Færsluflokkur: Sjónvarp

Vídeóhátíð í GalleríBOXi

box_868822.jpg

Laugardaginn þann 27. júní kl. 14:00 mun GalleriBOX opna Vídeóhátíð
fyrir gesti og gangandi. Verkin koma víða að, þ.á.m frá Finnlandi og Bretlandi.

Skapti Runólfsson

Eva Dagbjört Óladóttir

Björg Eiríksdóttir

Morgane Parma

Bjarke Stenbæk Kristensen

Emmi Kalinen

Hekla Björt Helgadóttir

Sigrún Lýðsdóttir

Unu Björk Sigurðardóttir

Steinn Kristjánsson

Sigurlín M. Grétarsdóttir

 

Hátíðin stendur yfir þessa einu helgi, 27. júní - 28. júní, kl. 14:00 - 17:00.

Léttar veitingar í boði.

Vídeóhátíðin er styrkt af Ljósgjafanum, Fjölsmiðjunni og Menntasmiðjunni.

Myndlistarfélagið, GalleriBOX, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.

galleribox.blogspot.com

myndbrot.jpg


Sjónlistarhelgin 19.-21. september á Akureyri

bordi-animate
 
FÖSTUDAGINN 19. SEPTEMBER                                    
Listasafnið á Akureyri: kl. 10-12  Spjallað við tilnefnda listamenn um verk þeirra á sýningu Sjónlistar í Listasafninu á Akureyri.     

Brekkuskóli: kl. 13-15.30 Málþing Sjónlistar: (Un)Making of Public Space / (Af)myndun almenningsrýmis. Aðalfyrirlesari er bandaríski rithöfundurinn Jeff Byles, en einnig taka til máls heimspekingurinn Haukur Már Helgason og myndlistarkona Berglind Jóna Hlynsdóttir.
Stjórnandi málþings er Páll Björnsson sagnfræðingur. Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið. 

Glerártorg: Kl. 16.30 Opnun á nýju galleríi.  
Flugsafn Íslands: KL 19.40  bein útsending í Ríkissjónvarpinu frá afhendingu Sjónlistarverðlaunanna.

LAUGARDAGINN 20. SEPTEMBER    
Listasafnið á Akureyri: kl. 14-16  Spjallað við tilnefnda listamenn um verk þeirra á sýningu
Sjónlistar í Listasafninu. 
List í byggingalist- arkitektar og listnemar leiða saman hesta sína í völdum byggingum.


Verksmiðjan Hjalteyri: Kl. 16. Siglt með Húna II til Hjalteyrar á sýninguna Grasrót 2008 sem opnar kl. 17. Björk Viggósdóttir, Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus), Halldór Ragnarsson, Jeanenette Castoni og Jóna Hlíf Halldórsdóttir.  Á leiðinni vídeóverk, gjörningar ,tónlist, söngur og ýmsar uppákomur.  
 

Galleríin opin: Gallerí Jónas Viðar – Sigtryggur Baldvinsson, Ketilhúsið – Anna Gunnarsdóttir, Dali - gallerí – Kristinn Már Pétursson, Gallerí svartfugl og hvítspói – sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Café Karólína
- Sigurlín m. Grétarsdóttir, Safnasafnið. gullsmiðir með opið hús og kynningu á
verkum sínum.
Íslensk hönnun og gjörningar í verslunum og margt, margt fleira. 
Deginum lýkur með glaum og gleði á veitinga- og skemmtistöðum bæjarins þar sem grímubúningar, náttföt og ýmiskonar furðufatnaður verður í hávegum hafður.

SUNNUDAGINN 21. SEPTEMBER
Kunstraum Wohnraum kl. 11.00  Arna Valsdóttir. 
Gallerí Box  Anna  McCarthy og Heimir Björgúlfsson.
                                                                                                   
Gullkorn í byggingarlistasögu Akureyrar.
Göngukort Loga Más Einarssonar arkitekts á milli merkra bygginga bæjarins. Kortið  liggur frammi á kaffihúsum í bókabúðum og víðar. 
Gisting á Akureyri kostar frá 2000,- 


www.visitakureyri.is

www.flugfelag.is  

www.trex.is 
 
Sjónlist er á Facebook og www.sjonlist.is 


Alexander Steig sýnir í Kunstraum Wohnraum á Akureyri

tv-trainer2.jpg

ALEXANDER STEIG 

TV TRAINER 

27.07. - 13.09.2008 

Opnun sunnudaginn 27. júlí 2008, klukkan 11-13  

Opið samkvæmt samkomulagi

 

KUNSTRAUM WOHNRAUM             

Hlynur Hallsson • Kristín Kjartansdóttir

Ásabyggð 2 • IS-600 Akureyri • +354 4623744

www.hallsson.de



Sunnudaginn 27. júlí 2008 klukkan 11-13 opnar Alexander Steig sýninguna “TV-trainer” í Kunstraum Wohnraum á Akureyri.

Verkið er byggt á gjörningi og myndbandsinnsetningu og hefur þegar verið sýnt í Musée d´Art Moderne et Contemporain de Strassbourg, Dartington Gallery í Totnes á Bretlandi og í MoNA í Poznan í Póllandi. Nánari upplýsingar um verk Alexanders Steig er að finna á http://www.alexandersteig.de
Meðfylgjandi mynd er úr verkinu.

 

Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Alexanders Steig stendur til 13. september 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 4623744.

Kunstraum Wohnraum er að finna hér 


Alexander Steig opnar sýningu í galleríBOXi á Akureyri, laugardaginn 26. júlí 2008 klukkan 16

polaris.gif

 

Alexander Steig
POLARIS
26.07. - 17.08. 2008

Laugardaginn 26. júlí 2008 klukkan 16:00 opnar Alexander Steig sýninguna POLARIS í galleríBOXi, Kaupvangstræti 10 á Akureyri.

Alexander Steig er fæddur 1968 Hannover, Þýskalandi en býr og starfar í München. Hann sýnir þrjú vídeóverk í galleríBOXi sem nú hefur verið stækkað til muna. Myndlistarfélagið hefur tekið við rekstri á galleríBOXi en sýningardagskrá sem búið að var að skipuleggja út árið 2008 verður fylgt eftir.

Nánari upplýsingar um Alexander Steig er að finna á http://www.alexandersteig.de

Meðfylgandi mynd er úr einu verkanna.

Nánari upplýsingar er einnig að finna á http://www.galleribox.blogspot.com

galleríBOX er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Sýningin stendur til sunnudagsins 17. ágúst 2008.


--
galleríBOX
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com
Jóna Hlíf sími: 6630545

Myndlistarfélagið
http://mynd.blog.is


Peter Alexander dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins í febrúar 2008

peterandwolf3

Peter Alexander er fæddur 1984, býr og starfar í London í Englandi. Hann lauk B. Sc prófi frá University College London –Bartlett Architect School árið 2007.
Hann dvaldi í Hollufgård Gestavinnustofunni í Óðinsvéum árið 2005. Hann vann fyrir skúlptúristann og skartgripahönnuðinn Andrew Logan árið 2005. Árið 2006 var hann aðstoðarmaður ljósmyndarans Wolfgang Tillmans 2006. Wolfgang Tillmans fékk bresku Turnerverðlaunin árið 2000.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband