Myndlistarfélagið

Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 24. nóvember 2007. Hátt í 30 myndlistarmenn mættu á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valinn var undirbúningshópur að stofnun félagsins. Rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna.


Stofnfundurinn fór svo fram í Deiglunni þann 26. janúar 2008. Hátt í 50 myndlistarmenn mættu á fundinn og eru félagar nú um 90.


Stjórn félagsins skipa nú:


Klængur Gunnarsson formaður


Freyja Reynisdóttir varaformaður


Helgi Vilberg Hermannsson gjaldkeri


Borghildur Guðmundsdóttir ritari


Hjördís Frímann vararitari


Lárus H. List varamaður


Hildur Björnsdóttir varamaður

Þessi síða á að vera vettvangur félagsins og hægt er að koma ábendingum á framfæri til Hlyns Hallssonar í hlynur(hjá)gmx(punktur)net og hjá myndlistarfelagak@gmail.com


 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Þórarinn Blöndal

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband