Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2016

Olafsfjordur Impression (Part 2), innsetningar í Deiglunni

gatstrand3.Still004

Verið velkomin í Deigluna um næstu helgi, sýningin „Olafsfjordur Impression, (part2)“

Seinnihluti  sýningin á Listasumri sem Listhús í Ólafsfirði stendur fyrir á vegum Gilfélagsins.

Innsetning  byggist á  vídeo og hljóð upptökum.

Sýningin verður opin laugardag og sunnudag milli 14:00-17:00

Allir velkomnir!

Olafsfjordur Impression (Part 2): installation exhibition in Deiglan

30-31.7.2016 | 14:00-17:00 | Deiglan, Akureyri

The installation is constructed by 2 sets of video images and a soundscape.

Looking for Night(projection) by Merel Stolker (Netherlands)

Twins Sky by Shok Han Liu (Iceland/China) & Sigurdur Svavarsson (Iceland)

Olafsfjordur Soundscape by Hannes Dufek (Austria)

more details, please check with the attachment or visit our website: Listhus.com

https://www.facebook.com/events/1778362762420565


Skapandi sumarstörf í Kaktus

13710510_619696264861364_1458626754256845748_o

Á laugardag kl. 14 verður opnuð sýning í Kaktus á teikningum, málverkum og innsetningum sem átta krakkar í Skapandi sumarstörfum á vegum Akureyrarbæjar hafa unnið í sumar.

Undanfarnar fimm vikur hafa ungmenni á vegum Akureyrarbæjar og Ungmennahússins í Rósenborg unnið hörðum höndum í atvinnuátaki sem ber heitið Skapandi sumarstörf. Verkefnið er á dagskrá Listasumars í ár. Í ár hefur áherslan verið lögð á að vinna með eigin hugmyndir og kynnast því hvernig það er að vera skapandi atvinnumaður. Unnið var með hugmyndina um að hver og einn einstaklingur fengi viðeigandi hljómgrunn fyrir sína hugmynd sem yrði síðan kynnt á lokasýningu átaksins. Þátttakendur Skapandi sumarstarfa í ár voru að vinna með málverk, ritstörf, teikningu, vídeó og þýðingar.

Nánar um sýninguna: https://www.facebook.com/events/763493400420276


Helga Sigríður Valdemarsdóttir opnar sýninguna "Sóley“ í Mjólkurbúðinni

13669834_10208956136154789_867040412043889814_n

Á laugardag kl. 14 opnar Helga Sigríður Valdemarsdóttir sýningu á nýjum málverkum í Mjólkurbúðinni.

Helga Sigríður sýnir málverk unnin með blandaðri tækni og er viðfangsefnið að þessu sinni Brennisóley. Jurtir hafa fylgt manninum frá upphafi vega. Þær hafa gegnt veigamiklu hlutverki í sögu hans og menningu. Í gegnum aldirnar hefur maðurinn nýtt sér jurtir til að leggja við sár, drekka af þeim seyði og notað þær til annars konar lækninga og jafnvel galdra.

Helga Sigríður Valdemarsdóttir um sýninguna:

„Áhugi minn á íslenskum lækningajurtum varð til þess að ég ákvað að nota þær sem viðfangsefni sýningar minnar og þá aðallega vegna litar og forms. Brennisóley varð að þessu sinni fyrir valinu vegna gula litarins. Guli litur sóleyjarinnar skreytir græn tún landsins, fellur vel að björtum bláum sumarhimni og lífgar upp gráa rigningardaga. Þetta tignarlega en viðkvæma blóm lifir villt í íslenskri náttúru og birtist sem kraftmikið og litríkt blóm verkum mínum“.

Sýning Helgu Sigríðar er aðeins þessa einu helgi og er opið laugardag og sunnudag kl. 14-17 í Mjólkurbúðinni og allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/1253530984671524


Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur við Alþýðuhúsið á Siglufirði

13680388_1044092892333982_8284940333562498289_o

Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur við Alþýðuhúsið á Siglufirði laugardaginn 30. júlí kl. 14.00 - 16.00
EF VEÐUR LEYFIR.
Leiðbeinandi er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
Vinsamlegast takið með ykkur hamra og athugið að ekki er ætlast til að börnin komi án tilsjónar.

Að uppgötva
Sagt er að við fæðumst öll með sköpunargáfu og þurfum ekki annað en aðstöðu og smá hvatningu til að virkja hana.
Hugmyndaflug barna er sístarfandi, opið fyrir nýjungum og gagnrýnislaust.
Hjá barni er ekki markmiðið að fullkomna myndverk, heldur sjálf athöfnin að skapa.
Sagt er að fyrir fimm ára aldur séum við búin að uppgötva allt það helsta í tilverunni, hita, kulda, ást, hræðslu, hungur, vellíðan, sköpun, fegurð og svo framvegis.
Hvernig getum við þá viðhaldið þeim eiginleika að uppgötva?

Í uppeldi og skólastarfi uppgötvum við að sjálfsögðu ýmsa hluti daglega, en þeir eru fyrirfram vitaðir af reyndari og lærðari mönnum. Með listsköpun komumst við skrefi nær því marki að uppgötva algerlega á okkar eigin forsendum. Þar eru engar fyrirfram gefnar staðreyndir sem heft geta hugarflug einstaklinga.
Uppgötvun barna tengist ekki endilega raunveruleikanum, heldur alskyns undarlegum hlutum og hugmyndum sem fullorðnir eiga stundum erfitt með að skilja. Hver kannast ekki við það að sjá óskiljanlega mynd sem barn hefur teiknað, en í huga barnsins er teikningin heilt ævintýri.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings, Húsasmiðjan og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/207943839603353


AÐ LESA BLÓM í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13662083_1044315792311692_659261204068215187_o

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Rúna Þorkelsdóttir opna sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði
29. júlí kl. 17.00- 19.00.

Sýningin “AÐ LESA BLÓM” samanstendur af tveimur myndröðum sem kallast á í rýminu.
Litir blóma og Sun - Set, eru titlar myndraðanna og hafa listamennirnir eftirfarandi um verkin að segja.

LITIR BLÓMA – Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir
Ég hef verið að vinna með liti úr blómkrónum afskorinna blóma og jurtum úr nánasta umhverfi.
Áhugavert hefur verið að fylgjast með hvernig liturinn breytist frá því að vera fljótandi litarefni þar til hann er þornaður á pappírnum.
Rautt blóm gefur ekki endilega rauðan lit og bláar og fjólubláar jurtir gefa oft græna litatóna.
Útkoman ræðst oft af tilviljunum. Umhverfið þar sem litirnir eru lagaðir hefur áhrif, einnig samsetning vatnsins, ljósið og rakinn meðan liturinn þornar.

SUN – SET – Rúna Þorkelsdóttir
Sólarljósið er eflaust elsti prentmiðill, notaður meðvitað eða ómeðvitandi.
Ljósið lýsir eða dekkir þann flöt sem ekki er hulinn, samanber sólbruni á hörundi eða för á veggfóðri eftir myndir og aðra hluti.
Myndröð sú er hér er sýnd eru sólarþrykk með
Plöntuhlutum úr nánasta umhverfi á pappír.
Þessa aðferð nefni ég Sun-Set en off-set prentun er sú aðferð sem ég nota að jafnaði.

Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir útskrifaðist úr Nýlistadeild, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og fór síðan í framhaldsnám við Jan van Eyck Akademie í Hollandi. Hefur fengist við sýningarstjórnun, bókaútgáfu og rekur sýningarrýmið 1.h.v. í Reykjavík. Býr og starfar í Finlandi og á Íslandi.

Rúna Þorkelsdóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Konstfackskolan Stokkhólmi og Gerrit Rietveld Academie Amsterdam. Hefur sýnt á alþjóðlegum vettvangi síðan 1979 og er höfundur nokkurra bókaverka. Einn af stofnendum Boekie Woekie í Amsterdam, listræn útgáfa. Býr og starfar í Amsterdam og Íslandi. http://runathorkelsdottir.com/

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/1021188901328599


Sunnudagskaffi með Önnu Ósk Erlingsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

13661838_1044032419006696_1587758137885164668_o

Anna Ósk Erlingsdóttir verður með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sunnudaginn 31. júlí kl. 15.30 – 16.30.


Anna Ósk Erlingsdóttir er fædd og uppalin í Sandgerði. Hún á rætur sínar að rekja til Siglufjarðar þar sem faðir hennar Erlingur Björnsson í Hljómunum átti Siglfirskan föður.

Anna Ósk lærði ljósmyndun í Ástralíu og bjó þar í tvö og hálft ár. Hún fékk tækifæri að vera með í nokkrum sýningum þar og ein af þeim var í National Portrait gallerý í höfuðborginni Canberra. Einnig hefur Anna Ósk verið með sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavikur 2012.

Þetta árið hefur Anna Ósk gefið út ljósmyndabók sem er saman safn af myndum teknar yfir 10 ára tímabil. Bókin heitir Enigma, og er tileinkuð konum í ólíku hugarástandi.

Á fyrirlestrinum þann 31. júlí mun Anna Ósk tala um innblástur, ljósmyndun og ævintýri í kring um myndatökurnar!

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings og Egilssíld styðja við menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/1286202164753367


Jóhanna Friðfinnsdóttir opnar sýninguna "Fuglar og form" í sal Myndlistarfélagsins

13718517_1211714078839145_7376274631726763509_n

"Fuglar og form" á Listasumri!
Jóhanna Friðfinnsdóttir opnar leirlistasýninguna "Fuglar og form" þann 6. ágúst kl. 14:00 í sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangstræti 10 (Listagilinu).
Sýningin stendur yfir til 14. ágúst. Opið verður daglega milli 14:00-17:00
Allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/1035398579848251/


SKRÍMSLANDI, RÖSK í Listagilinu á Akureyri

13661870_1001698233279063_6040220976730170084_o

SKRÍMSLANDI, opnun í Listagilinu á Akureyri, listahópurinn RÖSK sýnir á Listasumri, opnunin verður þann 16. júlí kl. 14:00 og stendur sýngin yfir þar til 29.ágúst, (eftir Ak-Vöku)
Sýningin verður utanhús og munu lífga uppá umhverfið og bæta og kæta.
RÖSK er samsýningarhópur fjögurra listamanna sem hafa sýnt saman undanfarin ár. Þær eru Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Thora Karlsdóttir.
Að þessu sinni vinnur RÖSK með Skrímsli sem leika lausum hala utandyra og verða gestum á öllum aldri listasumars 2016 til ánægju. Listaverkin eru skúlptúrar sem hvetji fólk til þátttöku í leik og ýta undir ímyndunarafl þeirra og gefa jafnvel skrímslum sem búa í hugarskotum þeirra lausan tauminn.

https://www.facebook.com/events/246999902353916/


Það kom ekkert - Heiðdís Hólm sýnir í Kaktus

13737661_10153558792807096_4193553933899644694_o

ÞAÐ KOM EKKERT

Heiðdís Hólm opnar myndlistasýninguna 'Það kom ekkert' í Kaktus laugardaginn 23. júlí kl. 14. Einnig opið sunnudag 14 - 17.
Verið velkomin á opnun, léttar veitingar í boði.

'Það kom ekkert' kannar tengingu og aftengingu einstaklingsins við líkamann í gegnum akrýl- og blekteikningar á viðarplötur og pappír, texta og kannski líka glimmer.

Heiðdís Hólm útskrifaðist nú í vor úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en hún hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum og samsýningum vítt og breitt.

www.heiddisholm.com
Nánari upplýsingar hjá heiddis.holm (hjá) gmail.com
Það kom ekkert er partur af Listasumri á Akureyri - www.listasumar.is
Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Menningarráði Eyþings og Norðurorku.

https://www.facebook.com/events/1758392464373575


Ólafsfjörður Impression in Deiglan

poster-screening_1_orig

Olafsfjordur Impression in Deiglan

Date: 23 July 2016

Time: 15:00 and at: 17:00

We are honored to be part of Listasumar á Akureyri/Summer Arts Festival in Akureyri with the program, Olafsfjordur Impression. The program is included two parts, a Screening and an installation exhibition.

Olafsfjordur is a village with 800 popular located in North Iceland. Although it is only 1 hour drive from Akureyri, the biggest town in North Iceland, it is even not known among Icelanders, of course, very little tourist pollution.

In past 5 years, Listhus was running artists residency in this “remote” village and over 200 artists have visited the town and created their artworks inspired the nature and people here.

Through the program, Olafsfjordur Impression, we will show you what the impression from an outsiders perspectives. It’s the whole, but pieces by pieces.

The program is in 2 parts:

Part 1: Video Screening: When the sun refuses to shine

Video list:

1) Tunnel by YuJeong Eom (South Korea) and Kate Carr (Australia) (2013, 5:55)
Olafsfjordur is connected outside through several tunnels. Before the tunnels open, the only way out in winter was by boats. Eom is a painter who animated her drawings and Carr makes the sound track along with the images.
YuJeong Eom: http://www.slowdream.com/
Kate Carr: http://flamingpines.com/

2) The sky is erupting, but we live under the sea by Oranje Lwin (Singapore) (2014, 8:50)
This short video makes us associated with the dancing plastic bag in American Beauty.However, time changes in space is always a long lasting theme in art world. Music by Etza Meisyara (Indonesia)
Oranje Lwin: http://oranjelwin.tumblr.com/

3) Life would be tragic if it were not funny by Jolene Mok (Hong Kong, China) (2015, 3:45)
It’s birds daily lives, or… our lives…
Jolene Mok: http://jojolenelene.net/

4) Skammdegi by Alkistis Terzi (Greek) and Jamie Scott Gordon (Scotland) (2016, 60:00)
To produce Skammdegi, Alkistis and Jamie had been staying in Olafsfjordur for 3 months in last winter. They interviewed three generations in the town how they lived on with the dark winter in a remote village. It’s a film full of kindness and friendship.
Alkistis Terzi: http://noapenonyr.tumblr.com/post/134730959997/cinematography-in-the-dark-winter-of-iceland
Jamie Scott Gordon: http://www.jamiescottgordon.com/

http://listagil.is/?p=390

https://www.facebook.com/events/166841337067315/


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband