Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Gluggasýning Mjólkurbúðinni Listagili

image_1159809.jpg

LEIRSMIÐJA EYJAFJARÐAR samanstendur af leirkerasmiðunum :
Caroline Bjarnason og Hrefnu Harðardóttur en þær hafa undanfarin fimm ár
gert súpuskálar, glös og könnur úr leir fyrir Miðaldadaga á Gáseyri.
Caroline og Hrefna hafa rannsakað leirmuni sem gerðir voru á því tímabili sem Gásakaupstaður var við líði og reynt að ná blænum af leir þess tíma en um leið gert vörurnar hæfar til notkunar fyrir nútímafólk.

MIÐALDADAGAR Á GÁSUM verða að þessu sinni 20. - 22. júlí 2012 http://www.gasir.is


upplýsingar veita :
CAROLINE BJARNASON
email : carolineb@internet.is
HREFNA HARÐARDÓTTIR
email : hrefnah@simnet.is


Textílbomba í Listagilinu

bomban_augl_dagskrain_2

Listagilið fyllist af fánum, veifum og dreglum í dansandi gleði.

Sýningin opnar 30. júní og stendur til 3. september og er opin allan sólarhringinn.
 
Í sumar eru 20 ár liðin síðan Akureyrarbær kom að rekstri Listagilsins og fagnar Sjónlistamiðstöðin þeim áfanga með gleði, sköpun og sprengikrafti. Textílbomban er samsýning 35norðlenskra textíllistakvenna, listnema á listnámsbraut VMA, Álfkvenna (áhugaljósmyndarar) og vaskrar sérsveitar skólabarna. Þessi óvanalega sýning er hugsuð myndlistinni til dýrðar, unnin úr tauefnum, sorpi og nautshúðum. Fánar, veifur, dreglar og blæjur þvers og kruss á milli húsa, út úr húsum, ofan á húsum og upp eftir ljósastaurum, af öllum gerðum og í öllum regnbogans litum.
Af þessu tilefni verður stærsta fána landsins flaggað við efri skolt Listagilsins og  það í 12 metra fánastöng, þá hæstu á landinu. Fáninn er unninn af fjórum textíllistakonum sem kenna sig við Tíuna, vinnustofu í Listagili.


Sýningin Dýfurnar opnar í Sundlaug Akureyrar

dyfur_augl_dagskrain_3

Sýningin opnar 29. júní og stendur til 5. september
og er opin á opnunartíma Sundlaugar Akureyrar 06:45 til 21:00 mánudaga til föstudaga. Laugadaga og sunnudaga 08:00 til 19:30.
 
Dýfurnar, magnaðar innsetningar í umsjón Sjónlistamiðstöðvarinnar sem býður upp á ferska sýn á einn helsta samkomustað bæjarbúa, Sundlaug Akureyrar. Samtals 100 þátttakendur, myndlistarmenn, listnemar og börn umbreyta þannig andrúmsloftinu svo að laugin verður að hálfgerðu „skúlptúrmálverki“. Sýningin þenur út hugmyndir okkar um baðmenningu og hrærir í skilningarvitunum með uppbyggilegum hætti líkt og róandi nuddpottur sem virkar í næstum öllum veðurskilyrðum. Anddyrið „innmálar“ sig, veggir „útmála“ sig, aspirnar eru umvafðar skærgulum viðvörunarborðum laganna varða og vindhörpur klingja í trjágreinum á meðan listnemar bregða á leik. Baðgestir geta einnig skroppið til paradísareyjunnar Balí og það án þess að borga krónu fyrir eða hafa fyrir því að pakka ofan í töskur. Dýfðu þér á bólakaf ofan í nýja sálma og syntu 150 metrana í átt að innsta draumi þínum!


Joris Rademaker í Sal Myndlistarfélagsins

img_9861.jpg

Stefnulaus

Laugardaginn 30. júní opnar Joris Rademaker sýningu í Sal myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri kl. 14.-17.
Joris sýnir ný verk, bæði málverk  og skúlptúra. Þessi sýning fjallar um það að rekast áfram með veðri og vindum eins og rekaviðurinn.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 8. júlí og er opin alla daga frá kl. 13-17 nema mánu- og þriðjudag.
Allir eru velkomnir.


Fjögur tilbrigði við stemningu opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

fjorar_hendr.jpg

Listamennirnir Elvar Már Kjartansson, Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Helgi Örn Pétursson og Þórunn Eymundardóttir helga sér rými í Verksmiðjunni á Hjalteyri nú í lok júní þegar sýningin þeirra Fjögur tilbrigði við stemningu opnar, nánar tiltekið fimmtudaginn 28. júní kl. 17:00

Listamennirnir hafa unnið margoft saman að ýmsum verkefnum, m.a. sýningum, kennslu og tónleikum. Listamennirnir vinna í fjölbreytta miðla og sýningin mun saman standa af skúlptúrískum verkum sem kallast á hvert við annað. Ljós og hljóð eru inngróinn hluti af verkunum, binda þau saman í eins konar innra samtali í víðum geimi Verksmiðjunnar.

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga 14 - 17 og stendur til 29. júlí
Nánari upplýsingar gefur Þórunn Eymundadóttir í s. 869 5107 og í thorunne@gmail.com
Menningarráð Eyþings, Hörgársveit og Ásprent eru stuðningsaðilar sýningarinnar.

Fjögur tilbrigði við stemningu

Elvar Már Kjartansson
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir
Helgi Örn Pétursson
Þórunn Eymundardóttir

28. júní - 29. júlí 2012


Opnun fimmtudaginn 28. júní kl. 17
Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17


Verksmiðjan á Hjalteyri
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð
http://www.verksmidjan.blogspot.com
https://www.facebook.com/pages/Verksmi%C3%B0jan-%C3%A1-Hjalteyri/92671772828
https://www.facebook.com/events/229326890521261

4tilbrgd_v_stemngplakat_uppkast2.jpg


Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2012

myndstef-300x301

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna. 

Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa allir myndhöfundar.

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 18. ágúst 2012. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.

Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangiðmyndstef@myndstef.is

Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta  á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni í samráði við höfund þess.

Stjórn Myndstefs


Akureyrarörninn í Listasafninu

akorn_box.jpg
 
Góði gamli Akureyrarörninn er sko engin smásál. Þetta er sjálfur fuglinn Fönix, gammurinn mikli, með feiknarlegt vænghaf sem nær þvert yfir Eyjafjörðinn. Hann er tígulega ættaður úr íslenska skjaldarmerkinu og undir lok síðasta árs fæddist sú hugmynd í félagsmiðstöð „heldri borgara“ í Viðilundi og Bugðusíðu á Akureyri að gera bænum eitthvað glæsilegt til heiðurs á 150 ára afmælinu. Braust þá út agnarlítill goggur úr egginu og mörgum mánuðum síðar kom í ljós undurfagurt veggteppi úr hekluðum og prjónuðum mósaíkbútum, þar sem hver eining, samtals 3107 talsins, táknaði ólíka einstaklinga. Fæðingin heppnaðist sérlega vel, en afkvæmið var afhjúpað í félagsmiðstöðinni í vor. Örninn sest nú að yfir sumartímann í anddyri Listasafnsins á Akureyri. Verkið er unnið eftir hátíðarútgáfu af skjaldarmerki Akureyrarbæjar, en um það gilda sérstakar birtingareglur.

Efnt verður til samfagnaðar sunnudaginn 24. mars, kl. 15, og eru allir velkomnir, og þá sérstaklega hinir þroskuðu listamenn. Séra Hannes Örn Blandon og Hannes Sigurðsson sjónlistastjóri munu flytja hugvekjur í Ketilhúsi, við söng og bænalestur, en að því loknu leiða sr. Hannes og Hannes hópinn upp í Listasafnið til að votta þessum heilaga fugli virðingu sína. Linda Björk Óladóttir, listamaður og leiðbeinandi í handverki og listum, sá um að vinna tæknilegan undirbúning og hafði listræna umsjón með verkinu. Auk hennar komu Dóra Herbertsdóttir og Guðrún Heiða Kristjánsdóttir að hugmyndavinnu og verkefnastjórnun.


Allt út um allt á Akureyri

allt.jpg

Samsýningin ALLT + varð upphaflega til í samstarfi Myndlistarfélagsins á Akureyri og Sjónlistamiðstöðvarinnar og hét þá Hér, þar og allstaðar, síðan til styttingar Alltið og að lokum ALLT (í) PLÚS (en ekki einhverjum bullandi mínus). Lagt var upp með að verkin yrðu mun færri og stærri á umferðartorgum, gatnamótum og jafnvel í verslunum, en í vinnsluferlinu tók sýningin stakkaskiptum og tútnaði út eins og blaðra, en samtals 71 myndlistarmenn taka þátt í henni. Hér er ekki um neina venjulega samsýningu að ræða því ekkert þema ræður ríkjum og þátttakendur máttu hvarvetna viðra verk sín nema í Sjónlistamiðstöðinni. Þannig má segja að myndlistin sé sprengd út í samfélagið í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Þetta eru einkasamtöl listamannsins gegnum verk sitt við tiltekinn stað sem hún eða hann ber sterkar taugar til, svo úr verður net örsagna sem bjóða upp á óvænta og mjög persónulega sýn á bæinn.

Gefið hefur verið út kort af Akureyri þar sem merkt er inn á hvar verkin er að finna, en Akureyrski “hughönnuðurinn” Karl Örvarsson tók að sér að útfæra táknmynd sýningarinnar og undirstrikar það að um fallega sögu sé að ræða sem endar á besta veg eins og öll alvöru ævintýri.


LYSTISEMDIR í Lystigarðinum

image_1158588.jpg
 
Föstudaginn 29. júní kl. 16.00 munu fimmtán ÁLFkonur opna ljósmyndasýninguna LYSTISEMDIR á útisvæðinu við cafe Björk í Lystigarðinum á Akureyri
ÁLFkonur (Áhuga-Ljósmyndara-Félag fyrir konur á Eyjafjarðarsvæðinu) er félagskapur kvenna sem hafa sameiginlegt áhugamál,  sem er að festa allt milli himins og jarðar á „filmu". 
Hópurinn hefur starfað saman frá hausti 2009, myndað mikið, ferðast og haldið nokkrar sýningar og er þetta sjötta samsýning hópsins. 
Sýning þessi er hluti af 100 ára afmæli Lystigarðsins á Akureyri, 150 ára afmæli Akureyrarbæjar og sýningunni Allt+ sem skipulögð er af Sjónlistamiðstöðinni.

Hægt er að skoða myndirnar fram til 3. sept og er sýningin opin á opnunartíma Lystigarðsins milli kl. 8 - 23 alla daga. Aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis

Sýnendur :
Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Ester Guðbjörnsdóttir, Freyís Heiðarsdóttir, Gunnlaug Friðriksdoóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, ‎Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Íris Björk Reykdal, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir.‎

Unnur Óttarsdóttir sýnir í Mjólkurbúðinni

05_fossaganga_haffjardara_2012.jpg

Myndlistarsýning Unnar Óttarsdóttur FOSSGANGA opnar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri föstudaginn 22.júní kl. 17.
 
Sýningin Fossaganga í Mjólkurbúðinni er hluti af sýningunni Hér þar og allstaðar sem haldin verður í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Fossganga hefst í Mjólkurbúðinni og flyst síðar í Hof menningarhús Akureyrarbæjar. Listaverkin eru olíumálverk af fossum með grófri áferð og íslensku hrauni og eru máluð af listakonunni Unni Óttarsdóttur með aðstoð Ólafar Guðnadóttur.
 
Framin verður gjörningur í formi gangandi myndlistarsýningar þar sem verkin verða tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið verður með þau um götur og torg Akureyrar. Mun Dagrún Mattíasdóttir myndlistarkona taka þátt í gjörningnum með eigin fossaverk, sem er hennar framlag í sýningunni Hér þar og allstaðar. Fossagangan hefur þá hugmynd að leiðarljósi að myndlistin nálgist og mæti almenningi í listasölum og á götum úti.
 
Unnur Óttarsdóttir um sýninguna:
 

Sýningin Fossaganga er hluti af sýningunni Hér þar og allstaðar sem haldin verður í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Í Mjólkurbúðinni og í Hofi verða sýnd olíumálverk af fossum með grófri áferð og íslensku hrauni. Framin verður gjörningur í formi Gangandi myndlistarsýningar þar sem verkin verða tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið þegar gengið verður með þau um götur og torg Akureyrar. Fossagangan hefur þá hugmynd að leiðarljósi að myndlistin nálgist og mæti almenningi í listasölum og á götum úti.

Gömlu meistararnir máluðu úti í náttúrunni. Bilið á milli mans og náttúru hefur breikkað. Verkin sem sýnd verða í Fossagöngunni hafa verið sýnd úti í náttúrunni og hefur Fossagangan þá hugmynd að leiðarljósi að maður, myndlist og náttúra mætist. Á sýningunni verður myndband sem sýnir verkin á ferðalagi úti í náttúrunni.

Vatnið, mansandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið verður í fossafylkingu um Akureyri.

 

Sýning Unnar Óttarsdóttur Fossganga stendur aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni og flyst í Hof menningarhús 25.júní og verður þar til 3.september þar til afmælissýningunni Hér þar og allstaðar lýkur.

 

Málverk Dagrúnar Matthíasdóttur í afmælissýningunni Hér þar og allstaðar verða áfram til sýnis í setustofu Mjólkurbúðarinnar í Listagilinu á sýningartímabilinu.

 

Fossganga - Opnunartímar:

Mjólkurbúðin 22. júní kl.17-19, 23. og 24. júní kl 14.00-17.00.

Hof  25.júní - 3.september kl. 08.00-19.00 á virkum dögum kl. 11:00 – 18:00 um helgar

 

Mjólkurbúðin á facebook - vertu vinur!

http://www.facebook.com/groups/289504904444621/

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband