Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008

Steinn Kristjánsson opnar sýninguna "Hugrenningar" á Café Karólínu á laugardag

steinn


Steinn Kristjánsson

Hugrenningar

02.02.08 - 29.02.08

Velkomin á opnun laugardaginn 2. febrúar 2008, klukkan 14

Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

---


Laugardaginn 2. febrúar 2008, klukkan 14 opnar Steinn Kristjánsson sýninguna "Hugrenningar", á Café Karólínu á Akureyri.

Steinn Kristjánsson útskrifađist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2007. Hann stundar nú nám viđ kennaradeild Háskólans á Akureyri.  Hann segir um sýninguna á Café Karólínu:

"Umrćđan í ţjóđfélaginu fer fram á ólíkum stöđum. Mörgum sýnist sem hefđbundiđ kaffihúsaspjall sé á hröđu undanhaldi fyrir spjallrásum og bloggsíđum. Fólk er ađ eiga í orđaskiptum  á netinu sem ţađ myndi ekki eiga undir fjögur augu.
Sýningin Hugrenningar er tilraun listamannsins til ađ fćra umrćđuna aftur inn á kaffihúsiđ undir formerkjum bloggsins. Hann setur ekki upp sýningu sem á ađ hanga vikum saman á stađnum. Heldur er ţađ listamađurinn sjálfur sem hangir á kaffihúsinu og gerir eitthvađ nýtt og spennandi á hverjum degi. Í stađ ţess ađ blogga um eitthvađ hengir hann upp renning, s.k. hugrenning. Á hann skrifar hann sínar hugrenningar um ţađ sem honum liggur á hjarta hverju sinni, límir á hann teikningar, ljósmyndir og úrklippur. Öllum er heimilt ađ kommenta á renninginn. Í stuttu máli er ţetta tilraun um mannleg samskipti. "

Nánari upplýsingar veitir Steinn í steinn52(hjá)visir.is og í síma 8490566

Sýningin á Café Karólínu stendur til 29. febrúar, 2008. Allir eru velkomnir á opnun laugardaginn 2. febrúar, klukkan 14.

Sýning Brynhildar Kristinsdóttur á Karólínu Restaurant hefur veriđ framlengd til 29. febrúar 2008. Ţann 1. mars opnar Jón Laxdal nýja sýningu á Karólínu Restaurant.


Ásdís Arnardóttir opnar sýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri

attachment

Ásdís Arnardóttir opnar myndlistasýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri laugardaginn 2. febrúar kl. 15:00. Sýningin mun standa til 1. mars.
Ásdís nam fyrst viđ Myndlistaskólann á Akureyri 1995-1996, síđan í Myndlista- og handíđaskóla Íslands og lauk prófi frá málunardeild áriđ 1999. Auk ţess hefur hún tekiđ ýmis námskeiđ í steinhöggi m.a. viđ Accademia di Belle Arti, Bologna og hjá Einari Má Guđvarđarsyni, myndhöggvara.
Hún hefur m.a. starfađ viđ Menningarmiđstöđina Gerđuberg og hjá Listasafni Kópavogs, Gerđarsafni. Ađ undanförnu hefur hún eingöngu unniđ ađ eigin list.
Á sýningunni á bókasafninu eru myndir málađar međ vatnslitum á hríspappír. Myndefniđ sćkir Ásdís í ljósmyndir frá miđjum 8. áratug síđustu aldar, sem teknar voru á Kodak Instamatic myndavél af einfaldri gerđ. Í verkunum kallast á innileiki ljósmyndarinnar og sú tilfinning sem myndast viđ samspil pappírs og litar. Um leiđ segir hver mynd örsögu úr nálćgri fortíđ.

Bókasafn Háskólans á Akureyri er opiđ alla virka daga frá 8:00 – 18:00 og á laugardögum frá 12:00 – 15:00. 

Allir eru velkomnir


Bráđiđ vatn - Smeltevand

Portalen_invi_press

Sýningin Smeltevand sem er samsýning 10 norrćnna listakvenna heldur áfram ferđ sinni og var hún (ný og endurbćtt) sett upp í sýningarsölum Menningarmiđstöđvarinnar Portalen, í Greve í Danmörku. 

Fimm íslenskar listakonur sem allar starfa ađ listsköpun á Akureyri eru ţátttakendur: Ragnheiđur Björk Ţórsdóttir vefari, Hrefna Harđardóttir og Sigríđur Ágústsdóttir leirlistarkonur, Anna Gunnarsdóttir textíl, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir grafík og svo eru: Mette Strřm frá Noregi, Anette Andersen, Heidrun Sřrensen, Else Marie Gert Nielsen, Inge-Lise Busacke frá Danmörku. 

 

Listsýningin er haldin í tengslum viđ „Alţjóđlegt heimskautaár“  sem nú stendur yfir í heiminum og reyna listakonurnar ađ túlka ţeirra sýn á hlýnun jarđar, bráđnun jökla hćkkandi sjávarstöđu m.a. í grafík, textíl- og leirverkum. Smeltevand var sett upp í Grćnlandshúsinu í Kaupmannahöfn í september-nóvember s.l. og fékk bćđi mjög góđa blađadóma og mikla ađsókn.  

Sýningin stendur frá 12. janúar til 24. febrúar nk. og opnunartími er:  kl. 14-17 ţri-fös og kl. 13-17 lau. og kl. 11-15 sun. 
Greve er í klukkustundar lestarferđ fyrir utan Kaupmannahöfn, fariđ út viđ Hundige lestarstöđina.
Sýningin í Portalen mun standa í 5 vikur en heldur ţá áfram ferđalaginu og kemur til Akureyrar í júní.   Ađgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar : 
skođa Gallerierne - Smeltevand
__________________________________________

Alţjóđlega heimskautaáriđ, International Polar Year, hófst  1. mars 2007 og lýkur í mars 2009.  Heimskautaáriđ stendur ţví í raun í tvö ár.   Ţessi viđburđur er hluti af sögulegri hefđ, en 1/2 öld er liđin frá síđasta alţjóđlega heimskautaári.   Á heimskautaári er lögđ áhersla á stór rannsóknarverkefni á öllum sviđum heimskautamála ţar sem vísindamenn af ýmsum ţjóđernum leggja saman krafta sína.

Fyrir áhugasama er hér tengill á heimasíđu IPY   http://www.ipy.org
Um og yfir 6.500 vísindamenn taka höndum saman frá 60 ríkjum og eru verkefnin um 200 talsins. Stóru áherslurnar eru helst á sviđi loftslagsmála og veđurfarsbreytinga og ţýđingu ţeirra fyrir gróđurfar og dýralíf.  Eitt af ţví sem hvađ mest verđur í brennidepli á heimskautaári eru frekari rannsóknir á Grćnlandsjökli og viđbrögđ hans viđ veđurfarssveiflum.  Nú á ađ freista ţess ađ leggja í afkomulíkan jökulsins, sem hlýtur ađ teljast vera risavaxiđ verkefni ekki síst ţar sem lítiđ er um beinar mćlingar á ákomu og leysingu ţessa stćrsta ísmassa norđurhvels.

Á fyrsta alţjóđlega heimskautaárinu 1882-1883 var megináherslan lögđ á veđurathuganir og rannsóknir á norđurljósum.

Nćst, eđa 1932-1933 voru vísindamenn afar uppteknir af segulsviđi jarđar og mćlingum á hafinu.

1957-1958 gekk mikiđ á í margvíslegum rannsóknum jarđeđlisfrćđinnar, en ţá var áriđ reyndar kallađ alţjóđa jarđeđlisáriđ og sérstakt sjónarhorn á Suđurskautslandiđ. 

Einar Sveinbjörnsson Veđurfrćđingur

Myndlistarfélagiđ stofnađ

fundir 038

Stofnfundur Myndlistarfélagsins var haldinn í Deiglunni á Akureyri ţann 26. janúar 2008. Hátt í 50 myndlistarmenn mćttu á fundinn og eru stofnfélagar um 60.
Tilgangur og markmiđ Myndlistarfélagsins eru:

Ađ efla samtök myndlistarmanna og vera málsvari ţeirra.
Ađ bćta kjör og starfsgrundvöll myndlistarmanna, gćta hagsmuna ţeirra.
Ađ efla umrćđu um myndlist og auka ţekkingu og frćđslu um myndlist.
Ađ auka myndlist á Norđurlandi sérstaklega og koma á samstarfi viđ opinbera ađila á svćđinu.
Ađ standa fyrir sýningum á verkum félaga Myndlistarfélagsins.
Ađ koma á samvinnu viđ listamenn, erlendis sem og hér á landi.

Lög félagsins voru samţykkt og einnig ályktun um ađ efla beri starfslaun Akureyrarbćjar til listamanna. Umrćđur urđu um starfsađstöđu myndlistarmanna og lagt til ađ gerđ verđi könnun á stöđu myndlistarmanna á svćđinu. Fjölmargar hugmyndir komu fram um starfsemi félagsins og uppbyggilegar tillögur.

Stjórn félagsins var kosin og hana skipa:
Hlynur Hallsson, formađur
Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir, varaformađur
Brynhildur Kristinsdóttir, ritari
Ţórarinn Blöndal, vararitari
Gunnar Kr Jónasson, gjaldkeri
Varamenn:
Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viđar

fundir 047


LÖG MYNDLISTARFÉLAGSINS

LÖG MYNDLISTARFÉLAGSINS

samţykkt á stofnfundi 26. janúar 2008.

 
1. grein
Félagiđ heitir MYNDLISTARFÉLAGIĐ.


2. grein
Varnarţing er á Akureyri.


3. grein
Tilgangur og markmiđ Myndlistarfélagsins er:
a) ađ efla samtök myndlistarmanna og vera málsvari ţeirra.
b) ađ bćta kjör og starfsgrundvöll myndlistarmanna, gćta hagsmuna ţeirra.
c) ađ efla umrćđu um myndlist og auka ţekkingu og frćđslu um myndlist.
d) ađ auka myndlist á Norđurlandi sérstaklega og koma á samstarfi viđ opinbera ađila á svćđinu.
e) ađ standa fyrir sýningum á verkum félaga Myndlistarfélagsins.
f) ađ koma á samvinnu viđ listamenn, erlendis sem og hér á landi.


4. grein
Sameiginlegir punktar varđandi inntökuskilyrđi í eftirtalin myndlistafélög:
Myndlistarfélagiđ, FÍM, Íslensk Grafík, Textílfélagiđ, Myndhöggvarafélagiđ, Leirlistafélagiđ og einstaklingsađild ađ SÍM.
Félagar ţurfa ađ hafa lokiđ háskólaprófi eđa sambćrilegri menntun í myndlist eđa sýna fram á međ öđrum hćtti ađ ţeir starfi ađ myndlist af fullri alvöru.
Ađ öđrum kosti ţarf umsćkjandi ađ uppfylla fjögur af neđangreindum skilyrđum.
  1. Hafa ađra menntun í myndlist (t.d. nám á framhaldsskólastigi, námskeiđ, einkatíma eđa annađ)  stađfest međ yfirlýsingu viđkomandi kennara/skóla.
  2. Hafa haldiđ eina eđa fleiri einkasýningar í viđurkenndum sýningarstöđum.
  3. Hafa tekiđ ţátt í alţjóđlegri sýningu, samsýningu styrktri af opinberum ađilum eđa ekki fćrri en fimm samsýningum öđrum.
  4. Hafa veriđ faliđ af dómnefnd, ađ vinna ađ listskreytingu á opinberum vettvangi.
  5. Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af viđkomandi safnráđi eđa matsnefnd.
  6. Hafa hlotiđ opinberan styrk eđa starfslaun. 
Stjórn félagsins fjallar um umsóknir og leggur niđurstöđuna fyrir félagsfund til endanlegrar afgreiđslu.

Sćtti umsćkjandi sig ekki viđ niđurstöđu matsađila getur hann vísađ málinu til ađalfundar og rćđur ţar einfaldur meirihluti atkvćđa.


5.  grein
Stjórn Myndlistarfélagsins skipa fimm fulltrúar, formađur, varaformađur, ritari, vararitari og gjaldkeri. Formađur skal kosinn sérstaklega til tveggja ára í senn. Međstjórnendur eru einnig kosnir til tveggja ára og skipta ţeir međ sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir ađalfund. Aldrei skulu fleiri en tveir međstjórnendur ganga úr stjórninni hverju sinni. Á ađalfundi skal ennfremur kjósa tvo varamenn. Ef stjórnarmađur hćttir stjórnarsetu áđur en kjörtímabili hans lýkur skal varamađur skipa sćti hans. Ef ađalmađur bođar forföll skal bođa varamann í hans stađ. Stjórnin skal kosin á ađalfundi og eru allir fullgildir félagsmenn sambandsins kjörgengir. Ţeir frambjóđendur sem flest atkvćđi hljóta í kjöri međstjórnenda taka sćti í stjórn. Sá sem nćstur kemur tekur sćti varamanns. Hljóti tveir menn jafna atkvćđatölu skal varpađ hlutkesti á milli ţeirra.


6. grein
Ađalfund skal halda ađ vori ár hvert og ekki seinna en í apríllok. Fundurinn skal bođađur međ tveggja vikna fyrirvara. Fundurinn er lögmćtur ef 10 félagsmenn mćta. Félagsfundi skal halda ţegar stjórnin telur ţess ţörf eđa ţriđjungur félagsmanna óskar ţess. Félagsfundi skal bođa međ minnst ţriggja daga fyrirvara. Formađur kallar saman stjórnarfundi ţegar honum ţykir ţurfa eđa einhver í stjórninni óskar ţess, ekki fćrri en fjóra fundi á ári. Ađalfundur ákveđur árgjald félagsins. Gjaldkeri afhendir endurskođendum reikninga félagsins viku fyrir ađalfund.

Dagskrá ađalfundar skal vera svohljóđandi:
1.  Skýrsla stjórnar.
2.  Reikningar.
3.  Stjórnarkosning.
4.  Kosning félagslegs skođunarmanns og endurskođanda til eins árs.
5.  Lagabreytingar.
6.  Ákvörđun félagsgjalda.
7.  Önnur mál.

Allar samţykktir á ađalfundi verđa ađ hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvćđa.


7. grein
Nöfn ţeirra félagsmanna sem ekki hafa greitt árgjald yfirstandandi árs, mánuđi fyrir ađalfund, skulu sett á aukaskrá. Skal ţeim tilkynnt ţetta skriflega eđa međ tölvupósti ţegar í stađ. Félagar á aukaskrá hafa ekki atkvćđisrétt á félagsfundum né ađalfundi og ekki heldur kjörgengi í stjórn, nema ţeir hafi gert upp skuld sína fyrir ađalfund.

Ţeir félagsmenn, sem ekki hafa greitt árgjaldiđ í tvö ár samkvćmt framansögđu, falla sjálfkrafa út af félagaskrá og verđa ekki félagsmenn á ný fyrr en ţeir hafa greitt skuld sína.


8. grein
Breytingar á lögum Myndlistarfélagsins verđa ekki gerđar nema á ađalfundi og ţví ađeins ađ 2/3 mćttra fundarmanna greiđi ţeim atkvćđi.  Allar tillögur um lagabreytingar svo og ađrar veigamiklar tillögur sem bera skal upp til atkvćđa á ađalfundi skulu bođađar í fundarbođi.


9. grein
Ákvörđun um slit félags verđur tekin á ađalfundi međ auknum meirihluta, 2/3 og renna eignir ţess til Sambands Íslenskra Myndlistarmanna.

10. grein
Lög ţessi öđlast ţegar gildi.


Stofnfundur Myndlistarfélagsins á laugardaginn

author_icon_15825

Laugardaginn 26. janúar 2008, klukkan 17 verđur haldinn stofnfundur Myndlistarfélagsins, í Deiglunni á Akureyri.

Undirbúningsfundur ađ stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í nóvember síđastliđinn í Deiglunni. Hátt í 30 myndlistarmenn mćttu á fundinn. Ţar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rćdd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valin var undirbúningshópur ađ stofnun félagsins og rćtt var um ađ félagiđ sćkti um ađild ađ Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Undirbúningshópur var valinn og í honum eru: Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Ţórarinn Blöndal og Hlynur Hallsson. Varamenn eru Arna Valsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viđar.

Undirbúningshópurinn ákvađ ađ halda úti ţessari vefsíđu međ upplýsingum um myndlistarviđburđi á Norđurlandi og tenglum á félaga og gallerí og söfn.

Á stofnfundinum verđa drög ađ lögum félagsins kynnt, kosin stjórn og rćtt um hagsmunamál myndlistarfólks.

- Hvernig eflum viđ myndlist og menningu á Norđurlandi?
- Hvađ á myndlistarfólk á Norđurlandi sameiginlegt?
- Hver eru hagsmunamál myndlistarmanna?
- Getum viđ haft meiri áhrif saman en í sitt hverju lagi?
- Hvađ viljum viđ og hvađ getum viđ gert?

Allt myndlistarfólk er velkomiđ á stofnfundinn.


Búdda er á Akureyri: Opnun í Listasafninu á Akureyri

listak_frettir_0108

Búdda er á Akureyri:
Oft var zen en nú er nauđzen


Laugardaginn 19. janúar kl. 15 verđur opnuđ í Listasafninu á Akureyri sýning sem hefur lífsspeki búddismans ađ leiđarljósi, en listamennirnir á henni eru Halldór Ásgeirsson, Erla Ţórarinsdóttir, Finnbogi Pétursson og hinn heimskunni bandaríski vídeólistamađur Bill Viola, sem hér sýnir í fyrsta sinn á Íslandi.

Listasafniđ á Akureyri hefur oft fariđ ótrođnar slóđir í sýningarhaldi og er ţessi sýning engin undantekning frá ţeirri reglu. Henni er ćtlađ ađ vera frćđandi og til ţess fallin ađ skapa áhugaverđa umrćđu og jafnvel deildar meiningar. Af ţeim sökum fylgir veglegt blađ međ henni sem hefur ađ geyma talsverđar upplýsingar um búddisma og ţróun hans (rúmlega 26.000 orđ). Til er gríđarlegt magn af efni um búddisma á öđrum tungumálum, en ţví miđur mjög lítiđ á íslensku og ćtti ţví ađ vera nokkur fengur ađ blađinu.

Til ađ gera sýninguna nćrtćkari íslenskum áhorfendum var leitađ á náđir kunnra íslenskra myndlistarmanna sem hafa tileinkađ sér búddisma (Halldór Ásgeirsson), ţekkja vel til hans og nota ţađ innsći í list sinni (Erla Ţórarinsdóttir), eđa virđast smellpassa í ţetta tiltekna samhengi (Finnbogi Pétursson). Á henni er einnig ađ finna nokkra hefđbundna búddíska hluti. Sérstakur gestur sýningarinnar er Bill Viola, einn virtasti myndlistarmađur heims. Viola hefur lengi veriđ kenndur viđ búddisma og setur verk hans á sýningunni, „Lostalotning“ (Observance, 2002), hana í alţjóđlegt samhengi.

Sigurđur Skúlason leikari, sem er búddisti, skrifađi fróđlegan pistil um sögu búddismans af ţessu tilefni og gerđi skrá yfir ýmis hugtök sem ţar bregđur oft fyrir. Hannes Sigurđsson, sýningarstjóri og höfundur verkefnisins, skrifar einnig ítarlega grein um búddisma og hugmyndafrćđi hans, einkum og sér í lagi tantrískan búddisma, og kemur víđa annars stađar viđ á yfirreiđ sinni, auk ţess ađ fjalla um listamennina og setja ţá í samhengi viđ búddisma. Ţá er í blađinu ađ finna samandregna endursögn hans á tveimur af mörgum bókum indverska ólíkindatólsins Oshos (1931-1990), en ţessi andlegi meistari var ţyrnir í augum bandarísku alríkislögreglunnar sem vísađi honum úr landi og var honum í framhaldi meinađ ađ stinga niđur fćti í tuttugu öđrum ţjóđríkjum.

Blađiđ setur sýninguna í víđtćkt samhengi og opnar fyrir fjölbreytilega túlkun á listaverkunum sem á henni eru. Á sýningunni geta áhorfendum einnig upplifađ búddisma á eigin skinni, ef svo má segja. Bođiđ verđur upp á ókeypis Body-Balance ćfingar í safninu í samvinnu viđ heilsurćktina Átak, sem í ţessu samhengi alveg eins mćtti nefna „Art Movements“ ţar sem fólk getur teygt sig og notiđ listarinnar á sama tíma — og ćtti ţađ ađ vera kjöriđ tćkifćri til ađ koma stirđum skammdegiskroppum aftur á hreyfingu eftir allar jólakrásirnar. Ţeir sem vilja frekar melta inntak sýningarinnar ađ zenbúddískum siđ geta tyllt sér í hugleiđsluhorn sem útbúiđ hefur veriđ í miđsal safnsins.

Sýningin stendur frá 19. janúar til 9. mars. Opiđ alla daga nema mánudaga frá 12-18. Ađgangseyrir kr. 400. Ókeypis á fimmtudögum. Máttarstólpi sýningarinnar er Eymundsson. Ađrir styrktarađilar eru: Átak, Flugfélag Ísland, Ásprent, KPMG, Securitas, Eimskip, ISS, Sparisjóđur Norđlendinga, Flügger litir og Hótel Akureyri.

Nánari upplýsingar veitir Hannes Sigurđsson, forstöđumađur Listasafnsins á Akureyri, í síma 899-3386. Netfang: hannes(hjá)art.is


Ţórunn Elísabet Sveinsdóttir opnar sýninguna BLÍĐLYNDI í galleriBOXi á laugardag

tótu-teppi-02_1

Ný sýning í galleriBOXi á laugardag

ŢÓRUNN E. SVEINSDÓTTIR opnar sýninguna BLÍĐLYNDI

laugardaginn 19.janúar kl.16:00

 

Ţórunn Elísabet Sveinsdóttir hefur unniđ viđ leikhús í um tvo áratugi en einnig gert búninga fyrir sjónvarp, tónlistarmyndbönd, auglýsingar og kvikmyndir. Hún  gerđi t.d. búninga fyrir kvikmyndirnar 101 Reykjavík, Ikingut og Hafiđ. Henni voru veitt Grímuverđlaunin 2004 - Íslensku leiklistarverđlaunin fyrir bestu búninga ársins í sýningu Vesturports á Romeó og Júlíu.  Međal leiksýninga sem Ţórunn hefur unniđ búninga fyrir viđ Ţjóđleikhúsiđ eru Gauragangur, Snćdrottningin, Taktu lagiđ Lóa, Sjálfstćtt fólk og Krítarhringurinn í Kákasus. Nýleg verkefni Ţórunnar viđ Ţjóđleikhúsiđ eru búningar fyrir Rambó 7 og fyrir Klaufa og kóngsdćtur (H.C. Andersen), en fyrir ţá búninga var hún tilnefnd til Grímunnar 2005. Nýjustu verk hennar innan Ţjóđleikhússins eru Umbreyting, Stórfengleg!, Sitji guđs englar, Leitin ađ jólunum, Leg og nú er í vinnslu Bađstofan, sem frumsýnd verđur í febrúarbyrjun og unnin er af sama hópi og gerđi Leg, en fyrir ţá sýningu fékk hún Grímuna og kosin Búningahöfundur ársins 2007. Á Listahátíđ 2007 var hún einn höfunda leiksýningarinnar Gyđjan í vélinni sem vakti mikla athygli, fékk mjög lofsamlega umfjöllun og var tilnefnd ein besta sýning ársins.

Frá unglingsárum hefur Ţórunn fundiđ útrás listsköpunar í teppasaumi og óhćtt ađ fullyrđa ađ ţar hefur hún ţróađ sérstakan og persónulegan stíl. Eftir hana liggja mörg hundruđ teppi hérlendis og erlendis, en hér er eru nú sýnd örfá af nýjustu teppunum hennar.

Sýningin stendur til 3.febrúar.

Opiđ er laugardaga og sunnudaga frá 14-17.


--
galleriBOX
Kaupvangstrćti 10
600 Akureyri
www.galleribox.blogspot.com

Brynhildur 6922959
Gitte 8945431
Jóna Hlíf 6630545
Karen 6699373

Ţorvaldur Ţorsteinsson: Myndlistarsýning, bók og kvöldskemmtun í Populus tremula

Leikmyndir-augl

Populus tremula kynnir:
 
Ţorvaldur Ţorsteinsson

“LEIKMYNDIR”


Myndlistarsýning, bók, kvöldskemmtun

Laugardaginn 19. janúar kl. 14:00 opnar Ţorvaldur Ţorsteinsson myndlistarsýninguna Leikmyndir í Populus tremula. Um leiđ kemur út bókin Mónólógar eftir Ţorvald.

Sýningin verđur einnig opin sunnudaginn 20. jan. kl. 14:00-17:00. Ađeins ţessi eina helgi.

Ađ kvöldi sama dags, kl. 22:00, verđur kvöldskemmtun ţar sem stórleikarar lesa úr nýútkominni bók ásamt höfundi og Sickbird leikur eigin tónlist međ stórsveit, skipađri ţeim Arnari Tryggvasyni, Kristjáni Edelstein, Ingva Rafni Ingvasyni, Pálma Gunnarssyni og Togga skyttu.

Húsiđ verđur opnađ kl. 21:30 og malpokar leyfđir.

Ađgangur ókeypis, sem endranćr í vinnustofu okkar.

http://poptrem.blogspot.com


Dagrún Matthíasdóttir sýningu sína ,,Lífiđ er saltfiskur" á Veggverk og í DaLí Gallery á Akureyri

dagrun

Dagrún Matthíasdóttir

 "Lífiđ er saltfiskur"

Veggverk - DaLí Gallery

Á laugardaginn 19. janúar opnar Dagrún Matthíasdóttir sýningu sína ,,Lífiđ er saltfiskur" á Veggverk og í DaLí Gallery á Akureyri. Um rćđir sýningu undir sömu yfirskrift en Dagrún vinnur verk sitt á ţessa tvo stađi í miđbć Akureyrar sem kallast á í verki utandyra og innandyra. Opnun sýningarinnar fer fram í DaLí Gallery í Brekkugötu 9 á Akureyri kl. 17 og eru allir velkomnir.

 Dagrún Matthíasdóttir, um sýningu sína:

,,Lífiđ er saltfiskur"! Mér hefur alltaf ţótt ţetta snilldarfrasi. Allt frá ţví ég las bćkurnar hans pabba um teiknimyndafígúruna Siggu Viggu og skildi hvorki frasann um saltfiskinn né pólitíska ţráđinn í sögunum. En ţótti drepfyndiđ ađ lífiđ gćti veriđ saltfiskur! Síđar á unglingsárunum vann ég í saltfiski inni á Langeyri viđ Álftafjörđ og kynntist af eigin raun bćđi saltfiskinum og striti vinnunnar í svuntu og stígvélum frá 66°norđur.

Form sólţurrkađa saltfisksins heillar mig á myndrćnan hátt – formiđ vekur upp ljúfar minningar hugans og bragđlauka ásamt ţví ađ gleđja augađ.  Hvort form Saltfisksins vekur sömu hughrif hjá öđrum veit ég ekki en frasinn ,,Lífiđ er saltfiskur" lifir enn góđu lífi í málnotkun allra, ungra uppa jafnt sem gamalla hippa, kótelettu karla og mussu kellna. Ţví finnst mér ţví tilvaliđ ađ nota form saltfisksins í myndsköpun svona rétt eftir neyslubrjálćđi jólahátíđarinnar.

Hugmyndin af verkum mínum sem sjá má á Akureyri frá og međ 19.janúar undir yfirskriftinni "Lífiđ er saltfiskur" mótast í raun af huglćgu bragđi og vinnu.  Til ađ framkalla saltbragđ ţeirra sem á horfa, mun formiđ taka á sig mynd á Veggverk og endurvarpast međ nýjum hćtti í DaLí Gallery, af einum vegg yfir á annan.

Formleg opnun verđur 19. janúar kl.17 og verđur tekiđ á móti listunnendum og skemmtilegu fólki á DaLí Gallerý í Brekkugötu 9 á Akureyri.

Dagrún Matthíasdóttir s. 8957173

http://www.dagrunmatt.blogspot.com

http://daligallery.blogspot.com

http://gralist.wordpress.com

 

Sýningarstjóri Jóna Hlíf Halldórsdóttir

www.veggverk.org


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband