Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2015

Listamannaspjall í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

10382756_10203693190827070_6765523733436765849_n

Freyja Reynisdóttir dvaldi í Alþýðuhúsinu fyrir áramótin og vann á staðnum sýningu inní Kompuna sem hún kallar FJÖGUR MÁLVERK.  Opnunin var svo á fyrstu mínútu nýja ársins, 2015.  
Nú er komið að síðustu sýningarhelgi þessarar sýningar og á sunnudaginn 1. feb. ætlar Freyja að spjalla um verkin í Kompunni, lífið og listina.
Heitt verður á könnunni og góðgæti með, allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/328145134046512


Sýning í febrúar í Listhúsi

1946692749_orig

The observance of short days (myndir sýning)
Nastasya Tay og Yiannis Hadjiaslanis

Opið: 3. febrúar 2015 | kl. 19:00 | Listhús Gallery

sýning frá 4. til 10. febrúar 2015| kl. 17:00-20:00
 
Nastasya og Yiannis eru photojournalist og búa í suður-Afríka. Þau eru sýna nýjar myndir sínar tekin á Íslandi.
 
CENTRE
Joe Scullion og Sinead Onora Kennedy

13.-19. febrúar 2015 | kl. 17:00-20:00 |
Listhús gallery
 
Joe og Sinead eru írsk. Þau eru að sýna nýjar teikningar.
 
meiri upplýsingar að sjá á www.listhus.com
 
 
Allir velkomnir


Salt: Pappírsdagar / Salt: Paperdays

1458473_697798830329041_8928180713567109277_n

FYRSTI HLUTI

SALT: Pappírsdagar
(english description at bottom)

Á föstudagskvöld verður fyrsta opnun bókverksins og samstarfsins SALT VATN SKÆRI. Fyrsti hluti bókarinnar heitir SALT og á föstudagskvöldinu gefst gestum kostur á að vera viðstaddir frumsýningu Salts.

Sagan er þrískipt nóvella og heita hlutarnir eftir megin táknum sögunnar: SALT, VATN og SKÆRI. Þessi tákn eru síendurtekin og gegnumgangandi í atburðarásinni og marka andvara og ástand söguheimsins og persónanna sjálfra.

Að verkefninu standa Freyja Reynisdóttir og Hekla Björt Helgadóttir, en þær búa og starfa saman að SALT VATN SKÆRI í Kaupvangsstræti 23 í Listagilinu á Akureyri.

Húsið opnar klukkan 20:00 og sýningin byrjar á slaginu 20:30

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Laugardaginn 31. janúar verður húsið svo opið frá 14:00 - 17:00 þar sem leifar þessa fyrsta atburðar verða til sýnis fyrir þá sem ekki gátu komist daginn áður.

www.salt-water-scissors.com
http://salt-water-scissors.com/freyja
http://salt-water-scissors.com/hekla
______________________________________________

höfuðið hús

stundum kalt og dimmt.

kringt garði og trjám.

mosavaxin gólf.

Pappírsborð.

Lykt af blautri mold

og dísæt angan

af rotnandi laufi og ávöxtum

það er lín mitt og kör

og ég ligg

og ég horfi upp í bylgjandi græna blævængi

Í eldhúsinu flæðir hafið um gólfflötinn

ég veð saltið á tánum

og sýð í pottum

rotnandi lauf og ávexti

það er líf mitt og slör

hinnar vatnsbláu brúðar hússins
_______________________________________________

First Part

SALT: Paperdays

First opening of the SALT WATER SCISSORS manuscript and collaboration will be held this Friday evening. The first part of the story goes by the name of Salt and with this event people are invited to witness its premiere.

The story is split into three parts and each part is named after its main symbol: SALT, WATER and SCISSORS. These symbols are recurrent throughout the story and its events and give a tone to the attitude and mood of the world and the characters of the manuscript.

Freyja Reynisdóttir and Hekla Björt Helgadóttir are the people behind this collaboration. They live and work together during its realisation at Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

The house opens at 20:00 and the show starts at the minute 20:30.

Everybody is invited.

Saturday 31. January, the house will be open from 14:00-17:00 where remnants of the event will be up for display for people who did not make it the day before.

www.salt-water-scissors.com
http://salt-water-scissors.com/freyja
http://salt-water-scissors.com/hekla

https://www.facebook.com/events/1532601253688298


Kristján Pétur Sigurðsson opnar sýningu í vestursal Listasafnsins á Akureyri

large_kristjan-petur_vefur

Laugardaginn 31. janúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýning Kristjáns Péturs Sigurðssonar, Þriggja radda þögn og Rauða. Á sýningunni gefur að líta skúlptúrinn Rauða Þögn, en sú þögn hefur ferðast víða og alltaf þráð að komast inn í listasafn, og mynd af tónverki þar sem þögn er útsett fyrir píanó og selló. Vegna þess að nostra þarf við þagnir mun ásýnd verksins taka daglegum breytingum á sýningartímanum. Á lokamínútum sýningarinnar mun Kristján Pétur rjúfa þögnina með söng.

Sýningin verður opin sunnudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag kl. 12-17. Henni lýkur formlega fimmtudaginn 5. febrúar kl. 15 með lokunarteiti.

Myndlistarferill Kristjáns Péturs Sigurðssonar hófst 1984 með samsýningunni Glerá ´84. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Kristján hefur einnig gefið út fjölrit, þrjár kvæðabækur og nokkrar hljómplötur. Síðustu 10 ár var Kristján meðlimur í listsmiðjunni Populus tremula sem starfrækt var með blóma í kjallara Listasafnsins.

Sýningin er hluti af sýningaröð sem hófst 10. janúar og mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk og Brenton Alexander Smith hafa þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Hola í vinnslu. Aðrir sýnendur eru í tímaröð: Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/1378331485809622


Hundur í óskilum með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_hundur-i-oskilum_vefur

Þriðjudaginn 27. janúar kl. 17 heldur hljómsveitin Hundur í óskilum, skipuð þeim Hjörleifi Hjartarsyni og Eiríki Stephensen, fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hundalógík. Þar munu þeir félagar velta fyrir sér Hundi í óskilum og hvort eitthvað sé á bak við hann.

Hundur í óskilum varð til í leikfélagspartíi á Dalvík fyrir 20 árum og ætlaði sér aldrei stóra hluti. Þrátt fyrir litlar væntingar í upphafi hefur hljómsveitin troðið upp við fjölbreyttar aðstæður beggja vegna Atlantsála, gefið út tvær plötur án þess að fara í stúdíó, haldið úti óskalagaþætti í útvarpi fyrir minnihlutahópa, haldið uppi innanlandsflugi Flugfélags Íslands, starfrækt tveggja manna leikhús og hlotið tvær grímur fyrir leikhústónlist en aldrei sungið í Frostrósum. 

Þetta er annar Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Arnar Ómarsson, Pi Bartholdy, Margeir Dire Sigurðsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.

Hér eru allir fyrirlestrarnir í tímaröð:

13.1. Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og formaður SÍM
27.1. Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson, Hundar í óskilum
3.2. Arnar Ómarsson, myndlistarmaður
10.2. Pi Bartholdy, ljósmyndari
17.2. Margeir Dire Sigurðsson, myndlistarmaður
24.2. Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor 
3.3. Elísabet Ásgeirsdóttir, myndlistarkona
10.3. Katrín Erna Gunnarsdóttir, myndlistarkona
17.3. María Rut Dýrfjörð, grafískur hönnuður
24.3. Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
31.3. Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi HA

http://listak.is/

https://www.facebook.com/events/414270212068620


Hola í vinnslu opnar í vestursal Listasafnsins á Akureyri

large_hola_vefur

Laugardaginn 24. janúar kl. 15 verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri sýningin Hola í vinnslu. Þar sýna nemendur úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri verk í sköpun undir leiðsögn Jónu Hlífar Halldórsdóttur, myndlistarmanns, stundakennara við Listaháskóla Íslands og Myndlistaskólann á Akureyri og formanns Sambands íslenskra myndlistarmanna. Á undanförnum árum hefur Jóna Hlíf verið afar virk í sýningarhaldi bæði á einka- og samsýningum auk þess sem hún hefur aðstoðað við sýningar í tengslum við Höggmyndagarðinn og Myndhöggvarafélagið. Nemendurnir breyta vestursal Listasafnsins í eina stóra vinnustofu og vinna þar fram á síðasta dag, fimmtudaginn 29. janúar, en þá verður sýningin tilbúin og opnuð formlega. Áhugasamir gestir geta komið og átt samtal við nemendurna og jafnvel haft áhrif á ákvörðunartöku er varðar verk og uppsetningu þeirra.

Nemendurnir eru: Atli Tómasson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Hallrún Ásgrímsdóttir, Heiðdís Hólm, Helga Bergrún Sigurbjörnsdóttir, James Cistam, Jónína Björg Helgadóttir, Karen Dögg Geirsdóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Snorri Þórðarson, Steinunn Steinars og Tinna Rós Þorsteinsdóttir.

Sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk hefur þegar sýnt og nú stendur yfir sýning Brenton Alexander Smith en aðrir sýnendur eru í tímaröð Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/1533892103534972


Þorvaldur Guðni Sævarsson sýnir í Listasalnum Braga í Rósenborg

10933757_592967094138792_2156800553050607115_n

Laugardaginn 24. janúar kl 14:00 opnum við dyr hér í Listasalnum Braga, fjórðu hæð í Rósenborg. Þorvaldur Guðni Sævarsson er fyrsti þátttakandinn okkar en hann hefur unnið að teikningum og málverkum síðustu tvær vikur.

Sjá má ýmis verk eftir Þorvald á alter ego síðu hans: Skaðvaldur

Það er tilvalið að kíkja til okkar í Braga kl 14:00 og rölta svo niður gilið á sýningu Jónu Hlífar Halldórsdóttur í Listasafnið Á Akureyri sem hefst kl 15:00.

Verið velkomin! :)

Listasalurinn Bragi, fjórðu hæð í Rósenborg

Skólastígur 2, 600 Akureyri

https://www.facebook.com/ListasalurinnBragi

https://www.facebook.com/events/769490359786345


Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður SÍM á fundi í Sal Myndlistarfélagsins

large_1421080190_jona_vefur

Næstkomandi miðvikudagskvöld 21. janúar gefst okkur frábært tækifæri á að hitta hana Jónu Hlíf Halldórsdóttur formann SÍM þar sem hún ætlar að fjalla um starfsumhverfi myndlistarfólks á Íslandi. Fundurinn er á vegum SÍM og Myndlistarfélagsins og hefst hann kl.20.00 í salnum okkar að Kaupvangsstræti 10.  
Við hvetjum ykkur til að fjölmenna á fundinn því viðfangsefnið snertir okkur mörg ef ekki öll sem störfum við myndlist á Akureyri.  Miklar breytingar hafa t.d. orðið á vinnuaðstöðu þeirra listamanna sem áttu pláss í Listasafninu en hafa þurft að yfirgefa það og finna sér nýtt. Margir hafa ennþá ekki fundið sér pláss og eru í miklum vandræðum. Myndlistarfélagið er hagsmunafélag myndlistarmann og höfum við sem sitjum í stjórn mikinn áhuga á því að kynna okkur starfsemi SÍM betur hvað varðar þessi málefni og vinna að þeim með ykkur. Við viljum síður en svo að aðstæður sem þessar og óstöðugleiki skapist í okkar vinnuumhverfi og nú höfum við tækifæri á miðvikudaginn að læra og nýta okkur hugmyndir annarra listamanna sem komnir eru lengra en við á þessu sviði. Breyttar aðstæður gætu opnað dyr að nýjum og spennandi tækifærum fyrir okkur :)

Verið hjartanlega velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur.


Hildur Friðriksdóttir með Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu

10931351_880923481929495_1061654494167432595_n

Þriðjudaginn 20. janúar kl. 17 heldur Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi í félagsvísindum við Háskólann á Akureyri, fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Hin fullkomna kvenímynd. Þar mun hún fjalla um félagslega og menningarlega mótaðar hugmyndir um kvenleika og með hvaða hætti þær birtast í menningu og listum. Jafnframt ætlar Hildur að tala um listakonur sem hafa notað listsköpun til að miðla pólitískri ádeilu á útlitskröfur samtímans.

Hildur Friðriksdóttir útskrifaðist með B.A. próf í nútímafræði við HA 2013 og stundar nú meistaranám í félagsvísindum sem og diplómanám í menntunarfræðum við sama skóla.

Þetta er annar Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Hildur Friðriksdóttir, Eiríkur Stephenson og Hjörleifur Hjartarson (Hundur í óskilum), Margeir Dire Sigurðsson, Pi Bartholdy, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Elísabet Ásgeirsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð og Jón Páll Eyjólfsson.

Hér eru allir fyrirlestrarnir í tímaröð:

13.1. Jóna Hlíf Halldórsdóttir, myndlistarkona og formaður SÍM
20.1. Hildur Friðriksdóttir, meistaranemi HA
27.1. Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson, Hundar í óskilum
3.2. Arnar Ómarsson, myndlistarmaður
10.2. Pi Bartholdy, ljósmyndari
17.2. Margeir Dire Sigurðsson, myndlistarmaður
24.2. Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekiprófessor
3.3. Elísabet Ásgeirsdóttir, myndlistarkona
10.3. Katrín Erna Gunnarsdóttir, myndlistarkona
17.3. María Rut Dýrfjörð, grafískur hönnuður
24.3. Jón Páll Eyjólfsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar

http://listak.is/

https://www.facebook.com/events/900022206698208


Rósa Sigrún Jónsdóttir og Brenton Alexander Smith opna sýningar í Listasafninu á Akureyri

large_svelgir-2_vefur

Laugardaginn 17. janúar kl. 15 verða opnaðar tvær sýningar í Listasafninu á Akureyri; annars vegar sýning Rósu Sigrúnar Jónsdóttur, Svelgir, í Ketilhúsinu og hins vegar opnar ástralski listamaðurinn Brenton Alexander Smith undir yfirskriftinni Með vélum / Together With Machines í vestursal Listasafnsins. Síðarnefnda sýningin er hluti af sýningaröð sem mun standa til 8. mars og inniheldur 8 vikulangar sýningar. Habby Osk sýndi í síðustu viku en aðrir sýnendur eru í tímaröð: Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Þóra Karlsdóttir, Joris Rademaker, Lárus H. List og Arnar Ómarsson.

Rósa Sigrún Jónsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands 1987 og Listaháskóla Íslands 2001. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Rósa var formaður Myndhöggvarafélagsins í Reykjavík í fjögur ár auk þess að vera fulltrúi SÍM í Listskreytingasjóði og sitja sem varamaður í stjórn félagsins.

„Það er eitthvað við handavinnu sem nær tökum á mér, hendurnar verða háðar henni og höfuðið finnur ekki frið nema eitthvað sé í gangi milli handanna,“ segir Rósa. Frá útskrift úr Listaháskólanum hef ég öðru hvoru sett upp nokkuð stórar textílinnsetningar byggðar upp af hekli og prjóni sem strekkist út í rýminu. Mér finnst áhugavert að skoða þennan efnivið sem á sér svo djúpar rætur í menningarheimi kvenna og láta reyna á þanþolið í þræðinum“.

Að þessu sinni fékk Rósa til liðs við sig hóp kvenna sem hefur heklað og prjónað samkvæmt nokkrum fyrirfram gefnum reglum um form og liti frá því í ágúst 2014. Sýningin stendur til 1. mars.

http://www.listak.is

Brenton_vefur-300x450


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband