Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Safnasafnið á Svalbarðsströnd í Listasafninu á Akureyri

voss_small

Hringheimar

Í sumar taka Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Listasafnið á Akureyri saman höndum í verkefninu „safn í safni“ en það byggist á því að sýna hluti úr safneign eins safns í öðru safni og varpa þannig ljósi á menningarsöguleg tengsl safnanna.

Safnasafnið sýnir nú verk Katrínar Jósefsdóttur (Kötu saumakonu) sem eru eigu Akureyrarbæjar og laugardaginn 2. júlí opnar Listasafnið á Akureyri sýningu sem ber heitið Hringheimar og samanstendur meðal annars af fjölmörgum verkum úr safneign Safnasafnsins sem skipt hefur verið upp í fimm smærri sýningar. Sýningarstjórar eru Harpa Björnsdóttir og Níels Hafstein

Sýningarnar búa yfir vitneskju um margs konar hringferla sem hverfast um íslenska myndlist, afmarkaða kima jafnt sem fjölfarin svæði, og birta mismunandi viðhorf, staðhætti og skoðanir. Í gömlu handritunum er heimssýnin ýmist víðtæk eða þröng og sérviskuleg, jafnvel bernsk; í grafíkverkunum og teikningunum kallast markviss vinnubrögð og öguð framsetning hugmynda og val á efni á við tilviljun stundarinnar og hrifnæmi augnabliksins. Í skúlptúrunum er sótt til eldri reynslu og þeir lagaðir að samtímanum, og í einni sérsýningunni er leitast við að gefa myndhugsuninni áþreifanlegan blæ og farið fram á ystu nöf í miðlun áhrifa sem verða til við nýjar lausnir í leikföngum, vísindum og tækni. Svo breitt tjáningarsvið fellur vel að stefnu Safnasafnsins, sem leitast við að eignast verk eftir alþýðulistamenn, börn, hagleiksmenn og einfara, sem og framsækna listamenn sem gera tilraunir sem skara alþýðulist eða eru unnin með þjóðleg minni í huga.

Safnasafnið – Alþýðulist Íslands

Safnasafnið var stofnað 1995 af Magnhildi Sigurðardóttur og Níelsi Hafstein, í gamla Þinghúsinu á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð, en síðan hefur það stækkað umtalsvert og starfsemin orðið viðameiri.

Sýningar Safnasafnsins hafa byggt á nýstárlegri hugsun þar sem alþýðulist og nútímalist mynda fagurfræðilegt samspil, og einstök tengsl heimilis, safns og garðs hafa opnað augu fólks fyrir fegurð mismunandi hluta og innbyrðis samhengis allrar sköpunarþrár.                

Í Safnasafninu má sjá verk eftir sjálflærða alþýðulistamenn jafnt og framsækna nútímalistamenn, börn sem fullorðna – þar má finna málverk, skúlptúra, útsaum, teikningar, líkön, minjagripi, brúður, verkfæri og leikföng, auk áhugaverðs bókasafns. Árlega eru settar upp nýjar sýningar sem hafa það að markmiði að skerpa á myndhugsun eða ögra gestum safnsins og þar er varpað birtu á hina ýmsu kima og hringferli sköpunar.

Nánari upplýsingar hjá Listasafninu á Akureyri í síma 4612610 eða með tölvupósti art@art.is 


Textílfélag Íslands í Mjólkurbúðinni og Listagili

a-osp_bakgr.jpg

Listamenn í Textílfélagi Íslands opna í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 2.júlí kl. 14 í tengslum við Listasumar. Einnig verða opnanir hjá félögum Textílfélagsins á sama tíma í Ketilhúsi menningarmiðstöð Listagilsins og í Menningarhúsinu Hofi.

Þeir listamenn sem opna í Mjólkurbúðinni eru:

Auður Vésteinsdóttir
Bryndís Bolladóttir
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Kristveig Halldórsdóttir
Sæunn Þorsteinsdóttir

Sýningin stendur til 17. Júlí og er opið í Mjólkurbúðinni laugardaga-sunnudaga kl. 14-17 eða eftir frekara samkomulagi.

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar veita:

Mjólkurbúðin – Dagrún Matthíasdóttir s.8957173 dagrunm@snerpa.is
Ragnheiður Þórsdóttir ragga@vma.is fyrir hönd textílfélags Íslands

Björg Eiríksdóttir sýnir í Boxinu og Adam Geczy í Sal Myndlistarfélagsins

kakadu_3.jpg

Duet- Duet

Föstudagskvöldið 1. júlí kl. 21 opnar ástralski listamaðurinn Adam Geczy sýningu sína Duet-Duet í Boxinu, Gilinu á Akureyri.

Adam Geczy hefur nýlega lokið vinnustofudvöl í Hrísey. Á sýningunni verða tvö myndbandsverk frumsýnd. Þau eru unnin í samvinnu við tvö ólík tónskáld sem starfað hafa með Adam síðasta áratuginn. Í verkunum sést hvað samvinna með ólíkum listamönnum færir mann á ólíka staði. Eitt verkanna Kakadu (2009) er unnið út frá hljóða-ljóði (tone-poem) með sama nafni eftir einn af virtustu tónskáldum ástrala, Peter Sculthorpe. Kakadu er verndað svæði í norður Ástralíu, þekkt fyrir fegurð og stórbrotið landslag.

Verkið  AreaContraPunctus 7 (2011) sem er unnið með Thomas Gerwin er án tilvísana út á við nema í óhlutbundin form.

Sýningin stendur til 17. júlí og eru allir velkomnir.

Á sama tíma verður kynnt í Boxinu myndlistarkonan Björg Eiríksdóttir sem sýnir eftirfarandi verk:
Málverk, olía á striga, Horfir í spegil, 2011
Textílverk, þrykk og útsaumur á ull út frá handverki ömmu, 2011
Teikning, undirbúningur fyrir málverk 2001

ALLIR VELKOMNIR!


Textílfélag Íslands opnar sýningar á þremur stöðum á Akureyri

texti_769_lfe_769_lagi_bo_skort_web.jpg

Verið hjartanlega velkomin á sýningu Textílfélags Íslands á þremur sýningarstöðum á Akureyri. Guðrún Marinósdóttir opnar sýninguna formlega kl 14:00 í Ketihúsinu og boðið verður upp á léttar veitingar. Mjólkurbúðin í Gilinu opnar einnig kl 14:00.
Klukkan 16:00 verður tónlistaratriði í Hofi þar sem Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartason leika og syngja.
Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá kl 13 til 17.
Með sumarkveðju TEXTÍLFÉLAGIÐ

2. júlí -17. júlí 2011


Innsýn í Verksmiðjunni á Hjalteyri

verksmidjan.jpg

Laugardaginn 2. júlí kl. 15.00 opnar sýningin Innsýn í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýnendur eru Eygló Harðardóttir, Guðjón Ketilsson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker og Jón Laxdal.
Joris Rademaker er sýningarstjóri og hefur valið fjóra listamenn með sér til að vinna frjálslega með hugmyndir sem tengjast að einhverju leiti starfsemi Verksmiðjunnar og rými hússins. Á sýningunni verða skúlptúrar, málverk, veggmálverk og innsetningar.
Sýningin er styrkt af Eyþingi.

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga milli kl. 14.00 - 17.00.
Síðasti sýningardagurinn er 24. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Joris Rademaker í síma 462 7818 og Guðrún Pálína í gudrunpalina(hjá)hotmail.com


Innsýn

Eygló Harðardóttir

Guðjón Ketilsson
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Joris Rademaker
Jón Laxdal

2. - 24. júlí 2011



Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri, 601 Akureyri, 4611450
http://www.verksmidjan.blogspot.com
Verksmiðjan á facebook


Síðasta sýningarhelgi í Listasafninu á Akureyri, leiðsögn og fræðsla

6513

Núna um helgina er að renna upp síðasta sýningarhelgi yfirlitssýningar á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur – Inní rós – Á Listasafninu á Akureyri. Sýningin hefur fengið mikla og jákvæða umræðu í fjölmiðlum og er meðal best sóttu sýninga Listasafnsins. Sýningunni lýkur sunnudaginn 26. júní kl. 17, en á laugardaginn kl. 15 mun Kristín Gunnlaugsdóttir leiðsegja um sýninguna og fjalla um verk sín. Aðgangseyrir á viðburðinn er 500 krónur.

Þetta er fyrsta yfirlitssýning sem haldin hefur verið á verkum Kristínar en undanfarið hefur Kristín leitað nýrra leiða til að opna myndheim sinn og í myndlist hennar hafa orðið róttækar breytingar. Hún hefur lagt olíumálverkið á hilluna, í bili að minnsta kosti, og snúið sér að útsaum á striga.

Kristín útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór þá beint í framhaldsnám til Ítalíu. Þar lærði hún m.a. íkonagerð í klaustri í Róm og stundaði nám í Ríkisakademíunni í Flórens árin 1988-1993. Kristín hefur síðustu 15 árin haldið margar einkasýningar og tekið þátt í mörgum sýningum, hér heima og erlendis.  Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar og hlotið nokkrum sinnum listamannalaun frá Menntamálaráðuneytinu, síðast árið 2009. Hún hefur verið valin bæjarlistamaður Akureyrar og einnig bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008.

Eftir Kristínu má finna verk í eigu helstu listasafna landsins, opinberra stofnana, kirkna, m.a. sem altaristöflur og fjölda einstaklinga. Verk hennar hafa gegnum tíðina verið aðallega stór málverk á striga, eggtemperur á tré, íkonar og teikningar. Námsárin voru lituð af áherslum samtímalistar og minimalisminn var allsráðandi. Sunnar í álfunni kynntist Kristín ólíkum stefnum og hugmyndaheimur miðevrópskrar miðaldahefðar varð sá skóli sem hafði einna mest mótunaráhrif á hana. Djúpstæður áhugi á  dýpt vitundarinnar hefur verið undirliggjandi tónn í verkum hennar, aðskilnaður mannsins við Guð, einsemd hans og leit.

Kristín var bæjarlistamaður Akureyrar 1996-1997. Hún hefur haldið fjölda sýninga og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína. Kristín fæddist á Akureyri árið 1963 en býr nú og starfar á Seltjarnanesi.


Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2011

logo

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna.

Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 20. ágúst 2011. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

Allar nánari upplýsingar gefur Herdís Lilja Jónsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

Stjórn Myndstefs


ÁLFkonur sýning á Fólkvanginum og Listasumri og Goya/Tapasbar

image-1_1091558.jpg

 

 

Áhuga-Ljósmynda-Félag kvenna á Eyjafjarðarsvæðinu = ÁLFkonur. 

F

élagsskapurinn er eins árs og hafa konurnar 

hist á miðvikudagskvöldum 1-2svar í mánuði 

og rætt áhugamál sitt, 

auk þess að skreppa 

í styttri og lengri ljósmyndaferðir. 

Markmiðið er að 

fræðast og betrumbæta færni og ljósmyndatækni. 

Sýningin -SAMTAL UM RÆTUR- er þriðja sýning ÁLFkvenna.


Sýnendur:

Berglind H. Helgadóttir
Hrefna Harðardóttir
Linda Ólafsdóttir
Helga Gunnlaugsdóttir
Helga Heimisdóttir
Guðný Pálína Sæmundsdóttir
Díana Bryndís
Ester Guðbjörnsdóttir
Agnes H. Skúladóttir
Margrét Elfa Jónsdóttir


SAMTAL UM RÆTUR
Það má með sanni segja að orðið hafi til „samtal um rætur" meðal okkar kvenna í ÁLFkonu-hópnum. 
Minningar helltust yfir okkur og margar hugmyndir kviknuðu. Hvaðan komum við? Hverjar eru rætur okkar? 
Hvers er að minnast? Þó við séum ekki margar í hópnum er bakgrunnur okkar, minningar og reynsla mjög mismunandi og afar ólíkur. 

Það er skemmtilegt þegar hópur kvenna, með sama áhugamál, kemur saman og vinnur að sameiginlegu verkefni. Umræður skapast.
Hugmyndir lifna og ljósmyndir verða til. Fyrst sem agnarsmá mynd í hugaskoti hverrar og einnar sem síðan vex og dafnar og verður að ljósmynd á vegg. Listaverki sem skapast vegna minninga sem hver okkar á og geymir með sér.

Rætur hverrar plöntu stækka í samræmi við vöxt plöntunnar sjálfrar og sama má segja um okkur. Hver okkar á sér eigin rætur. 
Við lítum til baka og horfum til formæðra okkar sem komu okkur á þann stað þar sem við nú stöndum. 
Við mismunandi kjör og mismunandi aðstæður hafa konur fætt börn í þennan heim. 
Nýtt líf verður til og alltaf er það jafnmikið kraftaverk. Fætt þau og klætt og komið þeim til manns. 
Hugurinn leitar til mömmu og til ömmu og svo til langömmu. Hvar værum við í dag ef þeirra hefði ekki notið við? Hmmm?....... 
(H.G. júní 2011)

Listasumar á Akureyri sett í Ketilhúsinu og fjöldi sýninga

Mynd%20%C3%AD%20gilinu%20fr%C3%A1%20Akureyrarv%C3%B6ku

Tónlist, leiklist, málþing, myndlist og margt fleira verður í boði á 19. Listasumri Akureyrar sem sett verður  klukkan 14:00 í Ketilhúsinu á Akureyri föstudaginn 17. júní.

 

Sex  listsýningar opna í bænum þennan dag sem allar tengjast Fólkvanginum “Vitið þér enn eða hvað? Samtal um rætur. Þar er á ferð fólkvangur og alþjóðleg ráðstefna um menningararf kvenna þar sem í boði verða fjölmargar uppákomur víðsvegar um bæinn á bilinu 17. – 21. júní. Sjá nánar á www.mardoll.is

 

Klukkan 15:00  föstudaginn 17. júní fara fimm konur á öllum aldri með orð, eftir sjálfa sig eða aðra,  sem þeim finnst að flytja eigi á þjóðhátíðardaginn. Klukkan 14:00 opnar Arna Valsdóttir vídeóinnsetninu í Flóru. Mardallarkonur sýna í Mjólkurbúðinni og opna klukkan 15:00. Hópur ungs listafólks lætur ljós sitt skína í Populus tremula kl: 15:00 og Gallerí + opnar sýningu Pálínu Guðmundsdóttur. Auk alls þessa er sýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur í Listasafninu og í Boxinu sýna 25 ára stúdentar verk sín.


AÐALLEGA KONUR í Populus Tremula

adallega-konur-web.jpg

Þann 17. júní kl. 14:00 verður opnuð myndlistarsýningin Aðallega konur í Populus Tremula. Egill, Eydís, Gunný, Gunna, Dóra og Inga, aðallega konur og einn strákur, sýna listir sínar.

Sýningin er til komin vegna fólkvangsins Vitið þér enn – eða hvað? samtal um rætur 19. - 21. júní.

Með þessari sýningu lýkur sjötta starfsári Populus tremula, sem nú tekur sér hlé fram að Akureyrar­vöku í lok ágúst.

Sýningin verður opin daglega til 26. júní kl. 14:00-17:00.

Populus Tremula
Listagili
Akureyri


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband