Bloggfærslur mánaðarins, desember 2015

Last Minute Shopping í Braga & Vinnustofusýning á 3.hæð í Rósenborg

12377859_710538195715014_8407740456126845605_o

Undanfarnar vikur hefur Kristján Breki Björnsson, nemi við listnámsbraut VMA, unnið hörðum höndum að nýjum málverkum. Verkin eru flest unnin á gamlar, brotnar og beyglaðar spónaplötur með allskonar málningu og stílum. Athugið að sýningin er aðeins opin þennan eina dag, frá 14-17.

Tilvalið tækifæri til að næla sér list í jólapakkann!

/////

Á þriðju hæð hússins hafa nokkrir ungir listamenn komið sér fyrir með vinnustofu. Á laugardaginn kl 14 verður opin vinnustofa þar sem allskonar verk verða til sölu, grafík, teikningar málverk og fleira. Endilega kíkið við og tékkið í kaffi og list og hlátur og kleinur og eitthvað fleira ótrúlega frábært sem gleður lífið og sálina.

http://husid.net/vinnustofan/

Atli Tómasson // http://www.atlitomasson.com/
Ívar Freyr Kárason // http://www.ivarfreyr.com/
Heiðdís Hólm // http://heiddisholm.com/
James Earl // instagram.com/cistam_arts
Steinunn Steinarsdóttir //

https://www.facebook.com/events/1017713991624896


Grautur / Jólasýning meðlima Myndlistarfélagsins

12359828_962753483797655_2533916595744040637_n

Verið velkomin á opnun jólasýningar meðlima Myndlistarfélagsins. Sýningin opnar laugardaginn 12. desember kl 14:00. Meðlimir félagsins sýna ýmiskonar verk, allt frá málverkum og skúlptúr yfir í hljóðverk og vídeóverk. 

Athugið að sýningin er einnig opin 13. desember frá 13-17 og helgina 19 - 20. desember frá 13-17. 

Léttar veitingar í boði.

https://www.facebook.com/events/797461350382599


Sýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga

12313535_10153646383568796_8819770705202563354_n

Sýning nemenda Menntaskólans á Tröllaskaga

Laugardaginn 12. desember kl. 13:00 - 16:00. Sjónlistir, ArtFabLab, útieldun og fjölbreytt verkefni. Sýninguna má skoða í skólanum til 18. desember.

https://www.facebook.com/events/1037310319634100


Dorrit Holmefjord sýnir í Deiglunni

12356684_1069542799722941_5682300984850040431_o

Myndlistamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagsins er Dorrit Holmefjord frá Danmörku, hún opnar sýninguna " The Nature of the tree " í Deiglunni Laugardaginn 12. Des. kl. 14.
Sýningin er opin laugardag og sunnudag 14-17,
Aðeins þessa einu helgi.
Allir velkomnir!

Hér fyrir néðan fjallar Dorrit Holmefjord um sýninguna sína.
The Nature of the tre:
You Can make pictures of objekts in the nature, or you can try to tell something from the nature within the objekts.
What are we without our invisible roots.

https://www.facebook.com/events/1499492820354846


Jólabasar og félagafundur í Myndlistarfélaginu

Miðvikudagskvöldið 9. desember kl 20:00 mun safnstjóri Listasafns Akureyrar kynna teikningar af fyrirhuguðum breytingum á húsnæði safnsins í Listagilinu. Breytingarnar eru stórar og kærkomnar og því hvetjum við alla sem áhuga hafa á starfseminni í Listagilinu að koma á fundinn. 

Jólabasar/Sölusýning félaga Myndlistarfélagsins opnar laugardaginn 12. desember kl 14:00. Á sýningunni má finna allskonar list, allt frá málverkum, skúlptúrum yfir í ljósmyndir og vídeóverk. Sjáumst hress í jólaskapi í Listagilinu á laugardadaginn! 

felagafundur_9des


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband