Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2018

Gjörningur í Listasafninu: Bæjarhátíðir - Hólmavík og Örn Ingi

46459301_1440102236123322_8026819862158376960_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 24. nóvember kl. 16 verður gjörningur í Listasafninu á Akureyri, sal 04. Björk Jóhannsdóttir (fyrrum formaður afmælisnefndar Hólmavíkur) og Stefán Gíslason (fyrrum sveitastjóri Hólmavíkur) endurvekja 100 ára afmæli Hólmavíkur árið 1990. Þau eru samferðarmenn Arnar Inga og fulltrúar bæjarhátíðanna sem hann skipulagði. Í stað þess að afhenda grein í bókina um Örn Inga koma þau með sitthvað í farteskinu og úr verður gjörningur.
Minningin um 450 manna leikhús á Hólmavík með tilheyrandi afmælistertu býður ekki upp á minna.

https://www.facebook.com/events/544544972636967

listak.is


Fjölskylduleiðsögn og listsmiðja í Listasafninu

46498359_2111658602189304_5486050834867290112_n.jpg?_nc_cat=102&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Sunnudaginn 25. nóvember kl. 11-12 verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningu Arnar Inga Gíslasonar "Lífið er Leik-fimi" í Listasafninu. Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, fræðslufulltrúi, segir börnum og fullorðnum frá sýningunni. Að lokinni leiðsögn er gestum boðið að búa til sitt eigið listaverk, innblásið af verkum listamannsins. Aðgangur er ókeypis og í boði Norðurorku.

https://www.facebook.com/events/332899954211157

listak.is


Útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA í Listasafninu á Akureyri

46511123_2111233052231859_7201030284022644736_n.jpg?_nc_cat=100&_nc_ht=scontent.frkv3-1

Laugardaginn 24. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA, Taugar, opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi.

Sýning á lokaverkefnum nemenda hefur lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur fá eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Sýningin gefur góða innsýn í hið víðtæka nám sem fram fer á listnáms- og hönnunarbraut VMA, en þetta er fjórða árið í röð sem hún er haldin í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Nemendur:
Berglind Björk Gísladóttir
Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir
María Lind Oddsdóttir
Sara Líf Huldudóttir
Sesselía Agnes Ingvarsdóttir
Sigþór Veigar Magnússon
Tinna Rut Andrésdóttir

Útskriftarsýningin stendur til 2. desember og er opin alla daga kl. 12-17.

Mynd: Guðbjörg Helga Aðalsteinsdóttir.

listak.is

https://www.facebook.com/events/801508150241465


Nathali Lavoie ásamt Steve Nicoll sýna í Deiglunni

46499289_947383298778392_1367730617424281600_o.jpg?_nc_cat=107&_nc_ht=scontent-lhr3-1

SKJÓL!
Leitið í skjól í Deiglunni á föstudaginn 23. nóv. kl. 20, sem og laugardag og sunnudag kl. 14 - 17.

Neyðarskýli eiga sér langa sögu á Íslandi og hafa mikilvægt hlutverk enn þann dag í dag. Í Deiglunni verður hægt að skoða neyðaskýlin í gegnum þrívíddarmódel af sögufrægum íslenskum skýlum, í gegnum innsetningu, video og fleiri miðla. Byggðu þitt eigið módel af skýli og taktu með heim.

Nathali Lavoie, gestalistamaður Gilfélagsins, og samstarfsmaður hennar Steve Nicoll rannsaka heimspekileg þemu í nöturlegu landslagi.

"Við höfum ferðast yfir Ísland fimm sinnum síðan 2012 og neyðarskýlin hafa komið við sögu í mörgum gönguferðum. Þessi íslenska hefð að koma upp varanlegum skýlum er mjög ólík þeirri í norður Kanada þar sem eru aðeins sett upp tímabundin skýli. Þessi skýli, bæði forn og ný, vöktu forvitni okkar, okkur fór að þykja vænt um þau og síðar urðu þau að þráhyggju. Það að byggja varanlegt skýli segir margt um hvernig þjóð hugsar um stað sinn innan náttúrunnar og skyldu sína gagnvart seinni kynslóðum sem munu byggja þar."

Natalie Lavoie er myndlistakona sem búsett er í Fort Simpson, litlu afskekktu samfélagi í nyrsta fylki Kanada. Hún hefur með búsetu sinni á norðurslóðum þróað afar sérstakan stíl, þar sem hún nýtir sér hinn langa vetur. Listræn vinna hennar er byggð á tilraunakenndum samskiptum við staði. Leifar af innsetningum og gjörningum eru skrásettar með ljósmyndum, myndböndum og skrifum. Í fyrri verkum hefur hún notað vatn sem efnivið fyrir tímabundnar innsetningar í frosti.

/

SHELTER!

Take shelter in Deiglan Gallery starting Friday 23 November at 20, as well as Saturday and Sunday from 14 to 17.

Shelters have a long history in Iceland, and continue to have a vital role today. Explore wilderness shelters through many 3d models of historical Icelandic shelters, an installation, video, and more. Build your own model shelter and take it home. 

Nathalie Lavoie, visual artist in residence, and her collaborator, Steve Nicoll, explore philosophical themes in austere outdoor settings.  

"Over our five journeys across Iceland since 2012, wilderness shelters featured on many of our hikes. The Icelandic tradition of establishing permanent shelters contrasts sharply with our own tradition of temporary shelters where we live in northern Canada. For us, the historic and contemporary Icelandic shelters we encountered were curiosities, then objects of affection, and, eventually, an obsession. To build a permanent shelter says a great deal about how a culture views its place in the landscape and its obligation to the future generations who inhabit it."

Nathalie Lavoie is a visual artist based in Fort Simpson, Northwest Territories, a remote community in Canada’s subarctic. In the North, she developed a distinctive artistic style taking advantage of the long, spectacular winters. Her artistic practice stems from experiential engagement with places. The installations and performances persist as traces by means of photographs, videos, and writing. Much of her past work involved the use of water as a material in ephemeral installations in sub-zero environments.

Deiglan, Kaupvangsstræti 23 Akureyri. 
Gilfélagið eru félagasamtök rekin af sjálfboðaliðum og er styrkt af Akureyrarstofu

https://www.facebook.com/events/333172210571646


Joris Rademaker sýnir ný verk í Mjólkurbúðinni

46076609_10155734226606767_7647288166444957696_o.jpg?_nc_cat=110&_nc_eui2=AeEoOTRFn1o5_48Je73oytbwMT786IxwuGJNNY0KByFn6UbLlpKEe817gBvqR64ntfODDJ20qElJXpTv98truJOcqBWtqHcy8pJhOYmivFfcgw&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 17. nóvember opnar Joris Rademaker myndlistarsýningu á nýjum verkum í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Sýningin stendur yfir í tvær helgar (til 25. nóvember) og er opin frá kl. 14-17 laugar-og sunnudaga. Allir velkomnir. 

Hreyfing er aðal drifkrafturinn í mannkyninu og náttúrunni til að aðlagast nýjum aðstæðum. Joris Rademaker rannsakar og leikur sér með grundvallarþætti náttúrunnar í listsköpun sinni. Að skapa list og að hlusta á innsæi sitt er hans aðferð til að lifa af, ásamt því að fá meiri skilning á umhverfinu og lífinu sjálfi. Hann vonar að mannkynið læri að lifa í sátt við náttúruna en ekki á henni. Joris hefur unnið lengi með fundna hluti, bæði manngerða og beint úr náttúrunni. Verkin eru oftast táknræn og túlka og tjá tilfinningar, samband og tengsl manns og náttúru á persónulegan hátt. Óspillt náttúra Íslands gefur honum sífellt innblástur. Joris vill breyta fundnu hlutunum sem minnst en setja þá í nýtt samhengi.

https://www.facebook.com/events/454574798401026


A! Gjörningahátíð 8.11.-11.11.2018

45490505_2223440234580367_5792243726323548160_o.png?_nc_cat=110&_nc_ht=scontent-lhr3-1

A! Gjörningahátíð er fjögurra daga hátíð sem hefst fimmtudaginn 8. nóvember og lýkur sunnudaginn 11. nóvember. Listamennirnir og hóparnir sem taka þátt að þessu sinni eru: Aðalsteinn Þórsson (IS), Anna Sigríður Sigurjónsdóttir (IS) og Birgit Asshoff (D), Birgitta Karen Sveinsdóttir (IS), Hekla Björt Helgadóttir (IS), Kristján Guðmundsson (IS), Kviss búmm bang (IS), Paola Daniele (F), Raisa Foster (SF), Yuliana Palacios (MEX/IS), Örn Ingi tileinkun: Kolbeinn Bjarnasson (IS) og Þórarinn Stefánsson (IS).           

Á sama tíma fer vídeóalistahátíðin Heim fram og þar taka þátt Arna Valsdóttir (IS) og Raisa Foster (SF)

Að hátíðinni standa: Listasafnið á Akureyri, LÓKAL alþjóðleg leiklistarhátíð, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélag Akureyrar, Leikfélag Akureyrar og Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. A! er hátíð þar sem myndlistar- og sviðslistafólk fremur gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.

Staðirnir þar sem Gjörningarnir á A! 2018 munu fara fram að þessu sinni eru: Listasafnið á Akureyri, Menningarhúsið Hof, Gil kaffihús, Kristnesskógur og Vanabyggð 3 auk fleiri staða á Akureyri

A! Gjörningahátíð er nú haldin í fjörða sinn en hátíðin sló strax í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2015 og sóttu um 1.500 ánægðir gestir hátíðina. Þátttakendur voru vel þekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. Vídeólistahátíðin Heim var haldin á Akureyri á sama tíma.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sagði í pistli í Víðsjá á Rás 1 um hátíðina meðal annars: "Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður."

Guðrún Þórsdóttir er verkefnastýra A! Gjörningahátíðar og hún veitir nánar upplýsingar í síma 6632848 og gudrunthorsd@gmail.com. Ásamt henni eru listrænir stjórnendur: Bjarni Jónsson, Hlynur Hallsson og Ragnheiður Skúladóttir.

https://www.facebook.com/A.performance.festival


Georg Óskar sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

45359142_1902567459819850_207668738277769216_o.jpg?_nc_cat=101&_nc_ht=scontent-amt2-1

 

Georg Óskar

“Í Stofunni Heima”

Laugardaginn 10. nóv. 2018 kl. 15.00 opnar Georg Óskar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina “ Í stofunni heima “
Verkin á sýningunni eru unnin sérstaklega fyrir Kompuna og leikur Georg sér með bakgrunnslit fyrir málverkin þannig að í raun má tala um innsetningu í rýmið.
Sýningin stendur til 25. nóv. og er opin daglega frá kl. 14.00 – 17.00.
Georg flutti frá Akureyri til Berlínar í Þýskalandi snemma í Janúar 2018, þar sem hann hefur sinnt málverkinu af miklum Krafti. Hann hefur vakið töluverða athygli fyrir málverk sín og fengið þónokkra umfjöllun í tímaritum og fjölmiðlum. Georg hóf sýningarárið í janúar með samsýningunni “ Sköpun bernskunar “ í Listasafninu á Akureyri, og hefur síðan tekið þátt í samsýningum í Hollandi, Þýskalandi og í Noregi. Hann fór með einkasýningu til Swiss og aðra sem er nýlokið og bar yfirskriftina “ Notes from Underground “ til London Ontario í Kanada. Sýningarárinu lýkur Georg svo á um það bil sömu slóðum og það hófst, fyrir norðan í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.


Um verkin.

Myndræn, jafnvel naumhyggja, en á sama tíma lausleg uppbygging, er viðeigandi lýsing á stíl Georgs. Frá því snemma á ferli hans hefur listamaðurinn verið trúr upprunalegum stíl sínum og myndmáli. Náin og einlæg tengsl við strigann bera þeirri staðreynd vitni að hann heldur ótrauður sínar eigin leiðir. Snarleg vinnubrögð eru aðferð hans og flæða litir og línur iðulega á frjálsa vegu í myndverkunum. Með því lagi nær Georg að festa líðandi stund á myndflötinn undir djúpum áhrifum af þeirri ástríðu sinni að segja sögur sem knýja á um tjáningu. Listamaðurinn grípur á lofti áhugaverða atburði, sleppir ímyndunarafli sínu lausu um leið og hann rifjar upp eftirminnileg atvik í eigin lífi. Gjarnan er sótt í tónlist og ljóðlist til auðgunar. Einstaklingurinn, mannskepnan, er það sem myndlist Georgs snýst um. En hvorki sem fyrirmynd eður viðfang í sjálfu sér heldur aðferðin, hjólið, sem ber undur dagsins og ímyndunarafl um pensilinn. Iðulega dregur Georg persónur sínar fram á sviðið þar sem þær birtast í einveru sinni en umluktar lifandi náttúru, hversdagslegu umhverfi eða jafnvel í framandi heimum.

Hekla Björt



Gildagur 3. nóvemeber 2018

45203245_1167283060077271_5179640682490363904_n.jpg?_nc_cat=104&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Annar Gildagur vetrarins í Listagilinu er laugardaginn 3. nóvember. Opnanir sýninga, vinnustofur, tilboð í verslunum, lifandi tónlist og margt fleira. Kaupvangsstræti/Listagilið verður opið fyrir gangandi en lokað fyrir bílaumferð að hluta milli kl. 14-17. 

Dagskrá dagsins (með fyrirvara um breytingar)

kl. 9 - 23 Gildagur 3. nóvember - Gil kaffihús
Gil kaffihús verður með tilboð á tertum og kaffidrykkjum, tesmakk og langan happy hour,16-21 þennan skemmtilega dag! DJ Kveldúlfur verður svo að spila kl.21- ekki láta ykkur vanta!

Kl. 8:30 - 15 Verslun opin - Flóra - verslun, vinnustofur, viðburðir
Til sölu og sýnis verk og vörur eftir nefnda jafnt sem ónefnda listamenn, hönnuði, heimaframleiðendur, bændur og aðra frumskapendur.

kl. 13 - 17 Gildagur í Sjoppunni 3.11 - Sjoppan vöruhús
Í tilefni Gildagsins í Listagilinu verður Jón í lit á sérstöku Gildagsverði. Einnig verða tilboð á völdum vörum, smakk á jólalakkrís frá Johan Bulow og blöðrur fyrir börnin á meðan birgðir endast. Gestir geta skráð sig í Gildagsleik Sjoppunnar. Dregið verður í lok dags og hlýtur einn heppinn viðskiptavinur lakkrísdagatal frá Lakrids.

kl. 14 - 17 Opin verslun á Gildeginum - Vörur eftir hönnuði hússins - Gilið vinnustofur
Grafíkverk, Textíl vörur, kort, furðudýr og fleira. Kíkið við í litlu verslunina okkar og gerið góð kaup.

kl. 14 - 17 Hauströkkur - Ragnar Hólm - Ragnar Hólm
(Sýningin stendur til og með 4. nóv)
Ragnar Hólm sýnir nýjar vatnslitamyndir og nokkur olíumálverk. Hann hélt fyrstu sýningu sína í Populus tremula vorið 2010 en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tónlistarmennirnir Pálmi Gunnarsson og Kristján Edelstein leika af fingrum fram við opnun á laugardag.

kl. 14 - 17 Flóamarkaður í RÖSK RÝMI! - Rösk
Flóamarkaður að hætti RÖSK! Spennandi allskonar til sölu!

kl. 14 - 17 Myndir-Sölusýning! - Thora Karlsdottir
Thora Karlsdottir myndlistamaður opnar sýninguna "Myndir-Sölusýning" í RÖSK RÝMI, forstofu gallerí.

kl. 14 - 17 Hand- og sjónverk - Björg EiríksdóttirMjólkurbúðin - Salur Myndlistarfélagsins (Sýningin stendur til og með 11. nóv)
Á sýningunni verða útsaumsverk og málverk sem unnin eru á þessu ári og því síðasta. Munstur, lagskipting og samskiptin við verkin í vinnuferlinu eru í fyrirrúmi. Munstrin eru unnin út frá teikningum, hekluðum dúkum og gróðri og eru þrykkt, saumuð út og máluð í mörgum lögum. Verkin fela í sér langan tíma. 

kl. 14 - 18 Triin Kukk - Merry Melancholy - Kaktus
Myndlistasýningin MERRY MELANCHOLY eftir Triin Kukk.
(Opnun er 2. nóv kl. 20. Sýningin stendur til og með 4. nóv)

kl. 15 -17 Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi / Life´s PLAY-fullness - Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum (Sýningin stendur til og með 27. janúar 2019)
Opnun yfirlitssýningar á verkum Arnar Inga Gíslasonar. Sýningin er í raun skipulagður gjörningur sem stendur yfir í 3 mánuði, þar sem nýir fletir á verkum listamannsins verða sýndir á hverjum degi. Gjörningnum lýkur með kynningu á bókinni Lífið er LEIK-fimi. Léttar veitingar á opnunardegi.


- Taktu daginn frá og fylgstu vel með.


#gildagur #akureyri #hallóakureyri


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband