Bloggfćrslur mánađarins, mars 2013

Freyja Reynisdóttir sýnir í gallerí Ískáp

freyja_1196164.jpg

Nánar á:

http://www.samlagid.portfoliobox.me/

Opnar laugardaginn 30. mars kl. 14:00 og stendur til 6. april.  Allir eru hjartanlega velkomnir.                         

-sýningastjórar (Freyja Reynisdóttir, Karólína Baldvinsdóttir og Gunnhildur Helgadóttir)

HVAR? Gallerí Ískápur / Gallery Fridge (Kaupvangsstrćti 12. Listasafnshúsiđ/gengiđ inn úr portinu fyrir ofan, baka til)


Gunnhildur Ţórđardóttir opnar sýningu í Flóru og gefur út ljóđabók

gunnhildur_1195308.jpg

Gunnhildur Ţórđardóttir
Minningar í kössum/Boxed Memories
30. mars - 4. maí 2013
Opnun laugardaginn 30. mars kl. 14
Flóra, Hafnarstrćti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Laugardaginn 30. mars kl. 14 opnar Gunnhildur Ţórđardóttir sýningu sem nefnist „Minningar í kössum/Boxed Memories” í Flóru í Hafnarstrćti 90 á Akureyri.

Á sýningunni eru ný verk, textaverk, innsetning og skúlptúrar sem fjalla um minningar en viđ geymum minningar oft í eins konar hólfum í heilanum sem viđ getum lokađ og opnađ. Minningar sem slíkar eru ekki endilega áreiđanlegar heimildir en ţćr hafa eitthvađ međ fortíđina ađ gera og mynda heild í huga manns. Minningar fólks eru eins konar vitneskja um liđna atburđi oft sveipađar fortíđarţrá. Á sýningunni verđur hćgt ađ létta af hjarta sínu eđa ađ taka ţátt í listaverkinu međ ţví ađ skrifa niđur nafnlausar minningar og setja í kassa. Listaverk Gunnhildar fjalla oft um heimspekileg fyrirbćri en í listaverkum sínum túlkar hún vangaveltur sínar um lífiđ og tilveruna. Í tilefni alţjóđlegs dags ljóđsins 21. mars sl. gefur Gunnhildur út ljóđabókina Blóđsteina/Bloodstones og verđur hún fáanleg í Flóru.

Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge áriđ 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla áriđ 2006. Hún hefur haldiđ nokkrar einkasýningar međal annars Fráhvörf í SÍM salnum og sýninguna Losun í sal Íslenskrar grafíkur á síđasta ári auk ţess ađ taka ţátt í samsýningum í 002 gallerí og í myndbandsgjörningi í Tate Britain einnig í fyrra. Ţetta er hennar tólfta einkasýning ţá hefur Gunnhildur tekiđ ţátt í fjölda samsýninga bćđi hér heima og erlendis.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til föstudaga kl. 11-13 og 16-18 og laugardaga kl. 13-16 og stendur til laugardagsins 4. maí 2013.

Sjá einnig: http://www.gunnhildurthordardottir.com, http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/722 og http://www.saatchi-gallery.co.uk


Flóra er verslun, vinnustofa og viđburđastađur Kristínar Ţóru Kjartansdóttur félagsfrćđings og garđyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrćnn ráđunautur stađarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmađur. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóđi Akureyrar.

portrait_1195309.jpg


Ţorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sig­­urđsson sýna í Populus tremula

KPS-og-Steini-pa%CC%81skar-2013

Laugardaginn 30. mars kl. tvö til fimm opna ţeir Ţorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sig­­urđsson sýninguna In mute / Í mjúti í Populus tremula.

Sýningin er hugleiđing ţeirra fél­aga um hinar ýmsu birtingarmyndir ţagnar.

Ţađ er sérstakt fagnađarefni ađ viđ opnun verđur Ţagnar-Freyja Kristjáns Péturs, sem stóđ svo keik um árabil fyrir utan glugga Populus tremula, af­hjúpuđ upprisin (ţetta er sá tími) í splunkunýrri blárri kápu.

Sýningin verđur einnig opin á páskadag og annan í páskum frá tvö til fimm. Ađeins ţessi eina helgi.


Aron Freyr Heimisson sýnir í gallerí Ískáp

aron.jpg

 

Sýningin KÖFF skođar ţá ćvagömlu list ađ spá í bolla. Kínverjar og ađrar ţjóđir austurlanda hafa lengi vel spáđ í tebolla og einnig eru heimildir fyrir ţví ađ Rómverjar og Grikkir hafi spáđ í dreggjar víns til forna. Taliđ er ađ hver bolli spái mánuđ fram í tímann og gerir listamađurinn međ ţessum hćtti tilraun til skrásetningar ćvisögu. Spáđu í bolla - spáđu í mig.

Listamađur: Aron Freyr Heimisson

Opnar laugardaginn 23. mars kl. 14:00 og stendur til 30. mars. Allir eru hjartanlega velkomnir.          

Sýningastjórar (Freyja Reynisdóttir, Karólína Baldvinsdóttir og Gunnhildur Helgadóttir)

Gallerí Ískápur / Gallery Fridge (Kaupvangsstrćti 12. Listasafnshúsiđ/gengiđ inn úr portinu fyrir ofan, baka til)

http://samlagid.portfoliobox.me


Ólafur Sveinsson opnar sýningu í Sal Myndlistarfélagsins

nikon_581.jpg

Ólafur Sveinsson opnar sýningu á blýantsteikningum og tréskúlptúrum, ásamt einni  mótorhjóla-innsetningu, laugardaginn 23. mars, kl. 14.00 í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri.
Teikningarnar  hafa sumar veriđ sýndar áđur,  bćđi hér og erlendis en tré skúlptúrarnir hafa eigi veriđ opinberađir fyrr en nú.
Innsetningin er túlkun á gömlu norđlensku slangri  „ Old Hondas never die they just go to Akureyris „
 
Verkin eru öll saga um tímann, manninn og ferđalag sem hófst fyrir löngu og stendur enn. Sjón er sögu ríkari og sagan rík af myndum.  Hér um ađ rćđa sýningu sem er allt í senn rokk og ról, blues og huglćgar túlkanir á fagurfrćđilegum stađreyndum, minningum sem viđ eigum öll og hughrifum ţeim sem verkin kunna ađ kveikja.  Eignastu augnablik í ţessari örsýningu međ ţví einu ađ mćta og sjá, upplifa og líka eđur ei!
Sýningin er ađeins opinn ţessa einu helgi, 23.-24. mars 2013 frá kl. 14.00- 17.00 báđa dagana.

dscn1022.jpg


Joris Rademaker sýnir í Kompunni, Alţýđuhúsinu á Siglufirđi

joris_1194929.jpg


Á laugardaginn kemur, 23. mars opnar Joris Rademaker sýninguna Hringrás í Kompunni, Alţýđuhúsinu á Siglufirđi.
Joris er Hollendingur sem hefur veriđ búsettur á Akureyri undanfarin 20 ár. Samhliđa listsköpun kennir hann viđ Brekkuskóla á Akureyri.
Joris er fjölhćfur listamađur međ nćmt auga fyrir efni og orku hlutanna. Á sýningunni í Kompunni teflir hann fram nýjum verkum unnum úr fundnum efnum og gúmmíi. Opnunin er kl. 14.00 - 17.00 og eru allir velkomnir.

Eyţing, Fjallabyggđ og Fiskbúđ Siglufjarđar styrkir sýninguna.

Allar nánari upplýsingar hjá Ađalheiđi í síma 865-5091


Innlönd í Bókasafni Háskólans á Akureyri

gawuxrc.png

Guđmundur Ármann sýnir ţrjár vatnslitamyndir og sex olíumálverk í Bókasafni Háskólans á Akureyri. Sýningin hefst fimmtudaginn 21. mars kl. 16 og lýkur 30. apríl 2013. Bókasafniđ er opiđ mánudaga, miđvikudaga og föstudaga frá kl. 8.00 – 16.00, ţriđjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00. Vatnslitamyndirnar eru rannsókn á línum, litum og formum sem birtast okkur í náttúrunni og eru ţćr kveikjan ađ sex olíumálverkum sem eru einskonar innra landslag. Allir eru velkomnir á opnunina fimmtudaginn 21. mars kl. 16-18.
Guđmundur Ármann útskrifađist úr Myndlista- og handíđaskóla Íslands 1966 og frá grafíkdeild Konsthögskolan Valand í Svíţjóđ 1972. Hann lauk meistaranámi í kennslufrćđum  viđ Háskólann á Akureyri og starfar sem kennari viđ listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri. Fyrsta einkasýning Guđmundar Ármanns var á Mokkakaffi í Reykjavík 1962 og sýndi hann ţar blek, kol- og pastelteikningar; nú fylla einkasýningarnar rúma tvo tugi. Hann hefur tekiđ ţátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis.  


Hlynur Hallsson sýnir í Populus tremula

hlynur_hallsson_9_3_2013.jpg

Hlynur Hallsson
Rennandi vatn og fleiri ný verk
09.03. - 10.03. 2013
Populus Tremula, Kaupvangsstrćti 12, 600 Akureyri

Hlynur Hallsson opnar sýninguna Rennandi vatn og fleiri ný verk í Populus tremula laugardaginn 9. mars kl. 14. Hann sýnir hér eins og nafniđ gefur til kynna nokkur ný verk sem ekki hafa veriđ sýnd áđur. Ţetta er myndband, ljósmynd og spreyjađir textar.

Hlynur Hallsson er fćddur á Akureyri 1968. Hann stundađi myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur veriđ nokkuđ iđinn viđ ađ setja upp sýningar og á síđasta ári tók hann ţátt í sýningunni Lókal - Glóbal í Listasafninu á Akureyri sem Hlynur Helgason stýrđi í tilefni af 150 ára afmćli Akureyrarbćjar og einnig sýningunni Sjálfstćtt fólk ásamt Jónu Hlíf Halldórsdóttur á Listahátíđ í Reykjavík í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur undir stjórn Jonatans Habib Engqvist. Hlynur gaf út bókina MYNDIR - BILDER - PICTURES áriđ 2011 međ 33 ljósmynda- textaverkum. Hann hefur einnig veriđ sýningarstjóri fjölda sýninga eins og TEXT sem sett var upp hjá Kuckei+Kuckei í Berlín haustiđ 2011. Hann var einnig međal stofnenda Verksmiđjunnar á Hjalteyri ţar sem settar hafa veriđ upp sýningar síđustu ár. Hlynur er listrćnn ráđgjafi hjá Flóru á Akureyri.
Hlynur hlaut verđlaun Kunstverein Hannover 1997, verđlaun ungra myndlistarmanna í Neđra-Saxlandi 2001 og verđlaun Sparda Bank áriđ 2006. Hann hefur nokkrum sinnum hlotiđ starfslaun myndlistarmanna og var bćjarlistarmađur Akureyrar áriđ 2005. Hlynur vinnur međ ađstćđur, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvađ eina, allt eftir ţví sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburđir eins og sundferđir, fjallganga eđa verslunarleiđangur geta veriđ efniviđur í verkum hans en einnig landmćri, samskipti fólks og viđhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er ađ finna á heimsíđunni hallsson.de og einnig á bloggsíđunni hlynur.is

Populus Tremula hefur veriđ starfrćkt í Listagilinu á Akureyri frá árinu 2004 og hefur stađiđ fyrir fjölmörgum menningarviđburđum svo sem sýningum, upplestrum og tónleikum í gegnum árin. Nánari upplýsingar um Populus tremula er ađ finna á poptrem.blogspot.com

Sýningin verđur einnig opin sunnudaginn 10. mars frá kl. 14.00-17.00. Ađeins ţessi eina helgi.
Menningarráđ Eyţings og Ásprent eru styrktarađilar Populus Temula.


Guđrún Einarsdóttir og Ragna Róbertsdóttir í Listasafninu á Akureyri

gudrunogragna_promo

Laugardaginn 9. mars kl. 15 verđur opnuđ í Listasafninu á Akureyri sýning á verkum ţeirra Guđrúnar Einarsdóttur og Rögnu Róbertsdóttur en ţessar listakonur eiga ţađ sameiginlegt ađ vinna međ efni sem tíminn hefur fengiđ ađ móta. Guđrún vinnur međ olíuliti og bindiefni sem hún blandar saman af ţekkingu málarans. Hún lćtur tímann vinna á litablöndum, sem skildar eru eftir á strigafleti mánuđum saman, eđa ţangađ til olíuliturinn hefur tekiđ á sig ákveđna mynd. Útkoman eru málverk sem byggja á hreinni efnafrćđi, međ sterka skírskotun til náttúrunnar og náttúrlegra ferla. Ragna Róbertsdóttir vinnur međ náttúrleg efni, eins og hraun, skeljar og sjávarsalt, sem orđiđ hafa til úti í náttúrunni. Ţessi náttúrlegu efni hafa gengist undir breytingar á löngum tíma, ţar sem ágangur veđurs og sjávar hefur brotiđ ţau niđur og ţau tekiđ á sig nýjar myndir viđ efnahvörf. Ragna grípur inn í ţetta náttúrlega ferli međ ţví ađ taka efnin og móta í listrćn form, sem eiga sér hverfulan líftíma í listinni.

Sýningin stendur til 21. apríl og er opiđ alla daga nema mánudaga og ţriđjudaga      kl. 13-17. Ađgangur er ókeypis.

Meginstyrktarađilar Sjónlistamiđstöđvarinnar eru Flugfélag Íslands og Flytjandi.


Jonna (Jónborg Sigurđardóttir) opnar sýningu í Mjólkurbúđinni

img_1230.jpg

Jonna (Jónborg Sigurđardóttir) opnar sýninguna Lollipop í Mjólkurbúđinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 9.mars kl.14.
 
Á sýningunni sýnir Jonna drauminn um Lollipop og örsögur Jonnu.
 
Jonna um sýninguna:
Einu sinni var stelpa međ klamydíu í hjartanu. Hún leitađ í óhefđbundnar lćkningar og gat skrifađ meiniđ út.
 
 
Jonna (Jónborg Sigurđardóttir) er fćdd 1966 og útskrifađist úr málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri voriđ 1995 og lćrđi fatahönnun í Mode og Disign skolen í kaupmannahöfn og útskrifađist ţađan um vetur 2011. Jonna hefur tekiđ ţátt í fjölda samsýninga og haldiđ nokkrar einkasýningar.
 
Sýningin Lollipop stendur til 17.mars og eru allir velkomnir.
Mjólkurbúđin er opin laugardaga og sunnudaga kl.14-18 á međan sýningin prýđir salinn.

Jónborg Sigurđardóttir jonborg@simnet.is s.8488490
Mjólkurbúđin dagrunmatt@hotmail.com s.8957173
Mjólkurbúđin Listagili er á facebook - Vertu vinur

 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband