Bloggfærslur mánaðarins, desember 2016

REITIR, sýning og málstofa í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

15585031_1203443563081327_8197484377012006687_o

REITIR í samstarfi við Akureyrarstofu, Listasafnið á Akureyri, Alþýðuhúsið á Siglufirði, Evrópu Unga fólksins og Haack_Marteinsson bjóða þig velkominn á bókaútgáfu REITA

Í tilefni útgáfu bókar Reita, Tools for Collaboration, verður opnuð sýning og málstofa haldin í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi laugardaginn 17. desember kl. 15. Viðburðurinn er öllum opinn, án endurgjalds. Smiðjan Reitir hefur nú verið haldin síðustu fimm sumur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og til að fagna þeim áfanga hefur hópurinn unnið að ítarlegri greiningu á verkefninu. Eftir marga mánaða vinnu er útkoman 448 blaðsíðna bók sem tekur saman öll helstu atriði smiðjunnar og miðlar þeirri þekkingu sem þar hefur orðið til á síðustu árum. Bókin er hagnýtur leiðarvísir að menningartengdu frumkvöðlastarfi og innblástur fyrir alla þá sem eru áhugasamir um lausnamiðað og skapandi starf.

Dagskráin er eftirfarandi:
15.00 Opnun sýningar og bókaútgáfu
15.15 Ávarp ritstjóra
16.00 Málstofa
17.10 Boðið uppá kartöflusúpu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur

Málstofan verður miðuð að einstaklingsframtaki og frumkvöðlastarfi í menningu og þeim verkfærum sem hægt er að beita á þeim grundvelli. Hluti viðburðarins fer fram á ensku.

Málstofan er styrkt af Akureyrarstofu, sem er heimahöfn menningar-, markaðs-, kynningar- og ferðamála hjá Akureyrarbæ. Við þökkum þeim stuðninginn!

ATH: Það er sérstakur útgáfuviðburður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði klukkan 17:00 föstudaginn 16.desember.

https://www.facebook.com/events/1299090130143283


Hitt og þetta, hingað og þangað í Kaktus

15304547_1019230251533231_565673238101791985_o

Jónína Björg Helgadóttir heldur sölusýningu þar sem hún sýnir verk sem hún hefur málað hingað og þangað um bæinn, eitt verk á mánuði. Fleiri verk verða til sýnis og sölu, en Jónína er að flytja vinnustofuna sína úr Kaktus og yfir í Flóru um áramótin svo það verður öllu til tjaldað!

Opið:
Föstudag frá kl. 19 -22
Laugardag frá kl. 13-19
Sunnudag frá kl. 13-19

// Jónína Björg Helgadóttir exhibits work in Kaktus. The works include paintings painted around town in the last year, some outside but inside when the weather didn't allow outside painting.
Jónína is moving her studio from Kaktus to Flóra and will be showing and selling a lot of different work, f.x. linocuts, jewellery, small and big paintings.

Open:
Friday Des. 16th 5 - 10pm
Saturday Des. 17th 1 - 7pm
Sunday Des. 18th 1 - 7pm

https://www.facebook.com/events/1431069076955056


Lista- og handverksmessa Gilfélagsins

15384355_579477522235640_2998368000932989211_o

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni laugardaginn 10. desember kl. 13 - 20. Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk, tónlist og ljóð. Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.

Þátttakendur eru:
Adam Óskarsson, Guðmundur Ármann, Hrönn Einarsdóttir, HM handverk, Jónborg Sigurðardóttir, Kristín S. Bjarnadóttir, Jökull Guðmundsson, Rósa Kristín og Karl Guðmundsson, Valdís, Þóra Þorvaldsdóttir, Þorgerður Jónsdóttir, Dóra Hartmannsdóttir, Agnes Arnardóttir, Þórhildur Örvars; Lára, Hjalti o.fl.

Nánari upplýsingar veita
Guðmundur Ármann Sigurjónsson s. 864 0086 og
Sigrún Birna Sigtryggsdóttir s. 847 7488.

Stjórn Gilfélagsins

Messur Gilfélagsins eru styrktar af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra. Gilfélagið er styrkt af Akureyrarstofu.

https://www.facebook.com/events/226276374449934


Innsæi/útfærsla á Langa gangi í Listagilinu

15289132_10205817117305741_4060628968214880741_o

Innsæi/útfærsla.

Nemendur Fagurlistar í Myndlistaskólanum á Akureyri sýna afrakstur áfanga þar sem þau útfæra hugmyndir sínar umsvifalaust á pappír/striga sem unnar eru í óritskoðuðu flæði. 

Áfanginn er undir leiðsögn myndlistamannsins Aðalsteins Þórssonar.

Sýningin er staðsett á Langa gangi í húsnæði Kaktus í Listagilinu.
Opnar á Laugardaginn 10. des. og er opin frá klukkan 14-17.
Veitingar í boði.
Aðgangur ókeypis.


Listamennirnir eru: 
Andri Fannar Kristjánsson
Aníta Friðfinnsdóttir
Atli Tómasson 
Hallrún 
Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir
Hrafnhildur Heiða Sandholt
Sara Sif
Snorri Þórðarson
Tryggvi Zophonias Pálsson

https://www.facebook.com/events/1168153746594401


Súpu- eða sushifundur í Listagilinu

15179008_1298122300209609_4768114666056745235_n

Það er komið að súpufundi í Listagilinu. Við hittumst fyrsta þriðjudag í mánuði og það er þá þriðjudaginn 6. desember 2016 kl. 12-13 á RUB 23.

Allir sem hafa áhuga á Listagilinu eru velkomnir.

Það er engin formleg dagskrá en tilvalið að ræða það sem brennur á fólki og það sem er framundan eða afstaðið. 

Það er hádegistilboð á RUB23, hlaðborð með sushi og allskonar en svo getur hver og einn einnig pantað það sem hann/hún vill.

Gott er að skrá sig á fundinn hér: https://www.facebook.com/events/699534016889045 þá veit starfsfólk RUB 23 hvað það er um það bil von á mörgum.

Sjáumst kát!

 


Hömlulaus listsköpunarhátíð í Ungmennahúsinu – Rósenborg

15259167_1161190803918119_3880839287499435907_o

Hömlulaus 2016, 7. – 11. desember, Ungmennahúsið – Rósenberg, Akureyri.

Hömlulaus 2016 verður dagana 7. til 11. desember næstkomandi í Ungmennahúsinu – Rósenborg á Akureyri og er Hömlulaus haldið í annað sinn. Um ræðir 5 daga listasmiðjur undir handleiðslu starfandi Akureyskra listamanna. Miðvikudagur - föstudags frá kl 16 – 20 og laugardagur 10 til 17.

Skapandi textíl/fatahönnunarsmiðja verður í höndum Anítu Hirlekar þar sem hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið við hönnun fatalínu og kennd helstu undirstöðuatriði hönnunarferilsins. Nemendur fá innsýn inní heim fatahönnunar, frá textílhönnun og skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar. Eins munu þátttakendur skoða endurnýtingu fatnaðar. Anita Hirlekar lærði fatahönnun í London og hefur unnið með nokkrum af helstu hönnunarfyrirtækjum í London sem og á Ítalíu. 

Hömlulaust leiklistarnámskeið verður í höndum Birnu Pétursdóttur sem mun vinna með sögur úr eigin lífi og reynsluheimi þeirra er taka þátt, úr verður handrit og gert videó. Birna lærði leiklist í London og hefur frá útskrift unnið á sviði en einnig við þáttagerð fyrir sjónvarp. 

Myndlistarsmiðjan verður í höndum Earl James, Cistam, hann lærði myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri. Hann mun leggja áherslu á tjáningu og almenna kunnáttu í listinni. Hann mun taka fyrir notkun og samspil milli forms og lita og leiða þátttakendur í gegnum ferlið frá hugmynd í fullbúið veggverk. Helsta markmið Cistam er að koma hugmyndaflugi þátttakenda af stað og skapa vettvang fyrir unga listamenn til að koma og spreyta sig í skapandi umhverfi. 

Raftónlistarsmiðja verður í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) þar sem hann mun kenna undirstöðuatriðin í Ableton Live forritinu, uppbyggingu trommutakta frá grunni, almenna notkun hljóðgerval og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Siggi er starfandi tónlistarmaður og upptökustjóri, lærði í London og hefur unnið með nokkrum af helstu plötufyrirtækjum heims.

Allar nánari upplýsingar veita þeir Kjartan Sigtryggsson, e. kjartan@akureyri.is, s. 8521255 og Jóhann Malmquist, johannm@akureyri.is í Ungmennahúsinu - Rósenborg s. 4601240 frá kl 08 til 22

https://www.facebook.com/events/1028540723942121


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband