Bloggfćrslur mánađarins, október 2010

Brynja Baldursdóttir međ fyrirlestur um bóklist í Ketilhúsinu

boklist.jpg


Brynja Baldursdóttir myndlistamađur og hönnuđur verđur međ fyrirlestur um bóklist í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri á morgun föstudag kl. 14:50.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis.

Brynja segir:
"Bóklistaverk brćđa saman bók og myndlist,
Ţeim er engin takmörk sett nema kannski hugkvćmni listamannsins.
Ađferđirnar eru jafn mismunandi og verkin.
Ţetta listform býđur upp á allt ađra möguleika en til dćmis mynd á vegg.
Eigindir tímans og rúmsins verđa mun sterkari og nálćgari,
ţátttaka viđtakandans er meiri ţví ţađ felur í sér snertingu."


Helgi Ţórsson sýnir í Pop­ulus tremula


SMALASTÚLKAN OG ALLAR HINAR
Málverkasýning
GAMLI ELGUR
30. og 31. október 2010

Laugardaginn 30. október kl. 14:00 opnar Gamli elgur, einnig ţekktur sem Helgi Ţórsson í Kristnesi, málverkasýninguna Smalastúlkan og allar hinar í Pop­ulus tremula í Listagilinu á Akureyri.

Ţar sýnir Gamli elgur lítil olíumálverk sem fara sérlega vel á veggjum. Listamađurinn mun flytja nokkur lög viđ opnun.

Einnig opiđ sunnudaginn 31. október frá kl. 14:00-18:00. Ađeins ţessi eina helgi.

PortrettNú! í Listasafninu á Akureyri

01

Ţann 23. október n.k. opnar sýningin PortrettNú! í Listasafninu á Akureyri. Sýningin er unnin í samstarfi viđ Fredriksborgarsafn í Danmörku, en hér er á ferđinni samnorrćn portrettsýning sem fyrst var sett upp áriđ 2008. Á sýningunni PortrettNú! er ađ finna verk frá öllum Norđurlöndunum og er öllum birtingarformum portrettlistarinnar gert jafn hátt undir höfđi.

Portrettlist er yfirleitt ákveđin framsetning eđa kynning á persónuleika einstaklings ţar sem uppstilling og svipbrigđi hafa mest um ţađ ađ segja hvernig verkiđ er skynjađ. Portrettiđ og sjálfsmyndin hefur samfélagslegt gildi, henni er ćtlađ ađ vera meira en ađeins hégómlegt prjál, enda vćri ţá nóg ađ horfa í spegil. Sjálfsmyndin er í raun eins konar stađsetning á sjálfinu innan samfélagsins. Fyrr á öldum létu menn oft mála af sér myndir og voru ţćr jafnvel eilítiđ fegrađar til ađ auka álit áhorfenda á fyrirsćtunni.

Ţegar viđ skođum portrettmyndir unnar međ nýjum miđlum – miđlum ţar sem stafrćnar myndavélar og almennri tćknikunnáttu er beitt – má sjá merkjanlega breytingu í portrettmyndagerđ samtímalistarinnar. Allir geta tekiđ sjálfsmynd, en fćrri kunna ađ munda pensilinn og mála mynd af sjálfum sér. Viđ sjáum breytinguna frá hinu sérhćfđa til hins almenna ţegar viđ skođum veraldarvefinn, netsíđur sem ganga út á birtingu og umrćđur um ljósmyndir. Almenningur hefur öđlast skilning á myndbyggingu, dýpt, sjónarhorni og lýsingu sem lengi vel var sérgrein listamannsins. Ţessi ţróun gerir listina almennari og kallar á ađ listamenn leiti út fyrir skilgreind mörk listarinnar, eđa hugi ađ nýjum leiđum í list sinni. Ţessi minnkandi munur á listamönnum og leikmönnum hefur leitt til ţess ađ faglćrt fólk hefur ţurft ađ endurnýja ţekkingu sína. Ólíkt máluđum portrettmyndum fyrri alda er alls ekki víst ađ ljósmynduđ portrettmynd sé ávallt talin listaverk. Í raun er ekki um listaverk ađ rćđa nema höfundurinn segi ađ svo sé og listaheimurinn samsinni ţví.

Ađ sýningu lokinni á Akureyri mun Portrett Nú! halda ferđalagi sínu áfram um Norđurlönd. Í janúar 2011 verđur hún sett upp í Tikanojas konsthem í Vaasa í Finlandi. Ţá taka Norđmenn viđ ţar sem sýningin verđur sett upp í Norsk Folkemuseum í Osló í apríl 2011.


Kristín Elva Rögnvaldsdóttir og Melkorka Huldudóttir sýna í sal Myndlistarfélagsins og Gallerí Boxi

GetAttachment.aspx

Spuni og Hjartađ í vélinni

23. október – 13. nóvember 2010.

Á laugardag verđa opnađar tvćr einkasýningar eftir myndlistarmennina Kristínu Elvu Rögnvaldsdóttur og Melkorku Huldudóttur í sal Myndlistarfélagsins og Gallerí Box á Akureyri.

Í sal Myndlistarfélagsins sýnir Kristín Elva Spuna; teikningar, ljósmyndir og málverk á panel. Kristín Elva vinnur verkin út frá sjónarhorni smádýra sem eiga líf sitt og dauđa undir rándýrum og dyntum náttúrunnar.

Í Gallerí Boxi sýnir Melkorka Huldudóttir Hjartađ í vélinni. Verkiđ er innsetning međ myndbandi og hljóđi. Međ sýningunni skođar Melkorka manneskjuna og tćkni nútímans í tengslum viđ vísindaskáldskap og kvalarfulla lengingu lífs.  

Um listamennina
Kristín Elva Rögnvaldsdóttir lauk prófi frá Myndhöggvaradeild Myndlistar- og handíđaskólans áriđ 1998 og Mastersgráđu frá Konunglegu Listaakademíunni í Stokkhólmi ţremur árum síđar. Í listsköpun sinni notar Kristín Elva blandađa miđla; skúlptúr, ljósmyndir, teikningar og hreyfimyndir. Hún vinnur međal annars út frá hinu hversdagslega í náttúrunni, klisjum í manngerđu umhverfi og sagnahefđ. Hún hefur tekiđ ţátt í fjölda sýninga bćđi hér heima og erlendis.

Melkorka Huldudóttir útskrifađist frá Listaháskóla Íslands áriđ 2002.  Hún notar alla mögulega miđla viđ listsköpun sína og er undir sterkum áhrifum frá kvikmyndum, vísindaskáldskap og tölvuleikjum. Melkorka hefur tekiđ átt í fjölmörgum sýningum og verkefnum hér heima og erlendis.

Salur Myndlistarfélagsins og Gallerí Box eru í Listagilinu Akureyri, Kaupvangsstrćti 10 og eru opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17.


SONJA LOTTA SÝNIR Í POPULUS TREMULA

boie


Laugardaginn 23. október kl. 14:00 opnar svissneska listakonan Sonja Lotta sýninguna the complexity of letting go í Populus tremula á Akureyri.
Sonja Lotta, sem býr og starfar í Zurich, er listmenntuđ í Bandaríkjunum og Skotlandi. Í list sinni skráir hún hversdagsleika daglegs lífs út frá óvćntum og jafnvel ćrslafullum sjónarhornum. Öll verkin á sýningunni eru ný og byggja á upplifun listakonunnar af dvöl sinni á Íslandi.
Sýningin verđur einnig opin sunnudaginn 24. október kl. 14:00-17:00. Ađeins ţessi eina helgi.


name of the show: the complexity of letting go  

by: Sonja Lotta

when: 23/24 October

where: Populus Tremula, Akureyri, Iceland

The work for Populus Tremula is based on the impression and emotions of my stay here in Iceland. All the works are new.
In my practice I document or alienate the daily life and its banality. I work within different views and highlight the everyday life always new. Playfully I add narrative levels, which go beyond the everyday life and opens up to look at it in a different way.

The media I work in mostly is Photography and Video; nevertheless it does not exclude other medias. Since 2007 I live and work in Zurich Switzerland where I am originally from. Before that I studied in the USA and Scotland Photography and Fine Art.


Ný stjórn Myndlistarfélagsins og frá ađlafundi

P1010163

Ađalfundur Myndlistarfélagsins laugardaginn 9. okt. 2010 kl. 18:00.

Fundarstjóri var Hallgrímur Ingólfsson.

Brynhildur Kristinsdóttir las skýrslu stjórnar

•    Félagiđ sendi frá sér opiđ bréf í apríl ţar sem ţađ mótmćlti niđurskurđi  á starfslaunum listamanna.  Stjórn Myndlistarfélagsins lýsti einnig  yfir áhyggjum sínum vegna skerđingar á öđrum styrkjum til menningarmála og listaverkakaupa.

•    Í lok apríl stóđ félagiđ fyrir opnum kynningarfundi í Deiglunni ţar sem fulltrúar flokkanna kynntu međal annars stefnu sína í menningar málum og svöruđu spurningum Myndlistarfélagsins.
 
•    Myndlistarfélagiđ og Menningarmiđstöđin í Listagili tóku ţá sameiginlegu ákvörđun í maí 2010 ađ Myndlistarfélagiđ skyldi standa fyrir einni sýningu á Listasumri árlega sem ţátt í segja sögu myndlistar á Akureyri fyrr og nú. Fyrsta sýningin var sett upp í júlí 2010 ţar sem sýnd voru verk málaranna Guđmundar Ármanns og Kristins G. Jóhannssonar. Međ ţessu samkomulagi vilja samningsađilar ađ myndlist á Akureyri verđi hafin til vegs og virđingar um ókomin ár.

•    Félagiđ stóđ fyrir kynningu á Myndlistarfélaginu og sýndi af ţví tilefni verk 62 myndlistarmanna auk ţess stóđ félagiđ fyrir útgáfu bćklings í samstarfi viđ Hof ţar sem rakin er saga myndlistar á Akureyri og Myndlistarfélagiđ kynnt.

•    Myndlistafélagiđ hefur skrifađ undir áframhaldandi samning viđ Akureyrarstofu um rekstur á Boxinu.

•    Myndlistarfélagiđ undirbýr nú málţing sem ber yfirskriftina „ERU SKÓLARNIR SKAPANDI“ Ţar koma fram fimm framsögumenn sem munu međal annars tala um myndlistarkennslu, hvernig  kennslu er háttađ í skólum og hvernig myndlistarkennsla  ţróast og hvert hún stefnir.

GALLERÍ BOX OG SALUR MYNDLISTARFÉLAGSINS
Sigríđur Ágústsdóttir las skýrslu sýningarnefndar
 
Sýningar 2010 eru eftirfarandi:
16. jan. - 7. feb.      Súpan, sjálfsmyndir
13. mars - 5. apríl     Duftker, samsýning leirlistafélagsins.
15. maí - 6. jún.       Hlíf Ásgrímsdóttir Innlyksa, Helena Renard, BNA, Envelope.
3.- 25. júl.          Grálist, samsýning tíu myndlistarmanna
28. ágúst - 19. sept.   opnun á Akureyrarvöku
                     Guđrún Pálína í salnum og
                     Kristján Pétur í Boxi
23. sept.             Habbý Ósk, myndbandsverk.
23. okt. - 14. nóv.       Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, sal
                     Melkorka Huldudóttir, Boxi
20. nóv.              Sýning á verkum barna í tengslum viđ málţing.
26. - 28. nóv.            Útskriftarnemar VMA
4. des - 23. des         Lind Völundardóttir og
                     Marijolijn van der Meij


Kosning stjórnar:

Brynhildur Kristinsdóttir formađur
Joris Rademaker varaformađur
Dagrún Matthíasdóttir gjaldkeri
Lárus H List
Pálína Guđmundsdóttir

Laufey Margrét Pálsdóttir varamađur
Helgi Vilberg Hermannsson varamađur

Áherslur félagsins sem eru:

1.    Ađ efla samtök myndlistarmanna og vera málsvari ţeirra.
2.    Ađ bćta kjör og starfsgrundvöll myndlistarmanna og gćta hagsmuna ţeirra.
3.    Ađ efla  umrćđu, ţekkingu og frćđslu um myndlist.
4.    Ađ auka myndlist á Norđurlandi og koma á samstarfi viđ opinbera ađila á svćđinu.
5.    Ađ standa fyrir sýningum á verkum félagsmanna.
6.    Ađ koma á samstarfi viđ listamenn erlendis sem og hér á landi.

Stjórnin óskar eftir  tillögum frá ykkur varđandi áherslur á komandi starfsári

Bestu kveđjur
Stjórnin


Bryndís Arnardóttir opnar sýningu í Jónas Viđar Gallery

auglysing_jv_gallery_billa_600_72.jpg

Laugardaginn 23. október kl. 15.00 opnar Bryndís Arnardóttir "Billa"
málverkasýningu í Jónas Viđar Gallery listagilinu á Akureyri.
Ţetta er 14 einkasýning Billu og ber hún yfirskriftina
"Teigar, flatir, ár og vötn"
og eru verkin öll unnin í acryl á striga nú í ár.

Ţér og ţínum er bođiđ


Bryndís Arnardóttir
Fćdd 25.05.1960

Listgreina- og listasögukennari viđ VMA frá 1989
Kennslustjóri listnámsbrautar VMA 2007 - 2010
Visiting scholar University of Central Florida UCF 2009 - 2010

Nám: Koninklijke akademi voor
Beelende kunsten
Mechelen Belgíu 1979-80
Myndlistaskólinn á Akureyri
Fornám 1982-83
Málaradeild Diploma-BFA 1983-86
KHÍ Uppeldis og kennslufrćđi 1990-92

HA
Diplóma 2007
M.ed. – listgreinar 2009

Samsýningar: Samsýning N.K. Akureyri 1985
M-dagar Akureyri 1986
Menor Deiglunni Akureyri 1994
50x50 Deiglunni Akureyri 1997
Menningarhúsiđ Hof 2010

Einkasýningar: Internet 1996
Café Karólína 1997
Verslunin Perfect Akureyri 1998
Viđ Pollinn Akureyri 1998
Café Presto Kópavogi 2001
Verkmenntask. á Akureyri 2002
Friđrik V. Akureyri 2002
Landsbanki Ísl. Akureyri 2003
Café Karólína 2004
Skipholti Reykjavík 2004
Gallerí JV Akureyri 2006
Akureyrarvaka 2008
IBK Reykjavík 2009
Gallerí JV Akureyri 2010



______________________________________________

Jónas Viđar
sími: 8665021
Heimasíđa: http://www.jvs.is/
Jónas Viđar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Styrkjanámskeiđ á Akureyri

4960786A46664B6EBB63C25252C76EB9

Ţriđjudaginn 19. október kl. 16:00 -18:00 mun María Jónsdóttir, forstöđukona Norrćnu upplýsingaskrifstofunnar, fara yfir mögulega fjármögnun norrćnna menningarverkefna í Deiglunni Kaupvangsstrćti 23.



Dagskrá:


• Norrćni Menningarsjóđurinn
• Ađrir norrćnir sjóđir
• Hvernig skrifa ég góđa umsókn
• Hugmyndir ađ norrćnum samstarfsverkefnum

Skráning er međ tölvupósti til mariajons@akureyri.is eđa í síma 462 7000 fyrir kl. 16:00 ţann 18. október.

Námskeiđiđ er ţátttakendum ađ kostnađarlausu.


Soffía Árnadóttir leturlistamađur heldur fyrirlestur í Ketilhúsinu

ketilhus3


Föstudaginn 08.10.2010 kl. 14.50 mun Soffía Árnadóttir leturlistamađur halda fyrirlestur í Ketilhúsinu á Akureyri um verk sín.
Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröđ listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri og Menningarmiđstöđvarinnar í Grófargili, en um er ađ rćđa 8 fyrirlestra á hverjum vetri, 4 á hvorri önn skólaársins.

Ađgangur er ókeypis og allir velkomnir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband