Fćrsluflokkur: Trúmál og siđferđi

Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna Sjávarföll í DaLí Gallery

atlantic_ocean_9364.jpgAnna Gunnarsdóttir bćjarlistamađur Akureyrarbćjar opnar sýninguna Sjávarföll í DaLí Gallery föstudaginn 16. janúar kl. 17-19.
Verkin eru unnin út frá gamalli tćkni sem notuđ var viđ körfugerđ hjá frumbyggjum Ameríku og einnig í Malasíu. Verkin eru vafin međ ţráđum í einskonar vöndul sem er síđan formađur í hring. Kraftur verkanna líkir eftir ţeirri orku er myndast hringinn í kringum landiđ viđ sjávarföll.
Anna hefur tekiđ ţátt í fjölda sýninga hér heima og erlendis og fengiđ viđurkenningar fyrir verk sín.
Sýning Önnu Gunnarsdóttur Sjávarföll stendur til 1. febrúar og eru allir velkomnir.

 

 

Kćr kveđja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
8957173 / 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm(hjá)snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opiđ fös-lau kl.14-17 í vetur og eftir samkomulagi

 

Anna Gunnarsdóttir s.8976064
Web site: www.annagunnars.com


OPNUN Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI: ORĐ GUĐS

ordgudsbordi

Sýningin Orđ Guđs verđur opnuđ á Listasafninu á Akureyri laugardaginn 25.október kl. 15 og stendur til 14. desember. Málţing um sýninguna verđur haldiđ sama dag í Ketilhúsi kl.13.00 ţar sem ţátttakendur sýningarinnar kynna hana og taka á móti fyrirspurnum. Allir velkomnir.
Á sýningunni eiga sex listamenn verk sem fjalla um og vekja upp spurningar um ýmsa ţćtti kristinnar trúar. Gengiđ er út frá ađ fćra trúarlega umrćđu inn í íslenskan samtíma og á öđrum vettvangi en viđ höfum átt ađ venjast.

Á sýningunni er nýstárlegt verk eftir franska listamanninn Etienne de France ţar sem ţema kvöldmáltíđarinnar, hins sígilda viđfangsefni trúarlegrar listar á vesturlöndum er látiđ spegla veruleika samtímans á kómískan og gagnrýnin hátt. Sýnt verđur nýtt verk eftir Steingrím Eyfjörđ ţar sem hugađ er ađ ímynd og vilja Guđs í gagnvirku samtali viđ áhorfendur sem eru hvattir til ađ draga upp sína eigin hugmynd af Guđi.

Leitin ađ gralinum á Kili er viđfangsefni Jeannette Castioni og sett í samhengi viđ spurningar um fjársjóđ, leyndardóma og leitina ađ sannleikanum. Í verkinu  fjallar hún um ímynd og áhrif Maríu meyjar í kristinni kenningu, um móđurlíkamann sem iđulega er upphafinn og afnumin á sama tíma.

Ólöf Nordal sýnir innsetningu sína Volto santo eđa hina heilögu ásjónu ţar sem kristsmyndin er skođuđ í samhengi viđ sauđfjármenningu Íslendinga, međ tilliti til lambsins, hirđisins og ekki síst forustusauđarins. Ađrar heilagar táknmyndir kristninnar hvađ varđar sköpunarkraft Guđs og manna eru túlkađar í verkum Ţóru Ţórisdóttur međ sérstöku tilliti til kvennaguđfrćđi og veruleika heilags anda.

Bćnin sjálf, svar mannsins viđ ákalli Guđs mun fá sinn sess á sýningunni ţar sem Arnaldur Máni Finnsson býđur upp á óvenjulega ađstöđu til bćnahalds og íhugunar. Ţá eru hinum ýmsu kristnu trúfélögum á Akureyri og víđar bođiđ ađ taka ţátt í sýningunni í formi leiđsagnar ţar sem tćkifćri skapast til hugmyndalegrar samsömunar eđa ađgreiningar eftir ţörfum.  Sýningarstjóri  er Ţóra Ţórisdóttir.

Sýningunni lýkur 14. desember og er safniđ opiđ alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17.
Nánari upplýsingar veitir Ţóra Ţórisdóttir, í síma 698-0448, netfang: tora@hlemmur.is.
Hćgt er ađ nálgast pdf skjal af sýningarskrá á www.listasafn.akureyri.is eđa međ ţví ađ senda tölvupóst á art@art.is.

Kristjana Samper og Baltasar Samper sýna í DaLí Gallery

_hrimthursi.jpg

Listamennirnir Kristjana Samper og Baltasar Samper opna samsýningu í DaLí
Gallery laugardaginn 30. ágúst kl. 17 á Akureyrarvöku, afmćlishátíđ Akureyrar.

Á sýningunni verđa sýnd málverk eftir Baltasar sem unnin eru upp úr gođafrćđi, sérstaklega Eddukvćđum og skúlptúrar eftir Kristjönu sem vísa til fornrar trúar.


Kristjana Samper vinnur einkum í ţrívídd, í stein, járn, tré, leir og steinsteypu.

Í grafík, litógrafíu og koparstungu og myndverk međ blandađri tćkni.

Baltasar vinnur međ blandađa tćkni í  myndverkum sínum og síđasta áratug hefur hann ađallega unniđ međ encaustic tćkni ( innbrennt vax). Baltasar stundar grafík ađallega ćtingu og litógrafíu. Ađal viđfangsefni hans á u.ţ.b. tuttugu og fimm ára tímabili hefur veriđ hin norrćna gođafćrđi auk ţess ađ mála portrait og vinna myndir úr heimi hestsins sem hefur veriđ honum ákaflega hugleikinn og táknrćnn. Baltasar var valinn heiđurslistamađur Kópavogs 2007.
 
Sýningin stendur til 14. september og eru allir velkomnir.

 
Kćr kveđja
Dagrún og Lína í DaLí Gallery
Dagrún Matthíasdóttir 8957173
Sigurín M. Grétarsdóttir 8697872
Brekkugata 9, 600 Akureyri
dagrunm@snerpa.is
http://daligallery.blogspot.com
opiđ lau-sun kl.14-17


Serbneskur listamađur međ íkonasýningu í ţremur kirkjum

Fađir Jovica er serbneskur listamađur sem einnig er prestur í serbnesku rétttrúnađarkirkjunni. Hann er međ íkonasýningu í ţremur kirkjum nú í júnímánuđi. Í Safnađarheimili Háteigskirkju, í Glerárkirkju á Akureyri og í Skálholtskirkju.

Listamađurinn, Jovica Jovanovic nam viđ guđfrćđistofnanir í Belgrad og íkonafrćđi af hinum virta gríska íkonamálara Adonis Stergijua. Fađir Jovica hefur haldiđ íkonasýningar á listasöfnum og er ađ vinna ađ íkonastasíum í kirkjum í Serbíu. Ţá hefur honum veriđ bođiđ ađ gera íkonamyndir fyrir rétttrúnađarkirkjuna fyrir utan Parísarborg. Hann er mikill unnandi lista, einkum málaralistar. Lesiđ hugleiđingu hans: Hvađ er íkon? www.equilibriumars.com

Sýningin verđur í Glerárkirkju frá sunnudeginum 15. júní til ţriđjudagsins 17. júní, opiđ sunnudag frá 12 - 16 og frá 19 – 22, mánudag 12 -22 og á ţriđjudag 12 – 18. Framlengd miđvikudag 18. til kl. 18:00

Ţá verđur viđ lok sýningarinnar á Akureyri eins og viđ opnun sýningarinnar í Háteigskirkju flutt stutt lofgjörđ á kirkjuslafnesku, ensku og íslensku. Lofgjörđin nefnist akaţist, en ţađ orđ er ćttađ úr grísku og merkir lof- og ţakkargjörđ.

www.equilibriumars.com

 


Búdda er á Akureyri: Opnun í Listasafninu á Akureyri

listak_frettir_0108

Búdda er á Akureyri:
Oft var zen en nú er nauđzen


Laugardaginn 19. janúar kl. 15 verđur opnuđ í Listasafninu á Akureyri sýning sem hefur lífsspeki búddismans ađ leiđarljósi, en listamennirnir á henni eru Halldór Ásgeirsson, Erla Ţórarinsdóttir, Finnbogi Pétursson og hinn heimskunni bandaríski vídeólistamađur Bill Viola, sem hér sýnir í fyrsta sinn á Íslandi.

Listasafniđ á Akureyri hefur oft fariđ ótrođnar slóđir í sýningarhaldi og er ţessi sýning engin undantekning frá ţeirri reglu. Henni er ćtlađ ađ vera frćđandi og til ţess fallin ađ skapa áhugaverđa umrćđu og jafnvel deildar meiningar. Af ţeim sökum fylgir veglegt blađ međ henni sem hefur ađ geyma talsverđar upplýsingar um búddisma og ţróun hans (rúmlega 26.000 orđ). Til er gríđarlegt magn af efni um búddisma á öđrum tungumálum, en ţví miđur mjög lítiđ á íslensku og ćtti ţví ađ vera nokkur fengur ađ blađinu.

Til ađ gera sýninguna nćrtćkari íslenskum áhorfendum var leitađ á náđir kunnra íslenskra myndlistarmanna sem hafa tileinkađ sér búddisma (Halldór Ásgeirsson), ţekkja vel til hans og nota ţađ innsći í list sinni (Erla Ţórarinsdóttir), eđa virđast smellpassa í ţetta tiltekna samhengi (Finnbogi Pétursson). Á henni er einnig ađ finna nokkra hefđbundna búddíska hluti. Sérstakur gestur sýningarinnar er Bill Viola, einn virtasti myndlistarmađur heims. Viola hefur lengi veriđ kenndur viđ búddisma og setur verk hans á sýningunni, „Lostalotning“ (Observance, 2002), hana í alţjóđlegt samhengi.

Sigurđur Skúlason leikari, sem er búddisti, skrifađi fróđlegan pistil um sögu búddismans af ţessu tilefni og gerđi skrá yfir ýmis hugtök sem ţar bregđur oft fyrir. Hannes Sigurđsson, sýningarstjóri og höfundur verkefnisins, skrifar einnig ítarlega grein um búddisma og hugmyndafrćđi hans, einkum og sér í lagi tantrískan búddisma, og kemur víđa annars stađar viđ á yfirreiđ sinni, auk ţess ađ fjalla um listamennina og setja ţá í samhengi viđ búddisma. Ţá er í blađinu ađ finna samandregna endursögn hans á tveimur af mörgum bókum indverska ólíkindatólsins Oshos (1931-1990), en ţessi andlegi meistari var ţyrnir í augum bandarísku alríkislögreglunnar sem vísađi honum úr landi og var honum í framhaldi meinađ ađ stinga niđur fćti í tuttugu öđrum ţjóđríkjum.

Blađiđ setur sýninguna í víđtćkt samhengi og opnar fyrir fjölbreytilega túlkun á listaverkunum sem á henni eru. Á sýningunni geta áhorfendum einnig upplifađ búddisma á eigin skinni, ef svo má segja. Bođiđ verđur upp á ókeypis Body-Balance ćfingar í safninu í samvinnu viđ heilsurćktina Átak, sem í ţessu samhengi alveg eins mćtti nefna „Art Movements“ ţar sem fólk getur teygt sig og notiđ listarinnar á sama tíma — og ćtti ţađ ađ vera kjöriđ tćkifćri til ađ koma stirđum skammdegiskroppum aftur á hreyfingu eftir allar jólakrásirnar. Ţeir sem vilja frekar melta inntak sýningarinnar ađ zenbúddískum siđ geta tyllt sér í hugleiđsluhorn sem útbúiđ hefur veriđ í miđsal safnsins.

Sýningin stendur frá 19. janúar til 9. mars. Opiđ alla daga nema mánudaga frá 12-18. Ađgangseyrir kr. 400. Ókeypis á fimmtudögum. Máttarstólpi sýningarinnar er Eymundsson. Ađrir styrktarađilar eru: Átak, Flugfélag Ísland, Ásprent, KPMG, Securitas, Eimskip, ISS, Sparisjóđur Norđlendinga, Flügger litir og Hótel Akureyri.

Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurđsson, forstöđumađur Listasafnsins á Akureyri, í síma 899-3386. Netfang: hannes(hjá)art.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband