gjörning í Alţýđuhúsinu.
Laugardaginn 5. ágúst kl. 10.00 - 13.00 verđur listasmiđja fyrir börn og ađstandendur viđ Alţýđuhúsiđ. ( vinsamlegast sendiđ börn ekki án umsjónar og komiđ međ hamar ef tök er á )
Sunnudaginn 6. ágúst kl. 14.30 - 15.30 munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir ( í Ljósastöđinni) vera međ erindi á Sunnudagskaffi međ skapandi fólki.

Sýning Guđnýar er opin alla helgina kl. 14.00 - 17.00.
Frítt á alla viđburđi. Veriđ velkomin.

Guđný Kristmannsdóttir og Paola Daniele hafa sýnt saman í
Frakklandi og Ítalíu međ listamönnum í Hic est Sanguis Meus -The
blood of women. Nú sýna ţćr saman á Siglufirđi, Paola verđur međ
gjörning en Guđný međ teikningar og málverk.

Guđný Ţórunn Kristmannsdóttir er fćdd 1965 og er uppalin í
Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi af myndlistarbraut
Fjölbrautaskólans í Breiđholti 1988, stundađi síđan nám viđ
Myndlista- og handíđarskóla Íslands 1988-91 og brautskráđist ţađan
úr málaradeild. Skömmu síđar flutti hún til Akureyrar ţar sem hún
hefur búiđ og starfađ síđan. Guđný var valin Bćjarlistamađur
Akureyrar áriđ 2010.
Verk Guđnýjar eru ađ mestu stór olíu málverk unnin á striga og tré.
Einnig vinnur hún teikningar og notar blandađa tćkni á pappír, tré
eđa tau. Í verkum hennar skipa draumar stóran sess en ţar fćr innri
og ytri veruleiki oft ađ renna saman. Áherslan er á sjálfsprottnari
vinnuađferđir ţar sem unniđ er án forteikningar ţannig ađ sköpunin,
međ öllum ţeim efasemdum og bakţönkum sem henni fylgja, eiga
sér stađ á myndfletinum. Í hinu ofurviđkvćma sköpunarferli er
nautnin höfđ í ađalhlutverki. Hugmyndin um ađ sköpunin sé
frumstćđur kraftur sem kvikni í líkamanum og sé líkamleg nautn
hefur haft mikil áhrif á verk hennar. Ath. heimasíđuna gudny.is

Paola Daniele, choreographer, dancer and performer, native to
southern Italy, she lives and works in Paris. Preciously preserves her
menstrual blood in the freezer for her performances. She has three
main obsessions: the wedding dresses, the anatomy of dolls and
women’s blood that she questions through her artistic approach and
thanks to the collective Hic Est Sanguis Meus – This is my blood, that
she initiated in 2014 in Paris. She interrogates the ambivalent status of
blood in our collective imagination.

Listasmiđja fyrir börn og ađstandendur fer fram á stéttinni sunnan viđ Alţýđuhúsiđ ef veđur leyfir. Kl. 10.00 - 13.00 á laugardaginn. Unniđ verđur međ timbur og er fólk ţví beđiđ um ađ koma međ hamra ef kostur er. Ekki er ćtlast til ađ börnin komi án tilsjónar.

Ađ uppgötva
Sagt er ađ viđ fćđumst öll međ sköpunargáfu og ţurfum ekki annađ en ađstöđu og smá hvatningu til ađ virkja hana.
Hugmyndaflug barna er sístarfandi, opiđ fyrir nýjungum og gagnrýnislaust.
Hjá barni er ekki markmiđiđ ađ fullkomna myndverk, heldur sjálf athöfnin ađ skapa.
Sagt er ađ fyrir fimm ára aldur séum viđ búin ađ uppgötva allt ţađ helsta í tilverunni, hita, kulda, ást, hrćđslu, hungur, vellíđan, sköpun, fegurđ og svo framvegis.
Hvernig getum viđ ţá viđhaldiđ ţeim eiginleika ađ uppgötva?
Međ listsköpun komumst viđ skrefi nćr ţví marki ađ uppgötva algerlega á okkar eigin forsendum. Ţar eru engar fyrirfram gefnar stađreyndir sem heft geta hugarflug einstaklinga.
Uppgötvun barna tengist ekki endilega raunveruleikanum, heldur alskyns undarlegum hlutum og hugmyndum. Hver kannast ekki viđ ţađ ađ sjá óskiljanlega mynd sem barn hefur teiknađ, en í huga barnsins er teikningin heilt ćvintýri.
Ef umsjónarmenn barna sjá til ţess ađ alltaf sé til hráefni til listsköpunar á heimilinu og í skólanum, blómstrar uppgötvunarhćfileiki barnanna.

Sunnudagskaffi međ skapandi fólki fer fram á sunnudaginn kl. 14.30 - 15.30. Ţar munu Arnar Steinn og Helena Stefánsdóttir sem eiga gömlu Ljósastöđina á Siglufirđi segja frá Ţví sem ţau eru ađ gera.
Sunnudagskaffiđ eru viđburđir sem fara fram í alrými Alţýđuhússins og miđast viđ ađ benda á allt ţađ skapandi starf sem fram fer í samfélaginu. Ađ erindi loknu eru kaffiveitingar.

Uppbyggingarsjóđur/Menningarráđ Eyţings, Fjallabyggđ, Egilssíld, Eyrarrósin og Samfélagssjóđur Siglufjarđar styrkja menningarstarf í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi.


Hverfing / Shapeshifting í Verksmiđjunni á Hjalteyri

20424283_10155542808932829_1750745955211039279_o

Verksmiđjan á Hjalteyri býđur yđur ađ vera viđ opnun sýningarinnar
HVERFING/
SHAPESHIFTING
3. ágúst kl. 17:00
-----------------------------------------------------------------------------
Verksmiđjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening
SHAPESHIFTING/
HVERFING
3rd of August at 5 pm

Alex Czetwertynski, Anna Eyjólfsdóttir, Deborah Butterfield, Emma Ulen Klees, Gústav Geir Bollason, Hunter Buck, Jessica Stockholder, John Buck, Kristín Reynisdóttir, Mary Ellen Croteau, Pétur Thomsen, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Ţórdís Alda Sigurđardóttir.

Verksmiđjan á Hjalteyri / 03.08 – 03.09 2017 / Neđst á Hjalteyri viđ Eyjafjörđ / 601 Akureyri http://verksmidjanhjalteyri.com/verksmiđjan.html

Opnun fimmtudaginn 3. ágúst kl. 17 / Opiđ til og međ 03.09. ţri. - sun. 14 - 17

Sýningarstjóri/Curator: Pari Stave, listfrćđingur og sýningarstjóri í Metropolitan listasafninu í New York.


Á sýningunni Hverfing/Shapeshifting í Verksmiđjunni á Hjalteyri mćtast listamenn frá Íslandi og Bandaríkjunum til ţess ađ skapa stađbundin innsetningarverk inn í rýmiđ. Verksmiđjan, saga hennar og nálćgđ viđ Norđur Íshafiđ og náttúruna ţjónar hlutverki bakgrunns en einnig ramma fyrir ný verk listamannanna, sem ađ tengja viđ stef menningarlegra og náttúrulegra gilda, en einnig yfirvofandi ógnvćnlegar breytingar vegna hnattrćnnar hlýnunar – áhrif ţeirra og ófyrirsjáanlegar afleiđingar á samfélög, umhverfi og náttúru.


Verksmiđjan á Hjalteyri hlaut viđurkenningu Eyrarrósarinnar 2016 og var nýlega nefnd sem einn af 10 áhugaverđurstu sýningarstöđum landsins í umfjöllun https://theculturetrip.com/europe/iceland/articles/10-of-icelands-best-art-galleries/. Hún var reist af miklum stórhug á fyrri hluta síđustu aldar. Í dag myndar hún svipmikinn bakgrunn viđ stórar og kraftmiklar innsetningar listamanna.


Hverfing / Shapeshifting
Curator/Sýningarstjóri: Pari Stave, Senior Administrator of the Department of Modern and Contemporary Art at the Metropolitan Museum of Art in New York


Represented artists:
Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Ţórdís Alda Sigurđardóttir, Alex Czetwertynski, Deborah Butterfield, Gústav Geir Bollason, Hunter Buck, Emma Ulen-Klees, Jessica Stockholder, John Buck, Kristín Reynisdóttir, Mary Ellen Croteau, Pétur Thomsen, Rúrí.

The exhibition Hverfing/Shapeshifting brings together renowned artists from Iceland and the United States to create site-specific installations specifically for the interior spaces of the Verksmiđjan building, a former herring oil factory at the beautiful location of Hjalteyri in the north of Iceland. The factory, its history, and its proximity to the sea and nature serve as the reference for the newly created works by the artists, who address themes of cultural and natural values.


Koma listafólksins og sýningin eru styrkt af Uppbyggingarsjóđi, Myndlistarsjóđi, Hörgársveit, Náttúruverndarsjóđi Pálma Jónssonar, Wow air, Listasjóđi Dungals og Ásprenti.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason í verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma 6927450


Listsýningar í Flóru og Kaktus í tengslum viđ druslugönguna

20106289_10154514762957691_7504329108666418203_n

Fimmtudaginn 27. júlí verđur opnun á listsýningu í Flóru og Kaktus í tengslum viđ druslugönguna elsku fólk.
Opnun verđur í Flóru klukkan 17.00 (Hafnarstrćti 93) og eftir hana verđur fariđ í Kaktus (Hafnarstrćti 73)
Einnig verđum viđ međ sýningu í glugga ART AK í Amaro húsinu.

- Listaverkin eru eftir norđlenskar kjarnakonur.
- Bođiđ verđur uppá léttar og fínar veitingar.
- KOMIĐ OG NJÓTIĐ DRUZLULISTAR.
- DREIFUM BOĐSKAPNUM SAMAN ELSKU FÓLK.

DRUZLUÁST.
------ ------ ------ ------ ------ ------ ------
Thursday the 27th of july we have an opening of an art exhibition connected with our amazing Slut Walk.
The opening starts in Flóra (Hafnarstrćti 93) at 17.00 after the opening we will walk to Kaktus (Hafnarstrćti 73).
We will also have a small exhibition in the window of ART AK in the Amaro house (in the center).

- The art is made by nordic amazing powerful ladies.
- We will have some light refreshments.
- COME AND ENJOY SOME AMAZING SLUT ART.
- LETS SHARE THE MESSAGE TOGETHER.

LOVE.

https://www.facebook.com/events/1978202499128708


Hendrikje Kühne / Beat Klein sýna í Deiglunni

20232672_691279427722115_7883489131614059641_o

Veriđ velkomin á opnun „Temporary Environment“ í Deiglunni, föstudaginn 28. júní kl. 17 – 20. Léttar veitingar í bođi.

Einnig opiđ laugardaginn 29. júní kl. 13 – 17.

 

Hendrikje Kühne / Beat Klein sýna sex lítil verk sem voru gerđ viđ dvöl í Gestavinnustofu Gilfélagsins í Júlí 2017. Myndasýningin „Car Stills“ sýnir breytilegt ástand bílastćđisins frá eldhúsglugganum, sem breytir ţví í litríkar abstrakt myndbyggingar. Stađlađ landslag er viđfangsefni „Contained Surroundings“, myndröđ máluđ međ hjartanu, svörtum og hvítum vatnslitum. Bćđi „Bake-a-View“ og „Landscapes with a Sell-by Date“ leika sér međ línuna á milli mikilfengleika málverksins og hversdagleika ţess. „The First and the Last of its Kind“ samanstendur af tugum klippimynda í fuglslíki búin til úr notuđum matarpakkningum. „Pop-up Distraction“ fjallar um hiđ fullkomna landslag eins og er sýnt á póstkortum og bćtir viđ ertingu.

Viđ erum partur af Listasumri.

#Listasumar

Gilfélagiđ er styrkt af Akureyrarstofu.

 

Viđburđurinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/693843764119251

 

///

 

Temporary Environment

You are invited to the opening of „Temporary Environment“ by Hendrikje Kühne / Beat Klein in Deiglan, Kaupvangsstrćti 23 on Friday, june 28th at 5pm – 8pm. Also open on Sat. At 1pm – 5pm.

 

Hendrikje Kühne / Beat Klein present six small bodies of work created while on the residency at Gilfélagid in July 2017. The slide show "Car Stills" shows the changing parking situation as seen from the kitchen window, turning them into colourful abstract compositions. Archetypal landscapes are the subject matter of "Contained Surroundings", a series of painted by heart, black and white watercolours. The unusual presentation adds a special light. Both "Bake-a-View" and "Landscapes with a Sell-by Date" play on the connection between the sublimity of painting and its mundane ground. "The First and the Last of its Kind" consists of dozens of birdlike collages playfully created out of used food packages. „Pop-up Distraction“ takes up the subject matter of ideal landscape as represented in picture postcards and adds a source of irritation.

 


Joris Rademaker sýnir í Kaktus

20157845_1220262198096701_7253078452658314009_o

Joris Rademaker

Titill mydlistarsýningarinnar: Generalprufa

Opnun föstudagskvöldiđ 21. júlí kl. 19.00

Joris Rademaker - Dansandi kartöflur:
https://youtu.be/52UfWphJpnw

Sýningin er opin laugar- og sunnudag (22. og 23. júlí) kl. 14-17

Joris útskrifađist 1996 úr myndlistarskólanum AKI í Enschede í Hollandi. Hann hefur haldiđ yfir 40 einkasýningar og tekiđ ţátt í fjölmörgum samsýningum.
Hann sýndi í Berín í janúar á ţessu ári og verđur međ á samsýningu í Listasafni Reykjavíkur í október.

Joris sýnir nýja skúlptúra, frá síđustu tveimur árum. Efnisval Joris er mjög fjölbreytt. Í verkum hans notar hann annars vegar efni sem hann finnur í náttúrunni,
t.d. greinar, hvönn, bein, fjađrir, rekaviđ, og hins vegar efni sem hann kaupir í verslunum t.d. tréskó, reipi, keramíkegg. o.fl.
Oft er efniđ sjálft uppspretta hugmynda ađ listaverki.
Tengsl nútíma mannsins viđ náttúrulegt umhverfi er orđiđ ansi flókiđ. Ţađ vantar oft virđingu fyrir náttúrunni í okkar neyslusamfélagi,
eins og frumbyggjarnir gerđu, notuđu bara ţađ sem ţeir ţurftu, hvorki meira né minna. Ţeir upplifđu sig hluta af náttúrunni en ekki ađskilin.

Í verkum Joris vakna oft spurningar hjá áhorfandanum um listfrćđi, heimspeki, einnig umhverfismál og samfélagsfrćđi.
Ađal viđfangsefni Joris er tilvist mannsins í tengslum viđ tíma, rými hreyfingu og efniđ.

Kaktus
Hafnarstrćti 73
Akureyri

https://www.facebook.com/events/463846173984732


Skapandi sumarstörf sýna í Hvíta Kassanum í Kaktus

19905079_1215787425210845_5227193896194276482_n

Skapandi sumarstörf sýna í Hvíta Kassanum í Kaktus

Opnun föstudaginn 14.07.2017 kl. 16:00 - 18:00

Opiđ á laugardaginn kl. 14:00 - 17:00

Sumariđ 2017 hafa skapandi sumarstörf unniđ undir leiđsögn Kjartans Sigtryggsonar ađ veggverki í listagilinu ţar sem ţau unnu međ hugmyndina ađ ćvintýri. Verkiđ var unniđ á fimm vikna tímabili frá júní til júlí og er hluti af átaksverkefni Akureyrarbćjar og Ungmennahús-Rósenborgar fyrir ungt fólk á aldrinum 17-25 ára

Í Hvíta Kassanum í Kaktus verđur hugmyndarvinnan ađ baki veggverksins til sýnis ásamt sjálfstćđum verkum sem ţau unnu á tímabilinu.

Nöfn:
Snćbörn Máni Ţorkelsson
Bjarney Anna Jóhannesdóttir
Kristján Breki Björnsson
Stefán Atli Arnarsson
Helena Ýr Pálsdóttir

https://www.facebook.com/events/122519105028232


Auđar Ómarsdóttur opnar sýningu í nýju sýningarrými gallerý Hvítspóa

19983558_1437344489679217_5171553917513567155_o

MAN I FEEL Like A WOMAN / einkasýning Auđar Ómarsdóttur

Veriđ velkomin á einkasýningu Auđar Ómarsdóttur, laugardaginn 15. júlí kl. 15:00 í gallerý Hvítspóa, Óseyri 2, Akureyri.
Auđur er fyrst til ađ sýna í nýju sýningarrými gallerý Hvítspóa, en ţađ er rekiđ af Önnu Gunnarsdóttur listakonu.
Á sýningunni má sjá verk sem bera keim af klassískri grísk-rómverskri listasögu en einnig karllćgum heimi nútíma byggingariđnađar. Verkin eru samsett af skúlptúrum sem eru ađ mestu leiti unnir úr fundnum hlutum og teikningum sem gerđar eru sem rannsókn á tíđnisviđi viđfangsefnisins.
Međ titlinum á sýningunni vísar Auđur í lag eftir Shaniu Twain; 'Man I feel like a woman'.
Hér má lesa texta viđlagsins :

Oh, oh, oh, go totally crazy-forget I'm a lady
Men's shirts-short skirts
Oh, oh, oh, really go wild-yeah, doin' it in style
Oh, oh, oh, get in the action-feel the attraction
Color my hair-do what I dare
Oh, oh, oh, I wanna be free-yeah, to feel the way I feel
Man! I feel like a woman!

Auđur útskrifađist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands 2013 og hefur síđan unniđ ađ list sinni og sýnt víđsvegar. Nýlega lauk einkasýningu hennar, Situations, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Einnig ber ađ nefna ađ verk eftir hana eru á sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri, sem nú stendur yfir. Man I feel like a woman er sjötta einkasýning Auđar eftir útskrift.

Léttar veigar verđa í bođi á opnuninni, en sýningin stendur til 15. ágúst.

https://www.facebook.com/events/1985640898336608


5. ára afmćlisfagnađur Alţýđuhúsiđ á Siglufirđi

19554774_1376615269081741_7210812321070274512_n

5. ára afmćlisfagnađur
Alţýđuhúsiđ á Siglufirđi 14. – 16. júlí 2017

Í desember 2011 keypti Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir Alţýđuhúsiđ á Siglufirđi međ ţađ ađ markmiđi ađ gera ţar vinnustofu og leikvöll sköpunar af ýmsum toga.  Hafist var handa viđ endurgerđ hússins međ hjálp vina og vandamanna, og var Alţýđuhúsiđ formlega tekiđ í notkun sem vinnustofa og heimili međ menningarlegu ívafi 19. júlí 2012.

Síđan hafa 120 viđburđir veriđ settir upp í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi og 751 skapandi einstaklingar tekiđ ţátt. Ekki eru til nákvćmar tölur um fjölda gesta sem sótt hafa viđburđina en ţeir skipta ţúsundum. Ţađ er tími til ađ fagna og ţakka öllu ţessu frábćra fólki.

Ađalheiđur hlaut Menningarverđlaun DV 2015 međal annars fyrir starfiđ í Alţýđuhúsinu. Og Alţýđuhúsiđ valiđ af Eyrarrósinni 2017, eitt af ţremur framúrskarandi menningarverkefnum á landsbyggđinni.

Í tilefni af árunum fimm verđur efnt til ţriggja daga menningarveislu međ ţéttri dagskrá alla dagana.

Dagskrá.

14. júlí.
Kl. 17.00 Ávarp - Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir
Skúlptúrgarđur opnađur
Kl. 21.00 Raftónlist - Arnljótur Sigurđsson
kl. 22.00 Raftónlist -  Áki Sebastian Frostason
Kl. 22.30 Vélarnar Ţeytir skífum.

15.júlí
Kl. 14.00 Kompan sýningaropnun - Guđjón Ketilsson
Kl. 15.30 Húlladúllan sýning og námskeiđ á túninu viđ Alţýđuhúsiđ - Unnur María Bergsveinsdóttir
Kl. 16.30 REITIR Workshop Kynning - Arnar Ómarsson
Kl. 17. 30 Matargjörningur - Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir
Kl. 21.00 Djasshljómsveitin LAND  -  Óskar Guđjónsson, Matthías Hemstock , Eyţór Gunnarsson, hugsanlegir leynigestir

16. júlí
Kl. 14.00 Frásögn og spjall - Guđrún Pálína Guđmundsdóttir
Kl. 14.15 Ljóđadagskrá - Jón Laxdal, Hekla Björt Helgadóttir, Guđbrandur Siglaugsson, Páll Helgason, Margrét Guđbrandsdóttir
Kl. 16.00 Gjörningur - Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Lóa Björk Björnsdóttir
Kl. 17.00 Fjöllistasýning - Kyle Driggs, Andrea Murillo     

Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir
Ađalheiđur er listamađur og eigandi Alţýđuhússins á Siglufirđi.
Ađalheiđur mun í upphafi afmćlisfagnađarins fara létt yfir ţau fimm ár sem liđin eru frá ţví hún keypti húsiđ og ţakka öllum sem ađ hafa komiđ.

Undanfariđ ár hefur Ađalheiđur unniđ skúlptúra sem stađsettir eru á flötinni sunnan viđ Alţýđuhúsiđ. Verkin marka upphafiđ af skúlptúrgarđi sem ţar mun vaxa á komandi árum. Ađalheiđur mun opna garđinn formlega og segja frá verkunum.

Arnljótur Sigurđsson
Ljótur er listamannsnafn Arnljóts Sigurđssonar, sem hefur veriđ iđinn viđ
kolann í tónlistarsenu Reykjavíkur um árabil og hefur komiđ fram í ýmsum
formum. Hann er einn prímusmótorinn í hljómsveitinni Ojba Rasta auk ţess
sem hann leggur öđrum tónlistarmönnum liđ í öđrum verkefnum á ýmis
hljóđfćri (Sin Fang, Skúli Sverrisson, Teitur Magnússon, Samúel Jón
Samúelsson Big Band o.fl.). Á börum borgarinnar er hćgt ađ finna hann í
plötuţeytingum sem hann gerir undir nafninu Krystal Carma.

Ţegar hann byrjađi ađ stunda myndlist opnađist samtímis gátt inn í heim
raftónlistarinnar. Undir sínu eigin nafni hefur hann gefiđ út plöturnar Listauki
(2008), Línur (2014), Til Einskis (2015) og Úđ (2016). Ljótur marínerađi sig í
ţýsku raftónlistarsenu áttunda áratugarins, Kraftwerk, Cluster, Tangerine
Dream og fleiru, en innanlands hefur hann sótt innblástur í Inferno 5 og Evil
Madness. Á ţessum tónleikum mun Ljótur spila nýja raftónlist.

arnljotur.bandcamp.com


www.soundcloud.com/ljotu

Áki Sebastian Frostason
Áki mun spila efni af vćntanlegri plötu sinni sem ber heitiđ 7.  Um er ađ rćđa raftónlist,  sjö lög sungin á sjö tungumálum.

Arnar Ari Lúđvíksson
Vélarnar er listamannsnafn Arnars Ara ţegar hann ţeytir skífum á sinn einstaka máta og tekur viđstadda međ sér í ferđalag. Hann mun standa vaktina í Alţýđuhúsinu á afmćlisfagnađi.

Guđjón Ketilsson (f. 1956)
Býr og starfar í Reykjavík. Hann stundađi myndlistarnám viđ Myndlista- og handíđaskóla Íslands og Nova Scotia College of Art and Design í Kanada.Guđjón hefur frá upphafi unniđ í margvíslegan efniviđ – jöfnum höndum međ eigiđ handverk, málverk, teikningar, leir, keramik og fundna hluti sem oft hafa persónulega ţýđingu fyrir hann - efnisval hverju sinni rćđst af inntaki verkanna.
Í verkum Guđjóns skipar fortíđ efnisins iđulega stóran sess. Ólíkar vísanir í líf fólks og sögu. Ţađ má segja ađ mörg verka hans vísi inn á viđ. Ţau beina athygli okkar ađ efninu og hinu efnislega umhverfi. Hann vinnur oft međ hluti sem hann tekur úr upprunalegu samhengi sínu og setur í nýtt. Úr fundnum hlutum má lesa ýmis skilabođ sem öđlast merkingu eftir samhengi ţeirra.
Mađurinn og samband hans og samskipti viđ umhverfi sitt hefur veriđ lengi veriđ viđfangsefni Guđjóns. Einnig hefur mannslíkaminn oft veriđ í forgrunni í verkum Guđjóns, nćrvera hans eđa fjarvera.
Guđjón hefur haldiđ yfir ţrjátíu einkasýningar og tekiđ ţátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk Guđjóns eru í eigu allra helstu listasafna á Íslandi, svo og nokkurra erlendis. Auk ţess ađ vera bođiđ ađ vinna ađ list sinni á ýmsum alţjóđlegum vinnustofum, hefur hann veriđ valinn til ţátttöku í samkeppnum um gerđ listaverka í opinberu rými og má sjá verk hans í opinberu rými í Reykjavík og á Seyđisfirđi.
Guđjón hefur hlotiđ ýmis verđlaun og viđurkenningar fyrir list sína, s.s. Menningarverđlaun DV áriđ 2000 og verđlaun Listasafns Einars Jónssonar áriđ 1998.

Unnur María Bergsveinsdóttir
Húlladúllan mćtir á svćđiđ, slćr upp stuttri húllasýningu ţar sem hún sýnir hversu fjölbreytt og skemmtilegt húllahoppiđ er og býđur viđstöddum í kjölfariđ í húllafjör! Húllafjöriđ er húllasmiđja ţar sem ţáttakendum er mćtt á getustigi hvers og eins. Ţátttakendum er bođiđ ađ koma og prófa ađ húlla og Húlladúllan mun ganga á milli, gefa góđ ráđ og kenna skemmtileg trix. Engrar kunnáttu er ţörf til ţess ađ vera međ og ţátttakendur lćra á sínum hrađa. Húlladúllan verđur međ heila hrúgu af húllahringjum; litla krakkahringi, hringi fyrir fullorđna og nokkra risahringi. Húllahopp hentar bćđi börnum og fullorđnum og er fyrirtaks leiđ fyrir fjölskylduna ađ skemmta sér saman. Markmiđ viđburđarins er ađ allir skemmti sér vel og gangi í burt stolt af ţví ađ hafa uppgötvađ nýja hćfileika!

Arnar Ómarsson
REITIR workshop hefur á árunum 2012 til 2016 rekiđ árlega tveggja vikna smiđju í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi. Áherslan hefur veriđ á samstarf starfsgreina og almenningsrýmiđ, en frá upphafi hefur smiđjan veriđ ákveđiđ rannsóknaverkefni sem lauk međ útgáfu yfirgripsmikillar bókar í lok 2016. Samtals hafa 92 ađilar tekiđ ţátt frá 21 landi, en hvert ár hafa Arnar Ómarsson og Ari Marteinsson stofnendur smiđjunnar, valiđ ţátttakendur úr hópi umsćkjenda. Í ţessari kynningu munu ţeir skyggjast á bakviđ tjöldin, og draga fram áhugaverđustu atvikin, mikilvćgasta lćrdóminn og horfa svo til framtíđar.

Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir
Ađalheiđur hefur stundađ gjörningalist međfram annarri listsköpun síđastliđin 15 ár og matargerđ verđur ć umfangsmeiri međ árunum.  Á Réttardagssýningunum fór hún markvisst ađ blanda saman ţessu tvennu og hefur síđan sett upp matargjörning á Gjörningalistahátíđinni A á Akureyri.
Í til efni af 5 ára afmćlisfagnađi Alţýđuhússins á Siglufirđi mun Ađalheiđur flytja matargjörning ásamt völdum einstaklingum, og verđur viđstöddum svo bođiđ ađ
snćđa.

Eyţór Gunnarsson, Matthías Hemstock og Óskar Guđjónsson

Hljómsveitin LAND leggur undir fćtur sína söngdans sem heilla til könnunnar. Hvert fariđ verđur, kemur í ljós en hlustunarrćtur ţeirra  Eyţórs Gunnarssonar, Matthíasar MD Hemstocks og Óskars Guđjónssonar liggja í Jazztónlist.  Amerískar og hugsanlega íslensk sönglög verđa fyrir valinu og ef allir slá í takt verđa fumsamin lög einnig brúkuđ sem stökkpallur í spuna.
Eyţór byrjađi snemma ađ spila á píanó. Eftir ađ hafa gćlt viđ trompetinn um skeiđ eignađist hann Yamaha-orgel og hóf fljótlega feril sinn sem hljómborđsleikari. Skólabróđir Eyţórs, gítarleikarinn Friđrik Karlsson, kynnti fyrir honum tónlist brćđingshljómsveita á borđ viđ Return to Forever og Weather Report og í kjölfariđ stofnuđu ţeir félagar Mezzoforte ásamt bassaleikaranum Jóhanni Ásmundssyni og trommaranum Gunnlaugi Briem. Ţegar lag Eyţórs Garden Party sló rćkilega í gegn áriđ 1983 opnađist heimurinn fyrir Mezzoforte og hljómsveitin hefur allar götur síđan ferđast um Evrópu og Asíu og haldiđ tónleika í yfir 40 löndum.
Á undanförnum árum hefur Eyţór snúiđ sér í meira mćli ađ órafmögnuđum píanóleik. Hann hefur leikiđ međ flestum fremstu djassleikurum landsins og ber nafnbótina „mest hljóđritađi tónlistarmađur í íslenskri djasssögu“. Einnig hefur hann spilađ međ mörgum erlendum djassleikurum sem hafa sótt Ísland heim og má nefna Frank Lacy, Jens Winter, Mads Vinding, Doug Raney og Tommy Smith. Áriđ 1991 fór hann í tónleikaferđalag međ hinni víđfrćgu bandarísku söngkonu Randy Crawford.
Eyţór hefur ennfremur starfađ sem upptökustjóri og útsetjari fyrir fjölda tónlistarmanna á Íslandi og erlendis. Hann hefur oftsinnis hlotiđ Íslensku tónlistarverđlaunin sem djassleikari og hljómborđsleikari ársins.
Óskar Guđjónsson saxófónleikari hefur starfađ talsvert međ bassaleikaranum Skúla Sverrissyni, og er einnig ţekktur fyrir ţátttöku sína í hljómsveitinni ADHD sem nýlega lauk upptökum á fimmtu breiđskífu sinni. Hann hefur tekiđ ţátt í yfir 300 alţjóđlegum tónleikum í 40 löndum í 5 heimsálfum, međ hljómsveitum á borđ viđ Jim Black, ADHD, Mezzoforte, Óskar Guđjónsson og Skúli Sverrisson duo og Sören Dahl Jeppesen quartet.
Matthías Hemstock trommuleikari hefur á síđustu tuttugu og fimm árum spilađ og hljóđritađ tónlist međ fjölda íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita. Hann nam tónlistarleik í hinum virta háskóla Berkley college of Music í tvö ár, og gekk til liđs viđ jass- og rokkbraut Tónlistarskóla FÍH ţegar hann kom heim áriđ 1991. Ţar hefur hann smitađ margan ungan tónlistarmanninn af djassbakteríunni.

Guđrún Pálína Guđmundsdóttir
Guđrún Pálína er listamađur og listunnandi. Hún hefur fylgst afar vel međ ţví menningarstarfi sem Ađalheiđur hefur stađiđ fyrir í gengum árin og mun í ţessu spjalli tala um kynni sín af ţví.

Jón Laxdal, Hekla Björt Helgadóttir, Guđbrandur Siglaugsson, Páll Helgason, Margrét Guđbrandsdóttir.
Í tilefni af fimm ára afmćlisfagnađi Alţýđuhússins býđur Ađalheiđur góđum vinum, sem jafnframt eru hennar uppáhalds ljóđskáld til samfundar. Ţessi fimm munu lesa til jafns úr eigin verkum.    
Jón Laxdal hefur gefiđ út ţrjár ljóđabćkur sem heita Myrkur á Hvítri örk - Stofuljóđ og Kvöldstund í Populus Tremula.


Guđbrandur hefur gefiđ út 12 ljóđabćkur.                              

Eitrađur orđum, - Tćkifćrisvísur – Kvćđi – Ţvert á rennibrautina – Drög ađ kvöldi – Tvö skáld og gítar – 8 ljóđ, 12 á miđnćtti – Til athugunar síđar – Rauđ talnagrind - Höfuđ drekans á vatninu og Ţúfnatal.


Hekla Björt helgadóttir stefnir ađ útgáfu fyrstu ljóđabókar sinnar á ţessu ári,  en hún hefur komiđ fram opinberlega međ upplestri og listsýningum ţar sem ljóđin spila lykilatriđi.
Páll Helgason hefur prentađ ţrjú kvćđakver í samstarfi viđ Örlyg Kristfinnsson, Hinrik K. Ađalsteinsson og Guđný Róbertsdóttur. Kverin heita Frá hafi til hófsemdar – Frá einsemd til upphefđar og Frá getnađi til grafar.


Margrét Guđbrandsdóttir hlaut verđlaun ungskálda 2015 og hefur vakiđ ţó nokkra athygli fyrir ljóđin sín.


Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Lóa Björk Björnsdóttir
Sónađ út/Space out Gjörningur međ Andreu Elínu Vilhjálmsdóttur og Lóu
Björk Björnsdóttur, Ţćr viđra sviđslist í sinni einföldustu mynd. Mynda
mótspyrnu viđ kapítalisma og nýfrjálshyggju og öllu sem fyllir upp í tímanna
safn. Ţćr koma saman og sóna út sem hreyfiafl. Hiđ persónulega verđur
pólitískt međ póstískri stóik.  Komdu og vertu međ!
Andrea Elín Vilhjálmsdóttir og Lóa Björk Björnsdóttir eru performance listamenn og hafa ţćr unniđ saman síđan 2015 ađ ýmsum verkum. Í verkum sínum viđra ţćr pólitískar og persónulegar afstöđur sínar sem manneskjur í efnislegum mannmiđjuđum heimi. Ţćr hafa sett upp verk sem eru allt frá ţví ađ vera heimilissýning fyrir plöntur eđa einstaklings ţátttökuverk á kaffihúsi til níu klukkustunda langrar femínískrar sviđslistasýningar. Ţćr eru einnig hluti af Sviđslistahópnum M sem samanstendur af dönsurum, leikkonum og sviđshöfundum. Báđar hafa ţćr lagt stund á nám viđ Sviđshöfundabraut Listaháskóla Íslands en auk ţess eru ţćr miklar áhugakonur um gróđurrćkt, samfélagsmiđla, Grafarvoginn og póst-húmanisma.

Kyle Driggs, Andrea Murillo     
"Same Picture, Different Poses" er saga byggđ á okkar eigin sambandi og upplifunum sem dregur upp mynd af einstakri nánd. Međ samband okkar sem viđfangsefni höfum viđ skapađ ţessi viđkvćmu augnablik einingar og ađskilnađar. Í gegnum ţetta verk vörpum viđ ljósi á önnur sjálf undirmeđvitundarinnar sem ţrífast í sambandi okkar tveggja og fjöllum ţannig um tvíţćttingu veruleika og ímyndunar. Umgjörđ verksins er stofa, og ţar ígrundar par innviđi samvistar sinnar í gegnum myndrćnar hreyfingar. Fínleg augnablik órćđra upplifana koma fram ţegar sagan skýrist. Töfrar og veruleiki flćđa saman á ţann hátt ađ pariđ verđur heltekiđ af sínu ofurnáttúrulega öđru sjálfi. Ţegar persónurnar leita lausnar komast ţau aftur heim í stofu -og átta sig á ađ ţau fóru aldrei raunverulega ţađan.


Guđjón Ketilsson opnar sýningu í Kompunni, Alţýđuhúsinu á Siglufirđi

19801057_1376182599125008_1125775034783600575_o

Laugardaginn 15. júlí kl. 14.00 opnar Guđjón Ketilsson sýningu í Kompunni, Alţýđuhúsinu á Siglufirđi. Sýningin er hluti af 5 ára afmćlisfagnađi Alţýđuhússins sem haldin er helgina 14. - 16. júlí.
Sýning Guđjóns stendur til 30. júlí og er opin daglega kl. 14.00 - 17.00 ţegar skilti er úti.

Guđjón Ketilsson (f. 1956) 

Býr og starfar í Reykjavík. Hann stundađi myndlistarnám viđ Myndlista- og handíđaskóla Íslands og Nova Scotia College of Art and Design í Kanada.Guđjón hefur frá upphafi unniđ í margvíslegan efniviđ – jöfnum höndum međ eigiđ handverk, málverk, teikningar, leir, keramik og fundna hluti sem oft hafa persónulega ţýđingu fyrir hann - efnisval hverju sinni rćđst af inntaki verkanna.
Í verkum Guđjóns skipar fortíđ efnisins iđulega stóran sess. Ólíkar vísanir í líf fólks og sögu. Ţađ má segja ađ mörg verka hans vísi inn á viđ. Ţau beina athygli okkar ađ efninu og hinu efnislega umhverfi. Hann vinnur oft međ hluti sem hann tekur úr upprunalegu samhengi sínu og setur í nýtt. Úr fundnum hlutum má lesa ýmis skilabođ sem öđlast merkingu eftir samhengi ţeirra.
Mađurinn og samband hans og samskipti viđ umhverfi sitt hefur veriđ lengi veriđ viđfangsefni Guđjóns. Einnig hefur mannslíkaminn oft veriđ í forgrunni í verkum Guđjóns, nćrvera hans eđa fjarvera.
Guđjón hefur haldiđ yfir ţrjátíu einkasýningar og tekiđ ţátt í fjölda samsýninga á Íslandi og í Evrópu, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Verk Guđjóns eru í eigu allra helstu listasafna á Íslandi, svo og nokkurra erlendis. Auk ţess ađ vera bođiđ ađ vinna ađ list sinni á ýmsum alţjóđlegum vinnustofum, hefur hann veriđ valinn til ţátttöku í samkeppnum um gerđ listaverka í opinberu rými og má sjá verk hans í opinberu rými í Reykjavík og á Seyđisfirđi.
Guđjón hefur hlotiđ ýmis verđlaun og viđurkenningar fyrir list sína, s.s. Menningarverđlaun DV áriđ 2000 og verđlaun Listasafns Einars Jónssonar áriđ 1998.

Fjallabyggđ, Uppbyggingarsjóđur/Menningarráđ Eyţings, Egilssíld, Ađalbakarí, Menningarsjóđur Siglufjarđar og Fiskkompaníiđ styrkja menningarstarf í Alţýđuhúsinu á Siglufirđi.

https://www.facebook.com/events/68572270828964


Catherine Bay sýnir ROAD MOVIE í Verksmiđjunni á Hjalteyri

19264304_10155448372692829_726390307326516901_o

Verksmiđjan á Hjalteyri býđur yđur ađ vera viđ opnun sýningarinnar
ROAD MOVIE
8. júlí kl. 14:00 og ţiggja veitingar.
-----------------------------------------------------------------------------
Verksmiđjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening 
ROAD MOVIE
8th of July at 2 pm, drinks served

Catherine Bay

Verksmiđjan á Hjalteyri / 08.07. - 23.07.2017 / Neđst á Hjalteyri viđ Eyjafjörđ / 601 Akureyri  http://verksmidjanhjalteyri.com/verksmiđjan.html
Opnun laugardaginn 8. júlí kl. 14 / Opiđ til og međ 23.07. ţri. - sun. kl. 14-17.

Kvikmyndin Road Movie fyllir flokk gjörninga og dansverka um karakterinn Mjallhvíti sem ađ Catherine og samstarfsfólk hennar hafa unniđ ađ síđan 2002.
Listakonan skerpir og fágar listrćna nálgun sína ađ heimi ţar sem ađ karakter Mjallhvítar hefur sloppiđ frá táknmynd sinni og tekur aftur yfir hugarheim okkar.

Catherine Bay býr og starfar í París, hún lćrđi dans og síđar leiklist viđ Jacques Lecoq skólann.

Hún stendur fyrir gjörningi í Verksmiđjunni 23. júlí, sem ađ verđur auglýstur nánar síđar.

Road Movie: deserting their function of everyday consumption, a handful of Blanche Neige pace the countryside.
Where do they come from?
Why are they there?

This film follows a dance and performance work started since 2002 by artist Catherine Bay and her team around the character of Snow White.
Through this new medium, the artist refines and perpetuates his plastic approach to a world where the character of BN freed from his status as an icon, reconquering our imaginary.

A 15-year performance show has already seen the days between Paris (Cartier Foundation), Berlin (Podewil), Milan (festival uovo), moscou (festival kliazma), lausanne (Arsenic) centre georges pompidou paris , new york ,Tokyo ....... Nationality, thus creating a genuine network in the world.

Catherine Bay lives and works in Paris, after a classical dance training she studied theater at the school Jacques lecoq. At the same time, she attended the Ethology courses of Jean Rouch.

Koma listamannsins og sýningin eru styrkt af Uppbyggingarsjóđi, Myndlistarsjóđi, Hörgársveit og Ásprenti.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason í verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma 6927450


Verksmiđjan á Hjalteyri 
Neđst á Hjalteyri viđ Eyjafjörđ
http://verksmidjanhjalteyri.com/verksmiđjan.html
https://www.facebook.com/pages/Verksmiđjan-á-Hjalteyri/92671772828


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband