Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2019

Elina Brotherus í Listasafninu á Akureyri

52964860_2259877080700788_3366327020790218752_n.jpg?_nc_cat=109&_nc_ht=scontent-lht6-1

Laugardaginn 2. mars kl. 15 verður opnuð sýning finnsku myndlistarkonunnar Elinu Brotherus, Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu í Listasafninu á Akureyri. „Eftir að hafa notað sjálfa mig í myndum mínum í 20 ár fannst mér ég hafa setið fyrir í öllum hugsanlegum stellingum,“ segir Elina Brotherus.

„Leiðina út úr þessum botnlanga fann ég í Fluxus. Ég hóf að nota Fluxus viðburðalýsingar og aðrar ritaðar leiðbeiningar eftir listamenn, sem grunn í ný verk. Ég hef útvíkkað hugmyndina á bak við lýsingarnar og leyft mér að verða fyrir áhrifum frá mismunandi listamönnum, s.s. kvikmyndagerðarmönnum, ljósmyndurum, listmálurum og ljóðskáldum. Þessi gjörningalega og eilítið absúrd aðferð hefur gert mér kleift að halda áfram að vinna með myndavélina, bæði sem ljósmyndarinn og fyrirsætan. Ég vitna í Arthur Köpcke, sem sagði: „Fólk spyr: Af hverju? Ég spyr: Af hverju ekki?“

Leikreglur / Rules of Play / Règle du Jeu hlaut Carte blanche PMU verðlaunin og var fyrst sýnd í Centre Pompidou 2017.

Sýningin er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri og Listasafns Íslands.

Listamannaspjall með Elinu Brotherus sunnudaginn 3. mars kl. 15.

https://www.facebook.com/events/554661461699456


Hekla Björt Helgadóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

52961244_2512277648845223_224884384539344896_o.jpg?_nc_cat=108&_nc_ht=scontent-lht6-1

Laugardaginn 2. mars opnar listamaðurinn Hekla Björt Helgadóttir sýninguna Space Cops Exotica í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins.
Umfjöllunarefni sýningarinnar eru löggur í fjarlægu sólkerfi sem há eilífa baráttu við stjörnuryk og geimfauta.

Sýningin er innblásin af Beverly Hills Cops, japönskum vísindaskáldskap og micro cosmos.

Í boði verða léttar veitingar og geimþrungið andrúmsloft með fullt af luvs...

https://www.facebook.com/events/387251605388038


Friðgeir Jóhannes Kristjánsson sýnir í Kaktus

52599423_1885503934905854_913864380825731072_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-lht6-1

Föstudagskvöldið 1. mars opnar listamaðurinn Friðgeir Jóhannes Kristjánsson sýninguna "Smali" í Kaktus.
Friðgeir er fæddur á Akureyri 1987. Hann lærði myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri og svo við Myndlistaskólann í Reykjavík og svo við listaháskólann í Angoulême, Frakklandi, en þar útskrifaðist hann árið 2017. Friðgeir hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Frakklandi en þetta er kannski fyrsta einkasýning hans á Íslandi.

Með eigin orðum lýsir Friðgeir sýningunni sem svo:
Sýning þessi er smá tilraun til að myndskreyta minningar mínar frá síðustu tveim sumrum þar sem ég vann sem smali í suður Frakklandi. Sumt er erfitt að muna eins og hvernig er litur skugga sem fellur á jörð í eikarskógi og hvort var smalahundurinn með hvítan haus með hvítum blettum eða var hann með svartan haus og hvíta bletti? Notast ég við ljósmyndir og skissur sem ég hef safnað að mér í gegnum árin, restin er uppspuni en minningarnar eru allar ekta.

Allir innilega velkomnir í Kaktus að skoða lítil málverk, stórar teikningar og njóta léttra veitinga.

https://www.facebook.com/events/1030255420508186


Sköpun bernskunnar 2019 opnar í Listasafninu

52422133_2248968025125027_619013424256385024_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lht6-1

SKÖPUN BERNSKUNNAR 2019 / CREATION OF CHILDHOOD 2019

23. FEBRÚAR - 21. APRÍL / FEBRUARY 23RD - APRIL 21ST 2019

LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI / AKUREYRI ART MUSEUM

SALIR / GALLERIES 09-10

Laugardaginn 23. febrúar kl. 15 verður samsýningin Sköpun bernskunnar 2019 opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þetta er sjötta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun skólabarna á aldrinum fimm til sextán ára.

Þátttakendur hverju sinni eru börn og starfandi listamenn sem gera verk sem fellur að þema sýningarinnar, sem að þessu sinni er heimurinn og geimurinn í víðum skilningi. Sú nýbreytni var tekin upp í ár að leikskólabörnin koma í safnið og vinna verkið þar, undir leiðsögn sýningarstjórans.

Þátttakendur: Kristinn E. Hrafnsson, Rósa Kristín Júlíusdóttir, Hlíðarskóli og 25 fimm ára börn frá Leikskólanum Kiðagili.

Kristinn E. Hrafnsson stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi árið 1990.

Í verkum Kristins má greina heimspekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. List hans fjallar um manninn og skilning hans á umhverfi sínu og hvernig náttúran mótar sýn hans og samskipti. Verk Kristins hafa verið sýnd á Íslandi og víða um Evrópu og eru verk hans að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum.

Að loknu myndlistarnámi á Ítalíu undir lok sjöunda áratugarins hefur Rósa Júlíusdóttir unnið að myndlist og kennslu. Hún starfaði í 22 ár við kennaradeild Háskólans á Akureyri og rannsakaði þar m.a. myndlistarnám barna og ungmenna. Hún hefur skrifað fjölda greina sem birst hafa í íslenskum og erlendum bókum og tímaritum.

Rósa var einn  af stofnendum Rauða hússins og Gilfélagsins auk þess sem hún rak listhúsið Samlagið ásamt fleiri listamönnum í nokkur ár.

Sýningarstjóri : Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.

https://www.facebook.com/events/312346076084645

listak.is


The Shimmering Path og Conversations opnar í RÖSK RÝMI

52402699_2116749001773975_7580858800630923264_n.jpg?_nc_cat=102&_nc_ht=scontent-lht6-1
 
Sýningin The Shimmering Path og Conversations opnar í RÖSK RÝMI í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 23.febrúar kl. 14.
 
Sýningin opnar með innsetnigunni The Shimmering Path sem er afrakstur samstarfs Matt Runciman og Danielle Galietti og kl. 16:15 hefst flutningnur Conversations sem er gjörningu Guðrúnar Mobus Bernards, Matt og Danielle.
 
Listamennirnir Matt Runciman og Danielle Galetti eru menntuð í tónlist og sjónlistum og fjalla þau um fjölþættar skynjanir og upplifanir sem þau flétta saman í innsetningar og gjörninga. Þau starfa saman í listum og kalla samstarfið The Bow and Arrow.
.
Guðrún Mobus Berhards á fjölbreyttan feril í listum, söng og viðburðastjórnun auk þess að vera menntaður vélvirki. Samstarf hennar við tvíeykið The Bull and Arrow felst að þessu sinni í flutningi þeirra á sameiginlegum gjörningi þar sem þau rannsaka samtal tungumáls síns á rauntíma á jafningja grundvelli.
 
Sýningnin er opin laugardaginn 23. febrúar frá kl. 14-17 og eru allir velkomnir
 

 

https://www.facebook.com/events/351015482166304


Margrét Jónsdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

52323732_2248856495136180_2938432073473458176_n.jpg?_nc_cat=109&_nc_ht=scontent-lht6-1

Þriðjudaginn 19. febrúar kl. 17-17.30 heldur Margrét Jónsdóttir, leirlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Innvortis náttúra. Þar mun hún fjalla um samnefnda innsetningu sem er hluti af sýningu hennar og Kristínar Gunnlaugsdóttur, SuperBlack, og stendur nú yfir í Listasafninu.

Grunntónn verkanna á SuperBlack er svartur. Hugmyndin er fengin frá nýuppgötvuðum svörtum lit, Vantablack, sem lýsir algjöru tómi. Í þessu tómi velkjast tilvistarspurningar nútímamannsins: Hvar við stöndum gagnvart náttúrunni og okkur sjálfum?

Svört leirverk Margrétar Jónsdóttur minna á svarta sanda og hraunbreiður Íslands. Þau velta upp spurningunni um hvort við færum betur með náttúruna ef við sæjum hana sem mannslíkama; með líffæri eins og okkar eigin.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Magnús Helgason, myndlistarmaður, Björg Eiríksdóttir, myndlistarkona, Kate Bae, myndlistarkona og Vigdís Jónsdóttir, listfræðingur.

https://www.facebook.com/events/244809986282001


"Untitled Lullaby" í Deiglunni

52057035_1002392153277506_5993365654541959168_o.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lht6-1

Verið velkomin á opnun sýningarinnar "Untitled Lullaby" í Deiglunni föstudaginn 22. febrúar 2019 kl. 17 - 20. Gestalistamenn Gilfélagsins Dennise Vaccarello og Manuel Mata sýna afrakstur dvalar sinnar en þau hafa búið í Listagilinu í febrúar. Sýningin er einnig opin laugardag og sunnudag kl. 13 - 17.

Listamennirnir koma bæði frá Spáni og eru prófessorar hjá Listaháskólanum í Pontevedra.
Þrátt fyrir ólík áhugasvið og hugmyndir þá eru þau vön því að deila sýningarrými og koma á framfæri mismunandi sjónarmiðum sem auðga hugmyndir hvors annars. Á sýningunni verða því kynntar tvær hugmyndir.
Dennise Vaccarello vinnur eins og oft áður verk þar sem landslag, skáldskapur og dagdraumar spila lykilhlutverki. Hún vinnur útfrá reynslu sinni af Akureyri þar sem hún mótar umræðu sem sveiflast á milli vísinda og fantasíu.
Manual Mata vinnur með skyndiljósmyndun (polaroid) og stutta texta sem sýna frá dögum hans á Akureyri. Hann nýtir dagbókina sem verkfæri til hugleiðingar og leggur áherslu á ljóðrænu, stutta frásögn og tæknilegan einfaldleika.

Titill sýningarinnar "Untitled Lullaby" vinnur sem brú á milli verka listamannnana og einnig sem útlendingar og þeirra áhrifa sem Ísland hefur haft á þau.

//

Please join us for the opening of "Untitled Lullaby" in Deiglan, Kaupvangsstræti 23 Akureyri, on Friday, 22nd of February hr. 17 - 20. The exhibition is open on Saturday and Sunday hr. 13 - 17. Light refreshments and the artists are present.

The exhibition focuses on the work of Dennise Vaccarello and Manuel Mata, current residents of the Gil Artist Residency.
Both artists come from Spain and work as professors at the Faculty of Fine Arts of Pontevedra. Although their interests and proposals follow very different paths, they are accustomed to sharing the same exhibition space and to interpenetrate their different points of view in order to enrich their respective proposals.
During the exhibition, two separate proposals will be shown.
On one hand, Dennise Vaccarello will follow her usual line of work in which landscape, fiction and daydreaming play a central role. Through her experience in Akureyri she will give shape to a discourse that oscillates between the scientific field and the fantasy.
On the other hand, Manuel Mata will work with instant photography and short text to offer an approximation to his days in Akureyri. Using the diary as a discursive tool, Manuel will focus his work on poetic language, brief narration and technical simplicity.
“Untitled Lullaby” is the title of the exhibition, which serves as a bridge between the work of both artists and, also, between the quality of foreigners of these and the effect that Iceland has on them.

https://www.facebook.com/events/544180816090144

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband