Bloggfćrslur mánađarins, október 2011Gústav Geir Bollason: Síđasta sýningarhelgi í Listasafninu á Akureyri

20110607__ICELAND-volundur-_MG_6728_vef


Núna um helgina er ađ renna upp síđasta sýningarhelgi yfirlitssýningar á verkum Gústavs Geirs Bollasonar – Hýslar umbreytingarinnar – í Listasafninu á Akureyri. Sýningin hefur vakiđ mikla athygli og ţá ekki síst hjá listafólki og listnemum. Sýningunni lýkur sunnudaginn 30. október kl. 17.

Ţetta er í fyrsta sinn sem yfirlitssýning á verkum Gústavs er haldinn og gefst ţví gott tćkifćri til ađ fá innsýn í feril ţessa einstaka listamanns. Gústav hefur tekiđ ţátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis og haldiđ tíu einkasýningar.

Glundrođi og hrörnun eru hugđarefni Gústavs Geirs. Verk hans hverfast um tćkifćrin sem felast í framrás tímans. Hann vinnur međ hluti sem fundnir eru á víđavangi, leikur sér međ rekaviđ náttúrunnar og reköld mannanna. Landslagiđ lćđist inn í ljósmyndasamsetningar, abstrakt grafísk verk og jafnvel verk búin til úr jörđinni sjálfri. Bútar úr jörđinni hafa veriđ sviptir samhengi sínu og hrifnir inn í safniđ og bíđa ţess ţar ađ áhorfandinn púsli ţeim saman í verkunum og á milli verka.

Gústav Geir er fćddur á Akureyri áriđ 1966. Hann stundađi nám viđ Myndlista- og handíđaskóla Íslands 1987-’89, nam viđ Magyar Képzömüveszeti Egyetem í Búdapest 1989-’90 og lauk DNSEP gráđu viđ Ecole Nationale d’Art í Frakklandi áriđ 1995. Gústav er einn af stofnendum Verksmiđjunnar á Hjalteyri og situr í stjórn hennar.

Myndir frá sýningunni er hćgt ađ skođa á vef safnsins
Listasafniđ er opiđ alla daga nema mánudaga frá kl 12-17.

Nánari upplýsingar:

Safnfulltrúi:
Sóley Björk Stefánsdóttir
s: 844-1555

Forstöđumađur og sýningarstjóri:
Hannes Sigurđsson
s: 899-3386


www.listasafn.akureyri.is


email: art@art.is

Sími: 461-2610


Ţórarinn Blöndal međ listamannsspjall og sýningarlok í Flóru

toti_bondal_1117576.jpg

Ţórarinn Blöndal - listamannsspjall
fimmtudaginn 27. október klukkan 20
- í Flóru - Listagili á Akureyri


Sýningu Ţórarins Blöndals myndlistamanns Guli skúr 8 lýkur laugardaginn 29. október, en tveim dögum áđur eđa fimmtudaginn 27. október verđur bođiđ upp á spjall viđ listamanninn í Flóru. Sýning Ţórarins ţar hefur veriđ opin gestum og gangandi síđan á Akureyrarvöku í sumar og hefur fjöldi fólks komiđ ađ sjá og upplifa verkiđ. Ţau sem ekki hafa enn komiđ geta nýtt ţetta tćkifćri sem listamannsspjalliđ er til ađ missa ekki af sýningunni. Um leiđ segir Ţórarinn frá vinnu sinni, en viđmćlandi hans verđur Hlynur Hallsson myndlistamađur og listrćnn ráđunautur í Flóru. Spjalliđ hefst klukkan 20.

Um verkiđ Guli skúr segir Ţórarinn:
“Í geymslum má finna allt ţađ sem mađur leggur til hliđar og hugsar sér ađ nota síđar. Viđ flutning minn á vinnustofu minni fór ég í gegnum allt mitt dót og sorterađi. Setti allt í kassa og merkti og lagđi af stađ međ mitt hafurtask. Í nýjum híbýlum mínum syđra fylgdi bílskúr og nefndi ég hann Gula skúr og ţar er mín vinnustofa. Rýmiđ er sirka tíu sinnum rúmir ţrír metrar. Gengiđ inn ađ austanverđu og einnig eru stórar dyr ađ norđan. Hillur eru allan vesturvegginn og gott vinnuborđ viđ suđurvegg.

Fyrirferđarmiklir á gömlu vinnustofunni voru vísar ađ óljósum hugmyndum, grunur um lausnir en óklárađ. Sumu snyrtilega rađađ í kassa og sorterađ en á stundum mikil óreiđa. Nokkrar hugmyndir höfđu dagađ uppi og gleymst en dúkkuđu nú upp og vöktu upp gamla maníu. En sumt átti aldrei ađ lifa nema í kössum og geymslum og ekki hugsađ til annars brúks. Einkennilega mikiđ af dóti sem hafđi safnast upp og er nú í Gula skúr. Ţessar óljósu hugmyndir og vísar ađ verkum eru til sýnis í Flóru.

Ţórarinn Blöndal er fćddur á Akureyri 25. október 1966. Hann stundađi nám viđ Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíđaskóla Íslands og fór svo til Academiie van Beeldende Kunst í Rotterdam, Hollandi. Ásamt ţví ađ halda sýningar sjálfur hefur Ţórarinn stađiđ fyrir ýmsum listviđburđum og tekiđ virkan ţátt í menningarstarfi á Akureyri. Ţá er hann einn af stofnfélögum Verksmiđjunnar á Hjalteyri og er í stjórn hennar. Ţórarinn hefur komiđ ađ ýmsum verkefnum tengdum söfnum víđa um land, bćđi sem hönnuđur og sýningastjóri. Undanfarna vetur hefur hann kennt myndlist viđ Myndlistaskólann á Akureyri. Ţórarinn er međlimur í Dieter Roth Academy.

Flóra er verslun, vinnustofa og viđburđarstađur Kristínar Ţóru Kjartansdóttur félagsfrćđings og garđyrkjukonu. Listrćnn ráđunautur og kaffibarţjónn stađarins er Hlynur Hallsson myndlistamađur. Áhersla stađarins er á nýtingu, endurnýtingu, verkmenningu og sköpun. Sýningarrýmiđ í Flóru á sér merkilega forsögu ţví ţar rak Snorri Ásmundsson International Gallery of Snorri Ásmundsson međ góđum árangri í lok síđustu aldar.

Sjá meira um Flóru á
http://floraflora.is
http://www.facebook.com/flora.akureyri
Viđburđur á Facebook

Heimasíđa Ţórarins


Lárus H. List og Huldufólk í Mjólkurbúđinni

lalli.jpg

Listamađurinn Lárus H. List opnar málverkasýningu í Mjólkurbúđinni
Listagilinu Akureyri laugardaginn 22 október Kl. 14.

Lárus H. List sýnir ný málverk af Huldufólki en hann hefur áđur bćđi
skrifađ um Huldufólk og haldiđ málverkssýningar um Huldufólk. Má ţar nefna
skálssögu Lárusar Gátuhjóliđ sem kom út 1994 og sýninguna List í álögum áriđ
1997 en ţar segir meistari Bragi Ásgeirsson Listmálari um sýninguna :

"Af dúknum má ljóslega ráđa ađ Lárus List máli af fingrum fram og láti
tilfallandi innblástur ráđa för pensilstúfsins um grunnmál myndflatarins
hverju sinni. Svona líkt og nýbylgjumálarar níunda árartugarins gerđu er
ţeir voru hvađ upp TENDRAĐASTIR. List í álögum er myndefniđ heimur álfa og
huldufólks og óljósra skila á vettvangi hvunndagsins og má af dúknum ráđa
ađ Lárus List hefur eitt og annađ numiđ af ţeim listamönnum sem sýnt hafa
á Listasafni Akureyrar. AĐ BAKI ÓSTÝRILÁTRI LEIKGLEĐINNI SKYNJAR MAĐUR HIĐ
LITGLAĐA NÁTTÚRUBARN SEM FER SÝNU FRAM Í NEISTA UPPRUNALEGRA HĆFILEIKA."

Eins segir Jón Proppé Listheimspekingur um sýningun  NÁTTÚRAN Í BLÓĐINU 1998:
"Lárus H. List málar abstrakt myndir, náttúrustemmingar međ olíulitum .
Hann hefur áđur málađ myndir ţar sem heimur álfa og huldufólks hefur veriđ
viđfangsefniđ, nú sleppir hann alveg hluttengingunni - jafnvel ţótt deila
megi um hversu hlutbundnar myndir úr álfheimum kunni ađ vera - og lćtur
hann litina og formin tala sjálf. Viđfangsefniđ ţessara mynda er BIRTAN
sjálf, einkum VETRARBIRTAN. Málverkinn eru frjálslega unnin,
litaandstćđurnar oft skarpar og formiđ gróft. En hvíti liturinn er alltaf
sterkur og Lárus List málar gjarnan yfir ađra fleti svo allt virđist séđ
gegnum hríđarkófiđ. ŢANNIG FANGA MYNDIRNAR VEL VETRARSÝN Á NORĐUR SLÓĐUM."

Lárus H List hefur haldiđ fjölda einkasýninga og samsýninga bćđi á Íslandi og
erlendis.
Sýninginn er opinn laugardaga og sunnudaga kl.14-17 eđa eftir frekara
samkomulagi og eru allir velkomnir.

Sýningarlok eru sunnudaginn 30.október


Miđlar og gjörningar: Myndlistarnámskeiđ

na_769_mskei_edited-1.jpg

Habbý Ósk međ myndlistarnámskeiđ, skráning og upplýsingar: habbyosk@gmail.com


Málverkasýning í minningu Óla G.

tveir_heimar.jpg

Menningarhúsiđ Hof býđur ţér/ykkur ađ vera viđ opnun málverkasýningar í minningu Óla G. Jóhannssonar listmálara sem lést ţann 20. janúar síđastliđinn.
Opnunin verđur í Hofi laugardaginn 22. október kl. 15.


Ný stjórn Myndlistarfélagsin, kosin á ađalfundi ţann 24. maí 2012

P1010163

Formađur:
Harpa Örvarsdóttir 

Međstjórnendur:
Helgi Vilberg Hermannsson, Inga Björk Harđardóttir,  Lárus H List (kosinn til tveggja ára) og Helga Sigríđur Valdemarsdóttir (kosin til tveggja ára)

Varamenn:
Stefán Boulter (kosinn til tveggja ára) og Telma Brymdís Ţorleifsdóttir (kosin til tveggja ára).


Myndlistarfélagiđ ályktar vegna ráđningar forstöđumanns Listasafnsins

images.jpg
 
Ađalfundur Myndlistarfélagsins, haldinn í Sal Myndlistarfélagsins 
17. október 2011, samţykkti svohljóđandi ályktun.

Í byrjun nóvember 2010 átti stjórn Myndlistarfélagsins fund međ stjórn Akureyrarstofu. Ţar var m.a. fjallađ um ţá óvissu sem ríkt hefur í Listagilinu međ tilkomu Hofs og niđurskurđar á fjárframlögum til skapandi lista. Stjórn Myndlistarfélagsins taldi ađ skilgreina ţyrfti hlutverk Listagilsins upp á nýtt sem og hlutverk Menningarmiđstöđvarinnar í Listagili. Á ţessum fundi lagđi Myndlistarfélagiđ fram ţá tillögu ađ mótuđ yrđi skýr stefna um framtíđ og hlutverk Listagilsins. Var ţví vel tekiđ af stjórn Akureyrarstofu og óskađi stjórnin eftir framtíđarsýn ţeirra sem störfuđu í Gilinu. Í kjölfariđ var stofnađur samstarfshópur sem fékk ţađ hlutverk ađ safna upplýsingum um ţá starfsemi sem fyrir er í Gilinu og móta framtíđarsýn. 

Ţađ var niđurstađa samstarfshópsins ađ hlúa ţyrfti ađ ţeirri einstöku starfsemi sem fram fer í Listagilinu međ ţví ađ efla samvinnu og samstarf einstaklinga og stofnana. Međ samţćttingu og hagrćđingu mćtti bćta skilvirkni hinna opinberu stofnana og međ hćrri fjárframlögum til grasrótarstarf mćtti auđga listalífiđ á markvissan hátt.

Samstarfshópurinn skilađi skýrslu til Akureyrarstofu síđastliđiđ vor. Niđustöđur vinnunnar endurspegla ţá umrćđu sem átti sér stađ innan ţessa hóps frá ţví ađ verkefninu var ýtt úr vör. Eftirfarandi tillögur um Listasafniđ á Akureyri eru međal áhersluatriđa:

Endurskođa ţarf rekstur Listasafnsins m.a. međ ţađ ađ markmiđi ađ Akureyri verđi miđstöđ myndlistar á landsbyggđinni. Setja ţarf saman hóp sem samanstendur af myndlistarmönnum, kjörnum fulltrúum Akureyrarbćjar og völdum ađilum sem koma ađ menningarlífi í bćnum til ađ móta hugmyndir um stefnu Listasafnsins. Í stefnunni ţarf m.a. ađ koma fram hvernig safniđ hyggst standa ađ kaupum og varđveislu listaverka, hvernig ţađ hyggst sinna rannsóknarskyldu sinni sem og frćđsluskyldu. Tryggja ţarf ađ safniđ starfi í samrćmi viđ núgildandi lög og reglur um listasöfn svo sem safnalög nr. 106/2001 en ţar stendur m.a. „ En safn hefur ţađ hlutverk ađ safna heimildum um manninn, sögu hans, umhverfi og náttúru landsins, standa vörđ um ţćr, rannsaka, miđla upplýsingum og hafa ţćr til sýnis svo ađ ţćr megi nýtast til rannsókna, frćđslu og skemmtunar“.

Til ađ tryggja frjótt starf og fjölbreytni innan safnsins ţarf forstöđumađur ađ verđa búsettur á Akureyri og ráđningartími hans verđi ekki lengri en fimm ár en ţó međ möguleika á tveggja til ţriggja ára framlengingu.

Tryggja ţarf ađgengi ađ listaverkaeign bćjarins t.d. gegnum heimasíđu sem einnig vćri hćgt ađ nota til safnakennslu og kennslu í grunnskólum bćjarins.

Skrá skal sögu myndlistar markvisst međ áherslu á landsbyggđina og gćti ţađ veriđ hluti af rannsóknarskyldu safnsins.

Efri hćđ Listasafnsins er skilgreind sem stćkkunarmöguleiki fyrir safniđ. Setja ţarf fram áćtlun um áframahaldandi vinnu viđ uppbyggingu safnsins og tímasetja opnun efri hćđarinnar. Ţar yrđi rými fyrir fasta sýningu, bókasafn, ađstađa fyrir frćđslustarf og safnabúđ.

Marka ţarf safninu sérstöđu. Sérstađa safnsins gćti falist í sérstakri áherslu á barnamenningu og ađ safniđ yrđi gert ađ móđursafni myndlistar á landsbyggđinni í samstarfi viđ Listasafn Íslands.

Sjónlistarhátíđin verđi fastur liđur í starfsemi safnsins, sem tví- eđa ţríćringur.

Akureyrarstofa hefur nú endurráđiđ forstöđumann Listasafnsins, sem búsettur er í Reykjavík og hefur veriđ forstöđumađur Listasafnsins á Akureyri í nćstum tólf ár. Ráđningartíminn er fimm ár međ mögulegri framlengingu. Ţađ bendir ekki til ţess ađ vilji sé fyrir hendi til ađ endurnýja og breyta, ţvert á móti er ţetta ávísun á óbreytta stöđu - ráđamenn eru vćntanlega sáttir viđ ástandiđ eins og ţađ er og ekki ginkeyptir fyrir breytingum. Samningsferliđ hefur stađiđ lengi yfir og er nú loks til lykta leitt. Ekki međ framtíđahagsmuni myndlistar - listagils ađ leiđarljósi heldur eigin hagsmuni og samtryggingu. Auglýsingaferliđ var augljóslega sýndarleikur Akureyrarstofu. Myndlistarfélagiđ harmar metnađarleysi Akureyrarstofu og átelur harđlega ófagleg vinnubrögđ viđ ráđningu forstöđumannsins.


Akureyri - hvert stefnir? Málţing í AkureyrarAkademíunni

akureyrarakademian_1

Akureyri - quo vadis? eđa Akureyri - hvert stefnir er yfirskrift málţings sem AkureyrarAkademían stendur fyrir laugardaginn 22. október frá 13:00 til 17:00 í Húsmćđraskólanum, Ţórunnarstrćti 99 á Akureyri. Málţingiđ er öllum opiđ, ađgangur er ókeypis og vonast eftir líflegri umrćđu. Fluttir verđa sex fimmtán mínútna langir fyrirlestrar, bođiđ upp í hreyfimínútur ţeirra á milli og ávaxta og grćnmetishlé áđur en fariđ er í almennar umrćđur. Dagskráin í heild sinni:

Akureyri - quo vadis? AKUREYRI - HVERT STEFNIR?

AkureyrarAkademíunni, laugardaginn 22. október kl. 13:00 - 17:00
Málţing öllum opiđ í Húsmćđraskólanum viđ Ţórunnarstrćti 99 á Akureyri, ađgangur ókeypis.

1.) Stutt erindi um menntun og menningu
13:00 Menntun á Akureyri í framtíđinni?
- Darri Arnarson, formađur Ungmennaráđs Akureyrar
13:15 Menning á Akureyri í framtíđinni?
- Lárus H. List, listamađur
13:30 Spurningar til fyrirlesara
13:40 10 hreyfimínútur í umsjón Grétu Kristínar Ómarsdóttur

2.) Stutt erindi um atvinnu og aldur
13:50 Atvinna á Akureyri í framtíđinni? Soffía Gísladóttir frá Vinnumálastofnun
14:05 Ađ eldast á Akureyri í framtíđinni? Friđný Sigurđardóttir frá Öldrunarheimilum Akureyrar
14:20 Spurningar til fyrirlesara
14:30 10 hreyfimínútur í umsjón Grétu Kristínar Ómarsdóttur

3.) Stutt erindi um heilbrigđi og sjálfbćrni
14:40 Heilbrigđi á Akureyri í framtíđinni? Jóna Lovísa Jónsdóttir, prestur og heilsuţjálfari
14:55 Sjálfbćrni á Akureyri í framtíđinni? Brynhildur Pétursdóttir frá Neytendasamtökunum
15:10 Spurningar til fyrirlesara

SKIPTIMARKAĐUR SKOĐANA
15.20 Ávaxta- og grćnmetishlé (kaffibaunin fćr ađ fljóta međ)
15.40 Samtala ţátttakenda og fyrirlesara í ţremur umrćđuhornum

Horn 1: Menntun og menning.
Umrćđustjóri: Jón Hjaltason
Ritari: Guđmundur Árnason

Horn 2: Atvinna og aldur.
Umrćđustjóri: Hjálmar Brynjólfsson
Ritari: Sigurđur Bergsteinsson

Horn 3: Heilbrigđi og sjálfbćrni
Umrćđustjóri: Valgerđur Bjarnadóttir
Ritari: Sólveig Georgsdóttir

16:15 Samantekt - ritarar umrćđuhornanna gera grein fyrir helstu skođunum sem settar voru fram og draga upp útópíu? framtíđarinnar.

16:45 Dagskrárlok

Málţingsstjóri er Pétur Björgvin Ţorsteinsson, formađur AkureyrarAkademíunnar.

Sýning listakvennanna Örnu Valsdóttur og Guđrúnar Pálínu Guđmundsdóttur í gamla kennslueldhúsinu á miđhćđinni í Húsmćđraskólanum verđur opin sama dag frá 12:00 til 18:00.

Verkefniđ fékk styrk úr Menningarsjóđi Akureyrar.

Jóns Laxdal: Ný verk

jon-laxdal-22_10_11-web.jpg

NÝ VERK

Myndlistarsýning Jóns Laxdal

22.-23. október 2011

 

Laugardaginn 22. október kl. 14.00 opnar Jón Laxdal myndlistarsýninguna Ný
verk í Populus tremula.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 23. október kl. 14.00-17.00. Ađeins
ţessi eina helgi.

Facebook


Sýning Örnu og Guđrúnar í AkureyrarAkademíunni opin um helgina

akureyrarakademian_018 akureyrarakademian_017

Sýning listakvennanna Örnu Valsdóttur og Guđrúnar Pálínu Guđmundsdóttur í gamla kennslueldhúsinu á miđhćđinni í Húsmćđraskólanum verđur opin föstudag, laugardag og sunnudag frá 16:00 til 18:00. Ţar er hćgt ađ upplifa hljóđteikningu Örnu ,,Obbolítill óđur til kjötbollunnar" sem hún vann áriđ 2005 fyrir RÚV í umhverfi sem Arna hefur skapađ í eldhúsinu međ innsetningu sinni og skođa teikningar Guđrúnar sem hún vann undir áhrifum húsmćđraskólans.

Nánar um sýninguna og myndir hér.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband