Færsluflokkur: Kvikmyndir

Hong Kong Independent Film Festival in North Iceland

4242493_orig

Hong Kong Independent Film Festival in North Iceland

Laugardag 22. febrúar 2014

Program 3* | kl. 16:00 | Listhús Gallery

Program 2* | kl. 20:00 | Listhús Gallery

 

Laugardag 23. febrúar 2014

Program 5* | kl. 14:00 | Tjarnarborg


Program 2* | kl. 16:00 | Listhús Gallery


Program 1 | kl. 20:00 | Listhús Gallery


* leikstjórar verða viðstaddir

enskur texti • Allir velkomnir

Upplýsingar: Alice Liu 8449538 eða listhus@listhus.com

www.listhus.com


Menningarnótt á Hjalteyri, opnanir, gjörningar og upplestrar

menningarnott.hjalteyri 

 

MENNINGARNÓTT Á HJALTEYRI 

Sunnudaginn 25. ágúst


AUÐUR JÓNSDÓTTIR / KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR / ANGELA RAWLINGS / ÞÓRARINN LEIFSSON / AUÐUR ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR / SÍTA VALRÚN


Verksmiðjan á Hjalteyri / 25.08  2013 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com/


Opnun tveggja myndlistarsýninga klukkan 16:00.

Kristín Eiríksdóttir opnar sýningu, unna upp úr ljóðum og öðrum verkum hennar.

Á sama tíma opna Auður Anna Kristjánsdóttir og Síta Valrún sýninguna Tunglsýki.

Upplestrar og gjörningur byrja kl. 17:00. 

Kristín Eiríksdóttir les úr Hvítfeld, Þórarinn Leifsson les úr handriti á lokastigum: Maðurinn sem hataði börn, Auður Jónsdóttir les úr Ósjálfrátt, Angela Rawlings fer með gesti í Hljóðagöngu.

 

Menningarnótt á Hjalteyri


Orð og myndir í verksmiðjunni á Hjalteyri sunnudaginn 25 ágúst. Teiknandi rithöfundar og skrifandi myndlistarmenn mæta að sunnan til að mála verksmiðjuna rauða á menningarnótt Hjalteyrar. Gestir Verksmiðjunnar að þessu sinni: Angela Rawlings, Auður Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Þórarinn Leifsson, Auður Anna Kristjánsdóttir og Síta Valrún. Dagskráin hefst í Verksmiðjunni  með sýningaropnun kl. 16 :00 en endar kl. 20:00 að loknum upplestri skáldanna og gjörningi. Á eftir býður Auður Jónsdóttir upp á stutt kaffispjall fyrir áhugasama um skapandi skrif.

Menningarnótt á Hjalteyri hefst sunnudaginn 25. ágúst 2013, kl. 16:00 og stendur til kl. 20:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings og Ásprent en
bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCPgames, Bústólpi og Hörgársveit.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com/
https://www.facebook.com/pages/Verksmiðjan-á-Hjalteyri/92671772828

 

hjalteyri4 


The Fixed & The Volatile í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Sensory-Alchemy-3-1024x576 

 

Verksmiðjan á Hjalteyri 

The Fixed & The Volatile

Richard Ashrowan

Pat Law

3. - 24. ágúst 2013


Sýningin opnar laugardaginn 3. ágúst kl. 15

Lifandi myndvörpunar gjörningur kl. 17.00

Opið alla daga kl. 14-17

Sýning Richard Ashrowan og Pat Law byggir á nýlegum verkum þar sem þau samþætta videoinnsetningar, hjóðmyndir og salt teikningar. Kjarni sýningarinnar er ákveðin rannsókn á mörkum hreyfimyndar og kyrrmyndar eða kyrrðar. Kanadíski gítarleikarinn og hljóðlistamaðurinn Nick Kuepfer hefur unnið hljóðverk fyrir sýninguna.

Richard Ashrowan mun sýna verk sem byggja á röð hreyfimynda, þar á meðal kvikmyndin “Speculum” og er þetta heims frumsýning. Myndin byggir á rannsókn á sambandi alkemíu, hreyfingar, ljóss og efnis. Á opnunardag mun Richard flytja verkið “Catoptrica” sem byggir á lifandi myndvörpun. Grunnur verksins/gjörningsins eru myndskeið sem tekin voru á Íslandi og á Svalbarða, og felur í sér  “ritualistic” meðferð ljóss með notkun spegla, glers og myndvörpunar. Einnig verður frumsýnd 16mm kvikmynd í svart/hvítu frá nýlegum leiðangri lista-og vísindamanna til Svalbarða 2012 “Artic Circle expedition” með hljóðmynd eftir hljóðlistamanninn Nick Kuepfer (Canada).


Richard Ashrowan heimsótti Verksmiðjuna á Hjalteyri í maí árið 2011 en hann dvaldi að Hólum í Öxnadal um tíma. Hann varð fyrir miklum áhrifum af rými Verksmiðjiunnar, kringumstæðum, sögu og andrúmslofti. Hann ferðaðist einnig víða um landið og myndaði, og kynnti sér í leiðinni mennigu og listir þjóðarinnar. Ferð hans til Íslands leiddi af sér hluta af þeim videoverkum sem hann sýnir nú í Verksmiðjunni.


Richard Ashrowan hefur meðal annars verið með einkasýningar á Englandi, í Skotlandi, Póllandi, Rúmeníu og USA, fyrir utan fjölmargar sýningar í galleríum listamanna, á Kvikmyndahátíðum og samsýningum. Hann kennir um þessar mundir við Edinburgh College of Art og er framkvæmdastjóri Alchemy Film and Moving Image Festival í Skotlandi.

http://www.alchemyfilmfestival.org.uk


Pat Law mun sýna ný verk frá Svalbarða leiðangrinum 2012 ”Artic Circle expedition”. Hún vinnur innsetningarverk í Verksmiðjuna sem byggir á hreyfimyndum og salt teikningum. Í verkinu rannsakar hún bæði staðbundna og yfirnáttúrlega frumþætti vannýttra og yfirgefinna bygginga á Svalbarða. steininn sem þær eru byggðar úr og andann sem tengir þær saman. Samhliða sjónrænu verkunum, mun á opnuninni verða fluttur raddgjörningur þar sem hin skoska Kirsty Law söngkona og Arna Valsdóttir meðlimur í Verksmiðjunni flétta saman raddir sínar við hreyfimynd Pat Law. 


Pat Law er myndlistarmaður frá Skotlandi sem vinnur með málun og hreyfimyndaform. Verk hennar byggja á rannsóknum á landslagi og hreyfanleika. Hún ferðast víða vegna verka sinna og byggir þau á þessum ferðum oft í samvinnu við listamenn frá hverju stað.


Á opnun flytur skoska söngkonan Kirsti Law www.kirstylaw.com

raddgjörning/ soundscape ásamt Örnu Valsdóttur meðlim í Verksmiðjunni við hreyfimynd Pat Law.


Kirsty Law mun einnig flytja skosk þjóðlög og eigin lög kl. 20:00 við borðhald sveitunga sem halda Sæludag í Sveitinni þennan dag og er opnun sýningarinnar hluti af þeirri hátíð.

Í kjölfar sýningarinnar kl. 22:00 fer fram

Factory Experimental Music MiniFest með hljómsveitunum:

 

 

R E P T I L I C U S

R E - P E T E A N D T H E W O L F M A C H I N E

R A F S T E I N N

D I C K V E G A S & T H E D I R T Y P A P A S

F R E N C H G I R A F F E 

 

 

https://www.facebook.com/events/285800291559829

 

 

Menningarráð Eyþings, Hörgársveit, CCPgames, Bústólpi og Ásprent eru stuðningsaðilar Verksmiðjunnar á Hjalteyri.


Verksmiðjan á Hjalteyri 

Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð

http://www.verksmidjan.blogspot.com

https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri

https://www.facebook.com/events/533119400076124


Kvikmynd eftir Magdalena Blom frumsýnd í Listhúsinu Ólafsfirði

1307_02_meet_is 

MEET ME IN ICELAND

KVIKMYND EFTIR MAGDALENA BLOM

Laugardag          27. júlí           kl. 20 
Sunnudag               28. júlí             kl. 16
Listhús: Ægisgötu 10, 625 Ólafsfirði, Iceland

Í þessari puttaferðalagssögu (Odyssey) reyna tvær ungar persónur að brúa bilið í fjarlægðarsambandi þeirra. 

Due to the normality of their everyday life living in different countries- this time, they try to find a common ground for the summer, here in Iceland. After altogether 1728 km of hitchhiking, going back and forth from Olafsfjördur to Hvitarvatn, Magdalena Blom will have a 45 minutes screening to show the highlights of the full feature followed by an artist talk afterwards.

Trailer:  http://www.youtube.com/watch?v=X6vsbFu8g2w&feature=youtu.be
More about Magdalena:  http://www.magdalenablom.se
 
Allir Velkomnir

Heimildarmyndin STEYPA sýnd í Flóru

fb_steypa.jpg unnar_steypa.png


Heimildarmyndin STEYPA eftir þau Markús Andrésson og Ragnheiði Gestsdóttur verður sýnd í Flóru fimmtudagskvöldið 11. október 2012 kl. 20
Heimildamyndin STEYPA er mynd um íslenska samtímamyndlist. Í myndinni er fylgst með sjö listamönnum um tveggja ára skeið. Þeir eru að koma undir sig fótunum heima og erlendis og tengjast hvor öðrum á ýmsan hátt. Steypa gefur innsýn í vinnuferli og viðhorf þessarar kynslóðar, sýnir hvernig hugmyndir fæðast og eru útfærðar í listaverk.

Myndin er sýnd í tilefni sýningar Unnars Arnar Auðarsonar í Flóru sem nefnist "Brotabrot úr afrekssögu óeirðar á Íslandi: Fyrsti hluti / Fragments From the Deeds of Unrest in Iceland: Part One". Ásamt Unnari fjallar STEYPA um Ásmund Ásmundsson og Katrínu Sigurðardóttur en þau sýna einmitt um þessar mundir í Listasafninu á Akureyri enda tilnefnd til Sjónlistaverðlaunanna 2012. Auk þeirra þriggja er fjallað um Gjörningaklúbbinn, Margréti H. Blöndal, Huginn Þór Arason og Gabríelu Friðriskdóttur í STEYPU.

Ásmundur hellir Pepsí í Fanta-flöskur og spyr sig „Hvað er list?“ Hann stingur upp á að það sé það sem listamaður geri. Með það til hliðsjónar er áhersla heimildamyndarinnar á það ferli sem listamennirnir ganga í gegnum áður en verk þeirra verða að veruleika. Gabríela hendir í deig og smellir á andlitið á sér, Margrét heillast af hulsum og pakkningum í Mosfellsbæ, Huginn klippir af sér hárið og lætur búa til hárkollu, Unnar stelur afleggjurum á elliheimili, Gjörningaklúbburinn endurskapar stjörnuhiminn Van Goghs úr lakkrísafgöngum, Katrín smíðar lítið hús til þess eins að henda því fram af stærra húsi. Hvað liggur að baki? Á þetta erindi við okkur hin?

STEYPA kom upphaflega út árið 2007 þegar hún ferðaðist á milli kvikmyndahátíða víða um heim, en hún var tekin á árunum 2003-06.

Myndin er með íslensku tali og enskum texta og tekur um klukkutíma í sýningu en á eftir verða umræður um myndina og um íslenska samtímalist.

STEYPA  er sýnd í Flóru í samvinnu við Kvikmyndaklúbbinn KvikYndi og Lofi Productions sem framleiðir myndina. Það er ókeypis aðgangur.

http://vimeo.com/33758581


Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri


COLLABORATION_5 í GalleríBOXi og Verksmiðjunni á Hjalteyri

poster_collab_1.gif

COLLABORATION_5
SAMSTARF_5

ANTON BOSNJAK / BEATE ENGL / LEONIE FELLE / SANDRA FILIC /
MAXIMILIAN GEUTER / ELIAS HASSOS / ALEXANDER STEIG / THOMAS THIEDE

GalleríBOX / Salur Myndlistarfélagsins / 04.08. - 19.08.2012 / Kaupvangsstræti 10 /
600 Akureyri  http://www.galleribox.blogspot.com
Opnun laugardaginn 4. ágúst kl. 14 / Opið lau. - sun. 14-17

Verksmiðjan á Hjalteyri / 04.08. - 26.08.2012
/ Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri  http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun laugardaginn 4. ágúst kl. 17 / Opið til 12.08. alla daga 14-17 og eftir það lau. - sun. 14-17

Thomas Thiede vinnur verk í samstarfi við Húðflúrstofu Norðurlands: http://hudflur.net sem einnig sjá má hér http://www.skin-drawings.blogspot.com

Sýningarstjórar: Hlynur Hallsson, Beate Engl, Thomas Thiede og Alexander Steig

Verkefnið COLLABORATION_ (SAMSTARF_) www.collaboration-project.de var sett saman árið 2008 af listamönnum frá München í Þýskalandi undir stjórn Thomasar Thiede. Það byggir á því að kynna listamenn frá München á alþjóðlegum vettvangi og koma á samstarfi við aðra listamenn víðsvegar um heim. Sýningarnar COLLABORATION_5 / SAMSTARF_5 verða settar upp í GalleríBOXi / Sal Myndlistarfélagsins og í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Á þessum sýningum gefur að líta verk sem eru sérstaklega eru gerð fyrir þessa ólíku sýningarstaði með aðstoð íslenskra listamanna. Samstarf og samvinna eru mikilvægir þættir í vinnu listamannanna.

Sýningarnar verða báðar opnaðar laugardaginn 4. ágúst 2012, kl. 14 í GalleríBOXi / Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri og kl. 17 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og sýningarnar eru styrktar af Sendiráði Þýskalands í Reykjavík, Menningarráði Eyþings, Stiftung Federkiel, Landeshauptstadt München Kulturreferat, Hörgárbyggð, Ásprent og Procar.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Hallsson í hlynur(hjá)gmx.net og síma 659 4744.GalleríBOX / Salur Myndlistarfélagsins
Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri
http://mynd.blog.is
http://www.galleribox.blogspot.com
https://www.facebook.com/salur.myndlistarfelagsins

Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828


Birgir Sigurðsson með listamannsspjall í Flóru

birgirflora.jpg


Birgir Sigurðsson - listamannsspjall í Flóru
fimmtudag 5. júlí kl. 20-21

Flóra, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Fimmtudaginn 5. júlí nk. stendur Flóra í Listagilinu á Akureyri fyrir listamannsspjalli með Birgi Sigurðsssyni. Spjallið er haldið í tengslum við myndlistarsýningu Birgis sem staðið hefur í Flóru síðustu vikur, en henni lýkur laugardaginn 7. júlí. Sýningin nefnist „Reynslusaga matarfíkils” og er vídeó-innsetning sem gefur áhorfandanum innsýn inn í heim matarfíkils. Í spjallinu kemur Birgir til með að opna inn á tilurð verksins á sýningunni og eins annarra verka hans í myndlist.

Um “Reynslusaga matarfíkils” segir Birgir: „Efniviður sýningarinnar er upplifun mín og reynsla af matarfíkn. Sýningin er þakklæti til matarfíknarinnar sem hefur skipt mig miklu máli í mínu lífi. Mér finnst engin þörf á að tala um þyngd, þyngdartap eða annað sem snýr að þyngd líkamans. Ég er að fjalla um næturátið mitt og hvernig það hefur birst mér allt mitt líf: Ég vakna til að borða og get ekki hætt.“
Birgir Sigurðsson er menntaður rafvirki og er að mestu sjálfmenntaður í myndlist. Hann hefur á undaförnum 14 árum haldið fjölmargar myndlistarsýningar og rekur nú 002 Gallerí á heimili sínu í Hafnarfirði.  


Nánari upplýsingar veitir Hlynur í síma 6594744 / hlynur(hjá)gmx.net eða Kristín í síma 6610168 / flora.akureyri(hjá)gmail.com

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.


Birgir Sigurðsson opnar sýningu í Flóru

birgir_sy_769_ning.jpg

Laugardaginn 16. júní kl. 14 opnar Birgir Sigurðsson myndlistarsýningu sem nefnist „Reynslusaga matarfíkils” í Flóru í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er vídeo-innsetning sem gefur áhorfandanum innsýn inn í heim matarfíkils. Gjörningurinn „Reglugerð um ofát” verður fluttur kl. 14.

„Efniviður sýningarinnar er upplifun mín og reynsla af matarfíkn“ segir Birgir. „Sýningin er þakklæti til matarfíknarinnar sem hefur skipt mig miklu máli í mínu lífi. Mér finnst engin þörf á að tala um þyngd, þyngdartap eða annað sem snýr að þyngd líkamans. Ég er að fjalla um næturátið mitt og hvernig það hefur birst mér allt mitt líf: Ég vakna til að borða og get ekki hætt.“
Birgir Sigurðsson er menntaður rafvirki og er að mestu sjálfmenntaður í myndlist. Hann hefur á undaförnum 14 árum haldið fjölmargar myndlistarsýningar og rekur nú 002 Gallerí á heimili sínu í Hafnarfirði.  
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru og stendur til laugardagsins 7. Júlí 2012. Einnig verður boðið upp á listamannaspjall með Birgi Sigurðssyni, fimmtudaginn 5.júlí kl. 20.00.

Nánari upplýsingar veitir Birgir í síma 867 3196 í pósti 002galleri@talnet.is

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður.

birgir.jpg

Birgir Sigurðsson
Reynslusaga matarfíkils
16. júní - 7. júlí 2012
Opnun og gjörningur laugardaginn 16. júní kl. 14
Flóra, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri


KvikYndi (Kvikmyndaklúbbur Akureyrar) sýnir Rauðu skóna í Hofi

red_shoes.jpg

KvikYndi, Bíó Paradís og Menningarhúsið Hof hafa tekið höndum saman og ætla
að bjóða upp á kvikmyndasýningar í vetur. Sýningarnar fara fram í Hamraborg,
stóra sal Hofs, í fullkomnum hljóð og myndgæðum. Andrúmsloft kvikmyndanna
verður fært í Hof og leitast verður eftir að skapa notalega stemningu.


Rauðu skórnir (The red shoes) 1948  sýnd miðvikudaginn 21. september kl. 20

Leikstjóri: Michael Powell
Aðalhlutverk: Anton Walbrook, Marius Goring og Moira Shearer

Fyrsta myndin sem sýnd verður í Hofi er breska myndin Rauðu skórnir (e.The
red shoes) frá árinu 1948. Myndin er lauslega byggð á samnefndu ævintýri
H.C. Andersen, en er einnig talin innblásin af sambandi ballettdansaranna
Sergei Diaghilev og Diana Gould. Diaghilev bað hana að ganga í ballettflokk
sinn en hann lést áður en af því varð. Gould varð síðar eiginkona
fiðlusnillingsins Yehudi Menuhin.

Rauðu skórnir hefur verið innblástur fyrir marga af þekktustu leikstjórum
samtímans og til dæmis hefur Martin Scorsese ítrekað nefnt hana sem sína
uppáhaldsmynd og 2009 stóð hann að endurgerð hennar og hefur hún verið sýnd
víða. Annar leikstjóri, Brian De Palma, hefur einnig nefnt hana sem sína
uppáhaldsmynd.

Rauðu skórnir þótti á sínum tíma einstaklega vel unnin kvikmynd. Hinn
víðfrægi tökumaður Jack Cardiff myndaði og notaðist við Technicolor tæknina
sem þá var ný. Scorsese hefur bent á að þetta sé ein fegursta litmynd sem
gerð hafi verið.

Myndin er einnig viðurkennd sem ein af sárafáum kvikmyndum sem tekur ballett
alvarlega, en fjölmargir dansarar Konunglega ballettsins í Bretlandi koma
fram í henni.

Miðasala fer fram https://midi.is/sale/tickets.aspx?s=%2fImKipYAViwYfNNrMVaOeAv8EUN%2fag4JyjC
%2bYrfgu%2b85qDhU9rzpgA%3d%3d
hér og í miðasölu Hofs, s. 450 1000.

Miðaverð: 1.200 kr.

Fyrir námsmenn og fyrir félaga í KvikYndi: 1.000 kr.

Bíó Paradís við Hverfisgötuna í Reykjavík hefur heldur betur fest sig í
sessi sem hjarta kvikmyndamenningar á Íslandi á því ári sem það hefur verið
starfrækt. Þar eru sýndar nýjar og sígildar kvikmyndar sem rata sjaldan í
hin almennu bíóhús. KvikYndi (Kvikmyndaklúbbur Akureyrar) hefur verið
starfræktur í fjögur ár og tilgangur félagsins er að bjóða félögum sínum upp
á sýningar á áhugaverðum kvikmyndum sem ekki standa til boða með öðrum
hætti. Félagið stendur fyrir virku samstarfi við aðra kvikmyndaklúbba og er
vettvangur umræðna um allt sem viðkemur kvikmyndum og kvikmyndamenningu og
stendur einnig fyrir fyrirlestrum og námskeiðum eftir því sem tilefni gefst.


Óskað eftir fólki til þátttöku í myndbandsverki

787842_300

 

Góðan daginn

Ég er að leita að fólki til að taka þátt í myndbandsverki á Akureyri í september, nákvæm dagsetning verður ákveðin síðar. Get því miður ekki borgað en góð reynsla fyrir þá sem hafa áhuga á gjörningum og myndbandsverkum. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 8928048 eða sendið tölvupóst á habbyosk@gmail.com.

Kv,

Habby Osk

www.vimeo.com/habbyosk
www.habbyosk.com


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband