Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir opnar myndlistarsýningu í Galleri+

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, myndhöggvari, opnar myndlistarsýningu í Galleri+, Brekkugötu 35 á Akureyri, laugardaginn 31.janúar kl. 16.00 Sýningin ber yfirskriftina "Með tvær hendur tómar" og er innsetning í þremur rýmum gallerísins. Opnunartími gallerí+ er um helgar frá kl. 14-17.00 og aðra daga eftir samkomulagi við eigendurna, Joris og Pálínu, í síma 462 7818. Sýningunni lýkur 16. febrúar.
Anna Sigríður útskrifaðist úr MHÍ 1985 og fór í framhaldsnám í myndmótunardeild AKI listaakademíunnar í Enschede í Hollandi til 1989. Anna Sigríður hefur verið starfandi listamaður síðan og sýnt víða.


Mannréttindabíó KvikYndis

logo_sendirad2Mánudaginn 2. febrúar sýnir KvikYndi tvær myndir í röð heimildarmynda sem fjalla um mannréttindi. Það er Franska sendiráðið á Íslandi sem lánar myndirnar.
Sýningar fara að venju fram á efstu hæð í Rósenborg og byrja kl. 18:00. Leyfilegt er að taka með sér nesti. Hvor myndin er rúmlega 50 mínútur að lengd


Lecon de Biélorusse - A lesson of Belarussian

Eftir Miroslaw Dembinski
2006
Pólland
56 mínútur

After the collapse of the USSR, a breeze of freedom blew over Minsk University. But when Lukashenko came to power in 1995, Belarus returned to a dictatorship. Despite brutal repression, young Belarusians embody the resistance against the government. Intelligent, talented students are getting organised and calling for a democratic Belarus

http://www.imdb.com/title/tt0920739/

http://www.imdb.com/title/tt0920739/awards


Selves and Others: Un Portrait D´Edward Said

Eftir Emmanuel Hamon
2002
France
52 mínútur

A portrait of the great Palestinian intellectual shortly before his death. In this long interview, Edward Said reminisces about his live, his background, his studies, his daily engagement. He defends his concept of the intellectual and defines his position in the Israel-Palestine conflict.

http://www.imdb.com/title/tt0448928


Vinnudagur í GalleriBOXi

galleribox_772526 Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins er að plana að hafa vinnudag í GalleriBOXi næsta laugardag, 31. janúar frá 11:00 og fram eftir, sjáum bara til með hvað fólk endist.
Hvetjum alla til að mæta og sýna lit, margar hendur vinna létt verk.

Kveðja

Sýningarnefnd GalleriBOX


Gestalistamaður gilfélagsins, Scott Rogers, með opna vinnustofu

scott_777492.jpg

Gestalistamaður Gilfélagsins, Scott Rogers, verður með opna vinnustofu næstkomandi föstudagkvöld, þann 23. Janúar. Gestir og gangandi eru velkomnir í spjall. Endilega komið og takið vini og vandamenn með.
Það verður opið frá 18:00 og frameftir fyrir gesti og gangandi.

Nánari upplýsingar um Scott Rogers má finna hér og á vefsíðu hans.

Gestavinnustofan er einnig komin á Facebook og má finna slíðu hennar hér.


The guest artist of January, Scott Rogers, will have an open studio this Friday evening, 23rd January. The studio opens at 18:00 and will be open throughout the evening. Everyone is welcome to come by, talk with the artist and socialize.

More information on Scott Rogers can be found here and on his website.

The Guest artists' studio now has its own facebook page for those who are interested, the site can be found here.


Nýtt verk á VeggVerki og opnunarveisla í GalleríBOXi

VeggVerk
Strandgötu 17

STYRKUR
24.01 - 07.03.2009

Níu manna hópur úr listhönnunardeild Myndlistarskólans á Akureyri
sýnir veggverkið Styrkur. Verkið er þrívíddarverk með skírskotun í
tölvuleikinn vinsæla Super Mario Bros.

Sveppurinn í tölvuleiknum, sem verkið byggist á,  gefur einmitt
leikendum aukinn styrk, og þaðan er nafn verksins runnið.

Markmiðið með verkinu er að skapa eitthvað myndrænt og táknrænt sem
jafnframt á skírskotun í nútímann. Með verkinu viljum við líka gefa
þeim sem þess njóta aukinn styrk á þessum erfiðu tímum sem nú eru
uppi.

Opnunarpartý í tilefni af sýningu verksins verður haldið í Gallerí
Boxi, Kaupvangsstræti 10, laugardaginn 24. janúar kl. 20.00. Allir
VELKOMNIR.


Hópurinn:

Aldís María Valdimarsdóttir
Ásta Rut Björnsdóttir
Berglind H Helgadóttir
Dagrún Íris Sigmundsdóttir
Guðrún Huld Gunnarsdóttir
Helgi Vilberg Helgason
Karen Lind Árnadóttir
Sindri Smárason
Unnur Jónsdóttir

www.veggverk.org
Verkefnastjóri: Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Sími: 6630545


Nes listamiðstöð - Laust í febrúar og mars 2009 með styrk

sjondeildarh

 

Vegna forfalla eru nú laus pláss í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd í
febrúar og mars 2009.Með húsnæðinu fylgir einnig vinnustofupláss í
vinnustofum Ness. Að öllu jöfnu þarf að greiða fyrir dvöl í
listamiðstöðinni en vegna styrks frá Menningarráði Norðurlands-vestra
gefst íslenskum listamönnum nú kostur á að dvelja endurgjaldslaust í Nesi.
Í staðinn skilji umsækjendur eitthvað eftir sig í bæjarfélaginu sem gæti
talist samsvara styrknum.  Það má vera upplestur, listsýning
myndlistarsýning, leiklestur, vinna með íbúum bæjarins eða hvað það sem
listamaðurinn kærir sig um.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á www.neslist.is
og skulu þær sendast á umsokn@neslist.is. Fyrirspurnum er svarað á
nes@neslist.is eða í síma 864 0053.


Kveðja
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Verkefnisstjóri
Nes Listamiðstöð
545 Skagaströnd


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í Boekie Woekie í Amsterdam

68csten.jpg

Boekie Woekie invites you to be present at the opening of an exhibition of sheep head sculptures, a video and drawings by Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.

Please join us for this occasion around 4pm on Saturday, January 24th, 2009!

If you can’t make it for the opening, the exhibition will be up till February 18th.

Réttardagur

For some time I have been preparing exhibitions or happenings with the title Réttardagur.

Réttardagur is the magical day in smaller Icelandic communities when sheep are gathered from the mountains. It marks the completion of a circle and the beginning of a new chapter.
I intend to display variations of this theme in 50 exhibitions to celebrate my fiftieth birthday in five years time with hundreds of sculptures of sheep, horses, dogs, farmers and bystanders during the next five years.
Society’s various forms have always been my subject. Two-dimensional at first, my works became three-dimensional in recent years. I have often invited people to participate in my exhibitions. Lecturers, musicians, children, actors, poets and other artists. I like it when something unexpected is added to my work.
In Boekie Woekie I exhibit a few sheep head sculptures, a video and drawings. All in the spirit of the tradition of the month of þorri which is now and when we Icelanders eat smoked and sour lamb meat.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Find more information at http://www.freyjulundur.is.

Aðalheiður has before exhibited in Boekie Woekie in 2002.


Boekie Woekie, books by artists
Berenstraat 16
NL 1016 GH Amsterdam
The Netherlands

open daily from 12 to 6

phone + fax: + 31 (0)20 6390507
email: boewoe@xs4all.nl
internet catalogue: www.boekiewoekie.com


Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sýnir á Mokka

“Sé þig” á  Mokka á Skólavörðustígnum

Frá og með 23. janúar sýnir Yst Ingunn St. Svavarsdóttir sálfræðingur og fagurlista-verka-kona vatnslitamyndir, 52 litaspil sem er lita-stúdía, unnin sumarið 2007.
 : - 17 þrennur og einni betur.  Þrennan fæst á 15 þúsund (hjá Eddu gsm: 6617486)

Í könnuninni er skírskotað m.a. til Indíánamenningar, en einnig til japanskrar, finnskrar  og  spánskrar listar, í leit að litum. Þetta er 10. einkasýning Ystar sem lauk 2ja ára MFA námi sínu frá Newcastle   University á Bretlandi í september síðastliðnum.

Nánari upplýsingar á:  yst.is


Finnur Arnar sýnir "Húsgögn" í Laxdalshúsi

finnur.jpg
Föstudaginn 16. janúar opnaði myndlistarmaðurinn og leikmyndahönnuðurinn Finnur Arnar sýninguna Húsgögn í Laxdalshúsi.
Sýningin stendur til 28. febrúar.

Ásamt þeirri sýningu sem opnaði þessa helgi er sýning á vegum Leikminjasafnsins um leiklist á Akureyri og Norðurlandi.
Á efra lofti hússins er svo lítið sýnishorn af leikbrúðum Jóns E. Guðmundssonar, merkasta frumherja íslenskrar brúðuleiklistar á síðustu öld.  Einnig má sjá þar hana Grýlu í öllu sínu veldi.  


Laxdalshús er opið alla sunnudaga milli 13:00 til 17:00

Laxdalshús, Hafnarstræti 11, sími 899-6768

Opinn vinnudagur í GalleríBOXi í dag

galleribox_772526.jpgLaugardaginn 17. janúar kl. 14:00-16:00 verður opinn vinnudagur í BOXinu.

Sýningarnefndin mun einnig kynna sýningardagskrána 2009.   

Allir velkomnir!

Bestu kveðjur,
Stjórn Myndlistarfélagsins


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband