Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2010

Fréttabréf Myndlistarfélagsins

galleribox_856636

 

Fréttabréf Myndlistarfélagsins 

 

 

Stjórn í upphafi árs 2010

Ţorsteinn Gíslason, formađur

Brynhildur Kristinsdóttir, ritari

Yst, gjaldkeri

Ţórarinn Blöndal, varaformađur

Guđmundur Ármann, međstjórnandi

 

 

Síđast liđiđ ár hefur Myndlistarfélagiđ, sem nú er skráđ ađ Kaupvangsstrćti 12,

Boxinu, pósthólf 235, 600 Akureyri:

 

 

1.      Breytt um stefnu í Sýningarhaldi félagsins í Boxinu og Sal Myndlistarfélagsins

 og unniđ ađ 6 Gildögum á ári í samvinnu viđ ađra.

 

Sýningarnefndina skipa nú; Arnţrúđur Dagsdóttir, Bryndís Kondrup, Guđrún 
Hadda Bjarnadóttir, Guđrún Lóa Leonardsdóttir, Hjördís Frímann og Sigríđur 
Ágústdóttir, sem sér um samskipti viđ sýnendur.

 

Sýningarnefndin sér alfariđ um val á sýningarađilum, sem ţurfa ađ hafa greitt sitt félagsgjald, nema um gesti sé ađ rćđa.

Nýtt bankanr. Myndlistarfélagsins fyrir félagsgjöld er hjá Sparisjóđnum og er:

           bnr.   1129-05-406050        kt.  690408-1390

Sýningarnefndin skiptir međ sér verkum og sér um allt utanumhald sýninga.

Sýningarađilar sjá alfariđ sjálfir um auglýsingar, uppsetningu, veitingar, yfirsetu og ađ taka niđur sína sýningu og ţrífa eftir sig. 10 ţúsund króna tryggingargjalds er krafist viđ upphaf sýningar, sem endurgreiđist af sýningarnefnd, sé lyklum og Sal skilađ í sama ástandi og tekiđ var viđ honum. Ekkert gjald er tekiđ fyrir ađ fá ađ sýna. Ţví miđur hefur félagiđ ekki enn náđ svo langt ađ geta greitt sýningarađilum fyrir ađ koma og sýna, ţó ţannig ćtti ţađ ađ sjálfsögđu ađ vera og er ţađ eitt af  ađal-baráttumálum myndlistarmanna hvar sem er á landinu, ađ fá greitt fyrir sína vinnu!

Stjórn Myndlistarfélagsins hefur talađ viđ svćđisútvarpiđ, Vikudag o.fl.ađila um mikilvćgi ţess ađ sagt sé frá listviđburđum í Sal Myndlistarfélagsins og Boxinu, einnig mun SÍM verđa međ málţing um myndlist og fjölmiđla nú á vordögum í sama skyni.

 

 

2.      Komiđ á fleiri nýtingarmöguleikum á Sal Myndlistarfélagsins og í Boxinu í ţágu myndlistarinnar.

 

Međ tilkomu Gildaga og breytingunni á árlegum sýningarfjölda hefur skapast möguleiki á ađ nýta Sal Myndlistarfélagsins og Boxiđ á fjölbreyttari hátt, en hingađ til og nú ţegar hefur veriđ fariđ af stađ međ vinnu ađ hugmynd um málţing á vordögum um Myndlistaruppeldi. Sótt verđur um styrk/i til verkefnisins og talađ viđ verkefnisstjóra.

Einnig hefur komiđ til tals ađ koma á Módelteikni-tímum í Sal Myndlistarfélagsins utan sýningatíma.

Ţá eru ađalfundurinn og fleiri fundir á vegum félagsins haldnir í Sal Myndlistarfélagsins.

 

 

3.     Átt viđtöl viđ Akureyrarstofu um ýmis mál er varđa myndlist.

 

Málin eru međal annars: Stefnumál í listaverkakaupum og listaverkaeign. Hof í tengslum viđ myndlist. B.A.-nám í myndlist frá H.A.  og samstarf Akureyrarbćjar viđ önnur sveitarfélög á Norđurlandi eystra um greiđslu listamannalauna út fyrir bćjarmörkin.

 

 

4.     Unniđ ađ samstarfi viđ Austfirđinga og Sláturhúsiđ á Egilsstöđum.

 

Stefnt er ađ sameiginlegum fundi um samstarf og samvinnu okkar og Austanmanna á sviđi myndlistar á Mývatni upp úr mánađarmótum. eftir formlega beiđni ţeirra um samstarf.

 

 

5.     Komiđ međ stjórnartillögu til ađalfundar um félagsgjöld fyrir 2010 og lagt til ađ  vinna í ţágu félagsins sé áfram ólaunuđ.

 

Félagsgjöld  verđi áfram 2000 en ţau verđi framvegis innheimt í gegnum banka
 (bnr. 1129-05-406050  kt. 690408-1390) og borgist fyrir ađalfund í febrúar. 
Engin laun eru greidd fyrir vinnu stjórnar og nefndarmanna í ţágu félagsins, 
nema fargjald á samţykkta fundi utan Akureyrar.
 
Stjórnin.

 

 

 

Tilkynning frá Steina:

 

Smíđaverkstćđi Punktsins er nú opiđ fyrir alla á miđvikudagskvöldum frá kl. 19 – 22.

 

Endilega notfćriđ ykkur ţetta, ţví ef engin notkun er á ţessum tíma, ţá verđur ţetta fljótt aflagt!

 


Ögrandi list og tilraunir til ritskođunar, fyrirlestur í Ketilhúsinu


Myndir sem fanga: Ögrandi list og tilraunir til ritskođunar

Ţriđjudaginn 26. janúar klukkan 17:15 stendur Listasafniđ á Akureyri fyrir fyrirlestri bandaríska frćđimannsins dr. Steven C. Dubin í Ketilhúsinu á Akureyri. Yfirskrift fyrirlestrarins er Myndir sem fanga: Ögrandi list og tilraunir til ritskođunar ( e. “Arresting Images: Controversial Art and Attempts to Censor It”) og fer hann fram á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn og ađgangur er ókeypis.

Dr. Dubin er mannfrćđingur sem hefur sérhćft sig í rannsóknum á sviđi menningar, lista og safnafrćđa. Hann hefur beint sjónum sínum ađ ritskođun og tjáningarfrelsi og bók hans um pólitíska list, Arresting Images: Impolitic Art and Uncivil Actions, vakti mikla athygli ţegar hún kom út áriđ 1992. Dubin hefur haldiđ fjölda fyrirlestra og ritađ um umdeilda list, átök innan listheimsins og stuđning hins opinbera viđ listir. Dubin skrifar reglulega greinar fyrir Art in America auk ţess ađ hafa rannsakađ og fjallađ sérstaklega um áhrif lýđrćđisumbóta á menningarlíf í Suđur-Afríku viđ fráhvarf ađskilnađarstefnunnar.

Steven C. Dubin var prófessor í mannfrćđi viđ Fylkisháskólann í New York í 19 ár en hefur starfađ sem prófessor í menningarstjórnun viđ Columbia Háskóla í New York frá 2005, auk ţess ađ gegna rannsóknarstöđu viđ skólann á sviđi afrískrar menningar. Hann er staddur hér á landi á vegum Fulbright stofnunar og námsbrautar í safnafrćđum viđ félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Nánar á: http://www.listasafn.akureyri.is/uppakomur


Stađur: Ketilhúsiđ, Listagilinu á Akureyri
Stund: Ţriđjudaginn 26. janúar klukkan 17:15


Kristinn G. Jóhannsson sýnir í Jónas Viđar Gallery

kristinng.jpg

Laugardaginn 16 janúar kl. 15.00 opnar
Kristinn G. Jóhannsson málverkasýningu í
Jónas Viđar Gallery í listagilinu á Akureyri.

Ţér og ţínum er bođiđ.

Kristinn G. Jóhannsson (1936) nam myndlist á Akureyri, í Reykjavík og í
Edinburgh College of Art, Skotlandi.
Hann efndi til fyrstu sýningar sinnar á Akureyri 1954 en sýndi fyrst í
Reykjavík í Bogasal Ţjóđminjasafnsins 1962 og sama ár tók hann í fyrsta
sinn ţátt í Haustsýningu Fím í Listamannaskálanum. Hefur síđan veriđ
virkur á sýningavettvangi.
Kristinn varđ stúdent frá MA fyrir rúmri hálfri öld og lauk kennaraprófi
1962 og starfađi síđan viđ kennslu og skólastjórn á Patreksfirđi,
Ólafsfirđi og Akureyri í tćpa fjóra áratugi.
Hann hefur nú velt af sér opinberum reiđingi fyrir nokkru og hefur
vinnustofur á Akureyri ţar sem hann starfar ađ list sinni , eđa eins og
hann segir sjálfur: "Ţar er ég ađ etja saman litum, einkum litbrigđum
jarđarinnar, og lćt á reyna hvort nćgi til málverks."
Kristinn hefur gert vatnslitamyndir í nýjar útgáfur af sögum Jóns
Sveinssonar, Nonna, og einnig í ţjóđsögur s.s. Búkollu og Gilitrutt auk
teikninga í fjölda annarra bóka.

Kristinn fylgir sýningunni svona úr hlađi:

"Ég er enn genginn í brekkur. Sýndi ykkur áriđ 2006, í Ketilhúsinu, sumriđ
í brekkunum upp af Fjörunni og hét "Málverk um Búđargil og brekkurnar".
Hér, hjá Jónasi Viđari, sýndi ég ykkur fyrir ári "Haustbrekkur", höfgan
gróđur ađ syngja sitt síđasta međ trega , flúri og fagurgala.
Nú hefur snjóađ yfir allt ţađ litskrúđ en brekkurnar eru ţarna enn og
húsin undir rótum ţeirra og enn er ég ađ fást viđ litbrigđin , sem verđa
af samspili ţess sem er og uppspunans sem ţarf viđ gerđ málverks.
Ţiđ eruđ ađ fylgjast međ hvernig fram vindur bragnum um brekkurnar í
Innbćnum og ţessa sýningu , sem er í beinu framhaldi af hinum fyrrnefndu,
ćtla ég ađ kalla "Vetrarbrekkur" til ađgreiningar. Held hér áfram samtali
viđ nánasta umhverfi mitt og nálgast ţađ í endurtekinni leit ađ einhverju
sem nefna mćtti persónulega túlkun, hvort á einstaka stađ auđnist mér ađ
hitta á einhverskonar klaufaskap eđa tiktúrur sem nćgi til ađ úr verđi
sjálfstćđ sýn og dugi til málverks. Ţađ kann ađ vera borin von.
En hvađ sem ţví líđur eru hér "Vetrarbrekkur" eins og ég sá ţćr ekki og ef
ţiđ ţekkiđ ţćr í sjón er ţađ til merkis um ađ mér hafi mistekist međ
öllu."

Jónas Viđar
sími: 8665021
Heimasíđa: http://www.jvs.is
Jónas Viđar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Joris Rademaker í Listasafninu á Akureyri

_mg_3353_951996.jpg

Laugardaginn 16. janúar klukkan 15 opnar Listasafniđ á Akureyri yfirlitssýningu á verkum hollenska myndlistarmannsins Jorisar Rademaker. 

Joris er fćddur í smábćnum Eersel í Hollandi áriđ 1958 en hefur búiđ á Íslandi í hartnćr tvo áratugi. Hann hefur fengist viđ myndlist síđan áriđ 1983 og einnig starfađ sem myndlistarkennari á Akureyri um árabil. Undanfarin ár hefur hann starfrćkt Gallerí+ á Akureyri ásamt Pálínu Guđmundsdóttur eiginkonu sinni. Joris var útnefndur bćjarlistamađur Akureyrar áriđ 2006. 

Myndlist Jorisar spannar ólíkar stefnur og rífur skörđ í ţá múra sem eitt sinn stóđu fyrir kynslóđabil andstćđra fylkinga. Hann vinnur međ hugsanaflćđi, bćđi tvívítt og ţrívítt, og styđst viđ fundna hluti og látlausan efniviđ. Í byrjun var pallettan sterk en smám saman hefur hún orđiđ nćr litlaus. Ákveđin stef eru könnuđ í mörgum mismunandi útfćrslum og byggja á formrćnni einföldun sem á meira skylt viđ geómetríska abstraktsjón, eđa De Stijl-skólann, og skynvilluleiki op-listarinnar en kaldrifjađa smćttarhyggju. Ákveđin stef eru könnuđ í mörgum mismunandi útfćrslum og byggaja á formrćnni einföldun ţar sem möguleikar skynjunar og alls konar skynvilluleikir ráđa ferđinni.

Viđ fyrstu kynni virđist ţessi myndheimur Jorisar frekar óađgengilegur ţótt reglulega bregđi fyrir bernskum fígúrum og malerískum, expressjónískum hvellum. Inn í hann fléttast einnig tvö vinsćl viđfangsefni sem heltóku myndlistina á níunda og tíunda áratugnum, nefnilega líkamslist (e. body-art) og auđkennispólitík (e. identity politics). Verkin virka stundum eins og litlir, viđkvćmir púđluhundar sem allt í einu sýna í sér vígtennurnar og eru ótrúlega ógnandi. Sársaukinn tekur viđ ţar sem votti af vćmni sleppir, piprađur međ áhrifum afrískrar ćttbálkalistar í stađinn ţess ađ saltađ sé í sáriđ ađ norrćnum fantasiđ (ţessi skírskotun í afríska skúlptúra byggir ţó á meiri innlifun en tíđkađist hjá Cobra-mönnum).* List Jorisar hefur samt engar beinharđar pólitískar blammeringar ađ geyma eđa samfélagsgreinandi gegnumlýsingu. Hún margsnýst í leit sinni ađ stađsetningu sjálfsins sem reif sig upp međ rótum og endurkastast nú milli tveggja heima, Hollands og Íslands, ţar sem Joris hefur búiđ. Stráhattur van Goghs og skólufsur flćkingsins, sem dúkka stundum upp, minna okkur á ađ hann er ađkomumađur. 

Í tilefni af sýningunni hefur Listasafniđ á Akureyri gefiđ út 90 blađsíđna bók međ ítarlegri umfjöllun um feril og list Jorisar eftir Úlfhildi Dagsdóttur bókmenntafrćđing og Hannes Sigurđsson forstöđumann Listasafnsins á Akureyri.

Sýningin stendur til 7. mars 2010 og er opin alla daga nema mánudaga frá 12-17.

Frekari upplýsingar gefur Hannes Sigurđsson forstöđumađur Listasafnsins á Akureyri í síma 899-3386

Anna Gunnarsdóttir sýnir í bćjarstjórnarsalnum í Ráđhúsi Akureyrar

Mynd_0547331

Opnun sýningarinnar MIKADO í Gallerí Ráđhús.

Föstudaginn 15. janúar klukkan 12 opnar listakonan Anna Gunnarsdóttir
sýningu í Gallerí Ráđhús sem er stađsett í bćjarstjórnarsal ráđhússins.
Sýninguna nefnir hún MIKADO.  Verkin á sýningunni eru unnin út frá japanska
spilinu mikado ţar sem leikmenn spila međ prik.
Öll verkin á sýningunni eru unnin međ shibori tćkni og indigo lituđ.
Shibori er gömul japönsk tćkni sem notuđ er viđ ţađ ađ búa til munstur á
efni sem síđan eru lituđ.
Efnin eru sett á pappa hólka sem lokiđ hafa sínu starfi ađ halda textíl
efnum og fá nýtt hlutverk í leik sem listaverk á vegg.
"Ţetta er leikur minn  međ mikado spil" segir Anna.

Anna Gunnarsdóttir lćrđi textílhönnun á Íslandi og Danmörk auk ţess ađ hafa
sótt fjölda námskeiđa um textíl.
Hún hefur síđari ár ađallega fengist viđ vinnslu á ţćfđri ull og textíl. Hún
blandar saman nytjavöru, myndlist og fatahönnun međ ţessum miđlum
Anna á ađ baki fjölda sýninga víđs vegar um heim og hefur hlotiđ verđlauna
og viđurkenningar fyrir verk sín.
Hún er annar eigandi gallerý Svartfugl og Hvítspóa í miđbć Akureyrar og er
félagi í Textílfélaginu, Myndlistarfélaginu og Sambandi íslenskra
myndlistarmanna.
Anna var valin bćjarlistamađur Akureyrar áriđ 2008.

Nánari upplýsingar veitir Anna í síma 897 6064 eđa tölvupósti :  anna.design@nett.is


Sjálfsmyndir í Boxinu, sal Myndlistarfélagsins

verk_allra_f_frettatilk.jpg

Sjálfsmyndir

 

Súpan

 

sýnir afrakstur samstarfs síns viđ unga sem aldna allt frá nyrstu ströndum

til nafla alheimsins ...

á 4x farandsýningum í:

 

Bragganum Öxarfirđi í nóvember

SÍM salnum og Kaffistofunni á Hverfisgötu í desember og nú í

 

Boxinu, sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri 16. janúar – 7. febrúar.  

Opnun laugardaginn 16. janúar kl. 14

 

Allir hjartanlega velkomnir

 

 

Björg Eiríksdóttir  umm.is

Edda Ţórey Kristfinnsdóttir  eddathorey.com

Jóna Bergdal Jakobsdóttir  umm.is

Unnur G. Óttarsdóttir  umm.is

Yst Ingunn St. Svavarsdóttir  yst.is


Ţórgnýr Dýrfjörđ sýnir ljósmyndir í Populus Tremula

 

ŢÓRGNÝR DÝRFJÖRĐ – ŢREIFANDI – 16.-17. jan.

Laugardaginn 16. janúar kl. 14.00 opnar Ţórgnýr Dýrfjörđ áhugaljósmyndari sýninguna Ţreifandi í Populus Tremula. Ţar sýnir hann ljósmyndir teknar á síđustu tveimur árum og eru viđfangsefnin af ýmsum toga, portrett, bćjarmyndir og landslag. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 17. janúar kl. 14-17.

Ţórgnýr hefur veriđ hugfanginn af ljósmyndun allt frá barnćsku og lagđi sig sérstaklega eftir henni á unglingsárum, eignađist góđa myndavél og fékkst viđ allan ferilinn frá myndatöku til framköllunar og stćkkunar í myrkraherbergi. Ljósmyndadellan rénađi svo nokkuđ um árabil ţó vélin vćri aldrei langt undan. Á síđustu árum hefur hann nýtt sér stafrćna ljósmyndatćkni og í gegnum hana endurnýjađ kynnin viđ sitt gamla áhugamál. Ţórgnýr beinir linsunni ađ fjölbreytilegum viđfangsefnum, gerir tilraunir međ tćkni, sjónarhorn, myndbyggingu og myndvinnslu. Sýningin í Populus Tremula er sú fyrsta sem Ţórgnýr heldur um ćvina ţó nokkrar ljósmyndir eftir hann hafi birst á opinberum vettvangi á vefsíđum og í dagblöđum.

Populus Tremula, Listagili, Akureyri


Margrét Buhl og Jana María Guđmundsdóttir opna tvćr sýningar í DaLí Gallery

_margretbuhl.jpg

Tvćr sýningar opna í DaLí Gallery laugardaginn 9. Janúar 2010 kl.14-17.
Ţađ eru fyrstu sýningar ársins í DaLí Gallery, og eru ţar á ferđ
listakonurnar Margrét Buhl og Jana María Guđmundsdóttir.

Myndlistakonan Margrét Buhl opnar í DaLí Gallery og vinnur Margrét
innsetningu í salinn sem fjallar um minningar, tímabil og tónlistatengsl
međ persónulegri nálgun. Margrét er útskrifuđ frá Myndlistaskólanum á
Akureyri og er ţetta fyrsta einkasýning listakonunnar.

Jana María Guđmundsdóttir, söng og leikkona opnar sýningu í litla rýminu
KOM INN sem stađsett er á vinnustofu DaLí, einu af minnstu sýningarrýmum
landsins. Jana María verđur einnig međ innsetningu og í verki sínu leikur
hún sér međ upplifun skynfćranna og andlega nćringu. Jana María lauk
fornámi í Myndlistaskólanum í Reykjavík, burtfararprófi í einsöng í
Söngskóla Reykjavíkur og BA í leiklist viđ Konunglega Listaháskólann í
Skotlandi, Royal Schottish Academy of Music and Drama.

DaLí Gallery er opiđ laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 međan á sýningunum
stendur - til 24.janúar.

Allir Velkomnir
DaLí Gallery Brekkugata 9, 600 Akureyri
www.daligallery.blogspot.com
dagrunm@snerpa.is / lina@nett.is
8957171 / 8697872


ĆVI Í ULL: fyrirlestur og sýning


ĆVI Í ULL

 

Einstakt tćkifćri til ađ kynnast ullarvinnslu og -framleiđslu á öldinni sem leiđ.

 

Kristinn Arnţórsson, ullarfrćđingur, flytur fyrirlestur um ull og ullarframleiđslu á öldinni sem leiđ á Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 9. janúar klukkan 14:00.

 

Um leiđ verđur opnuđ á Amtsbókasafninu sýning Iđnađarsafnsins um ull og ullarframleiđslu á síđustu öld. Sýningin verđur opin til 31. janúar.

 

Ćvi Kristins er ofin í ull allt frá ţví hann lék sér viđ verksmiđjulćkinn sem barn ţar til hann lét af störfum sem ullarfrćđingur. Eftir nám í Englandi hóf Kristinn störf viđ Gefjun ţar sem hann hafđi m.a. međ höndum ađ blanda saman ullarhárum sauđkindanna til ađ búa til “sauđalitina” í ullargarni sem enn er notađ í dag. Ennfremur hönnun á mynstri vćrđarvođa og margt fleira sem lítur ađ vinnslu og hönnun á ullarvörum. M.a. á Kristinn stóran ţátt í hönnun á ţeim varningi sem seldur var í vöruskiptum viđ Rússland og taldi milljónir af ullarvörum.

 

Fyrirlesturinn og sýningin eru á vegum Iđnađarsafnsins á Akureyri međ dyggum stuđningi Menningarráđs Eyţings.

Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna “Chakra“ á Café Karólínu

chakra.jpg

 

Anna Gunnarsdóttir


Chakra

 

09.01.10 - 05.02.10

 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---

Anna Gunnarsdóttir opnar sýninguna “Chakra“ á Café Karólínu laugardaginn 9. janúar klukkan 15.

 

Chakra er úr Sanskrít og ţýđir hringur eđa hringrás og táknar orkustöđvar líkamans. Verkin eru sjö og eru ţau unnin út frá litum og formum orkustöđvanna. Ţau eru vafin međ ţráđum og formuđ eftir alda gamalli tćkni og sum ţeirra lýsa í myrkri.

 

Anna stundađi nám viđ Verkmenntaskólann á Akureyri auk ţess hefur hún sótt fjölda námskeiđa í Danmörk, Englandi og fleiri löndum. Hún vinnur verk sín í ull, silki, leđur og fiskiskinn. Anna starfrćkir vinnustofu sína og sýningarađstöđu, Svartfugl og Hvítspóa, í miđbć Akureyrar. Anna er félagi í Textílfélaginu, Myndlistarfélaginu og Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Hún  á ađ baki fjölda einkasýninga og samsýninga heima og erlendis auk ţess hefur hún fengiđ viđurkenningar fyrir verk sín.

 

Áriđ 2008 var Anna valin bćjarlistamađur Akureyrar.

 

Međfylgjandi mynd er af einu verka Önnu.

Nánari upplýsingar veitir Anna í síma 897 6064 eđa tölvupósti : anna.design@nett.is

 

Sýningin stendur til föstudagsins 5. febrúar og allir eru velkomnir.

 

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

 06.02.10 - 05.03.10                 Samúel Jóhannsson

06.03.10 - 02.04.10                  Guđbjörg Ringsted                 

03.04.10 - 30.04.10                  Kristján Pétur Sigurđsson

01.05.10 - 04.06.10                  List án landamćra

05.06.10 - 02.07.10                  Hanna Hlíf Bjarnadóttir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband