Myndlistarfélagið stofnað

fundir 038

Stofnfundur Myndlistarfélagsins var haldinn í Deiglunni á Akureyri þann 26. janúar 2008. Hátt í 50 myndlistarmenn mættu á fundinn og eru stofnfélagar um 60.
Tilgangur og markmið Myndlistarfélagsins eru:

Að efla samtök myndlistarmanna og vera málsvari þeirra.
Að bæta kjör og starfsgrundvöll myndlistarmanna, gæta hagsmuna þeirra.
Að efla umræðu um myndlist og auka þekkingu og fræðslu um myndlist.
Að auka myndlist á Norðurlandi sérstaklega og koma á samstarfi við opinbera aðila á svæðinu.
Að standa fyrir sýningum á verkum félaga Myndlistarfélagsins.
Að koma á samvinnu við listamenn, erlendis sem og hér á landi.

Lög félagsins voru samþykkt og einnig ályktun um að efla beri starfslaun Akureyrarbæjar til listamanna. Umræður urðu um starfsaðstöðu myndlistarmanna og lagt til að gerð verði könnun á stöðu myndlistarmanna á svæðinu. Fjölmargar hugmyndir komu fram um starfsemi félagsins og uppbyggilegar tillögur.

Stjórn félagsins var kosin og hana skipa:
Hlynur Hallsson, formaður
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, varaformaður
Brynhildur Kristinsdóttir, ritari
Þórarinn Blöndal, vararitari
Gunnar Kr Jónasson, gjaldkeri
Varamenn:
Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viðar

fundir 047


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar get ég skráð mig í félagið?

Karen Dúa (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Myndlistarfélagið

Sæl Karen, best að senda póst á hlynur(hjá)gmx.net

Bestu kveðjur,

Myndlistarfélagið, 29.1.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband