Örn Ingi Gíslason, Lífiđ er LEIK-fimi, í Listasafninu á Akureyri

44893341_2072918909396607_8294508560784556032_n.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Laugardaginn 3. nóvember 2018 kl. 15 verđur opnuđ, í Listasafninu á Akureyri, yfirlitssýning á verkum Arnar Inga Gíslasonar (1945-2017) undir yfirskriftinni Lífiđ er LEIK-fimi.

Sýningin er í raun skipulagđur gjörningur um ţađ hvernig bók verđur til – bók um fjöllistamanninn Örn Inga sem var sjálfmenntađur og ósmeykur viđ ađ vera öđruvísi en ađrir.

Frćđistarfiđ sem fram fer á sýningartímanum hefst á ţví ađ skrásetja myndverk og efnistök, hlusta á frásagnir samferđamanna fjölistamannsins. Viđ opnun sýningarinnar eru fjölmargir viđarkassar í sýningarrýminu. Ţeir eru lokađir en viđ ţá standa fyrrverandi nemendur listamannsins í hvítum sloppum, tilbúnir til ađ opna ţá og hefja rannsóknarvinnuna. Eftir ţví sem á líđur sýninguna verđur hćgt ađ fylgjast međ störfum frćđimannsins viđ ađ taka fleiri verk upp úr kössunum (málverk, skúlptúra, tréverk, skartgripi, ljósmyndir o.fl.), skođa ţau og meta, skrásetja og setja í samhengi, fá fagmenn til ađ gera viđ ţau, ljósmynda, hlusta á ađra tala um ţau og tengsl sín viđ listamanninn. Fara til baka til listaverkanna, horfa á ţau og virđa ţau fyrir sér í nýju ljósi. Skrifa. Endurskrifa og prófarkalesa, setja upp bók og kynna á síđustu sýningarhelginni. Kassarnir standa auđir á gólfinu og myndheimur Arnar Inga umlýkur sali safnsins. Bókin er tilbúin og hún býđur gestum ađ líta til sín á sýningartjaldiđ, óţreyjufull ađ komast á blađ – á blađ sögunnar.

Gestir eru hvattir til ađ koma oftar en einu sinni á sýninguna ţví hún breytist frá degi til dags. Ţeir sem koma viđ sögu hafa unniđ međ fjöllistamanninum, tekiđ afstöđu til myndheimsins sem hann vann út frá, ferđast međ honum um ókunn svćđi, sótt til hans hugmyndir og efniviđ um umheiminn. Hvađ skildi hann eftir?

Sýningarstjóri: Halldóra Arnardóttir listfrćđingur.

Hönnuđur sýningar: Javier Sánchez Merina, arkitekt.

Sýningin stendur til 27. janúar 2019 og er opin alla daga kl. 12-17.

15.30 Ávarp: Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrum bćjarstjóri.

Gj-ÖrnIngar 3. nóvember
15.00 – 15.30 Rannsókn hefst. Fyrstu kassar opnađir međ ađstođ fyrrverandi nemenda Arnar Inga.
15.15 – 15.30 Dans „ Frelsi“. Sólveig Sánchez.
15.45 – 16.15 „Ótímasett tímamótarćđa“ + samferđamenn Arnar Inga afhenda greinar: Oliver Kentish, Jonathan Bager, Ćvar Kjartansson, Hreinn Valdimarsson og Lýđur Sigurđsson.
16.20 – 16.45 „Sjálfsskođun,“ međ ţátttöku gesta.

Gj-ÖrnIngar 4. nóvember
15.00 Kassar opnađir međ ađstođ fyrrum nemenda Arnar Inga.
15.30 Akureyringurinn. Samferđamenn Arnar Inga afhenda greinar: Eiríkur B. Björgvinsson og Guđbjörg Ringsted.
16.00 Ágúst Ólafsson, tćknimađur, setur upp hljóđ og mynd.

Fólk er hvatt til ađ kaupa árskort á Listasafniđ og koma oftar en einu sinni á Lífiđ er LEIK-fimi sem breytist frá degi til dags. Sérstök viđburđadagskrá auglýst á heimasíđu safnsins og samfélagsmiđlum.

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/events/305000076990711


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband