Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Strekkingur: Teikningar í Verksmiðjunni á Hjalteyri

verksmidjan_1222561.jpg

Nemendur af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sýna afrakstur teikniáfanga í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Opnunartími er kl.15:30-19:00 á föstudaginn og kl. 14:00-17:00 laugardag og sunnudag. Verksmiðjan er neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð.

Verið hjartanlega velkominn að koma, skoða og þiggja veitingar.

https://www.facebook.com/events/183799105145649

myndak_1222562.jpg

Hópurinn ásamt kennaranum Gústavi Geir Bollasyni


Guðrún Pálína sýnir í Populus Tremula

palina_1222512.jpg

PORTRETT

Laugardaginn 30. nóvember kl. 14 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir bæjarlistamaður Akureyrar 2013 myndlistarsýninguna Portrett í Populus Tremula í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 1. desember milli klukkan 14 og 17. Hún stendur bara þessa einu helgi. Verkin vann Guðrún Pálína fyrri part þessa árs en síðan í september hefur hún dvalið í Berlín og sinnir list sinni þar fram á vor. Afrakstur þeirrar vinnu verður sýndur seinna. Á sýningunni í Populus verða sýnd portrettmálverk með akryllitum á pappír.

Guðrún Pálína er Akureyringur, búsett og starfandi á Akureyri síðan 1991 að hún sneri heim aftur eftir 16 ára búsetu í Svíþjóð og Hollandi. Hún nam myndlist í KV-konstskola í Gautaborg og AKI, í Enschede i Hollandi og framhaldsnám í Jan van Eyck Akademie í Maastricht í sama landi. Hún hefur ásamt eiginmanninum rekið listagalleríið Gallerí+ , í Brekkugötu á Akureyri síðan 1996. Hún hefur einnig skipulagt fjölda samsýninga og viðburða á Akureyri.


Opnar vinnustofur í Flóru, laugardaginn 30. nóvember

flora.jpg

Vegna síendurtekinna fyrirspurna opna listamenn og hönnuðir í Flóru vinnustofur sínar næstkomandi laugardag 30. nóvember kl. 12-16. Fólki gefst þá loksins tækifæri til að ganga um neðri hæðir hússins í Hafnarstræti 90, forvitnast, skoða, spá, spekúlera, ræða málin, fá sér kaffi og meðþví og hitta annað skemmtilegt fólk.

Hér veitist innsýn inn í það sem listamenn og hönnuðir hússins eru að vinna að, betra tóm gefst til að skoða og fólki býðst að kaupa beint af viðkomandi ef þess er óskað. Þau sem verða með opið eru María Dýrfjörð í http://mariacreativestudio.com, Inga Björk í https://www.facebook.com/IngaBjorkMyndlist, Hlynur Hallsson http://hallsson.de, Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræði og textíll http://floraflora.is og ef til vill fleiri.

Auk þess er sýning “Blaðsíður” eftir Jón Laxdal Halldórsson opin og hægt að sjá 202 verk eftir hann og á þessari slóð er einnig hægt að sjá 189 verkanna: http://freyjulundur.is/jonlaxdal

Aðgangur er ókeypis, verið öll velkomin.

https://www.facebook.com/events/597313320322758

flóra, hafnarstræti 90, 600 akureyri, 6610168, floraflora.is


Aðventa í Freyjulundi

adventa2013.jpg

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Jón Laxdal og Arnar Ómarsson verða með opið hús í Freyjulundi Aðventuhelgarnar kl. 13.00 - 17.00  og á Þorláksmessu kl. 16.00 - 21.00

Ýmsir smáskúlptúrar til sölu eftir Aðalheiði sem tilvaldir eru í jólapakkana.

Fölskyldan tekur á móti fólki í notalega stemningu í sveitinni með heitt á könnunni og bakkelsi.

Allir velkomnir hvort sem er til að spjalla og skoða eða kaupa sér jólaglaðning.

Athugið að ekki er tekið við greiðslukortum, en smáhlutirnir eru á verðbilinu 500 - 20.000 kr.


Ólafur Sveinsson með málverkasýningu á veitingahúsinu Friðrik V.

dscn1874.jpg

"610 Made in China MS723 entering the Icelandic highlands"

Laugardaginn 30.nóvember opnar Ólafur Sveinsson málverkasýningu á leikfangamyndum sínum, á veitingahúsinu Friðrik V. Laugavegi 60, 101 Reykjavík. Opnunin er frá kl 15-16. Allir eru velkomnir. Sýningin stendur yfir allan desember, yfir hátíðirnar og fram á næsta ár.

Leikfangamyndir Ólafs er flest allar unnar með olíu og Feneyjaterpentínu á striga og sýna leikföng hans og barna hans, ýmist sem uppstillingar, minningar um eitthvað sem var eða að verkin hafa skírskotun í samtímann með jafnvel pólitískum undirtón. En sjón er söguríkari. Verkin eru unnin á síðastliðnum 12 árum. Ólafur hefur sýnt leikfangamyndir áður bæði hér heima og erlendis. En í tímariti Skýja, 1 tlb. 2002  þar sem fjallað var um Ólaf og verk hans. Segir Þórdís Lilja Gunnarsdóttir „ Á hillum vinnustofunnar hvíla lúin leikföng æskunnar. Mótorhjól í tugatali, kappakstursbílar, bangsar og dúkkur.  Á öðrum stað myndir af hraðskreiðum köggum, Dodda dúkkustrák og Mikka mús. Þær eru ótrúlega raunsæjar og geta hæglega sent mann rakleiðis í tímavélina og til ömmu í mjólkurglas og æskufjör. En eru þetta málverk handa börnum ? „ Nei, nei. Miklu frekar barninu í hinum fullorðnu“         Svaraði Ólafur þá, en málverk eru og verða jafnt fyrir börn og fullorðna. Sköpun er lykillinn að skilningi segir hann í dag.

Sýningin er opinn á opnunartíma Friðriks V, sem er Þriðjudaga-föstudaga frá kl. 11.30 -13.30 og frá kl. 17.30, Laugardaga er opið frá kl. 17.30. Lokað á sunnudögum og mánudögum.


Handan við Veginn, lokaverkefni listnámbrautar VMA

vma_1222329.jpg

Föstudaginn 22. nóvember kl. 20.00 opnar sýning í Deiglunni og Mjólkurbúðinni á lokaverkefnum nemenda listnámbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri. Sýningin er einnig opin laugardag og sunnudag frá kl. 14.00 - 17.00.

Nemendur sýna fjölbreytt verk s.s. innsetningar, málverk, skúlptúr, fatahönnun, teikningar, vefnað og fleira og eru verkin afrakstur sjálfstæðrar vinnu þeirra í lokaáföngum af hönnunar- og textílkjörsviði og myndlistakjörsviði.

Verið velkomin.


Jón Laxdal Halldórsson sýnir ný verk í Flóru

14vwcrt.jpg

01oeyrx.jpg

Jón Laxdal

Blaðsíður

16. nóvember 2013 - 18. janúar 2014

Opnun laugardaginn 16. nóvember kl. 14

Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1387836291459094

Laugardaginn 16. nóvember kl. 14, á degi íslenskar tungu opnar myndlistarmaðurinn Jón Laxdal Halldórsson sýningu með nýjum verkum í Flóru á Akureyri. Sýningin ber titilinn "Blaðsíður".

Jón hefur lengi verið virkur í menningarlífinu á Akureyri. Hann átti hlut að rekstri Rauða hússins og var í hópi þeirra sem hófu Listagilið á Akureyri til vegs og virðingar. Jón kom eftir krókaleiðum inn í myndlistina. Hann nam heimspeki við HÍ og hefur látið að sér kveða í skáldskap með útgáfu nokkurra ljóðabóka.


Jón hefur haldið á þriðja tug einkasýninga ásamt þátttöku í fjölda sýninga bæði heima og erlendis. Verk eftir hann eru í eigu safna og safnara víða um heim.
Upplýsingar um Jón Laxdal og verk hans má finna á heimasíðunni http://www.freyjulundur.is

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga kl. 12-18 og þriðjudaga til laugardaga kl. 12-16. Sýningin stendur til laugardagsins 18. janúar 2014.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.

jo_769_n_laxdal.jpg


Ragnar Hólm sýnir vatnslitamyndir í Populus tremula

Ragnar-Ho%CC%81lm-web

DAGUR MEÐ DROTTNI – RAGNAR HÓLM

Laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00 opnar Ragnar Hólm sýningu á nýjum vatnslitamyndum í Populus tremula. Heiti sýningarinnar, Dagur með Drottni, vísar til himneskrar fegurðar ís­lenskrar náttúru. Þetta er sjötta einkasýning Ragnars.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 17. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Guðrún Þórisdóttir opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

pastedgraphic-2.jpg

img_3513.jpg

Laugardaginn 9. nóvember opnar listakonan Garún sýningu sína LYKKJUFÖLL OG SKUGGADANS í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri.
Á sýningunni eru verk unninn með blandaðri tækni þar sem vírinn fær hlutverk bleksins í skyssugerð. Hugmyndin var að hrávinna verkin en að leyfa skuggunum sem varpast frá verkinu að fullskapa myndina.
Eldri verk fá að fljóta með og eru þau einnig unnin með blandaðri tækni, sem og nokkrir “furðufuglar” búnir til úr rekaviði.
Um Garúnu:
Guðrún Þórisdóttir er fædd í Reykjavík árið 1971. Frumburður föður, örverpi móður eða með öðrum orðum frumvarp!
Guðrún stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri 1990-1994, útskrifaðist úr málunardeild. Hún hefur síðan þá starfað að myndlistinni, og verið með vinnustofu/ Gallerý í 8 ár í Ólafsfirði. Garún hlaut menningastyrk Sjává árið 2000 og var bæjarlistamaður fjallabyggðar árið 2012. Hún dvaldi í Gmund Austurríki árið 1996 sem gestalistamaður.
Guðrún hefur haldið 20 einkasýningar og tekið þátt í 10 samsýningum.

Sýningin stendur til 17. nóvember og eru allir velkomnir.
Opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17.
Guðrún Þórsdóttir s.848-4372
 
Mjólkurbúðin Listagili
https://www.facebook.com/groups/289504904444621/
Dagrún Matthíasdóttir s.8957173


Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson sýnir í Populus tremula

Ro%CC%88gnvaldur-Bragi-web

Laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00 opnar Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson myndlistar­sýn­ing­una Kassar, kúlur og kynjaverur í Populus tremula. Rögnvald gáfaða þekkja lands­menn sem tónlistarmann og uppistandara, svo fátt sé nefnt. Á undanförnum árum hefur hann snúið sér í auknum mæli að myndlist. Þetta er önnur einkasýning Rögnvaldar í Populus tremula.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 10. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband