Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Jónas Viđar sýnir í Jónas Viđar Gallery

mosi_paskar_2010.jpg


Fimmtudaginn 1. apríl (Skírdag) kl. 15.00 opnar Jónas Viđar málverkasýningu
í innri sal (vestursal) í Jónas Viđar Gallery í Listagilinu.

ţér og ţínum er bođiđ

Sýningin stendur frá 1. apríl til 5. apríl


Yfirstandandi sýning í fremri sal "Ferđalangur" Ţórarinn Blöndal

20. mars - 18. apríl


OPIĐ UM PÁSKA Í JÓNAS VIĐAR GALLERY

skírdag 15.00 - 18.00 föstudaginn langa 13.00 - 18.00
laugardaginn 3 apríl 13.00 - 18.00 páskadag  13.00 - 18.00
annan í páskum 13.00 - 18.00


______________________________________________

Jónas Viđar
sími: 8665021
Heimasíđa: http://www.jvs.is
Jónas Viđar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Rut Ingólfsdóttir sýnir ljósmyndir í Populus tremula

rut_svarthvit_mynd.jpg


Á skírdag, fimmtudaginn 2. apríl, kl. 14:00 opnar Rut Ingólfsdóttir ljósmyndasýninguna ANNARS KONAR LANDSLAG í Populus tremula.
Rut hefur fengist viđ ljósmyndun árum saman, tekiđ ţátt í sýningum og stundar nú nám í grafískri hönnun viđ Listaháskóla Íslands. Á sýningunni eru ţrjár myndrađir sem ganga út frá mismunandi ţáttum.

Sýningin verđur opin alla páskahelgina frá kl. 14:00-17:00.


Kristján Pétur Sigurđsson opnar sýninguna “Rauđaţögn á ferđ og flugi“ á Café Karólínu

_burstafelli_1.jpg

 

Kristján Pétur Sigurđsson            

 

Rauđaţögn á ferđ og flugi

 

03.04.10 - 30.04.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

 

Kristján Pétur Sigurđsson opnar sýninguna “Rauđaţögn á ferđ og flugiá Café Karólínu laugardaginn 3. apríl klukkan 15.

 

Sýningin samanstendur af ljósmyndum, sem teknar eru af litlum skúlptúr (Rauđaţögn), hér og ţar á ferđinni um landiđ ísa.

Kristján Pétur byrjađi á ţessu ljósmyndaverkefni fyrir ţremur árum og ţví lýkur seint.

Ţessi sýning er sú fyrsta af nokkrum fyrirhuguđum međ sömu yfirskrift og yrkisefni.

Kristján Pétur er ađ mestu sjálfmenntađur í listinni, en hefur undanfarin ár sýnt oft einn eđa međ öđrum og einkum í Listagilinu og nágrenni.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Pétur í síma 895 9546 eđa tölvupósti: strandkp(hjá)simnet.is

 

Sýningin stendur til föstudagsins 30. apríl og allir eru velkomnir.

 

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

 01.05.10 - 04.06.10          List án landamćra

05.06.10 - 02.07.10           Hanna Hlíf Bjarnadóttir

03.07.10 - 06.08.10           Hrefna Harđardóttir

07.08.10 - 03.09.10           Arnţrúđur Dagsdóttir

04.09.10 - 01.10.10           Margrét Buhl


Ţórarinn Blöndal sýnir í Jónas Viđar Gallery

Laugardaginn 20. mars kl 15.00 opnar Ţórarinn Blöndal myndlistarsýningu í Jónas Viđar Gallery í Listagilinu á Akureyri.


Sýningin ber yfirskriftina "Ferđalangur" (innsetning skúlptúrar teikningar og ljósmyndir) og stendur frá 20. mars til 18. apríl og er opin á laugardögum frá kl 13.00 til 18.00 eđa eftir samkomulagi viđ Ţórarinn...

______________________________________________

Jónas Viđar
sími: 8665021
Heimasíđa: http://www.jvs.is
Jónas Viđar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Umsóknarfrestur um Starfslaun listamanna á Akureyri rennur út 19. mars

sitelogo


Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabiliđ 1. júní 2010 til 31. maí 2011. Starfslaunum verđur úthlutađ til eins listamanns og hlýtur viđkomandi sex mánađa laun. Ćtlast er til ađ ađ listamađurinn helgi sig list sinni eđa einstökum verkefnum á vettvangi hennar á starfslaunatímanum og einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina.
Umsćkjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóđum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notađur. Umsóknum skal skilađ í ţjónustuanddyri ráđhússins ađ Geislagötu 9. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viđburđa- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is.
Fyrir tímabiliđ 2009-2010 hlutu Guđný Kristmannsdóttir myndlistarkona og Björn Ţórarinsson tónlistarmađur starfslaun til ađ sinna list sinni í sex mánuđi hvort.
Umsóknarfrestur er til og međ 19. mars nk.


VARIĐ LAND - Yfirlitssýning á verkum Tryggva Ólafssonar í Listasafninu á Akureyri

tryggvio

TRYGGVI ÓLAFSSON - VARIĐ LAND
yfirlitssýning í Listasafninu á Akureyri 20. mars - 9. maí 2010

Ţann 20. mars nk. opnar Listasafniđ á Akureyri veglega yfirlitssýningu á verkum Tryggva Ólafssonar listmálara. Sýningin ber nafniđ Variđ land og spannar 40 ár af feril Tryggva, tímabiliđ frá 1969 til 2009. 

Tryggvi hefur fyrir löngu skipađ sér í framvarđasveit íslenskrar myndlistar međ sérstćđum og auđţekkjanlegum stíl sínum og er í hópi ţekktustu núlifandi myndlistarmanna Íslands. Hann hóf ungur ađ mála og nam myndlist bćđi hér á landi og Kaupmannahöfn í Danmörku, ţar sem hann hefur búiđ í yfir 40 ár. Tryggvi hefur haldiđ fjölda einkasýninga á löngum ferli sínum og tekiđ ţátt í samsýningum í fjölmörgum löndum. Verk hans prýđa bćkur og blöđ og hann hefur skreytt byggingar bćđi hér á landi og erlendis.

Eitt orđ – örlćti – lýsir myndlist Tryggva Ólafssonar betur en flest önnur. Einhverjum kann ađ ţykja auđveldara ađ heimfćra ţetta orđ á geđríkan lista- og lífsnautnamanninn sjálfan, sem áratugum saman skaut skjólshúsi yfir umflakkandi Íslendinga í margs konar ásigkomulagi međan hann bjó í Kaupmannahöfn. En ţetta á engu síđur viđ um myndlist hans, enda er varla viđ öđru ađ búast af svo heilsteyptum manni. 

Ţetta „örlćti“ er ađ sumu leyti innbyggt í ţá myndlistarstefnu sem Tryggvi hefur helgađ sig frá ţví um miđjan sjöunda áratuginn, nefnilega popplistina. Sú list grundvallast ekki á viđteknum módernískum hugmyndum um nýsköpun frá grunni, heldur á međhöndlun listamannsins á myndrćnum ummerkjum nútíma neyslu- og fjölmiđlasamfélags, teiknimyndasögum, ljósmyndum, auglýsingaskiltum, vöruumbúđum, kvikmyndabútum og fleiru í ţá veru.

Í myndum Tryggva endurspeglast lífsreynsla hans og skođanir, veruleiki Íslendings sem hefur orđiđ fyrir ţroskandi áhrifum af langri dvöl erlendis. Hann á sinn eigin myndheim; gođsagnir sem hann hefur ofiđ úr hugsun sinni, heimţrá, minningum og hugleiđingum um heiminn.

Snemma á ferli sínum málađi Tryggvi mynd sem hann kallađi Variđ land, međ augljósri tilvísan til umdeilds félagsskapar sem bar sama nafn. Áriđ 1977 var eflaust litiđ á ţessa mynd sem innlegg í áróđursherferđ íslenskra herstöđvarandstćđinga, en í dag, í ljósi ţess sögulega yfirlits sem ţessi sýning í Listasafninu á Akureyri myndar, öđlast hún ađra og víđtćkari merkingu. 

Í myndinni rađar Tryggvi saman minnum sem í sameiningu draga upp mynd af ástandi sem kalla mćtti íslenskt „tímaleysi“; viđ sjáum torfbć, máf svífa ţöndum vćngjum, mann viđ málaratrönur, hćgindastól sem gefur fyrirheit um hvíld. En ţađ á sér stađ „rof“ í myndinni, ţessu „tímaleysi“ er spillt međ inngripi pólitískra afla (mynd af Bjarna Benediktssyni), herţotum, hálfum hermanni, handsög, skammbyssu og reykjarkófi. Og myndin spyr: Hvađ er til varnar?

Á ţessu ári eru fimmtíu ár liđin frá fyrstu sýningu Tryggva hér á landi en listamađurinn fagnar einnig 70 ára afmćli sínu síđar á árinu. Ţađ má ţví segja ađ Tryggvi standi á miklum tímamótum nú.

Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Sören Haslund,  sendiherra Danmerkur á Íslandi, opna sýninguna sem haldin er í samstarfi viđ Málverkasafn Tryggva Ólafssonar í Neskaupstađ. Sýningin stendur til 9. maí 2010.

Í tilefni sýningarinnar er gefin út sýningarskrá međ umfjöllun um líf og list Tryggva eftir Ađalstein Ingólfsson.

Frekari upplýsingar veitir Hannes Sigurđsson, forstöđumađur Listasafnsins á Akureyri 
í síma 461 2610 eđa í tölvupósti á netfanginu art@art.is

ASKA Í ÖSKJU í sal Myndlistarfélagsins og BOXinu

DUFTKER eru viđfangsefni félaga í Leirlistarfélagi Íslands á sýningu sem opnar nćstkomandi laugardag 13. mars klukkan 14.

Sýningin sem kallast “ASKA Í ÖSKJU” verđur í BOXinu, sal Myndlistarfélagsins, í Listagilinu, Kaupvangsstrćti 10, á Akureyri. Ađ sama tíma verđur fagnađ útgáfu á bćklings sem inniheldur ljósmyndir af duftkers-verkum eftir félaga. Sýningin er auk ţess liđur í HönnunarMars sem haldinn er dagana 18. til 21. mars og er kynning á starfi hönnuđa á Íslandi.

Opiđ verđur laugardaga og sunnudaga kl 14-17, og einnig á skírdag og föstudaginn langa en sýningunni lýkur mánudaginn, annan í páskum 5. apríl. Allir velkomnir.


Upplýsingar : 

Margrét Jónsdóttir, Sigríđur Ágústsdóttir og Hrefna Harđardóttir


Ađalfundur Myndlistarfélagsins: fundargerđ og ný stjórn

P1010163

Ađalfundur Myndlistarfélagsins haldinn í sal Myndlistarfélagsins, fimmtudaginn 4. mars  kl. 17:00.


Fundarstjóri: Helgi Vilberg

Dagskrá fundar:

1.  Skýrsla stjórnar.
2.  Reikningar.
3.  Stjórnarkosning.
4.  Kosning félagslegs skođunarmanns og endurskođanda til eins árs.
5.  Lagabreytingar.
6.  Ákvörđun félagsgjalda.
7.  Önnur mál.



Skýrsla stjórnar og ţau mál sem félagiđ hefur beitt sér fyrir á síđastliđnu ári.

Samskipti félagsins viđ Akureyrarstofu varđandi sýningu í Margmiđlunarhelli í Hofi,

Menningarhúsiđ og Listskreytingarsjóđur.

Boxiđ, salur Myndlistarfélagsins

Hugsanlegt samstarf milli Myndlistarfélagsins og Fljótsdalshérađs.

Umrćđur um starfshćtti félagsins en stjórnarmenn voru sammála um ađ starfsemi félagsins hefđi um tíma snúist of mikiđ um sýningarsal félagsins Boxiđ. En félagiđ er fyrst og fremst hagsmunafélag myndlistarmanna og tilgangur ţess:

•    Ađ efla samtök myndlistarmanna og vera málsvari ţeirra.
•    Ađ bćta kjör og starfsgrundvöll myndlistarmanna og gćta hagsmuna ţeirra.
•    Ađ efla  umrćđu, ţekkingu og frćđslu um myndlist.
•    Ađ auka myndlist á Norđurlandi og koma á samstarfi viđ opinbera ađila á svćđinu.
•    Ađ standa fyrir sýningum á verkum félagsmanna.
•    Ađ koma á samstarfi viđ listamenn erlendis sem og hér á landi.





Helgi Vilberg  fer yfir reikninga félagsins og gerir grein fyrir útgjöldum. Fundurinn samţykkir reikninga.

Stjórnarkosning:

Ţorseinn Gíslason gefur kost á sér áfram sem formađur. Ţórarinn og Brynhildur gefa kost á sér til eins árs, Guđmundur Ármann hćttir, Joris gefur kost á sér og Pálína og Laufey Margrét og Helgi Vilberg gefa kost á sér sem varamenn.

Stjórn Myndlistarfélagsins er ţví eftirfarandi:

Ţorsteinn Gíslason formađur
Joris Rademaker varaformađur
Brynhildur Kristinsdóttir ritari
Ţórarinn Blöndal gjaldkeri
Pálína Guđmundsdóttir međstjórnandi
Laufey Margrét Pálsdóttir varamađur
Helgi Vilberg varamađur



Endurskođandi félagsins
Lárus H. List  er kosin endurskođandi félagsins til eins árs.

Lagabreytingar: Engar tillögur borist.

Fundurinn ákveđur ađ árgjaldiđ 2011 verđi 2500 kr.

Önnur mál:

Sigríđur Ágústsdóttir talar um störf sýningarnefndar.  Vel hefur gengiđ ađ reka salinn međ breyttri sýningarstefnu. Sýningaráćtlun fyrir 2010 er tiltćk og mun birtast á bloggsíđu félagsins.

Pálína talar um ađ mikilvćgt sé ađ myndlistarmenn frá Akureyri sýni í sal Myndlistarfélagsins yfir sumartímann.

Guđmundur segir frá vćntanlegu málţingi um listsköpun í skólum sem Myndlistarfélagiđ hyggst standa fyrir nćsta haust á Degi myndlistar, 2. október 2010.

Rćtt um mikilvćgi ţess ađ myndlistarmenn standi saman ađ gerđ stefnumótunar og menningarstefnu fyrir myndlistarfélagiđ vegna hagsmunamála félagsmanna tengdum Akureyrarbć og öđrum sveitarfélögum á félagsvćđi okkar. Mikilvćgt ađ stefna Myndlistarfélagsins verđi tiltćk og viđ vel undirbúin fyrir vćntanlegan kynningarfund í lok apríl ţar sem frambjóđendur til sveitastjórnarkosninga kynna stefnu flokkanna í menningarmálum.

Mikilvćgt ađ viđ bókum Ketilhúsiđ sem fyrst. Áćtlađ ađ fundurinn verđi 29. apríl.



Ákveđiđ ađ haldin verđi stjórnarfundur fimmtudaginn 11.03.10 kl. 17:15.

Fundi slitiđ 18:45
Fundargerđ skrifađi Brynhildur


Sýningar í Sal Myndlistarfélagsins og í BOXinu 2010

box_967224.jpg

Hér er listi yfir sýngarnar Sal Myndlistarfélagsins og í BOXinu fram í janúar 2011:

13. mars – 5. apríl                               LEIRLISTARFÉLAGIĐ, duftker


15. maí – 6. júní                                HLÍF ÁSGRÍMSDÓTTIR / Helene Renard


3. júlí – 25. júlí                                 GRÁLIST


7. ágúst – 22. ágúst                               CLARA DRUMMOND


28. ágúst – 19. september                               GUĐRÚN PÁLÍNA / Kristján Pétur


23. október – 14. nóvember                               KRISTÍN ELVA RÖGNVALDSDÓTTIR / Melkorka Huldudóttir


4. desember – 23. desember                               LIND VÖLUNDARDÓTTIR / MARIJOLIJN van der MEIJ


janúar 2011                               ŢORSTEINN GÍSLASON

 

Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins skipa:


Arnţrúđur Dagsdóttir

Bryndís Kondrup          

Guđrún Hadda Bjarnadóttir,

Guđrún Lóa Leonardsdóttir

Hjördís Frímann

Sigríđur Ágústsdóttir


Guđbjörg Ringsted sýnir á Café Karólínu

 

Guđbjörg Ringsted                 

 

Ísland í blóma

 

06.03.10 - 02.04.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

 

Guđbjörg Ringsted opnar sýninguna “Ísland í blómaá Café Karólínu laugardaginn 6. mars klukkan 15.

 

Guđbjörg Ringsted er útskrifuđ úr MHÍ 1982 og hefur starfađ viđ kennslu og sinnt myndlist síđan ţá. Hún hefur haldiđ á annan tug einkasýninga og tekiđ ţátt í allnokkrum samsýningum. Síđasta einkasýning Guđbjargar var í Grafíksafni Íslands síđastliđiđ haust.

Hún segir um sýninguna á Café Karólínu: “Landiđ, fjöllin og fossarnir mynda oft ótrúleg munstur. Í verkum mínum leikur íslenskt blómamunstur um fjöll og fossa, jökla og sprćnur. Ţar sameinast áhugi minn á landinu og ţjóđlegum útsaumi.

Ţetta eru akrýlmálverk á striga og eru ţau flest máluđ á ţessu ári.”

 

Međfylgjandi mynd er af einu verka Guđbjargar.

Nánari upplýsingar veitir Guđbjörg í síma 863 4531 eđa tölvupósti: ringsted@akmennt.is

 

Sýningin stendur til föstudagsins 2. apríl og allir eru velkomnir.

 

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

03.04.10 - 30.04.10                  Kristján Pétur Sigurđsson

01.05.10 - 04.06.10                  List án landamćra

05.06.10 - 02.07.10                  Hanna Hlíf Bjarnadóttir

03.07.10 - 06.08.10                  Hrefna Harđardóttir

07.08.10 - 03.09.10                  Arnţrúđur Dagsdóttir

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband