Bloggfærslur mánaðarins, október 2015

Hugsteypan opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_umgerd_vefur

Laugardaginn 31. október kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi sýning Hugsteypunnar Umgerð. Á sýningunni gefur að líta marglaga innsetningu sem unnin er sérstaklega inn í rými Ketilhússins. Í neðra rýminu blandast margvíslegur efniviður við málaða fleti og ljósmyndir í ýmsum formum sem ásamt lýsingu kalla fram ótal mismunandi sjónarhorn. Efra rýmið býður uppá sjónarhorn þess sem stendur fyrir utan og verður það eins konar áhorfendastúka.

Áhorfendur eru hvattir til að ganga um rýmin og verða virkir þátttakendur í verkinu með því að fanga áhugaverð sjónarhorn á mynd og deila á samfélagsmiðlum. Þegar áhorfendur skrásetja upplifun sína hafa þeir áhrif á framgang og þróun sýningarinnar þar sem myndunum er varpað aftur inn í rýmið jafnóðum. Þannig setja listamennirnir skynjun, hlutverk og stöðu áhorfandans gagnvart listaverkinu í brennidepil. 

Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Hugsteypan hefur verið starfandi frá árinu 2008 en síðan þá hafa Ingunn og Þórdís starfað jöfnum höndum saman undir merkjum Hugsteypunnar og í sitt hvoru lagi við eigin myndlistarverkefni. Verk Hugsteypunnar hafa verið sýnd víða, t.a.m. í Listasafni ASÍ, Kling & Bang gallerí, Hafnarborg og Listasafni Árnesinga auk nokkurra samsýninga erlendis. Hugsteypan hefur m.a. hlotið styrki úr Myndlistarsjóði, Launasjóði íslenskra myndlistarmanna, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Myndstef.


Sýningin stendur til 13. desember og verður opin þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er á hverjum fimmtudegi kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.

facebook.com/events/1636908529924019

listak.is


Andrea Krupp heldur fyrirlestur í Deiglunni

11218903_1047625898581298_6643348073143213538_n

"I am talking to you"
Andrea Krupp heldur fyrirlestur í Deiglunni þriðjudaginn 28. okt. kl. 17:00. Sýnir og segir frá vinnuferlinu í listaverkum sínum.
Andrea dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins í október.

https://www.facebook.com/events/785919331534412


Ragnar Hólm sýnir í Deiglunni

12186441_1623524067912570_7784989991225556356_o

Upprisa

Ragnar Hólm sýnir nýjar vatnslitamyndir í Deiglunni laugardaginn 31. október og sunnudaginn 1. nóvember. Opið frá kl. 14-17 báða dagana. Allir velkomnir.

https://www.facebook.com/events/1688163484732517


Hugsteypan með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_hugsportr

Þriðjudaginn 27. október kl. 17 heldur tvíeykið Hugsteypan fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Verk og vinnuaðferðir. Hugsteypuna skipa þær Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jóhannesdóttir. Í fyrirlestrinum munu þær fjalla um valin verk sem þær hafa unnið saman sem Hugsteypan og leggja áherslu á vinnuferli og aðferðir tvíeykisins sem um þessar mundir leggur lokahönd á sýninguna Umgerð sem verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi 31. október næstkomandi.

Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Hugsteypan hefur verið starfandi frá árinu 2008, en síðan þá hafa Ingunn og Þórdís starfað jöfnum höndum saman undir merkjum Hugsteypunnar og í sitt hvoru lagi við eigin myndlistarverkefni. Verk Hugsteypunnar hafa verið sýnd víða, t.a.m. í Listasafni ASÍ, Kling & Bang gallerí, Hafnarborg og Listasafni Árnesinga, auk nokkurra samsýninga erlendis. Hugsteypan hefur m.a. hlotið styrki úr Myndlistarsjóði, Launasjóði íslenskra myndlistarmanna, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Myndstef. 

Ólíkir bakgrunnar myndlistarmannanna tveggja mætast í verkum Hugsteypunnar þar sem efnistökin geta verið allt frá hugleiðingum um listasöguna og eðli myndlistar til kíminnar notkunar á viðurkenndum aðferðum rannsókna til að vinna myndlistarverk þar sem útkoman er alltaf fagurfræðileg og frjáls eftir því. Þar sem verk Hugsteypunnar eru afrakstur samtals milli þessara tveggja listamanna geta þau oft átt sér langan aðdraganda. Verkin eru unnin í ýmsa miðla, þó oftast í formi margþættra innsetninga. 

Fyrirlesturinn er sá fimmti í röð fyrirlestra sem haldnir verða á hverjum þriðjudegi í Listasafninu, Ketilhúsi í allan vetur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Þorlákur Axel Jónsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Þórhallur Kristjánsson.

listak.is


Hádegisleiðsögn og sýningarlok Rýmisþráða

large_1443549560_large_img_0713_vefur

Fimmtudaginn 22. október kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina með Ragnheiði Björk Þórsdóttur um sýningu hennar Rýmisþræðir í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, en sýningunni lýkur sunnudaginn 25. október. Ragnheiður Björk tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna og einstaka verk. Aðgangur er ókeypis.

Þræðir tengja Ragnheiði Björk Þórsdóttur við lífið, upprunann og uppsprettuna. Þeir eru í senn efniviðurinn og viðfangsefnið í listsköpun hennar og mynda uppistöðu, ívaf og þannig verkin sjálf. Þráðurinn er eins og blýantur og vefnaður eins og teikning úr þráðum. Það er einhver galdur í vefnaðinum, hann er svo óendanlega tengdur lífinu, örlögum og sögu mannsins á jörðinni. Vefnaður er í senn erfiður andstæðingur og góður vinur sem felur bæði í sér einfaldleika og fjölbreytileika og reynir þannig bæði á líkama og sál.

Eftir brautskráningu frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóli Íslands 1984 stundaði Ragnheiður meistaranám í textíl við John F. Kennedy University frá 1984-1985. Hún lauk uppeldis- og kennslufræði frá KHÍ 1990 og lauk M.ed. námi frá Háskólanum á Akureyri 2009. Samhliða því að starfa sem textíllistamaður hefur Ragnheiður verið kennari í Verkmenntaskólanum á Akureyri í 27 ár og kennt vefnað, listasögu og hönnunar- og textílsögu. Hún er formaður Félags íslenskra vefnaðarkennara og félagi í Textílfélagi Íslands og SÍM. Ragnheiður var bæjarlistamaður á Akureyri 2014 - 2015.

listak.is


Kristinn G. Jóhannsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

12140823_10153116680362231_9195131527876768713_n

Kristinn G. Jóhannsson opnar sýninguna FRAMTÍÐIN AÐ BAKI í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 24. október kl. 14. FRAMTÍÐIN AÐ BAKI er grafísk innsetning í rými Mjólkurbúðarinnar og dúkristurnar skar Kristinn út árið 1982.

Um þessa sýningu Kristins vill hann segja þetta eitt:

,,Þar sem ég verð áttræður á næsta ári má álykta að framtíð mín sé að mestu að baki og mun lengri en sú sem framundan er. Það er þess vegna ekki seinna vænna að ljúka við að vinna úr þeim möguleikum sem þessar gömlu dúkristur bjóða upp á. Eins og kunnugt er skar ég þetta út 1982 og sýndi fyrst í ,,Rauða húsinu" um páskana það ár. þessi þrykk hafa síðan verið að velkjast um í farangri mínu og skotið upp kollinum öðru hverju í mismunandi samhengi þó. Nú bætist þriðja víddin við. Ég veit þið fyrirgefið mér þótt þetta sé í fjórða sinn, sem ég segist sýna þessi verk í síðasta sinn. Nú er þetta áreiðanlega endanlegt".


Sýning Kristins G. Jóhannssonar FRAMTÍÐIN AÐ BAKI stendur frá 24. október til 8 nóvember og er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir frekara samkomulagi.

Kristinn G. Jóhannsson s.8699171
Mjólkurbúðin 8957173

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


Thora Karlsdottir sýnir í Gallerý Forstofu

12106995_819416924842758_8554178086201297177_n

Thora Karlsdottir opnar sýninguna "Án titils" í Gallerý Forstofu, sem staðsett er í forstofunni á Lifandi Vinnustofu í Kaupvangsstræti 23 í Listagilinu á Akureyri. Þar gefst gestum kostur á að sjá margvísleg listaverk eftir Thoru. Ásamt því verðu Thora að sjálfsögðu í nýjum kjól og verður kjólagjörningurinn í fullum gangi eins og alla aðra daga.
Allir velkomnir!

https://www.facebook.com/events/770033553142755


Andrea Krupp sýnir í Deiglunni

12112415_1044735342203687_5647665680302682890_n

Andrea Krupp myndlistamaður opnar sýninguna "I am talking to you" "Ég er að tala við þig" í Deiglunni laugardaginn 24. okt. kl. 14:00.
Andrea er listamaður október mánaðar í gestavinnustofu Gilfélagsins.
Sýningin verður opin sem hér segir:
Laugardag 14:00-17:00
Sunnudag 14:00-17:00
Mánudag 12:00-17:00
Þriðjudag 12:00-17:00 Sýningarlok! finissage kl. 17:00-18:00

“I am talking to you” new work by Andrea Krupp

The visual artist speaks in an encoded language that is transmitted through silence.

In this exhibition of work in progress (September-SIM, Reykjavik, October-Gilfelagid, Akureyri) Andrea presents her musings on the passage of time, the transmission of ideas that link us to the past and the future, and the impermanence of the present moment.

In her woodcuts, paintings and drawings, the Icelandic landscape becomes a symbol for time. Accretions and erosions play above and below the horizon. Unseen activity unfolds below the surface, and a depth of silence like no other suffuses every element. It is from inside this silence that Andrea talks to you, the viewer, and creates a space for contemplation of the human condition.


Andrea Krupp
andreakrupp@mac.com
www.andreakrupp.com

https://www.facebook.com/events/1722080541346475


GraN 2015 - 25 norrænir grafíklistamenn í Listasafninu á Akureyri

large_gran-forsidumynd

Laugardaginn 24. október kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri sýningin GraN 2015 en þar sýna 25 grafíklistamenn frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Vegleg sýningarskrá kemur út af þessu tilefni.

GraN 2015 endurspeglar þá fjölbreytni sem er að finna í grafíklist á Norðurlöndum og þann kraft og færni sem býr í norrænum grafíklistamönnum. Að sýningunni stendur GraN sem er hópur grafíklistamanna og áhugamanna um myndlist á Íslandi sem stefnir að því að auka veg grafíklistar, koma á reglulegu sýningarhaldi og útgáfu á efni um grafík. Hópinn mynda Íslensk Grafík, Listasafnið á Akureyri, Akureyrarstofa, Norræna upplýsingaskrifstofan á Akureyri og Arsborealis.

Í tilefni af opnun sýningarinnar hittast fulltrúar sýningarlandanna á fundum í Laxdalshúsi á Akureyri til að ræða áframhaldandi samstarf til eflingar grafíklista.

Listamenn:

Færeyjar

Jóna Rasmussen
Oggi Lamhauge
Marius Olsen
Jóhan Martin Christiansen.

Svíþjóð

Ellen Cronholm

Tomas Colbengtson
Arnold Hagström
Maria Lagerborg

Noregur

Petter Buhagen

Ola Jonsrud
Ellen Karin Mæhlum
Sidsel Westbø 

Finnland

Anita Jensen
Sirkku Ketola
Tuukka Peltonen
Irma Tonteri 

Grænland

Naja Abelsen

Danmörk

Pascale Perge Cumming
Henrik Bruun, Lars Holbroe, Kristian Deventiers (“Thre Brushes”)
Jan Danebod
Birgit Brænder

Ísland

Hafdís Ólafsdóttir
Kristín Pálmadóttir
Laura Valentino
Valgerður Hauksdóttir

Sérstakir styrktaraðilar Gran 2015 eru Nordiska Kulturfonden, Menningarráð Eyþings, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra og Norsk-islandsk kultursamarbeid. 

Sýningin stendur til 13. desember og verður opin þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

http://www.listak.is


Úlfur Logason sýnir í Kartöflugeymslunni

12107799_755574814570956_8140868763504171622_n

Úlfur Logason sýnir blekmyndir í Kartöflugeymslunni.

Opnun laugardaginn 24. okt. kl. 14.
Opið alla daga frá 14-17 á meðan sýningin stendur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband