Bloggfćrslur mánađarins, mars 2008

700IS Hreindýraland

455906A Til hamingju Egilsstađir! Flott kvikmyndahátiđ sem er orđin ţriggja ára verđur opnuđ í Sláturhúsinu á Egilsstöđum kl. 20 á laugardagskvöld. 700IS Hreindýraland, alţjóđleg og árleg kvikmynda- og myndbandsverkahátíđ á Austurlandi.

Hátíđin stendur fram til 5. apríl. Í kringum hundrađ myndir verđa sýndar á hátíđinni í ár en mun fleiri bárust í keppnina. Listnemar frá Listaháskóla Íslands, Manchester Metropolitan-háskólanum og Tempe Arizona taka ţátt í námskeiđum á vegum hátíđarinnar auk nemenda af listabraut Menntaskólans á Egilsstöđum, frá Verkmenntaskóla Austurlands og norskra nemenda úr kvikmyndaskóla í Vesteralen.

Dagskráin fćrist úr Sláturhúsinu yfir á Gistihúsiđ Egilsstöđum síđar um kvöldiđ. Hátíđin fer víđa á nćstu dögum og verđur m.a. á Skriđuklaustri, á Höfn í Hornafirđi, á hreindýraslóđum á Jökuldal, á Eiđum, í Sláturhúsinu og Café Valný á Egilsstöđum.


mbl.is 100 myndir sýndar á 700IS
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Konur í ljósmyndasögunni - Fyrirlestur í Ketilhúsinu

08-03-26-anna Konur í ljósmyndasögunni

Anna Fjóla Gísladóttir ljósmyndari, mun flytja fyrirlestur um konur í ljósmyndasögunni í Ketilhúsinu í Listagili á Akureyri föstudaginn 28. mars, kl 14.50.  

Dagskráin er hluti af „Fyrirlestrum á vordögum“, sem eru fjórir fyrirlestrar um efni sem tengjast listum og menningu. Ţeir eru skipulagđir af kennurum á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í samvinnu viđ Listasafniđ á Akureyri og Menningarmiđstöđina í Grófargili.

Anna Fjóla mun fjalla um og sýna myndir eftir u.ţ.b. 10 konur allt frá 1850- 2007, m.a, Julia Margaret Cameron, Lee Miller, Mary Ellen Mark, Sally Man, og fleiri. 

Dagskráin mun standa í um eina klukkustund.
Ađgangur er ókeypis.
Allir velkomnir

Listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, Listasafniđ á Akureyri og Menningarmiđstöđina í Grófargili.

Samstarfsverkefni viđ Brasilíu

250px-Brasilia_night Menningaráćtlun ESB auglýsir eftir umsóknum vegna samstarfsverkefna sem gerast utan Evrópu. Ađ ţessu sinni er skilyrđi ađ verkefniđ tengist Brasilíu.  Hćgt er ađ sćkja um allt ađ 200.000 evrur. Ţá er skilyrđi ađ verkefniđ sé unniđ í samstarfi viđ a.m.k. ţrjár ađrar evrópuţjóđir fyrir utan Brasílíu. Allar nánari upplýsingar og umsóknargögn er hćgt ađ nálgast á eftirfarandi vefslóđ:

http://eacea.ec.europa.eu/culture/calls2008/strand_1_3/index_en.htm

Skilafrestur umókna er 1. júní 2008

Menningaráćtlun ESB / The European Union's Culture Programme
Upplýsingaţjónusta menningaráćtlunar ESB / Cultural Contact Point Iceland
Túngata 14, 101 Reykjavik, Iceland
+354 562 63 88
email: info@evropumenning.is
www.evropumenning.is

Listamiđstöđin Nes á Skagaströnd

hyrnan

Stofnfundur Ness listamiđstöđvar var haldinn á Skagaströnd fimmtudaginn 6. mars og voru stofnendur sveitarfélagiđ Skagaströnd og Byggđastofnun. Stofnunin leggur félaginu til fasteignina ađ Fjörubraut 8 á Skagaströnd, en ţar var áđur rekin fiskvinnsla. Ţar verđur nú rekin alţjóđleg listamiđstöđ međ gestavinnustofum fyrir innlenda og erlenda listamenn og fjölskyldur ţeirra. Í samstarfi viđ ţá listamenn sem dvelja tímabundiđ í Nesi sem og ađra verđur í náinni framtíđ sýningarhald og kynning á menningu og hvers konar listum. Jafnfram verđur lögđ áhersla á samvinnu viđ starfandi félög listamanna í landinu svo sem SÍM og BÍL, en allir liđsmenn ţeirra samtaka geta sótt um dvöl í gestavinnustofunum.

Fyrsti umsóknarfrestur til dvalar í listavinnustofunni verđur 15. apríl nćstkomandi fyrir tímabiliđ frá júní 2008 til mars 2009. Umsóknir vera í fyrstu afgreiddar í samvinnu viđ SÍM – Samband Íslenskra Myndlistarmanna og fyrsti umsóknarfrestur er 15.apríl n.k fyrir 1-6 mánađa tímabil. Seinni umsóknarfrestur ársins er 1. september 2008. Verđ fyrir mánađar dvöl er frá 40.000 - 65.000 krónum. Innifaliđ í verđinu er herbergi eđa íbúđ, međ sameiginlegu eldhúsi og bađi, ásamt vinnustofu. Í bođi eru herbergi fyrir einstaklinga sem og íbúđir fyrir listamenn međ fjölskyldur ţeirra. Gestalistamenn sjá sjálfir um ferđir og uppihald.
Nes listamiđstöđ verđur vígđ á sjómannadaginn 31. maí og eru allir melimir SÍM og BÍL velkomnir á opnunarhátíđina. Frá og međ ţeim degi koma jafnframt fyrstu listamennirnir til mánađar dvalar eđa lengur. Stjórn Ness mun ţví ţurfa ađ láta hendur standa fram úr ermum nćstu mánuđi til ađ vel megi takast ađ taka á móti listamönnunum.
 
Nánari upplýsingar og umsóknareyđublađ er ađ finna á www.neslist.is


Norrćnir menningarsjóđir

Nćsti umsóknarfrestur Norrćna menningarsjóđsins er 1. apríl.
Nćsti umsóknarfrestur Dansk-íslenska samstarfssjóđsins er 15. apríl.

Athugiđ ađ umsóknarfrestur Menntaáćtlunar Nordplus er framlengdur til 21. apríl. Sjá www.ask.hi.is

Nánari upplýsingar veitir:


María Jónsdóttir
Forstöđumađur Norrćnu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons(hjá)akureyri.is
www.akmennt.is/nu

Norrćna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstrćti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000  Fax: 462 7007


CIA.IS styrkir vegna stćrri verkefna erlendis

logo Kćru myndlistarmenn
 
Viđ viljum hvetja ykkur til ađ sćkja um styrki vegna stćrri verkefna erlendis. 
 
Stćrri styrkjunum fyrir verkefni á ţessu ári og fyrri hluta ársins 2009 verđur úthlutađ í einni lotu nú í apríl. Fjárveiting til listamanna verđur aukin á árinu og nemur hver styrkur nú 400 ţúsund ađ hámarki.
 
Frestur til ađ sćkja um stćrri styrkina er til 18.apríl.
 
Nánari upplýsingar um styrkjakerfiđ er ađ finna á vefsíđunni http://cia.is/styrkir/index.htm
 
Styrkir vegna umfangsminni verkefna međ skemmri fyrirvara eru veittir reglulega og er tekiđ viđ slíkum umsóknum a.m.k. 30 dögum áđur en verkefni hefst.
 
Iceland Express styrkir listamenn vegna verkefna erlendis gegnum styrkjakerfi Kynningarmiđstöđvarinnar allan ársins hring.
 
Ađ ţessu sinni veitir Iceland Express listamönnum einnig flugmiđa samtals ađ andvirđi 300 ţúsund króna til stćrri verkefna á áfangastöđum flugfélagsins.
 
Styrkveitingar verđa kynntar međ viđhöfn í byrjun maí.
 
 

Kynningarmiđstöđ íslenskrar myndlistar
Center for Icelandic Art - CIA.IS
Hafnarstrćti 16
101 Reykjavík
tel: +354-562-7262
fax:+354-562-6656
www.cia.is
www.artnews.is

Erin Glover sýnir í GalleríBOXi

erin-glover

OPNUN Í GALLERIBOXI Á SKÍRDAG KL. 14:00

ERIN GLOVER
20.03 - 06.04

Erin Glover er kanadísk myndlistarkona sem sýna mun málverk í galleriBOXi. Sýningin er samstarfsverkefni galleriBOX og Populus Tremula. Erin Glover segir sjálf um sýninguna:

My work is comprised of two consecutive series. The first is a collection of garments that wrap, cover and protect. Each article of clothing is shown empty, but carrying shapes and forms that reference the body. These articles of costume serve as our social armor and become an extension of our own skin. The second series is a gathering of personal objects and furniture taken from domestic settings. All of the items are worn from use and tend to adopt grand and layered personalities when transplanted into new compositions.Each image begins with a photograph. The pictures are transferred onto paper or board and layered with pastel, pencil and paint. Lines both real and imagined extend beyond the edge of each image allowing for shapes and textures to become softened. The pieces are small pockets of private space.

Sýningin stendur til 6.apríl. Opiđ er á laugardögum og sunnudögum frá 14 til 17.

Gleđilega páska!

galleriBOX
Kaupvangstrćti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com


Páskadagskrá í Populus tremula - myndlistarsýning, músík og bók

Populus Kynnir

páskadagskrá

myndlistarsýning, músík og bók

Paul Fortin, Robert Malinowski og Erin Glover
 

Um páskahelgina verđa kanadískir gestir í öndvegi í Populus međ margháttađa starfsemi.

Kanadísku listamennirnir Paul Fortin og Robert Malinowski héldu rómađa sýningu, “Jökulhlaup” í Populus tremula í fyrra - http://www.fortin-malinowski.blogspot.com – nú eru ţeir komnir aftur ásamt listakonunni Erin Glover og munu ţau setja svip sinn á páskahelgina.


Myndlist í Populus tremula – Robert Maliniwski og Paul Fortin

Fimmtudaginn 20. mars (skírdag) kl. 14:00 opna kanadísku listamennirnir Robert Malinowski og Paul Fortin myndlistarsýninguna “A Small Plot of Land” í Populus tremula.

Sýningin verđur opin alla páskahelgina frá kl. 14:00 - 17:00.


Bókverk í Populus tremula – Robert Malinowski og Paul Fortin


Í tengslum viđ sýninguna kemur kemur út bókverkiđ “Somwhere Near Here” eftir ţá félaga, gefiđ út af Populus tremula, ađ vanda í takmörkuđu upplagi.


Myndlist í Boxinu – Erin Glover í  (GalleríBoxi)


Fimmtudaginn 20. mars (skírdag) kl. 14:00 opnar kanadíska listakonan Erin Glover innsetninguna “A Forest for Iceland” í Gallery BOX. Sýningin verđur opin alla páskahelgina frá kl. 14:00 - 17:00.


Tónlist í Populus tremula – tilraun um tónlist eftir Paul fortin

Föstudaginn 21. mars (föstudaginn langa) kl. 21:00 verđur tónlitaruppákoma á vegum Pauls Fortin í Populus tremula. Flutt verđur rafrćn tónlist ásamt hljóđ- og myndbandasýningu eftir Paul, fram eftir kvöldi. Allt getur gerst. Húsiđ verđur opnađ kl. 20:30. Ađgangur ókeypis og malpokar leyfđir.

http://poptrem.blogspot.com


Allt ađ gerast í Gilinu, hellingur af opnunum

Ţađ eru margar opnanir á Akureyri í dag og tilvaliđ ađ slá margar flugur í einu höggi. Hér eru nokkrir viđburđanna í tímaröđ og svo eru nánari upplýsingar um hvern viđburđ einnig á síđunni: 


Ketilhúsiđ kl. 14.00. Frumflutningur á tónverki (upptökutónleikar) eftir Karólínu Eiríksdóttur í tengslum viđ sýninguna í Listasafninu

Populus tremula kl. 14.00  Opnun á sýningu Arnars Tryggvasonar
Deiglan kl. 14.30. Opnun á sýningu Jóns Garđars
Jónas Viđar Gallery kl. 14.30       Opnun á sýningu Jónasar Viđars
Listasafniđ kl. 15.00. Opnun á sýningunni Bć bć Ísland
Svalirnar fyrir ofan Listasafniđ kl. 15.00  Karlakór Akureyrar Geysir
Ketilhúsiđ kl. 16.00 Opnun á gluggalistaverki. Paul Forin gerir grein fyrir verkinu kl. 16.
DaLí gallerí kl. 17. Opnun á sýningu Ţuríđar Sigurđardóttur "Stóđ"
Báshús vinnustofur kl. 17-19 Opnun á vinnustofum Brekkugötu 13
 
Kaffi Karólína: Unnur Óttarsdóttir
Karólína Restaurant: Jón Laxdal Halldórsson
Veggverk: Ţórarinn Blöndal
Gallerí Box: Hrafnkell Sigurđsson

Kunstraum Wohnraum sunnudaginn 16. mars kl. 11-13 Opnun á sýningu Ragnars Kjartanssonar, Ásabyggđ 2
Nánari upplýsingar um alla ţessa viđburđi á síđunni hér fyrir neđan.


Ţuríđur Sigurđardóttir gefur út bókina STÓĐ

Ţuríđur Sigurđardóttir 2008Í tengslum viđ opnun myndlistasýningar Ţuríđar Sigurđardóttur ,,STÓĐ"  í DaLí Gallery laugardaginn 15. mars, kynnir myndlistakonan bók sína STÓĐ.
 
Bókin STÓĐ inniheldur myndir af málverkum Ţuríđar auk skrifa Markúsar Ţórs Andréssonar - nćrsýni. Ţar fjallar hann á skemmtilegan hátt um list Ţuru og nálgun hennar á viđfansefniđ, myndröđina STÓĐ.
 
Bókin er gefin út af Ţuríđi Sigurđardóttir. Um prentun sáu Prentmet og hönnun Bjarki Pétursson.
 
Afar vönduđ og áhugaverđ bók sem ferđast beint út prentun til Akureyrar, til kynningar á morgun í DaLí Gallery.

Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband