Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Myndlistarsýningin START opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Verksmiðjan
Menningarmiðstöð á Hjalteyri

Neðst á Hjalteyri // 601 Akureyri // verksmidjan.blogspot.com // 461 1450 // 865 5091


START

02.08. – 23.08.2008

Alexander Steig, Þýskalandi
Arna Valsdóttir, Íslandi
Boekie Woekie, Hollandi
Kristján Guðmundsson, Íslandi
Magnús Pálsson, Íslandi/Bretlandi
Nicolas Moulins, Frakklandi/Þýskalandi
Sigga Björg Sigurðardóttir, Íslandi/Skotlandi

Opið fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14:00 - 17:00

Nánari upplýsingar á http://www.verksmidjan.blogspot.com

---
Myndlistarsýningin START opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri, laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14:00.
Sýningin stendur til 23. ágúst.
Opið frá fimmtudegi til sunnudags klukkan 14:00 - 17:00

Dagsskrá:

Laugardagurinn 2. ágúst
14:00 Opnun. Þátttakendur eru Sigga Björg Sigurðardóttir, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Alexander Steig, Boekie Woekie, Nicolas Moulin og Arna Valsdóttir.

15:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
17:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
18:00 Ghazi Barakat, tónlistaratriði

Sunnudagurinn 3. ágúst
14:00 - 17:00 Listasmiðja
fyrir börn og foreldra. Opið öllum.

Laugardagurinn 9. ágúst
10:00 - 15:00 Listasmiðja fyrir börn
15:00 Arna Valsdóttir, Sönggjörningur
18:00 Kammerkórinn Hymnodia

Sunnudagurinn 10. ágúst
10:00 - 15:00 Listasmiðja fyrir börn
Listasmiðjurnar eru fyrir 10 til 14 ára krakka, ekkert þátttökugjald.
Umsjónarmenn: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Gústav Geir Bollason og Þórarinn Blöndal.
Skráning hjá Aðalheiði í síma 865 5091

Sunnudagurinn 17. ágúst
15:00 Ljóðadagskrá
í umsjón Jóns Laxdal

Sýningin stendur til 23. ágúst.

Stuðningsaðilar eru Menningarráð Eyþings, Impra, Nýsköpunarmiðstöð, Þýska sendiráðið og BYKO.

Nýtt upphaf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Fyrsta sýningin í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri er samansett af ólíkum myndlistarmönnum af þremur kynslóðum sem vinna í sex löndum. Þau vinna með innsetningar, kvikmyndir, myndbönd, hljóð, málverk, teikningar og gjörninga, svo eitthvað sé nefnt. Verksmiðjan sjálf er spennandi útgangspunktur og umgjörð fyrir verkin sem sum eru gerð sérstaklaga fyrir þessar aðstæður en önnur fá nýja merkingu í þessu hráa umhverfi.

Menningarhátíð á Hjalteyri í ágústmánuði

Von okkar listamannanna sem standa að Verksmiðjunni er að Hjalteyrarverksmiðjan og umhverfi hennar verði framtíðarstaður listamanna og þá væri sérstaða hennar í listheiminum veruleg. Hún yrði nokkurs konar frumbýli - listin nemur land - og brúaði með því bil á milli þéttbýlis og landsbyggðar en einnig landsbyggðar og umheims. Hún yrði hvortveggja í senn; svæðisbundin og næði jafnframt til stærri heildar, þar sem hún myndi bæði taka mið af þörfum og áhuga íbúa næsta nágrennis en um leið opna gáttir til umheimsins fyrir tengsl sín og samstarf við erlenda aðila. Umhverfið og húsakynni Hjalteyrar-verksmiðjunnar vekur athygli, hefur áhrif á sköpun og mótar starfsemina. Unnið hefur verið að grunnendurbótum á Verksmiðjunni en tekið tillit til umhverfisins og þess hvernig húsakynni eru í raun. Samspil náttúruafla og mannvirkja hefur verið haft í huga og að leiðarljósi. Verksmiðjan er eitt listaverk út af fyrir sig.
 

Aðstandendur Verksmiðjunnar eru:

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
Arna Valsdóttir
Arnar Ómarsson
Gústav Geir Bollason
Hlynur Hallsson
Jón Laxdal Halldórsson
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Lene Zachariassen
Véronique Legros
Þórarinn Blöndal

Clémentine Roy
Henriette van Egten
Kristján Guðmundsson
Jan Voss
Nicolas Moulin
Rúna Þorkelsdóttir


verksmidjan_uti_1.jpg


Joris Rademaker opnar sýningu í Grafíksafni Íslands

img_1460
 
SKIPULAGT KAOS Í SVARTHVÍTU
 
Joris Rademaker opnar sýningu í Grafíksafni Íslands, Tryggvagötu 17 í Reykjavík, laugardaginn 2. ágúst kl. 14 og eru allir velkomnir.
Form og fundið efni einkenna verk Jorisar. Hvorttveggja á sér rætur í einhverju lífrænu, tengist mannslíkamanum eða öðrum náttúrulegum efnum.
Joris er líklegast eini listamaðurinn hér á landi sem vinnur málverk í svart hvítu en með þeim einföldu andstæðum nær hann einmitt svo vel að skapa átakamikil blæbrigði sem njóta sín hvað best í þessum (hálf)mennsku formum.
Svart hvít áferðin undirstrikar bæði tenginguna við óendanleikann og við prentverkið.

Joris er fæddur í Hollandi árið 1958. Útskrifaðist úr AKI myndlistarskólanum árið 1986 og hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar bæði hér á landi sem og í Hollandi. Hann hefur verið búsettur á Akureyri frá árinu 1991 og rekur þar Gallerí Plús ásamt Pálínu Guðmundsdóttir.

Nánari upplýsingar um Joris er að finna á http://www.joris.blog.is


Amí Guðmann, Björg Eiríksdóttir og Sveina Björk Jóhannesdóttir opna sýningu í Ketilhúsinu

Amí Guðmann, Björg Eiríksdóttir og Sveina Björk Jóhannesdóttir opna sýningu í Ketilhúsinu laugardaginn 2. ágúst.
Þar má sjá textíl, málverk, ljósmyndir, fatahönnun og video. Tekist er á við hviður, bakstur, upphaf, þræði, munstur, hindber, rjóma, dýpt, hringiðu, nafla, næringu, áferð, val og útsaum upp á nýtt.

Allir velkomnir á opnun.
Sýningin stendur til 17. ágúst.


Íbúð fyrir gestalistamenn í Hveragerði

hveragerdi

Myndlistarmenn - Rithöfundar - Tónlistarmenn

Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í húsinu Varmahlíð í Hveragerði.  Íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og tækjum og Hveragerðisbær mun greiða kostnað vegna rafmagns og hita.  Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu. Engin vinnustofa fylgir húsnæðinu.

Óskað er eftir því að í skriflegum umsóknum, sem senda á til menningarmálanefndar Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, komi fram æskilegt dvalartímabil og að hverju listamaðurinn hyggst vinna meðan á dvölinni stendur.
Úthlutun dvalartímabila mun fara fram í september og mun vera úthlutað frá október 2008.

Allar frekari upplýsingar svo og umsóknareyðublöð fást á skrifstofum Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstræti 16, sími 551 1346, Rithöfundasambands Íslands, Gunnarshúsi,  Dyngjuvegi 8, sími 568 3190 og Félagi íslenskra Hljómlistamanna, Rauðagerði 27, sími 588-8255. Einnig er hægt að leita upplýsinga hjá menningar- og frístundafulltrúa Hveragerðisbæjar í síma 483 4000.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is
Umsóknarfrestur er til 1. september n.k.
Menningarmálanefnd Hveragerðisbæjar


Alexander Steig sýnir í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

tv-trainer2.jpg

ALEXANDER STEIG 

TV TRAINER 

27.07. - 13.09.2008 

Opnun sunnudaginn 27. júlí 2008, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri • +354 4623744

www.hallsson.de



Sunnudaginn 27. júlí 2008 klukkan 11-13 opnar Alexander Steig sýninguna “TV-trainer” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Verkið er byggt á gjörningi og myndbandsinnsetningu og hefur þegar verið sýnt í Musée d´Art Moderne et Contemporain de Strassbourg, Dartington Gallery í Totnes á Bretlandi og í MoNA í Poznan í Póllandi. Nánari upplýsingar um verk Alexanders Steig er að finna á http://www.alexandersteig.de
Meðfylgjandi mynd er úr verkinu.

 

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Alexanders Steig stendur til 13. september 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.

Kunstraum Wohnraum er að finna hér 


Anna K. Mields og Linda Franke opna sýningu í Deiglunni föstudaginn 25. júlí kl. 17

droppedimage.jpg


Anna K. Mields og Linda Franke sem dvelja nú í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri opna sýninguna "The Living House" í Deiglunni, föstudaginn 25. júlí. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi. Sýningin hefst á spennandi gjörningi klukkan 5 á föstudeginum.
Þema sýningarinnar er leyndardómurinn í hversdagslegum hlutum. Matur, diskar og húsgögn umkringja okkur. Þessir hlutir eru markaðir hversdagslegum gjörðum okkar. Daglegar venjur okkar eru nánast ómeðvitaðar, en þegar við gerum þær að athöfn breytist skynjun okkar á þeim.
Hvað ef þessir hversdagslegu hlutir fá sitt eigið líf? Er munur á trúnni á hið leyndardómsfulla og yfirnáttúrulega og hátækni og funksjónalisma?
 

 
Nánari upplýsingar um listamennina má fá á heimasíðum þeirra:
www.artnews.org/annakatharinamields

www.lindafranke.com

Sjá einnig
http://www.listasumar.akureyri.is/Blogg/Blogg.html


Alexander Steig opnar sýningu í galleríBOXi á Akureyri, laugardaginn 26. júlí 2008 klukkan 16

polaris.gif

 

Alexander Steig
POLARIS
26.07. - 17.08. 2008

Laugardaginn 26. júlí 2008 klukkan 16:00 opnar Alexander Steig sýninguna POLARIS í galleríBOXi, Kaupvangstræti 10 á Akureyri.

Alexander Steig er fæddur 1968 Hannover, Þýskalandi en býr og starfar í München. Hann sýnir þrjú vídeóverk í galleríBOXi sem nú hefur verið stækkað til muna. Myndlistarfélagið hefur tekið við rekstri á galleríBOXi en sýningardagskrá sem búið að var að skipuleggja út árið 2008 verður fylgt eftir.

Nánari upplýsingar um Alexander Steig er að finna á http://www.alexandersteig.de

Meðfylgandi mynd er úr einu verkanna.

Nánari upplýsingar er einnig að finna á http://www.galleribox.blogspot.com

galleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Sýningin stendur til sunnudagsins 17. ágúst 2008.


--
galleríBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com
Jóna Hlíf sími: 6630545

Myndlistarfélagið
http://mynd.blog.is


Þorsteinn Gíslason sýnir í fjárhúsum að Brekku í Norðurárdal

Myndlistarsýningin Flug verður opnuð laugardaginn 26.júlí kl.16:00 í fjárhúsum að Brekku í Norðurárdal í Borgarfirði. Listamaðurinn Þorsteinn Gíslason (Steini) sýnir þar ný og eldri málverk, skúlptúr og hljóðverk. Sýningin er opin til 1.ágúst. Upplýsingar í síma 435-0044.

Gallerí Víð8tta601


Anna Gunnarsdóttir sýnir Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN


„Huldartýrur” - Ljós úr þæfðri ull
Anna Gunnarsdóttir sýnir Á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN

17. júlí til 5. ágúst 2008


Ný sýning var opnuð í  Aðalstræti 10, þann 17. júlí.
Að þessu sinni er það bæjarlistamaður Akureyrar 2008 til 2009, Anna Gunnarsdóttir, sem sýnir Á skörinni og kallast sýningin „Huldartýrur”.
 
Anna mun sýna ljós úr þæfðri íslenskri ull. "Þessi ljós eru annars vegar álfahattar sem ég kalla svo og þetta eru líka snjóboltar og kuðungar. Ég set íslensku ullina í öðruvísi form og hlutverk."
 
Grunnurinn í ljósum Önnu er hvít ull sem hún hefur meðal annars skreytt með hinu sígilda lopapeysumynstri eða saumað út í með ýmsum litum.
 
Sýningin stendur til 5. ágúst og er opin sem hér segir:
Virka daga frá kl. 9.00 - 18.00 og fimmtudaga til kl. 22.00
Laugardaga og sunnudaga frá kl. 12.00 – 17.00.

 
HANDVERK OG HÖNNUN
Aðalstræti 10
101 Reykjavík
www.handverkoghonnun.is

Anna Mields opnar sýningu í DaLí Gallery laugardaginn 19. júlí kl. 17

08a_sibille_macht_was

Þýska listakonan Anna Mields opnar myndlistasýningu í DaLí Gallery laugardaginn 19. júlí kl. 17.
 
Anna Mields dvelst nú á gestavinnustofu Gilfélagsins og er þekkt fyrir að vinna útrfá hefðbundnu kyrralífi og fetisma.
Í DaLí Gallery fjallar hún um hina ímynduðu fertugu konu Sibille Scmidt frá A - Þýskalandi, tilfinningalíf hennar og sterialtypu síns tíma.
 
DaLí gallery er opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17 meðan sýningar standa yfir.

Sýning Önnu Mields er til 31. júlí.
 
Anna Mields s.6908630
http://artistsstudio.blogspot.com
 

Anna Mields recent work deals with association themes of still life tradition and fetishism.
By using reproduced fruits the preserved image presents a moment between freshness and decay. Often presented or displayed on structures suggesting containment the casts functions as strange decoration or obtains a function as character.
 Within the videos everyday food products occur alienated from its usual appearance and there specific movement is created through a performative act. Within those situations the former disregarded object gains meaning signifying different conditions of the human body. 


Theme of the show at the Gallerie Dali in Akureyri is a fictive woman character called Sibille Schmidt. Sibille is a woman aged around 40 living in the former GDR (East Germany) in the late 1970s. She is a future imagination based on bygone facts: a personified emotion and stereotype.
The show consists of a set-up like an interior space creating in a subtle way the mental persona of “Sibille Schmidt”. Segments of interior and furniture are combined with banal objects. The objects take on a role in an “absurd” play by creating new associations all around the domestic space and oppressed feelings. The show window like situation will do its uncomfortable touch to those naked stripped bare attitudes of the intimate.  

The installation refers to a foreign sensation that directly links the interior with the human body.
As leftovers of a happening the objects will be ghostly witnesses of what hade happened. Developed into autonomous objects and displayed in the gallery they create the mental portrait of Sibille Schmidt.

 

Kær kveðja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com

opið lau-sun kl.14-17 í sumar


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband