Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Kristinn G. Jóhannsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

attachment_1133007.jpg

Kristinn G. Jóhannsson opnar málverkasýninguna "MANNABYGGÐ MEÐ STRÖNDUM" í
Mjólkurbúðinni Listagili laugardaginn 4. febrúar kl. 14

Kristinn G. Jóhannsson um sýninguna:
,,Ég hefi einatt leitað yrkisefna í nánasta umhverfi mínu.  Undanfarin ár
hefi ég gengið til litgrasa heima á Akureyri , ort um brekkurnar í bænum
með flúri og fagurgala. Vorbrekkur, vetrarbrekkur, haustbrekkur og hvað nú
allt hét.  Hér kveður við allt annan tón þegar hugurinn hvarflar til fyrri
heimkynna undir bröttum hlíðum við sjó.  Vatneyri undir Brellum og
Ólafsfjarðarhorn undir Tindaöxl.  Þessi verk eru þó uppspuni eins og vera
ber en sækja þræði  þangað sem búseta fólks er með ströndum fram. Í þeirri
mannabyggð var  gott að vera".

Kristinn G. Jóhannsson (1936) stundaði listnám  á Akureyri, í Reykjavík og
Edinburgh College of Art, Skotlandi.

Hann efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í
Reykjavík , Bogasal Þjóðminjasafnsins, 1962 og sama ár tók hann fyrsta
sinni þátt í Haustsýningu Fím (Félagi íslenskra myndlistarmanna) í
Listamannaskálanum. Hann hefur síðan verið virkur á sýningarvettvangi .

Af einkasýningum má nefna sýningu í Háhól Akureyri  1980, Kjarvalsstaðir
1988 , Fím Reykjavík 1989,1990 og 1991,  Listasafnið Akureyri 2001, Hús
málaranna , Rvík, 2002 og 2003.

Kristinn  hefur tekið þátt í fjölda samsýninga t.d. hjá  Fím 1962, 1985,
1987, Norðan 7, Kjarvalsstöðum, 1982,  Exsept 84 ,Listasafni ASÍ ,
Samstaða Listaskálanum Hveragerði 1999,  Akureyri í myndlist, Listasafninu
Akureyri 2001 og Vorsýning í Húsi málaranna , Rvík 2002. Síðast sýndi hann
með Guðmundi  Ármann grafíkverk hjá “Íslenskri grafík” og í Hofi á s.l. ári
og nú á dögunum héldu þeir sýningu í boði Listasalar Mosfellsbæjar.

Kristinn hefur gert teikningar og vatnslitamyndir í fjölda bóka og má
nefna nýjar útgáfur af bókum Nonna , Jóns Sveinssonar, auk mynda í
þjóðsögur s.s. Búkollu og Gilitrutt.

Málverkasýning Kristins G. Jóhannsonar stendur til 19.febrúar og eru allir
velkomnir.

Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga milli kl.14-17 og eftir
frekara samkomulagi.


Gestavinnustofa á Álandseyjum

eckeropostotullhus

 

Sprid gärna ut informationen till konst- och kulturutövare.


 

Ålands kulturdelegation erbjuder
vistelsestipendier till Källskärs gästbostad
och Eckerö Post- & tullhus gästbostad


Ålands landskapsregering tillhandahåller en gästbostad/
Artist in Residence belägen i Eckerö Post- och tullhus
cirka 35 km från Mariehamn. Gästbostaden består av
2 rum, totalt ca 50 m2. Gästbostaden upplåtes under tiden

maj-september åt utövande konstnärer inom samtliga
konstområden från Norden och närområdena.


Gästbostaden på Källskär upplåtes till skapande kulturarbetare
och kulturjournalister från sista veckan i maj till
och med september 2012.


Ansökan görs på förtryckt blankett som fås från kulturbyrån
eller kan hämtas på www.kultur.ax. Till ansökan
bifogas arbetsplan samt CV.


Ansökan riktas till Ålands kulturdelegation, PB 1060, AX-
22 111 MARIEHAMN och skall vara kulturdelegationen
tillhanda senast den 29 februari 2012 kl. 16.15.

För närmare information se www.kultur.ax eller kontakta
kulturbyrån, tel. 25 000, e-post: staffan.beijar[at]
regeringen.ax

 

__________________________________________________________________

 

 

 

 

Staffan Beijar
vik. kulturkonsulent / Adviser, Cultural Affairs
Ålands landskapsregering
Pb 1060
Ax 22111 Mariehamn
tel. +358 18-25 512
e-post: staffan.beijar(a)regeringen.ax


Jón Laxdal, Guðný Kristmanns, Gústav Geir Bollason og fleiri sýna hjá Luise Ross Gallery í NY

from_iceland.jpg

Luise Ross Gallery
511 West 25 Street #307
New York, NY 10001-5582
212 343 - 2161
212 343 - 2468 fax
www.luiserossgallery.com


Sýningin "Uppáhald" opnar í Sal Myndlistarfélagsins

uppahald_breytt.jpg

Myndlistarfélagið opnar samsýningu félagsmanna í sal þess, laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Heiti sýningarinnar er; Uppáhald, og velja félagsmenn uppáhaldsverk eftir sjálfa sig sem þeir sýna.

Einnig verður haldið upp á fjögurra ára starfsemi Myndlistarfélagsins auk þess að starfsmaður hefur hafið störf hjá félaginu. Sýningarstjóri er Joris Rademaker.

Sýningarsalurinn sem áður hét Box, gengur nú undir nafninu Salurinn. Hann er staðsettur í Kaupvangsstræti 10 í Listagilinu á Akureyri.

Sýningin er opin í þrjár helgar og lýkur 12. febrúar. Salurinn er opin um helgar frá kl. 13-17 og aðra daga þegar skrifstofan er opin.

http://mynd.blog.is


ÞRÁNDUR ÞÓRARINSSON sýnir í Populus tremula

thrandur-web.jpg

Laugardaginn 28. janúar kl. 14.00 mun Þrándur Þórarinsson opna málverkasýningu í Pop­ulus Tremula.

Á sýningunni verða ný olíumálverk. Þrándur, sem m.a. stundaði nám hjá Odd Nerdrum, sækir viðfangsefni verka sinna meðal annars í íslenska sögu, þjóðsögurnar og Íslend­inga­sögurnar undir áhrifum þjóðernisrómantíkur, barokks og endurreisnar.

Þetta er sjötta einka­sýning Þrándar, sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir verk sín.

Einnig opið sunnudaginn 29. janúar kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í Listasafni Reykjanesbæjar

-1hclmd.jpg

Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve sýna í Populus Tremula

solla-og-erwin-web.jpg

CLOSE HORIZONS
ÞÓRA SÓLVEIG BERGSTEINSDÓTTIR OG ERWIN VAN DER WERVE


Laugardaginn 21. janúar kl. 14.00 munu listamennirnir Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir og Erwin van der Werve opna sýninguna CLOSE HORIZONS í Populus Tremula.

Á sýningunni verða vídeó og teikningar eftir listamennina, sem dvelja nú í gestavinnustofu Gilfélagsins.
Sjá nánar: www.solla.orgwww.erwinvanderwerve.nl

Einnig opið sunnudaginn 22. janúar kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.


Æringur á Rifi 2012 – Opið fyrir umsóknir

frystiklefinn

Nú í ár mun Æringur koma sér fyrir í Frystiklefanum norðanmeginn við Snæfellsnes í sjávarþorpinu Rifi.
Frystiklefinn er leikhús í uppbyggingu sem eitt sinn þjónaði afurðum hafsins en hefur nú fengið upplyftingu og bíður öllum leikhópum og listamönnum velkomin til starfa. Rýmið er stórt og býður upp á marga möguleika og hvetjum við því myndlistarmenn í öllum miðlum sem og leik og danshópa að sækja um.
Eins og áður er hátíðin staðbundin og munu listamennirnir dvelja um 10 daga á staðnum við vinnslu á verkum sínum: Verða fyrir áhrifum, anda að sér söltu sjávarloftinu og upplifa einstaka náttúru sem Snæfellsnes hefur upp á að bjóða.
Opnun hátíðarinnar verður Laugardaginn 7. júlí.
Fyrir áhugasama sendið tölvupóst á aeringur@gmail.com nafn, CV og 5-8 myndir af fyrri verkum.
Fleiri upplýsingar er hægt að finna á http://aeringur.com Hátíðin er einnig með facebook síðu.
 
Umsóknafrestur er til 15. Febrúar 2012.
 
Open call for ÆRINGUR 2012, in Rif, Snæfellsnes, Iceland.
Application deadline 15th February
Send your application to aeringur@gmail.com
Application should include:
Artist CV
Short statement
5-8 images of previous work.
About the project:
Æringur in Rifis the third of an annual art exhibition held in the beginning of July every year. The festival is held in a different location each time and focuses on the smaller communities dotting the Icelandic coastline. Last year Æringur was held in Bolungarvík on the west coast of Iceland, with 17 artists from Iceland, Denmark, Sweden and Norway.
Æringur allows young and promising artists to experience the atmosphere outside the capital region and invites them into a space that was not necessarily intended for art exhibitions. It is conceived as a site-specific project that deals with the society and the environment it is held in. Therefore we encourage the artists to stay and work on their projects for at least 10 days before the opening. The artists are invited to arrive to Riffrom the 23th of June to get acquainted with the town and its surroundings.
The exhibition opens on the 7nd of July and will be on display until the end of the month.
For further information please visit; http://aeringur.com/ or contact aeringur@gmail.com


Rými málverksins í Listasafninu á Akureyri

image_1130466.jpg

Rými málverksins
14. janúar - 17. mars 2012

Laugardaginn 14. janúar kl. 15 opnar í Listasafninu fyrsta sýningin á vegum Sjónlistamiðstöðvarinnar. Sýningin nefnist Rými málverksins og er samsýning tólf ungra myndlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að takast á við sögu og arfleifð málverksins í listsköpun sinni.

Á sýningunni getur að líta þverskurð þeirra fjölbreyttu hræringa sem eiga sér stað í samtíma málverki, þar sem margslungnum áhrifum er umbreytt og kollvarpað í gjöfulu samtali við ólíka miðla og tækni. Það er engu er líkara en að sú afhelgun sem átt hefur sér stað á málverkinu sem miðli, hafi opnað honum nýja, fjölbreytta og áður óþekkta möguleika til könnunar á veröldinni.

Á sýningunni eru ný málverk sem flest eru gerð sérstaklega af þessu tilefni og sýna vel þann þrótt, leikgleði og áræði er einkennir málverk samtímans, ásamt því að varpa skemmtilegu ljósi á þær fjölbreyttu birtingarmyndir sem málverkið hefur tekið á sig á undanförnum misserum, þar sem fjölþætt vinnubrögð og vísanir hafa valdið straumhvörfum á miðlinum jafnt í efnis-, tækni- og hugmyndafræðilegu tilliti.

Listamennirnir sem þátt taka í sýningunni eru: Arna Óttarsdóttir, Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Bjarni Þór Pétursson, Davíð Örn Halldórsson, Gunnar Már Pétursson, Halldór Ragnarsson, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, Jeannette Castioni, Kristín Rúnarsdóttir, Logi Bjarnason, Solveig Pálsdóttir og Þorvaldur Jónsson. Sýningarstjóri er Einar Garibaldi Eiríksson.

Verk listamannanna eru unnin úr margskonar efnivið, þar sem hefðbundnar aðferðir málverksins skarast á við ólíka miðla, aðferðir og tækni. Þau beita innsæi sínu og ímyndunarafli til framlengingar á möguleikum miðilsins og þannig opna þau honum ný svæði vitundar og skilnings þar sem allir möguleikar eru opnir.

Við hæfi er að ný Sjónlistamiðstöð hefji starfsemi sína með sýningu á nýjum straumum í íslensku málverki. Á sýningunni er sleginn nýr tónn í íslenskri myndlist og fram stígur kynslóð listamanna er vinnur að endurskilgreiningu málverksins í nútímasamhengi.


Samkeppni meðal hönnuða og myndlistarmanna – veggspjald Listahátíðar 2012

Samkeppni-2012

OPIN SAMKEPPNI UM VEGGSPJALD LISTAHÁTÍÐAR 2012

Listahátíð í Reykjavík, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, efnir til opinnar samkeppni meðal hönnuða og myndlistarmanna um veggspjald Listahátíðar í Reykjavík 2012.

Verkefnið felur í sér að gera tillögu að veggspjaldi Listahátíðar í Reykjavík 2012 sem haldin er dagana 18. maí til 3. júní. Þátttakendur hafa frjálsar hendur um útfærslu en hugmyndin er að hún veki tilfinningu fólks fyrir Listahátíð í Reykjavík sem haldin er árlega á vorin. 

Höfundur verðlaunatillögu hlýtur verðlaun að upphæð 500.000 krónur og verða úrslit samkeppninnar tilkynnt í upptakti að Hönnunarmars, þann 20. mars 2012.

Opin samkeppni um hönnun veggspjalds er nýbreytni hjá Listahátíð, en í yfir fjörutíu ára sögu hennar hefur fjöldi hönnuða og myndlistarmanna verið valinn til að hanna veggspjöld sem fangað hafa tíðarandann og sett svip sinn á borgina á vorin. Hafa þau verið með ýmsu móti og ýmist tengst viðburðum, listamönnum og verkum Listahátíðar eða verið sjálfstæð hönnun.

Tillögum skal skilað undir dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir kl. 12.00 fimmtudaginn 23. febrúar 2012. 

Allar nánari upplýsingar og samkeppnislýsing eru á:

www.listahatid.is

www.honnunarmidstod.is


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband