Bloggfćrslur mánađarins, desember 2018

Lífiđ er LEIK-fimi, dagskrá í Listasafninu um jólin

48921787_1462596047207274_9135131998182965248_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent.frkv3-1

„Myndlist sem mál“

Föstudaginn 28. desember kl. 15 fjallar Halldór Sánchez fjallar um hugtakiđ „Myndlist sem mál“ sem var viđfangsefni M.ed. verkefnisins hans 2017. Sem hluti af verkefninu tók hann viđtal viđ afa sinn, Örn Inga, til ţess ađ fá innsýn í ađferđirnar sem hann notađi í tengslum viđ listavikurnar sem hann skipulagđi um land allt og tók ţátt í og líka til ađ hlusta á hann skýra út hvađa merkingu hann lagđi í hugtakiđ „sköpun“.

Halldór stundar núna meistaranám í hönnun viđ háskólann í Luzern í Sviss. Hann lauk kennaranámi viđ Háskóla Íslands 2017 og kenndi síđan myndmennt í eitt ár viđ Hagaskóla. Halldór leggur áherslu á samţćttingu myndlistar, kennslu og hönnunar í grunnskólum sem ađferđ viđ ađ fá frekari skilning á mismunandi hugtökum innan stćrđfrćđinnar, náttúrufrćđi og tungumála svo nokkuđ sé nefnt.

Myndlistarsmiđja í heilan dag

Laugardaginn 29. desember kl. 13-17 bjóđa myndlistarkennarinn Halldór Sánchez og grunnskólakennarinn Jenny Pfeiffer grunnskólakennari ungmennum á öllum aldri ađ koma á Lífiđ er LEIK-fimi og taka ţátt í smiđju og dvelja eins lengi og ţau vilja.

Smiđjan leggur út frá „frelsi“ sem var mikilvćgt hugtak fyrir Örn Inga og viđ ţađ eru ţátttakendur hvattir til ađ spreyta sig á ólíkum ađferđum og tćkni. Hvađ gerist ţegar ţegar mađur leyfir hlutum og efnum ađ njóta sín og koma sér ađ óvart?

Halldór og Jenny búa núna í Sviss viđ nám og störf en Halldór fékk kennsluréttindi frá Háskóla Íslands 2017 ţar sem hann lagđi áherslu á samţćttingu námsgreina í gegnum myndlist. Jenny lauk meistarnámi viđ Háskóla Íslands í alţjóđlegum frćđum menntunnar.

Leikhús Arnar Inga 

Laugardaginn 29. desember kl. 15 mćta ţćr Dagný Linda Kristjánsdóttir og Sólveig Sigurđardóttir til leiks. Ţćr eru fulltrúar leikhúss Arnar Inga, ćskunnar (barna og unglinga). Ţćr settu upp í ólíkum umhverfum – á leiksviđi og í kvikmyndum – og báđar fóru ţćr í utanlandsferđir međ leikhópum sínum – Tyrklands (Norđurljósin) og Fćreyja (Gildran). Ćvintýri á hverju strái!

listak.is


Mami I wanna hug hug!!!! - Myndlistarsýning í Deiglunni

48415571_970379316478790_1514654069866627072_o.jpg?_nc_cat=111&_nc_ht=scontent.frkv3-1

Veriđ velkomin á opnun Mami I wanna hug hug!!!!!, sýningar gestalistamanns Gilfélagsins í desembermánuđi, Cheng Yin Ngan, í Deiglunni á föstudaginn kl. 20:00. Sýningin er einnig opin kl. 12 - 17 laugardag og sunnudag kl. 12 - 17. Léttar veitingar í bođi.

Cheng Yin Ngan er fćdd í Hong Kong áriđ 1995 og útskrifađist úr myndlist í Hong Kong Baptist Háskólanum 2017. Cheng er myndlistarmađur sem notar teikningu og málun til ađ túlka lífiđ og náttúru. Hún reynir ađ finna möguleika málverksins í gegnum ýmsa miđla, s.s. ljósmyndun og gjörninga, ađ sameina tenginguna milli málverksins og líkamans, málverksins og hlutarins, málverksins og rýmisins, málverksins og ljóđsins, ásamt ţví ađ spyrja "Hvađ er málverk?"

Cheng býr viđ hliđina á síđustu skipasmíđastöđ Hong Kong. Hún vinnur međ myndlíkingar ţar sem hún ber saman ferđ skipsins viđ líf mannsins; ţar sem viđ lifum í vef brottfara, ferđa, leitunar, löngunar og komu. Akureyri, međ ánni og bryggjunni svipar til heimaborgar sinnar, en menningin og sagan er allt önnur.

https://www.facebook.com/events/395908317817284


Leikfélag Akureyrar og leikmyndir Arnar Inga

47386446_2129833367038494_7011590387676479488_o.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 8. desember kl. 16 fjallar Signý Pálsdóttir, fyrrum leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, um Örn Inga og leikmyndirnar sem hann gerđi fyrir Leikfélagiđ undir hennar stjórn. Ţar á međal er leikmyndin fyrir leikritiđ Ég er gull og gersemi eftir Svein Einarsson međ tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkiđ, sem fjallađi um Sölva Helgason og var ađ hluta til byggt á Sólon Íslandus eftir Davíđ Stefánsson, vakti mikla athygli og var sett upp í Norđurlandahúsinu í Fćreyjum.

Petrea Óskarsdóttir ţverflautuleikari mun leika tónlist Atla Heimis, en mörg sönglaganna eru vel ţekkt eins og Kvćđiđ um fuglana.

https://www.facebook.com/events/358239994936625


Jólasölusýning Myndlistarfélagsins

47390850_2333594766713513_6770062437929451520_n.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Hvernig vćri ađ gefa eitthvađ alveg einstakt í jólagjöf ţetta áriđ? Ekki Arnald međ skiptimiđa eđa finnska nammiskál, heldur brakandi ferska list og ţađ norđlenska í ţokkabót!

Myndlistarfélagiđ ćtlar ađ slá upp sýningu í markađsformi núna í desember. Ţar munu félagar bjóđa fala einhverja gimsteina úr eigin ranni, ný verk og hugsanlega reynslumeiri í bland. 

Sýningin opnar ţann 8. desember og verđur opin flesta daga til jóla. Verkin verđa seld beint af veggnum og hćgt verđur ađ pakka ţeim inn á stađnum, međ listrćnan innblástur beint í ćđ. 

Góđar líkur á mandarínum, glöggi, konfekti og öđrum freistingum ađ falla fyrir. 
Viđ verđum međ opiđ allar helgar fram ađ jólum. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

https://www.facebook.com/events/1959931887432182


Tereza Kociánová sýnir í Kaktus

47318079_1760691450720437_8260705355688837120_o.jpg?_nc_cat=107&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Föstudaginn 7. des opnar Tereza Kocianova einkasýningu í Kaktus undir heitinu: 529 m a.s.l.

Opiđ verđur:
Föstudag: 20-23
Laugardag: 14-17
Sunnudag: 14-17

The small collection of portraits of Vindbelgjarfjall, I started making during my living next to lake Mývatn, last year.
View from the window of this hill, made me happy every morning and that starred my everyday routine. I tried to catch the feelings of those moments, so I started painting and drawn down some small pictures.
It happened be my obsession, but in a very positive way. I was painting that, even if I was in another place and I couldn't see it. The picture of it I burned into my mind. The top of the
hill is my genius loci, a place which I have in my memory probably forever.
~I never went to the top of the mountain.

https://www.facebook.com/events/733587807008301


Lista- og handverksmessa Gilfélagsins

46521693_951901361659919_9099198334689607680_n.jpg?_nc_cat=100&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verđur haldin í Deiglunni föstudaginn 7. desember kl. 20 - 22 og laugardaginn 8. desember kl. 13 - 17.

Um er ađ rćđa markađ lista- og handverksfólks og ţar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk ýmiss konar, textíll, tónlist , ljóđ, bćkur og ljósmyndir.
Upplagt ađ koma og versla eitthvađ sniđugt í jólapakkann eđa til ađ gleđja í skammdeginu.

Ţátttakendur eru: 
Karl Guđmundsson
Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir
Fjóla Björk / Lukonge 
Oktavía H. Ólafsdóttir
Guđrún Hadda
Jóna Bergdal
Guđmundur Ármann Sigurjónsson
Ragnar Hólm
Jónasína Arnbjörnsdóttir
Hrönn Einarsdóttir
Hildur Marinósdóttir / HM Handverk
Guđrún Pálína Guđmundsdóttir
Hilma Eiđsdóttir Bakken
Birna Friđriksdóttir / Gjóska
Trönurnar
Triin Kukk
Sigurđur Mar Halldórsson
Jóhann Thorarensen
Karl Jónas Thorarensen
Anita Karin Guttesen

Heitt kakó og piparkökur.

https://www.facebook.com/events/2051888368385926


Ange Leccia í Listasafninu á Akureyri

46883431_2120616564626841_2500544579799875584_o.jpg?_nc_cat=105&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 8. desember kl. 15 verđur opnuđ sýning franska myndlistarmannsins Ange Leccia, La Mer / The Sea / Hafiđ, í Listasafninu á Akureyri.

Ange Leccia fćddist 1952 á Korsíku í Miđjarđarhafi og er náttúra ţessarar sérstćđu eyju honum sífelld uppspretta sköpunar. Hafiđ er hans ţekktasta verk, en hann umbreytir ţví sífellt og ađlagar sýningarađstćđum hverju sinni. Verkiđ vísar í austrćna heimspeki ţar sem tilvist mannsins er líkt viđ logandi bál sem fuđrar upp á örskotsstundu.

Leccia hóf snemma ađ vinna međ kvikmyndatćknina sem listform og tileinka sér ađferđir sem fela í sér endurtekningu, ţvert á mćri listgreina. Eins og margir samtímalistamenn notar hann myndir og tónlist sem hráefni og mođar úr ţekktum augnablikum vestrćnnar dćgurmenningar og kvikmyndasögu.

Ange Leccia er stofnandi og forstöđumađur rannsóknamiđstöđvarinnar Pavillon Neuflize OBC í Palais de Tokyo, París. Verk hans hafa veriđ sýnd í helstu listastofnunum heims og má ţar nefna Dokumenta í Kassel, Guggenheim í New York, Skulptur Projekte í Münster, Feneyjatvíćringinn og George Pompidou menningarmiđstöđina í París.

Sýningarstjóri: Ćsa Sigurjónsdóttir.

facebook.com/events/2097244943918917

listak.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband