Opið myndlistarverkstæði fyrir börn í Deiglunni

55959880_1028759730640748_4972013442186608640_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-dus1-1

Opið myndlistarverkstæði fyrir börn á aldrinum 7 - 10 ára í Deiglunni laugardaginn 13. Apríl 2019, kl. 13:30 - 17:30.

Myndlistakennararnir Sigrún Birna Sigtryggsdóttir og Guðmundur Ármann Sigurjónsson verða á staðnum til að leiðbeina.
Til boða stendur að mála, gera skúlptúra úr tré, pappír og endurunnu efni. Einnig verður hægt að þrykkja hæðarprent með einföldum efnum á pappír. Börnin geta komið og verið eins lengi eða stutt og þau vilja og prófað ýmsa miðla. Lagt er til að forráðamenn séu nálægt og við hvetjum forráðamenn og börn til að vinna saman.

Börnin geta tekið verkin með sér heim að degi loknum.
Fatahlífar verða í boði en við hvetjum þátttakendur til að mæta í fötum sem mega skemmast.
Engin skráning nauðsynleg, bara mæta.

Deiglan, Kaupvangsstræti 23, Akureyri.

Viðburðurinn er hluti af Barnamenningarhátíð á Akureyri og er styrktur af Akureyrarbæ.

https://www.facebook.com/events/2388765911156069


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband