Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Petra Korte opnar sýningu í Pop­ulus Tremula

Petra-Korte-web
 
Laugardaginn 31. mars kl. 14.00 mun þýska listakonan Petra Korte opna myndlistarsýninguna Ice Books í Pop­ulus Tremula.

Korte, sem dvelur um þessar mundir í Gestavinnustofu Gilfél­agsins, á fjölda sýninga að baki. Innblástur í verkin sem hún sýnir nú sækir hún m.a. til Íslendinga­sagna, íslenskrar náttúru og sagna um álfa og huldufólk.

Sýningin verður opin daglega til og með miðvikudeginum 4. apríl kl. 14.00-17.00. 

Sýningin 30 dagar, framlengd

alfkona

ÁLFkonur opnuðu um síðustu helgi,
ljósmyndasýninguna 30 DAGAR á Langa-Gangi í Listagilinu á Akureyri.
Vegna fjölda áskorana og mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að  
framlengja og hafa opið um næstu helgi:
laugardag 31. mars og sunnudag 1. apríl milli kl. 13 - 17. Allir  
velkomnir.

Sýningin er á veggjum á LANGA-GANGI sem er á annarri hæð í  
Kaupvangsstræti 10,
(gengið inn sama inngang og í Populus Tremula og Sal  
Myndlistarfélagsins-Boxið).


ÁLFkonur er félagskapur kvenna (ÁhugaLjósmyndaraFélag fyrir konur á  
Eyjafjarðarsvæðinu) sem hafa ljósmyndun að áhugamáli og er þessi  
sýning afrakstur þátttöku í 30 daga áskorun sem fólst í því að taka  
eina mynd á dag í einn mánuð. Þemað var fyrirfram ákveðið og hérmeð  
birtist útkoman.

Þetta er fimmta samsýning hópsins en þátttakendur að þessu sinni eru;
Agnes H. Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Ester Guðbjörnsdóttir,  
Díana Bryndís, Gunnlaug Friðriksdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir,  
Helga H. Gunnlaugsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Lilja Guðmundsdóttir,  
Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir.

 


Guðrún Pálína með listamannsspjall í Flóru

palina_m.jpg

Fimmtudagskvöldið 29. mars kl. 20-21 verður Guðrún Pálína Guðmundsdóttir með listamannsspjall í Flóru og allir eru velkomnir.

Sýning Guðrúnar Pálínu í Flóru byggir á hugmyndum tengdum hlutverki og stöðu  föðursins. Vonast er til að hún varpi fram spurningum til áhorfandans og vangaveltum. Sýningin byggir á ættfræðirannsóknum en þær eru ein leið til að skilja erfðafræðilega stöðu einstaklingsins. Á sýningunni notar Guðrún Pálína ættfræði föður síns í karllegg og býr til sjónræna framsetningu andlita. Ættirnar rekur hún til og með 8. liðar. Andlitin minna á grímur sem forfeðurnir/mæðurnar  skýla sér á bakvið. Þau minna jafnvel á grímur frumstæðra ættbálka. Andlitin koma fram í svartnættinu og skapa nánast þrívíddaráhrif eða einhverskonar sjónhverfingu. Það má segja að þau séu eins og skuggar fortíðarinnar. Einhverjar óljósar hugmyndir um hvernig menn hefðu getað birst eða litið út. Andarnir minna á sig, þeir lifa áfram í okkur gegnum erfðafræðina, ekki bara efnið heldur líka andinn og hugsunin. Er efnishyggja okkar í dag hugsanlega afleiðing langvarinnar vosbúðar, kulda og fátæktar forfeðranna? Getur hluti af okkar þrá eftir efnislegu öryggi, frelsi til menntunnar og vali á búsetu verið gamlir draumar forfeðranna?  Sýningin á ekki endilega að svara neinum spurningum, frekar að vekja þær.

Nánar um sýninguna á http://mynd.blog.is/blog/mynd/entry/1230155

Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðunni: www.palinagudmundsdottir.blog.is

Sýning Guðrúnar Pálínu í Flóru stendur til laugardagsins 14. apríl 2012.

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Áður hafa Arna Vals, Þórarinn Blöndal, Snorri Ásmundsson og Guðrún Þórsdóttir sett upp sýningar í Flóru.

 

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Faðirinn
24. mars - 14. apríl 2012

Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri


Njörður P. Njarðvík með erindi í Ketilhúsinu

njordurpnjardvik.jpg


Njörður P. Njarðvík heldur erindi í Sjónlistamiðstöðinni (Ketilhúsi) í Listagili á Akureyri föstudaginn 23. mars.

Erindi sitt kallar Njörður Hvað er ljóð? og ætlar hann að lýsa hvernig ljóð aðgreinir sig frá annarri tjáningu tungumálsins.

Njörður P. Njarðvík er prófessor emeritus í íslenskum bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands og er rithöfundur og ljóðskáld.
Erindið hefst kl 15.00 og er opið öllum áhugasömum og er aðgangur ókeypis.

Þessi viðburður er skipulagður af kennurum á listnámsbraut VMA í samvinnu við Sjónlistamiðstöðina.


Helga Sigríður sýnir í Pop­ulus Tremula

Helga-Valdimarsd%25C3%25B3ttir-web

Laugardaginn 24. mars kl. 14.00 mun Helga Sigríður Valdimarsdóttir opna málverka­sýningu í Pop­ulus Tremula.

Helga Sigríður notar Áttablaðarósina sem grunn í málverkin á sýningunni. Áttablaðarósin hefur lengi verið algeng í íslenskum hannyrðum. Hún byggir á fornu mynstri sem minnir um margt á frostrósir. Þetta forna mynstur færir Helga Sigríður í nýjan búning með því að mála það á striga í björtum litum.

Einnig opið sunnudaginn 25. mars kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.


Stefán Boulter opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins

hlynur.jpg

Á laugardaginn 24/3 opnar Stefán Boulter sýninguna Neptune í Sal Myndlistarfélagsins.
Stefán Boulter sýnir nýleg málverk og steinþrykk í anda ljóðræns raunsæis. Á þessari sýningu veltir Stefán fyrir sér m.a. hafinu og hlutverki vatnsins sem táknmynd í eigin lífi og listaverkum. Þar skipar innsæið, tilfinningar, minningar og draumar ríkan þátt. Stefán hefur verið virkur þáttakandi í Kitsch hreyfingunni, þetta er hópur málara víðs vegar úr heiminum sem hafa skapað nýjan heimspekilegan grundvöll fyrir listsköpun sinni.
Sýningin opnar kl 15:00 en sýningin verður annars opin um helgar milli 14:00 og 17:00
Sjá má sýnishorn af verkum Stefáns á stefanboulter.com


Kristinn E. Hrafnsson sýnir í Listasafninu á Akureyri

kiddi.jpg

Laugardaginn 24. mars klukkan 15 opnar Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður einkasýninguna MISVÍSUN í Listasafninu á Akureyri á vegum Sjónlistamiðstöðvarinnar.
 
MISVÍSUN er lýsandi orð fyrir það sem má kalla stöðuga óvissu eða sífellda hreyfingu allra hluta. Sem yfirskrift sýningar má túlka það sem svo að sýningin, eða verkin á henni, feli í sér ákveðnar mótsagnir og að hún sé ekki öll þar sem hún er séð. Verkin eigi sér að minnsta kosti tvær hliðar. 
 
Á sýningunni Misvísun finnur Kristinn hugmyndum sínum efnislegt form í skúlptúrum, pappírsverkum og innsetningum. Verkin eru ólík að stærð og gerð en þau fjalla öll að einhverju leiti um heiminn og viðleitni mannsins til þess að staðsetja sig í honum. Stærsta verk sýningarinnar er 100 metra langt járnrör sem skrúfað var upp í gríðarstóran gorm sem umlykur allt safnið. Sýningargestir verða þannig þátttakendur í verkinu og geta upplifað það með því að ganga í gegn um það eða horfa á það utan frá. Í minnsta verki sýningarinnar býr mikil nálægð. Verkið er samsett úr áttavita og leiðarsteini (magnetite). Með smáan steininn í hendi sér geta sýningargestir snúið áttavitanum eins og þeim sýnist og fundið þá miklu krafta sem eru allt í kring um okkur. Sýningin er þannig ákveðin myndlíking fyrir lífið sjálft þar sem sýningargestir leitast við að staðsetja sig, skoða, njóta, taka afstöðu og jafnvel skapa eigin misvísun.
 
Kristinn er fæddur á Ólafsfirði árið 1960 og stundaði myndlistarnám við Myndlistaskólann á Akureyri 1982–1983. Hann útskrifaðist úr Myndlista– og handíðaskóla Íslands árið 1986 og stundaði framhaldsnám í Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi á árunum 1986–1990. Kristinn hefur haldið 17 einkasýningar og tekið þátt í um 50 samsýningum heima og erlendis. Hann á verk í öllum helstu listasöfnum á Íslandi og einkasöfnum á Íslandi og erlendis. Hann á einnig verk í fjölda opinberra stofnana og í almenningsrými víða um land.

Sýningin stendur yfir frá 24. mars – 13. maí og er opin miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13-17.


Guðrún Pálína opnar sýningu í Flóru

palina.jpg

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Faðirinn
24. mars - 14. apríl 2012
Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Laugardaginn 24. mars kl. 14 opnar Guðrún Pálína myndlistarsýningu sem hún nefnir Faðirinn í Flóru í Listagilinu á Akureyri.

Sýning Guðrúnar Pálínu í Flóru byggir á hugmyndum tengdum hlutverki og stöðu  föðursins. Vonast er til að hún varpi fram spurningum til áhorfandans og vangaveltum. Sýningin byggir á ættfræðirannsóknum en þær eru ein leið til að skilja erfðafræðilega stöðu einstaklingsins. Á sýningunni notar Guðrún Pálína ættfræði föður síns í karllegg og býr til sjónræna framsetningu andlita. Ættirnar rekur hún til og með 8. liðar. Andlitin minna á grímur sem forfeðurnir/mæðurnar  skýla sér á bakvið. Þau minna jafnvel á grímur frumstæðra ættbálka. Andlitin koma fram í svartnættinu og skapa nánast þrívíddaráhrif eða einhverskonar sjónhverfingu. Það má segja að þau séu eins og skuggar fortíðarinnar. Einhverjar óljósar hugmyndir um hvernig menn hefðu getað birst eða litið út. Andarnir minna á sig, þeir lifa áfram í okkur gegnum erfðafræðina, ekki bara efnið heldur líka andinn og hugsunin. Er efnishyggja okkar í dag hugsanlega afleiðing langvarinnar vosbúðar, kulda og fátæktar forfeðranna? Getur hluti af okkar þrá eftir efnislegu öryggi, frelsi til menntunnar og vali á búsetu verið gamlir draumar forfeðranna?  Sýningin á ekki endilega að svara neinum spurningum, frekar að vekja þær. Bakvið hvert andlit er einn ákveðinn forfaðir/móðir Guðrúnar Pálínu en fyrir áhorfandann er jafnvel áhugaverðara að sleppa hennar  sögu en hugsa sér eign ættfræði og velta því fyrir sér hver hún er. Nema menn finni sína eigin forfeður þarna, þá horfir málið öðruvísi við. Er það von Guðrúnar Pálínu að áhorfandinn geti aukið eigin vitund um mikilvægi þess að þekkja sögu forfeðra sinna og þá samfélagsins í heild ásamt menningu þess.


Guðrún Pálína nam myndlist við AKI í Enchede og við Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi. Hún hefur haldið fjölmargar sýningar og tekið þátt í sýningum. Hún hefur rekið ásamt eiginmanni sínum Joris Rademaker listagalleríð Gallerí+ í Brekkugötu 35, á Akureyri síðan 1996.  www.galleriplus.blog.is
Guðrún Pálína stjórnaði Listasumri á Akureyri árin 2000 og 2001 og skipulagði þá fjölda einka- og samsýninga listamanna. Hún skipulagði samsýninguna “Allt um gyðjuna” að Skeið í Svarfaðadal 2006 og Freyjumyndir samsýning 23 myndlistarmanna víðsvegar um Akureyri  2009. www.freyjumyndir.blog.is
Í samvinnu við garðyrkjufræðing Akureyrar skipulagði hún sýningu og viðburð undir heitinu “Uppskeruhátíð ræktunar og myndlistar”. Það verkefni verður endurtekið í sumar og stækkað, sýningaropnunin verður laugardaginn 30. júní og sjálfur viðburðurinn (fyrirlestrar og smökkun grænmetisuppskerunnar) verður svo á afmælishátíð bæjarins á sunnudaginn 26. ágúst við gróðrastöðina á Krókeyri í Innbæ Akureyrar.

Nú stendur yfir sýning á verkum Guðrunar Pálínu í Bókasafni Háskólans á Akureyri og nefnist hún “Maður fram af manni”og stendur til 30. mars.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðunni: www.palinagudmundsdottir.blog.is og í pósti gudrunpalina@hotmail.com og palinarademaker@gmail.com

Fimmtudagskvöldið 29. mars kl. 20-21 verður Guðrún Pálína í listamannsspjalli í Flóru.
Sýning Guðrúnar Pálínu í Flóru stendur til laugardagsins 14. apríl 2012.

Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Áður hafa Arna Vals, Þórarinn Blöndal, Snorri Ásmundsson og Guðrún Þórsdóttir sett upp sýningar í Flóru.

Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is


Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar skúlptúrsýningu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Miðvikudaginn 21. mars opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir skúlptúrsýningu á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Sýningin er sú þrítugasta og sjötta í verkefninu "Réttardagur 50 sýninga röð" sem staðið hefur yfir síðan 2008. Settar verða upp 50 sýningar víða um heim á fimm ára tímabili, sem fjalla allar á einn eða annan hátt um þá menningu sem skapast útfrá íslensku sauðkindinni.

Sýningin á Icelandair Hótel Reykjavík Natura ber yfirskriftina "Bændur í borgarferð". Að fengitíma liðnum, meðan beðið er sauðburðar, gefst bændum færi á að bregða sér í borgarferð. Vinnugallinn látinn til hliðar og betri fötin tekin fram. Stigið inn í velmetinn heim þjónustu og þæginda. Úr hugarfylgsnum læðast framtíðardraumar um sveitina sem færir þeim gjöfult líf í dagsins önn. Sýningin stendur yfir á Hönnunarmars og er opin allan sólarhringinn.


TVÆR SÝNINGAR Í ARTÍMA GALLERÍ

174869_186001241514685_2062850599_n

Þann 22. mars verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Artíma Gallerí með gleði, Reyka vodka, bjór og plötusnúðurinn Rix / Mr. Cuellar mun spila létta tóna.

Á sýningunni EINMITT AKKÚRAT verða sýnd verk eftir myndlistarmanninn GEORG ÓSKAR GIANNAKOUDAKIS. Á sýningunni HLUTIR/OBJECTS gefur að líta fylgihluti fyrir heimilið hannaðir af IHANNA HOME/INGIBJÖRGU HÖNNU og HÖLLU KRISTJÁNSDÓTTUR og er sú sýning í tengslum við Hönnunarmars 2012.

Opnun beggja sýninganna verður haldin á fimmtudaginn 22. mars kl. 20-22.

    • 22. mars klukkan 20:00 fram til 1. apríl klukkan 03:00

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband