Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2017

Rebekka Kühnis međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

large_rebekka-k-nis

Ţriđjudaginn 28. febrúar 2017 kl. 17-17.40 heldur svissneska myndlistarkonan Rebekka Kühnis Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Snoring in the Emptiness – Swiss Artists in Iceland. Ţar mun hún fjalla um áhrif Íslands í verkum svissneskra samtímalistamanna, einna helst Roman Signer. Ađgangur er ókeypis. 

Rebekka Kühnis lauk diplómanámi í myndlist og hönnun áriđ 2002 frá Hochschule der Künste í Bern í Sviss. Undanfariđ ár hefur hún kennt myndlist og ţýsku viđ Menntaskólann á Akureyri ásamt ţví ađ starfa sem leiđsögumađur hjá SBA Norđurleiđ. Samhliđa kennslustörfum vinnur Rebekka ađ eigin listsköpun og hefur reglulega tekiđ ţátt í samsýningum og haldiđ einkasýningar.

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Ađalsteinn Ţórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurđardóttir.

listak.is


Lack of definition, Katinka Theis og Immo Eyser í Deiglunni

16835742_475765492547204_1256388429501968900_o

Katinka Theis og Immo Eyser
Lack of definition
Laugardaginn 25. janúar 2017 kl. 15 – 19

Deiglan, Kaupvangsstrćti 23, 600 Akureyri

Veriđ velkomin á opnun sýningarinnar „Lack of Definition“ eftir myndlistarmennina Katinka Theis og Immo Eyser í Deiglunni, Akureyri á laugardaginn kl. 15 – 19.
Katinka Theis og Immo Eyser eru gestalistamenn Gilfélagsins í febrúar 2017.

Á sýningunni má sjá marglaga myndverk sem takast á viđ andstćđa póla loftkenndra og sniđinna mynda. Immo Eyser sýnir samklippimyndband úr ađstćđum á Íslandi og í Berlín. Myndbandiđ leggur áherslu á tenginguna á milli náttúrulegra atburđa og verkefna á byggingarsvćđum. Katinka Theis mun sýna stór ljósmyndaprent sem hafa teygt sig út međ límbandsteikningu.

Katinka Theis og Immo Eyser búa og starfa í Berlín, Ţýskalandi. Ţau stunduđu listnám viđ Alanus University for Arts and Social Sciences í Bonn og Katinka Theis útskrifađist međ meistaragráđu viđ Weissensee listaháskólann í Berlín. Hún vinnur međ skúlptúr, innsetningar og list í almannarýmii og hefur kennt í Witten-Herdecke háskólanum síđan 2015. Immo Eyser er vídeolistamađur ásamt ţví ađ halda myndlistarnámskeiđ fyrir einstaklinga og fyrirtćki.
www.katinkatheis.dewww.immoeyser.de

Deiglan, Kaupvangsstrćti 23, Akureyri.
//
Lack of definition
February 25, 2017

You are invited to attend the opening of „Lack of Definition“ by artists Katinka Theis and Immo Eyser in Deiglan Akureyri..
Open: Saturday 4 - 7 pm

Katinka Theis and Immo Eyser are the artists of the Gil Artist Residency in February 2017.

The exhibition presents works with different image layers which are dealing with the contrast of atmospheric and constructive images. Immo Eyser will show a video collage of filmed situations from several stays in Iceland and Berlin. The video focus the connection between sequences of nature events and situations from construction sites. Katinka Theis will show large printed photographs which have been extended by drawings out of tapes. The prints represents spacious icelandic landscapes with a second layer of geometric constructions. Each drawing follow the shape of a landscape and create an architectural situation.

Katinka Theis was born in Freiburg, Germany (1975) and lives and works in Berlin. She studied fine art / sculpture at Alanus University for Arts and Social Sciences in Bonn and graduated with a master`s degree from Weissensee School of Art in Berlin. Her works are characterized by sculpture, installations and art in public spaces. She exhibits in national and international solo and group shows and realized 2014 an art-in-architecture project. Since 2015, she holds a teaching position at University Witten-Herdecke.

www.katinkatheis.de

Immo Eyser was born in Bremen, (Germany) 1969. He is a video artist based since 2002 in Berlin. He studied fine art / sculpture and cultural education at Alanus University for Arts and Social Sciences in Bonn. In addition to his work with video, he gives art seminars for students and manager in different institutions and companies. Since 2012 he is leading an art workshop with handicapped persons in Berlin.

www.immoeyser.de

www.facebook.com/events/276821762748388


Fjölskylduleiđsögn um yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur

16403194_1370496852972153_7800135965131944719_o

Vegna góđra undirtekta endurtekur Listasafniđ á Akureyri leikinn og býđur aftur upp á sérstaka fjölskylduleiđsögn í Ketilhúsinu, laugardaginn 25. febrúar kl. 11-12. Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, segir börnum og fullorđnum frá yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur, Litir, form og fólk. Munurinn á hlutbundinni og abstrakt list Nínu verđur m.a. skođađur auk ţess sem barnabćkur hennar verđa sérstaklega til umfjöllunar. 

Ađ lokinni leiđsögn er gestum bođiđ ađ búa til sitt eigiđ listaverk, innblásiđ af verkum Nínu. Sýningunni lýkur nćstkomandi sunnudag, 26. febrúar. 

Skráning á heida@listak.is. Ađgangur er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/1868719586706928


Immo Eyser og Katinka Theis međ Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu

16715930_1384343821587456_5245361431351777616_o

Ţriđjudaginn 21. febrúar kl. 17-17.40 halda ţýsku listamennirnir Immo Eyser og Katinka Theis Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Various Forms of Spatial Perception. Ađgangur er ókeypis. 

Í fyrirlestrinum munu ţau rćđa um listsköpun sína sem m.a. rýnir í stórbrotna eiginleika landslags og arkitektúrs í gegnum collage-myndir, innsetningar og vídeóverk. 

Katinka Theis (f. 1975) stundađi listnám viđ Alanus lista- og félagsfrćđiháskólann í Bonn og klárađi mastersgráđu frá Weissensee listaskólanum.  Immo Eyser (f. 1969) lagđi stund á listnám og menningarkennslu viđ Alanus lista- og félagsfrćđiháskólann í Bonn. Auk ţess ađ vera vídeólistamađur kennir hann í listasmiđjum í Berlín. Ţau búa bćđi og starfa í Berlín. 

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Rebekka Kuhnis, Ađalsteinn Ţórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurđardóttir.

listak.is


Michael Coppelov opnar sýninguna Little Fictions í Mjólkurbúđinni

16640843_10154228488897231_6888702986901154123_n

Michael Coppelov opnar sýninguna Little Fictions í Mjólkurbúđinni í listagilinu á Akureyri föstudagskvöldiđ 24.febrúar kl.18-20.

Michael Coppelov hefur dvalist í Nesi Listamiđstöđ á Skagaströnd síđan í janúar síđastliđinn. Sýningin hans Little Fictions er fyrsta einkasýning listamannsins á Íslandi og inniheldur málverk sem hann hefur unniđ međan á dvöl hans stendur. Sýningin markar nýtt upphaf í málverkum hans, ţar sem hann hefur orđiđ fyrir áhrifum af dvöl sinni hér á landi. Ólíkt fyrri verkum Michaels, ţá bćtast viđ kennileiti frá stöđum eins og Grettislaug, Bifröst og Skagaströnd inn í málverkin, sem hann vinnur út frá ljósmyndum sínum.

Michael Coppelov er breskur myndlistamađur frá norđvestur Englandi. Hann lćrđi í Ruskin School of Fine art í Oxford University og lauk mastersgráđu frá Glasgow School of Art í Skotlandi. Michael hefur unniđ til fjölda verđlauna og viđurkenninga ásamt ţví ađ hljóta tveggja ára skólastyrk Leverhulme Trust, verđlaun frá The Egerton-Coghill fyrir landslagsmálverk og The Sir Alan Bullock Price, tvö ár í röđ. Hann hefur sýnt á alţjóđavettvangi og vinnur nú á Íslandi í sitt fyrsta sinn.

Sýning Michael Coppelov Little Fictions stendur ađeins ţessa einu helgi í Mjólkurbúđinni og er opin sem hér segir:

Föstudag 24.febrúar kl.18-20
Laugardag 25.febrúar kl. 14-17
Sunnudag 26.febrúar kl. 14-17

Allir velkomnir


Ingi Bekk, ljósa- og myndbandshönnuđur, međ Ţriđjudagsfyrirlestur

16665792_1378340175521154_3871984728542227101_o

Ţriđjudaginn 14. febrúar kl. 17-17.40 heldur Ingi Bekk, ljósa- og myndbandshönnuđur, Ţriđjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Ljósa- og myndbandshönnun fyrir sviđslistir. Fyrirlesturinn er í tilefni 100 ára afmćlis Leikfélags Akureyrar. Ađgangur er ókeypis.

Í fyrirlestrinum mun Ingi kynna starf ljósa- og myndbandshönnuđa, fara yfir ferilinn og fjalla um ţau verkefni sem hann hefur unniđ viđ í gegnum tíđina.

Ingi Bekk útskrifađist međ BA próf í ljósahönnun frá Royal Central School of Speech and Drama í London áriđ 2013. Hann hefur unniđ um allan heim sem sjálfstćtt starfandi ljósa- og myndbandshönnuđur fyrir sviđslistir. Međal verka sem hann hefur unniđ viđ eru The Tempest fyrir Royal Shakespeare Company, The Empire of Lights fyrir Ţjóđleikhús Kóreu, Schatten fyrir Schaubühne í Berlín, Reisende auf eineim Bein fyrir Deutches Schauspielhaus í Hamborg og Píla Pína fyrir MAK. Ingi hefur einnig unniđ međ hljómsveitum og tónlistarmönnum á borđ viđ Blur, Backstreet Boys, Two Door Cinema Club, Bombay Bicycle Club, Sheila E og Maceo Parker. Hann vinnur nú ađ uppsetningu Núnó og Júnía fyrir MAK.

Fyrirlestraröđin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Menntaskólans á Akureyri, Myndlistafélagsins og Háskólans á Akureyri. Á međal annarra fyrirlesara vetrarins eru Katinka Theis og Immo Eyser, Rebekka Kuhnis, Ađalsteinn Ţórsson, Susan Singer og Ingibjörg Sigurđardóttir.

listak.is


Alana LaPoint sýnir Töfruđ djúp / Conjured Depths í Listasafninu á Akureyri

16602079_1375614795793692_4534379537205419962_o

Laugardaginn 11. febrúar kl. 15 opnar Alana LaPoint sýninguna Töfruđ djúp / Conjured Depths í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi. LaPoint er ađ mestu leyti sjálfmenntađur listamađur sem hefur haldiđ fjölmargar einkasýningar og tekiđ ţátt í samsýningum á heimaslóđum sínum í Vermont í Bandaríkjunum á síđustu tíu árum. Alana vann undir leiđsögn abstraktmálarans Galen Cheney 2007-2009.

„Ţetta landslag sem má sjá á sýningunni varđ til vegna löngunar til ađ tjá ţá hrifningu sem ég upplifi ţegar ég stend í fjöruborđinu,“ segir LaPoint. „Frá ţví sjónarhorni er ég ákaflega međvituđ um samtengingu alheimsins. Um ímyndunarafl mitt leika lausum hala sögur af fólki og lífverum sem lifa og deyja í ţessu vatni og fylla mig bćđi af tilfinningu fyrir smćđ minni, og óviđjafnanlegri friđsćld. Ég reyni ađ miđla skynhrifunum gegnum ţessi málverk og gera ţau ađgengileg áhorfendum. Efni til listsköpunar, ein og sér, veita mér mikinn innblástur ţví möguleikarnir eru svo margir. Linnulaust kanna ég eiginleika litarefna og málningar og elti uppi nýjar ađferđir og tćkni. Ţessi óseđjandi forvitni og fróđleiksfýsn veitir mér innblástur, jafn takmarkalausan og hafiđ.“

Sýningin stendur til 26. febrúar og er opin ţriđjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiđsögn um sýningar Listasafnsins er á fimmtudögum kl. 12.15-12.45. Ađgangur er ókeypis. 

listak.is


Stofnfundur Vina Listasafnsins á Akureyri

16463421_1369573573064481_5076779037185342155_o

Miđvikudaginn 8. febrúar kl. 17-18 verđur stofnfundur Vina Listasafnsins á Akureyri haldinn í Listasafninu, Ketilhúsi. Á fundinum geta áhugasamir velt fyrir sér hlutverki og tilgangi slíkra samtaka og rćtt hugmyndir sín á milli. Stefnt er á ađ međlimir geti komiđ međ hugmyndir ađ fyrirlestrum, málţingum og annarri dagskrá auk ţess ađ geta ađstođađ viđ sérstaka viđburđi á vegum safnsins.

Dagskrá fundarins:


Heiđa Björk Vilhjálmsdóttir, frćđslufulltrúi, verđur međ stutta leiđsögn um sýningar á verkum Nínu Tryggvadóttur og Georgs Óskars og segir jafnframt frá frćđslustarfinu.

Rósa Kristín Júlíusdóttir segir frá sambćrilegri starfsemi Listasafna á Norđurlöndunum, Ítalíu og í Bandaríkjunum.


Hlynur Hallsson, safnstjóri, segir frá starfsemi Listasafnsins, fyrirhuguđum framkvćmdum og framtíđarmöguleikum.

Umrćđur og hugmyndavinna.

Ađild ađ Vinum Listasafnsins mun kosta 2.500 kr. árlega en 2.000 kr. fyrir 18 ára og yngri, 67 ára og eldri og námsmenn. Ađild felur jafnframt í sér:

- Árskort í Listasafniđ á Akureyri
- Gjöf frá Listasafninu
- Frían ađgang ađ Hönnunarsafni Íslands og Gljúfrasteini, húsi Halldórs Laxness
- Afslátt af sýningarskrám og af vörum í fyrirhugađri safnbúđ
- Sérstakar leiđsagnir um sýningar og kynning á dagskrá og viđburđum á vegum safnsins.

Ţau sem vilja gerast stofnfélagar í Vinum Listasafnsins en komast ekki á fundinn geta haft samband viđ Ţorbjörgu Ásgeirsdóttur, safnfulltrúa í bobba@listak.is og skráđ sig í hópinn.

listak.is


Stefán Boulter sýnir í Gallerí Gróttu

16426107_582040621993259_5152467945880988461_n

Sýningaropnun Stefáns Boulter í Gallerí Gróttu - Fimmtudag 9. febrúar kl. 17:00
Stefán Jóhann Boulter var um nokkurra ára skeiđ lćrlingur og ađstođarmađur hins virta og umdeilda norska listamanns Odds Nerdrum og bera verk hans ţess glöggt vitni. Stefán opnar sýninguna Stjörnuglópar í Gallerí Gróttu fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17.

Megin uppistađa sýningarinnar er myndröđ eđa fjölskylda af verkum, sem hafa veriđ unnin á síđustu tveimur árum. Grunnstef ţeirra eru rauđmáluđ andlit kvenna sem virđast vera á hreyfingu og beina sjónum sínum í átt ađ himinhvolfinu. Rauđi liturinn hefur margvíslega táknrćna skírskotun, en er einnig ţekktur sem litur lífsins, hugrekkis og viljastyrks. Ţannig búa verk Stefáns yfir táknmyndum, sem eru frásagnarlegs eđlis og byggja á persónulegri reynslu og ţekktum, fornum minnum.

Hugleiđingar um náttúruna eru Stefáni ofarlega í huga og endurspeglast í dýrum, viđveru hluta og áru ţeirra. Stefán hefur víđa leitađ fanga viđ gerđ verkanna en ţau eru međal annars innblásin af verkum listmálarans George Catlin ( 1796-1872 ) sem ferđađist međal innfćddra í Norđur Ameríku snemma á 19. öld og málađi fólkiđ sem byggđu álfuna áđur en heimsálfan var öll numin Evrópubúum. Ţessi horfni heimur hefur löngum vakiđ forvitni listamannsins allt frá barnćsku, er hann ungur gruflađi í bókum föđur síns.

Stefán Jóhann Boulter er fćddur í Reykjavík áriđ 1970. Hann lćrđi grafíska hönnun í Tempe, Arizona í Bandaríkjunum, var viđ listnám í Flórens á Ítalíu og varđ síđar ađstođarmađur Odds Nerdrum í Noregi og á Íslandi. Stefán hefur sýnt í listasöfnum og galleríum bćđi hér heima og erlendis, haldiđ einkasýningar og tekiđ ţátt í samsýningum. Stefán er búsettur á Akureyri og kennir međ reglulegu millibili viđ Myndlistarskólann á Akureyri.


Súpu- eđa sushifundur febrúarmánađar í Listagilinu

16473145_1369762283045610_5066241042717793473_n

Ţađ er komiđ ađ súpu- eđa sushifundi febrúarmánađar í Listagilinu. Viđ hittumst ţriđjudaginn 7. febrúar 2017 kl. 12-13 á RUB 23.
Allir sem hafa áhuga á Listagilinu eru velkomnir.
Ţađ er engin formleg dagskrá en tilvaliđ ađ rćđa ţađ sem brennur á fólki og ţađ sem er framundan á nýju ári eđa ţađ sem er afstađiđ. Kristinn J. Reimarsson nýr sviđsstjóri Samfélagssviđs sem međal annars er međ menningarmál á sinni könnu hjá Akureyrarbć lítur viđ á fundinum.
Gott er ađ skrá sig á fundinn hér: 
https://www.facebook.com/events/1254788931281607

ţá veit starfsfólk RUB 23 hvađ ţađ er um ţađ bil von á mörgum.
Veriđ velkomin.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband