Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

"Ţetta vilja börnin sjá" opnar í Ketilhúsinu

ketilhus3

Sjónlistamiđstöđin á Akureyri kynnir sýninguna Ţetta vilja börnin sjá! sem opnar í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 28. apríl kl. 14 og stendur til 27. maí nk.

 
Sýningin geymir myndskreytingar úr íslenskum barnabókum á árinu 2011 og hefur sambćrileg sýning veriđ sett upp í Menningarmiđstöđinni Gerđubergi á hverju ári frá 2002. Ţátttakendur í sýningunni kepptu jafnframt um íslensku myndskreyti- verđlaunin sem kennd eru viđ Dimmalimm.  Dómnefnd hefur valiđ eina bók og úrslit nú ţegar veriđ kunngerđ en Kristín Ragna Gunnarsdóttir hlaut verđlaunin ađ ţessu sinni fyrir myndlýsingu í bókinni HÁVAMÁL, endurort af Ţórarni Eldjárn.
 
Eftirtaldir ađilar eiga verk á sýningunni: Agnieszka Nowak,  Baldur Jóhannsson, Bjarni Ţór Bjarnason, Björk Bjarkadóttir, Brynhildur Jenný Bjarnadóttir, Elvar Ingi Helgason, Guđrún Kristín Magnúsdóttir, Halla Ţórlaug Óskarsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét E. Laxness, Óskar Jónasson, Ragnheiđur Gestsdóttir, Rósa Grímsdóttir, Sigrún Eldjárn, Sigrún Guđjónsdóttir, Stella Sigurgeirsdóttir, Ţórarinn Már Baldursson og Ţórir Karl Celin.
 
Ţetta vilja börnin sjá!er farandsýning sem hóf ferđ sína í Gerđubergi í janúar sl. Eftir ađ sýningartímanum í Ketilhúsi lýkur verđur hún sett upp í Bókasafni Árborgar, Bókasafni Akraness, Sláturhúsinu, Menningarhúsinu Egilsstöđum, Menningarmiđstöđ Hornafjarđar, Sögusetrinu Hvolsvelli og Safnahúsinu á Húsavík.
 
Ketilhúsiđ er opiđ miđvikudaga til sunnudaga frá 13 til 17 og er ađgangur ókeypis.
 

Frekari upplýsingar um sýninguna veitir Haraldur Ingi Haraldsson verkefnisstjóri Sjónlistamiđstöđvar í s: 466 2609 / haraldur@sjonlist.is


Teikningar eftir Arne Bellstorf á Bókasafni Háskólans á Akureyri

image-2.jpg

Baby‘s in Black
Arne Bellstorf
Bókasafn Háskólans á Akureyri

Mánudaginn 16. apríl opnađi sýning á Bókasafni Háskólans á Akureyri á teikningum úr myndasögunni Baby‘s in Black eftir ţýska myndasöguhöfundinn Arne Bellstorf.
Sýningin samanstendur af myndum úr fyrsta kafla bókarinnar. Sagan, sem er ćvisöguleg, gerist í Hamborg viđ upphaf sjöunda áratugarins. Hún fjallar um kynni ţýska ljósmyndarans Astrid Kirchherr og „fimmta Bítilsins“ Stuarts Sutcliffe. Verkiđ lýsir sambandi ţeirra jafnframt ţví ađ draga upp mynd af lífi ungmenna í Hamborg á ţessum tíma. Sagan segir frá trúlofun ţeirra og sambúđ allt til sviplegs dauđa Sutcliffes í apríl 1962. Nafn bókarinnar er dregiđ af lagi sem John Lennon og Paul MacCartney sömdu, ađ ţví er segir, um Astrid í kjölfar dauđa Stuarts.
Bókin byggir á samtölum Bellstorfs viđ Astrid Kirchherr, sem býr enn í Hamborg.
Arne Bellstorf, fćddur 1979, er myndasöguhöfundur, grafískur hönnuđur og rithöfundur. Myndirnar á sýningunni  eru á ţýsku en ensk ţýđing kom út 2010.
Sýningin er samstarfsverkefni Borgarbókasafnsins í Reykjavík og Goethe-Institut í Kaupmannahöfn.
Sýningin stendur til 18. maí og er opin mánudaga og miđvikudaga frá kl. 8.00 – 16.00 og ţriđjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00.

Bókasafn Háskólans á Akureyri
v/Norđurslóđ
600 Akureyri
sími 460 8060 / 460 8050
fax 460 8994
e-mail bsha@unak.is


Guđrún Pálína sýnir í Populus Tremula

img_0369.jpg

Sýningin Móđurást opnar í Populus Tremula laugardaginn 21. apríl kl. 14-17. Opiđ er á sama tíma á sunnudeginum 22. aprí­l.

Móđurástin (ţörfin fyrir ađ vernda og nćra afkvćmi sín ţar til ţau verđa sjálfbjarga) og kynhvötin (ađ fjölga sér og viđhalda kynstofninum) ásamt ţví ađ afla sér fćđu eru sterkustu hvatir manns og dýra. Jörđin oft nefnd “Móđir jörđ”er sameiginlegur bústađur okkar. Hvernig viđ umgöngumst hana hefur ekki bara áhrif á okkur sjálf heldur komandi kynslóđir og allt vistkerfiđ.
Titill sýningarinnar “Móđurást” er tvíţćttur, annars vegar vísar hann til umönnunar afkvćmanna og hins vegar til sömu kennda sem mannkyniđ ćtti ađ hafa til jarđarinnar.
Guđrún Pálína skođar hér formćđur/feđur sína í móđurmóđurlegg  til og međ 8. kynslóđar. Vill hún međ ţví varpa ljósi á góđa umgengni ţeirra viđ umhverfiđ og afkvćmin og hvernig mađur fram af manni ţarf ađ gera hvoru tveggja til ađ viđhalda lífinu. Í dag lifum viđ í samfélagi ofgnóttar og alsnćgta á ţann hátt sem formćđur/feđur okkar gátu ekki látiđ sig dreyma um. Sem dćmi um stöđu nútíma konunnar andstćtt horfnum kynslóđum formćđra bendir Guđrún Pálína á ađ hún hafi um ćvina átt fleiri kjóla og pils en allar ţćr formćđur samanlagt sem myndgerđar eru á sýningunni. Er ţađ einn af mörgum ţáttum sem táknrćnn er fyrir ţá breytingu sem orđiđ hefur á lífsháttunum síđustu áratungina.
Í dag búum viđ og lifum í meiri alsnćgtum en kynslóđir ţeirra sem myndgerđir eru á sýningunni gátu látiđ sig dreyma um.

Sýningin samanstendur af bókverki og seríu akrylmynda á pappír. Ţar eru dregnar upp myndskissur sem minna á grímur af fornum kynslóđum Guđrúnar Pálínu til og međ 8. ćttliđar frá móđurömmu hennar. Hver einstaklingur er myndgerđur eftir tilfinningu listakonunnar en ekki út frá ljósmyndum eđa mannlýsingum.


Guđrún Pálína er fćdd og búsett á Akureyri.
Hún nam myndlist í Svíţjóđ (KV-listaskólinn í Gautaborg) og í Hollandi (AKI í Enschede og Jan van Eyck akademían í Maastricht).

Gudr%25C3%25BAn-P%25C3%25A1lina-web


Útskriftarnemar VMA sýna í Verksmiđjunni á Hjalteyri

poster_vma_sy_769_ning_fine-01.jpg

Föstudaginn 20. apríl munu nemendur á Listnámsbraut Verkmenntaskólanns ŕ Akureyri opna sýninguna "Áfangi" í Verksmiđjunni á Hjalteyri ţar sem ţau munu sýna lokaverkefni sín.

Sýningin opnar kl. 20:00 á föstudag og verđur hún opin ađeins ţessa einu helgi, laugardag og sunnudag (21/22)  milli 14:00 - 17:00.

Ţetta er 1. samsýning 17 manna hóps á Myndlistarkjörsviđi og Textílkjörsviđi.

Frekari upplýsingar veitir Aldís Dagmar Erlingsdóttir, aldis@mannheimar.is sími: 7751554


Jónborg Stórborg í Mjólkurbúđinni, Listagili

img_3283.jpg

Jónborg (Jonna) Sigurđardóttir opnar málverkasýninguna Jónborg Stórborg í Mjólkurbúđinni Listagili laugardaginn 21.apríl kl.15.
 
Á sýningunni Jónborg Stórborg sýnir Jónborg akrylmálverk og er viđfangsefniđ fjalliđ Súlur. Fjalliđ Súlur gnćfir yfir Akureyri og setur tignarlegan svip á landslagiđ ţar.
 
Jónborg (Jonna) er fćdd 1966 og útskrifađist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri voriđ 1995 og lćrđi fatahönnun í Danmörku og útskrifađist ţađan um vetur 2011. Jonna hefur tekiđ ţátt í fjölda samsýninga og haldiđ nokkrar einkasýningar. Jonna hefur unniđ međ margvísleg efni í listsköpun sinni og ađ ţessu sinni málar Jónborg međ akrýl á striga.
 
Sýningin Jónborg Stórborg stendur til 29.apríl og eru allir velkomnir.
Mjólkurbúđin er opin laugardaga og sunnudaga kl.15-18 međan sýningin Jónborg Stórborg prýđir salinn.
 
Jónborg Sigurđardóttir jonborg@simnet.is
Mjólkurbúđin dagrunmatt@hotmail.com
Mjólkurbúđin er á facebook - Vertu vinur

photo_on_2011-11-19_at_12_06.jpg


Arna Valsdóttir sýnir í Gerđubergi

image-1_1146362.jpg


Arna Valsdóttir sýnir í Gerđubergi - veriđ velkomin á opnun sýningarinnar laugardaginn 14. apríl kl. 14.


Margrét Baldursdóttir
Verkefnastjóri
Menningarmiđstöđin Gerđuberg
Gerđubergi 3-5
111 Reykjavík
www.gerduberg.is
Sími: 575 7717


HÖFUĐVERK í Gallerí Boxi

image_1146327.jpg

Samsýningarhópurinn HÖFUĐVERK opnar sýninguna “Til minnis” í Gallerí Boxi listagili, laugardaginn 14 apríl kl 15.

â€¨â€¨Í áreiti og hrađa nútímans er gott ađ staldrađ viđ og hugleiđa hvađ skiptir mann máli, ylja sér viđ minningar, ilm blóma, lífiđ, arf forfeđra, barniđ í sjálfum sér og hvađ viđ höfum ţađ í raun og veru gott á margan hátt, ţó stutt sé í deilur, dćgurţras, fordóma og fáfengileika ţeirra.


Sýningin samanstendur af verkum sjö myndlistarmanna sem eru hluti hópsins „Höfuđverk“ ţeir sem sýna ađ ţessu sinni eru: Áslaug Anna Jónsdóttir, Ásta Bára Pétursdóttir,
Eygló Antonsdóttir, Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir (Krumma),
Margét Buhl, Telma Brimdís Ţorleifsdóttir og
Gulla Sigurđardóttir
Höfuđverk er  hópur samnemenda úr Myndlistaskóla Akureyrar, allar hafa ţćr haldiđ einkasýningar en ţetta er í Ţriđja sinn sem hópurinn sýnir saman.
Ţema sýningarinnar er um hluti eđa minningar sem skiptir hverja og eina máli og nálgast myndlistarkonurnar viđfangsefniđ hver á sinn hátt.


Birgir Sigurđsson sýnir í Pop­ulus Tremula

Birgir-Sig-p%25C3%25A1skar-2012-web

JÖRĐ ÁN HREYFINGAR
BIRGIR SIGURĐSSON
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 7. apríl kl. 14.00 mun Birgir Sigurđsson opna myndlistarsýninguna Jörđ án hreyfingar í Pop­ulus Tremula.

Sýnir Birgir ţar ljósinnsetningu ţar sem unniđ er međ ţá gömlu stađhćfingu ađ jörin sé flöt.

Opiđ út páskahelgina kl. 14.00-17.00. Ađeins ţessi eina helgi.


Rut Ingólfsdóttir opnar sýningu í Mjólkurbúđinni

rut.jpg

Rut Ingólfsdóttir opnar sýninguna GÚBBAR í Mjólkurbúđinni Listagili á skírdag, fimmtudaginn  5.apríl kl.17 og eru allir velkomnir.


"Ţetta er í fyrsta skipti sem Gúbbarnir koma til Akureyrar og ţeir eru yfir sig spenntir ađ hitta norđlendinga "segir í tilkynningu. Rut Ingólfsdóttir leirlistakona skapar Gúbbana en Rut stundađi nám í Aarhus Kunstakademi á árunum 2004-2008 og hefur haldiđ bćđi einka- og samsýningar víđsvegar, bćđi hér heima og erlendis. 

 

Rut Ingólfsdóttir um Gúbbana:

 

Gúbbarnir eru gifsskúlptúrar búnir til úr allskyns efniviđ eins og t.d trjágreinum, blöđrum, vírum, grjóti og gifsi. Gúbbarnir urđu til viđ Međalfellsvatn í Kjós, fyrir mistök, ćtlunin var ađ fara upp í bústađ og búa til fugla, sem urđu svo ljótir greyin ađ ćtlunin var ađ henda ţeim, byrjađi ađ rífa ţá í sundur en ákvađ ađ taka pásu til ađ fá mér kaffi og klára svo máliđ. En ţegar út var komiđ stóđ fyrsti gúbbinn ţar og bauđ góđan daginn. Ég vil ţví meina ađ ţeir hafi skapađ sig sjálfir. Síđan ţá hefur gúbbaćttin stćkkađ og sýnt sig og séđ ađra t.d í Keflavík, Reykjavík og á Ísafirđi, og nú eru ţeir mikiđ spenntir ađ komast norđur, allir á fullu ađ ţrífa og strauja sokkna sína...
ţađ sem gerir ţá svo einstaka er ađ hver og einn hefur sinn karakter, sumir feimnir, ađrir kokhraustir, sumir einbeittir, ađrir sveimhuga, hver og einn međ sína sögu en allir vilja ţeir veita og varđveita gleđi, sem er ţeirra tilgangur ađ eigin sögn...


Sýningin stendur ađeins yfir páskahelgina og er opiđ:
Skírdag, fimmtudag 5.apríl kl.17-20

Föstudaginn langa 6.apríl opiđ 14-20
laugardaginn 7.apríl opiđ 14-20
Páskadag, sunnudagur 8.apríl opiđ 12-15

 

Rut Ingólfsdóttir s.8461874 rutta@visir.is

 

ALLIR VELKOMNIR

Mjólkurbúđin Listagilinu á Akureyri

Dagrún s.8957173 dagrunmatt@hotmail.com


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband