Bloggfærslur mánaðarins, maí 2018

Aníta Hirlekar sýnir í Listasafninu á Akureyri

32235654_1840730512615449_664722828452429824_o

Aníta Hirlekar
Bleikur og grænn / Pink & Green
Listasafnið á Akureyri, Ketilhús / Akureyri Art Museum, Ketilhús
19. maí - 16. september 2018 / May 19th - September 16th 2018

Þér og þínum er boðið á opnun sýningar Anítu Hirlekar, Bleikur og grænn, laugardaginn 19. maá kl. 15 og þiggja léttar veitingar.
You are kindly invited to attend the opening of Aníta Hirlekar´s exhibition, Pink & Green, Saturday May 19th at 3 pm.

Ávarp flytur / Adress from:
Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri / Museum director.

Fjölskylduleiðsagnir um sýninguna með Heiðu Björk Vilhjálmsdóttur, fræðslufulltrúa, laugardagana 26. maí, 23. júní á Jónsmessu og 11. ágúst kl. 11-12.

Leiðsagnir á íslensku um sýninguna alla fimmtudaga kl. 15-15:30.
Guided tour in English every Thursday at 3.30 - 4pm.

Opið alla daga kl. 10-17.
Open every day 10 am - 5 pm.

Í hugmyndafræði Anítu Hirlekar (f. 1986) sameinast handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Listrænar litasamsetningar og handbróderaður stíll eru áberandi þættir í hönnun hennar.
Aníta lauk BA námi í fatahönnun með áherslu á textílprent 2012 og MA gráðu í textílhönnun fyrir tískufatnað frá Central Saint Martins í London 2014. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði á Íslandi og erlendis, m.a. á tískuvikunni í London og París, Espoo Museum of Modern Art í Finnlandi og í Hönnunarsafni Íslands. Aníta var tilnefnd til Menningarverðlauna DV 2015 og hönnun hennar var í forvali fyrir Hönnunarverðlaun Íslands 2015. Hún hlaut Fashion Special Prize í International Talent Support hönnunarkeppninni á Ítalíu 2014.
Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.
///
The ideology behind Aníta Hirlekar’s (born 1986) design evolves around the merging of craft and fashion sensibility in a characteristic way. Her designs consist of artistic color combinations and hand embroidered textile with strong focus on rich textures.
Aníta graduated with a BA degree in fashion design with a special focus on print in 2012 and with an MA degree in textile design for fashion in 2014, both from Central Saint Martins in London. She has participated in numerous exhibitions in Iceland and abroad such as London and Paris Fashion Week, Espoo Museum of Modern Art in Finland and Iceland’s Museum of Design and Applied Art. Aníta was nominated for the DV Cultural Prize in 2015 and the Icelandic Design Awards 2015. Aníta received a Fashion Special Prize in the design-competition International Talent Support in Italy 2014.
Curator: Hlynur Hallsson.

https://www.facebook.com/events/245884626155035/

listak.is


Sjúkdómar, heklaðir skúlptúrar Jonnu í Kartöflugeymslunni

32430370_10216994798009110_1332351846525698048_n

Á sýningunni SJÚKDÓMAR sýnir Jonna heklaða skúlptúra þar sem hún túlkar sýn sína á sjúkdóma, raskanir og heilkenni þetta er bara byrjunin á þessu verkefni en frá því í janúar hefur hún heklað yfir 60 sjúkdóma og á eftir að halda áfram með þessa sjúklegu sjúkdóma þar til að þeir verða langt yfir 100. Í Janúar 2018 greindist Jonna með sortuæxli í auga og byrjaði þá að hekla sína sjúkdóma en þetta hefur verið einskonar hugleiðsla að geta handfjatlað sortuæxlið sitt og í kjölfarið komu sjúkdóma annarra jafnvel útdauðir sjúkdómar, þarna eru Kvíði, Kæfisvefn, Alsheimer, Streptakokkasýking, Berklar, Svartidauði, Klamidia, Lungnaþemba og allir mögulegir sjúkdómar. Ef þinn sjúkdómur er ekki á sýningunni geturðu skrifað nafnið á honum og hann verður heklaður síðar. Á staðnum verður söfnunarbaukur fyrir Hollvinasamtök SAK. Allir velkomnir. Opnunartími er 14-17 um helgar en 10-16 virka daga. Sýningin stendur til 31. maí

https://www.facebook.com/events/203512003773136/


Leiðsögn um sýninguna Fullveldið endurskoðað

32222348_1840687772619723_6609545173477097472_o

Laugardaginn 12. maí kl. 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Fullveldið endurskoðað. Jónína Björg Helgadóttir, einn listamannanna sem tekur þátt í sýningunni mun ganga með gestum og segja frá sínu verki og verkum annarra listamanna. Þetta er fyrsta leiðsögnin af mörgum með listamönnum og fræðifólki í sumar. Meðal annarra sem munu vera með stuttar leiðsagnir nokkra laugardaga í sumar eru Þorlákur Axel Jónsson, félagsfræðingur, Snorri Ásmundsson myndlistarmaður, Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur, Rebekka Kühnis myndlistamaður og Gunnar Kr. Jónasson myndlistarmaður.

Sýningin Fullveldið endurskoðað er úttisýning sem sett er upp á á átta völdum stöðum í miðbæ Akureyrar. Alls eiga 10 ólíkir myndlistarmenn verk á sýningunni sem gerð eru sérstaklega í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Listamennirnir eru: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helgadóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Rebekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson. Markmiðið með sýningunni er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum því tengdu.

Leiðsögnin hefst kl. 15 við Listasafnið á Akureyri, Ketilhús og svo er gengið á milli verkanna og mun leiðsögnin taka um 45 mínútur.

Sýningin Fullveldið endurskoðað hlaut styrk úr sjóði afmælisárs fullveldis Íslands.

Sýningarstjórar eru Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og Hlynur Hallsson.

Sýningin stendur til 19. ágúst 2018.

https://www.facebook.com/events/207636466691825


Opinn fundur um menningu og listir

rot2015-1-1024x680

Gilfélagið og Myndlistarfélagið í samvinnu við Listasafnið á Akureyri, efna til opins fundar um stefnu og markmið framboða til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri í málaflokknum um menningu og listir.
Öllum framboðum vegna sveitarstjórnakosninga á Akureyri 2018 hefur verið boðið að taka þátt í fundinum.

Dagskrá fundarins er fyrirhuguð þannig að hvert framboð fær 3 til 4 mínútur til að kynna stefnu sína í málefnum menningar og lista. Að því loknu verða almennar umræður og spurningar úr sal og fulltrúar framboðanna mynda pallborð.
Fundurinn verður í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, miðvikudaginn 9. maí 2018, kl. 20 og áætluð fundarlok eru kl. 22.

Ókeypis aðgangur og allir eru velkomnir.

Gilfélagið, Myndlistarfélagið og Listasafnið á Akureyri

https://www.facebook.com/events/2046551712249054


Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri

31531499_1798922176796272_766104825444212946_n

Vorsýning nemenda listhönnunar– og fagurlistadeildar, opnun 5. maí 2018, kl. 13-17.

Opið alla daga til 15. maí, kl. 13-17.

myndak.is

facebook.com/myndak


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband