Bloggfćrslur mánađarins, september 2009

Sýningu Guđbjargar Ringsted í Grafíksafni Íslands lýkur um helgina

bl-mamynd.jpg

Nú um helgina lýkur myndlistasýningu Guđbjargar Ringsted í Grafíksafni Íslands sem stađiđ hefur yfir síđan 19. sept. Ţar sýnir hún 12 akrýlmálverk  sem eru unnin á ţessu ári og ţví síđasta og vísar myndefniđ í munstur af íslenska kvenbúningnum. Ţannig verđa verkin óđur til ţeirra kvenna sem unnu og vinna viđ gamla, íslenska handverkiđ. Ţetta er 17. einkasýning Guđbjargar en hún er félagi í SÍM, Íslenskri grafík og Myndlistarfélaginu. Sýningin er opin frá kl. 14:00 til kl. 18:00 frá fimmtudeginum 1. okt. til sunnudagsins 4. okt. og verđur Guđbjörg yfir sýningunni alla helgina.

Allir hjartanlega velkomnir!
 
Grafíksafn Íslands
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík

Bryndís Kondrup opnar sýningu á Café Karólínu

bryndis.jpg

 

Bryndís Kondrup

Stađsetningar

03.10.09 - 06.11.09

 

Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755

 

Bryndís Kondrup opnar sýninguna “Stađsetningar” á Café Karólínu laugardaginn 3. október klukkan 15.

 

Sýningin Stađsetningar samanstendur af málverkum, landakortum og trjágreinum.

Ţetta eru hugleiđingar um stađi og stađsetningar, hvar erum viđ stödd í tíma og rúmi eđa hvar vildum viđ vera stödd?

 

Bryndís Kondrup er menntuđ viđ Myndlista- og handíđaskóla Íslands, Skolen for Brugskunst og myndlistadeild Dansk Lćrerhöjskole í Kaupmannahöfn, listfrćđi viđ Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Bryndís hefur haldiđ hátt á annan tug einkasýninga og tekiđ ţátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.

  

Međfylgjandi mynd er af einu verka Bryndísar.

 

Nánari upplýsingar veitir Bryndís í síma 866 7754 eđa tölvupósti: brykondrup@gmail.com

 

Nćstu sýningar á Café Karólínu:

07.11.09 - 04.12.09                   Bergţór Morthens                 

05.12.09 - 01.01.10                   Sveinbjörg Ásgeirsdóttir


Gestavinnustofur á Norđurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum


Dvalarsetrin á Norđurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum bjóđa vinnustofur fyrir listamenn.

Norrćn-Eystrasalts ferđa-og dvalarstyrkjaáćtlunin fyrir menningu hefur á ţremur árum styrkt 22 dvalarsetur fyrir listamenn. Stjórnendur dvalarsetra sem hafa fengiđ styrk hittast um ţessar mundir í Riga til ađ rćđa eigin reynslu og skiptast á skođunum.


"Dvalarsetrin eru mikilvćg auđlind fyrir listamannasamfélagiđ á okkar slóđum. Ţau gefa listamönnum fćri á ađ starfa međ listamönnum frá öđrum löndum og sćkja innblástur í verk sín af svćđinu. Viđ erum ánćgđ međ og stolt af ţví ađ geta styrkt dvalarsetur á svo stóru svćđi - frá Grćnlandi til Lettlands", segir Ragnheiđur Tryggvadóttir formađur sérfrćđingahópsins fyrir dvalarsetrin.


Norrćn-Eystrasalts ferđa-og dvalarstyrkjaáćtlunin fyrir menningu veitir dvalarsetrum á Norđurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum styrk sem stendur straum af kostnađi viđ dvöl listamanna og fagfólks á sviđi menningarmála. Dvalarsetrin velja sjálf gesti sína, eina skilyrđiđ er ađ ţeir séu međ fasta búsetu á Norđurlöndunum eđa í Eystrasaltslöndunum.

Dvalarsetur er hljóta styrk eru valin af fjögurra manna sérfrćđingahópi. Áriđ 2009 fengu dvalarsetrin samanlagt 320 222 evrur í styrk.

Nćst verđur hćgt ađ sćkja um dvalarsetursstyrk áriđ 2010. Ţá geta dvalarsetur stađsett á Norđulöndunum og í Eystrasaltslöndunum sótt um styrk til ţriggja ára. Norrćna menningargáttin sér um stjórnsýslu fyrir Norrćn-Eystrasalts ferđa-og dvalarstyrkjaáćtlunina fyrir menningu.Frekari upplýsingar:


Norrćna menningargáttin : Mira Banerjee, upplýsingafulltrúi, mb@kknord. org,
+358 (0)9 686 43 106
www.kulturkontaktnord.org

Upplýsingaskrifstofa Norrćnu ráđherranefndarinnar í Lettlandi
: Ginta Tropa, Culture Adviser, ginta@norden.lv, phone: +371 67820055, +371 26362558, www.norden.lv Kulturkontakt Nord
Sveaborg B 28
00190 Helsingfors
Finland

www.kulturkontaktnord.org

 


Samúel Jóhannsson opnar myndlistarsýningu í galleríBOXi

b.35x45cm.

Listamađurinn Samúel Jóhannsson opnar myndlistarsýningu sína í galleríBOXi - Sal Myndlistarfélagsins laugardaginn 26. september kl. 14.
Sýningin stendur til 18. október.
Allir velkomnir og léttar veitingar í bođi á opnun.


Save us! - Bjargiđ okkur! í DaLí Gallery

pressa.jpg

Save us! - Bjargiđ okkur!

Ef ofurhetjur vćru til í alvörunni vćri heimurinn kannski betri stađur.
Ofurhetjur svara ávallt kallinu og hlaupa til ţegar hćtta steđjar ađ. Ţćr
eru hugrakkar fram í fingurgóma og nýta krafta sína til góđs. En viđ höfum
engar ofurhetjur eins og í bíómyndunum. Viđ höfum bara venjulegt fólk og
ţađ verđur víst ađ duga. En mikiđ vćri núskemmtilegt ef…

Save us! - Bjargiđ okkur! - Friđlaugur Jónsson opnar sýningu í DaLí
Gallery laugardag 26. september kl. 14-17. Save us! - Bjargiđ okkur! er
fyrsta einkasýning Friđlaugs sem er grafískur hönnuđur. Verk Friđlaugs eru
prentuđ á segl og bylgjupappa og eru bćđi stafrćn málverk og leturverk.
Sýningin stendur til 11. október og allir velkomnir.

DaLí Gallery
Opiđ lau-sun kl.14-17
Brekkugata 9, Akureyri
Dagrún Matthíasdóttir og Sigurlín M. Grétarsdóttir
s.8957173 og 8697872
dagrunm@snerpa.is
daligallery.blogspot.com

Friđlaugur Jónsson s.8681343
frilli7@gmail.com
www.frilli7.com


Gestavinnustofa Birgis Andréssonar laus til umsóknar

Skaftfell_holl-499x706


Skaftfell – miđstöđ myndlistar á Austurlandi auglýsir eftir umsóknum um dvöl á Hóli – gestavinnustofu Birgis Andréssonar á árinu 2010.
Umsóknarfrestur rennur úr 1. október, póststimpill gildir.
Vinsamlegast fariđ á heimasíđu Skaftfells; http://skaftfell.is til ađ nálgast frekari upplýsingar um vinnustofuna og umsóknareiđublađ.


Samkeppnin međal myndlistarmanna um lýsingu í forsal Menningarhússins Hofs

menningarhus

Fasteignir Akureyrarbćjar efna til samkeppni um lýsingu í forsal Menningarhússins Hofs á Akureyri.

Verkiđ er ljós eđa ljósgjafar til uppsetningar í forsal hússins. Samkeppnin er haldin til ţess ađ lađa fram lausn á lýsingu sem sameinar í senn listrćna útfćrslu á rýminu og notagildi og áhersla er lögđ á ađ hugmyndir og keppnistillögur undirstriki arkitektúr hússins og ađra umhverfisţćtti.

Gera má ráđ fyrir fjölbreyttri notkun á Forsalnum en hann verđur m.a. nýttur til móttökuathafna og sýningarhalds. Verkefniđ getur hentađ vel til samvinnu milli myndlistarmanna og hönnuđa úr ólíkum greinum og eru vćntanlegir ţátttakendur hvattir til ţess ađ huga ađ möguleikum í ţá veru.

Samkeppnin er tvískipt:

A. Opin hugmyndasamkeppni

Ţeir myndlistarmenn sem taka ţátt í samkeppninni senda inn hugmynd ađ hönnun lýsingar í forsalnum. Myndrćn framsetning hugmyndar ţarf ađ rúmast á tveimur blöđum af stćrđinni A4, en einnig á ađ fylgja međ stutt greinargerđ á einu A4 blađi um hugmyndina ađ baki verkinu, efnisval og uppbyggingu. Engin frekari gögn eiga ađ fylgja tillögunni á ţessu stigi.

Hugmyndinni skal skila inn undir dulnefni, eins og nánar er lýst í skilmálum keppninnar. Hugmyndinni ţarf ađ skila til Fasteigna Akureyrar, Geislagötu 9, 600 Akureyri fyrir kl. 16:00 föstudaginn 16. október 2009.

B. Lokuđ samkeppni um hönnun og uppsetningu ljósa eđa ljósgjafa

Ţeir myndlistarmenn sem komast í ţennan síđari hluta samkeppninnar eru beđnir um ađ útfćra hugmynd sína og koma međ tillögu ađ verki. Ţeir ţurfa ađ skila tćknilegri lýsingu, gera nauđsynlega uppdrćtti og lagnateikningar ađ verkinu og greina frá stćrđ ţess og umfangi auk nákvćmrar stađsetningar á ljósum eđa ljósgjöfum. Sundurliđun á kostnađi vegna uppsetningar verksins skal fylgja tillögunni. Ţátttakendur í lokađa hluta samkeppninnar fá greiddar kr. 250.000.- hver, fyrir tillögugerđina. Ţessi hluti samkeppninnar tekur tvo mánuđi og er miđađ viđ ađ tillögu ađ verkunum verđi skilađ til Akureyrarstofu, Geislagötu 9, 600 Akureyri, ţann 8. janúar 2010.

Samiđ verđur viđ höfund eđa höfunda ţeirrar tillögu sem verđur hlutskörpust ađ mati dómnefndar um gerđ og uppsetningu verksins. Byggingarnefnd ákveđur ađ lokum hvort og ţá hvađa tillaga verđur keypt.

Samkeppnin fer fram samkvćmt samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM).

Nafnleyndar keppenda er gćtt viđ mat dómnefnda á innsendum hugmyndum og tillögum.

Nánari upplýsingar, samkeppnislýsing, myndir og teikningar eru ađ finna hér: http://www.menningarhus.is/samkeppni


Lista-og frćđimannsíbúđin á Húsabakka í Svarfađardal er laus

untitled4_218_114

Myndlistarmenn!!
Ţurfiđ ţiđ nćđi og innblástur fjarri heimsins glaumi?  Lista-og frćđimannsíbúđin á Húsabakka í Svarfađardal er laus. Á Náttúrusetrinu á Húsabakka er einnig kjörin ađstađa fyrir námskeiđ, ráđstefnur og vinnubúđir fyrir stćrri og smćrri hópa í ćpandi fegurđ íslenskrar náttúru.  

"... og fegurri dal getur naumast á ţessu landi. Ber ţađ einkum til ađ fjöllunum er ţar skipađ niđur af fágćtri list, eđa ţví líkt sem snillingar hafi veriđ ţar ađ verki, og á rennur eftir dalnum, sem fellur međ sama listrćnum hćtti inn í landslagiđ. En auk ţess er ţarna  ađ finna hina dásamlegustu liti, rauđa bláa og grćna, sem skipta landslaginu mjög skemmtilega á milli sín (…) Ţađ er eins og allt í ţessum einkennilega dal hafi veriđ sett á sviđ fyrir listmálara og var ég mjög heillađur af öllu sem fyrir öllu, sem fyrir augu bar.”
Ţannig fórust meistara Ásgrími Jónssyni orđ um Skíđadal í ćviminningum sínum.

Nánari upplýsingar á http://www.dalvik.is/natturusetrid
eđa í síma 8618884.
Hjörleifur Hjartarson


LISTA- OG FRĆĐIMANNSÍBÚĐ Í SAFNASAFNINU

big_eyja

 
Tekin hefur veriđ í notkun Lista- og frćđimannsíbúđ í risi Kaupfélags Svalbarđseyrar (1900) sem var flutt á lóđ Safnasafnsins áriđ 2006. Íbúđin er 76 m2, međ sérinngangi á 2. hćđ frá bílastćđi, útbúin eins og “byggđasafn međ andrúmslofti og rómantík liđinnar aldar” en ţó međ nútímalegu ívafi; í henni er forstofa, bađ, eldhús međ setkróki, samliggjandi borđ- og skrifstofa međ rúmi (196x86) og herbergi međ hjónasćng (200x150) og 3 rúmum (172x75/160x75/95x45)
Íbúđin er sjálfstćđ eining, án tengsla viđ ađra starfsemi safnsins, ţ.á.m. sýningarhald; hún verđur leigđ frá og međ 24. september, eina viku í senn, frá kl. 16.00 á fimmtudegi til kl. 12.00 nćsta fimmtudag. Skv. leigusamningi fćr leigutaki ađstöđu til ađ vinna í sal viđ pappírsmyndir og handrit en er óheimilt ađ smíđa, nota olíuliti og úđabrúsa eđa önnur rokgjörn, rykertandi, smitandi, astma- og ofnćmisvaldandi efni; hiđ sama gildir um íbúđina; gćludýr eru ekki leyfđ, reykingar ekki heldur. Í samningnum eru ákvćđi um öryggi, eldvarnir og flóttaleiđir, hljóđmengun, tryggingar, ábyrgđ á persónulegum eigum, umgengni og lágmarksţrif; ţá er leigutaka óheimilt ađ framleigja íbúđina eđa bjóđa til sín dvalargestum nema fyrir liggi samţykki gestgjafa
Vikuleiga íbúđar er 40.000 kr. međ rúmfatnađi, nettengingu, grunnvöru í kćli, ađgangi ađ ţvottavél, sal og bókastofu - og kvöldverđi međ gestgjöfum fyrsta daginn. Hćgt er ađ semja um ferđir ađ og frá flugvelli, en ađ öđru leyti sér leigutaki um sig sjálfur
Pantanir skulu stađfestar í tölvupósti og leigan millifćrđ ţá, eđa greidd strax viđ komu. Leigugjald verđur uppfćrt 1. janúar og bókađ til 15. apríl. Dregiđ verđur út nafn eins leigutaka og honum bođnar 2 fríar nćtur í röđ í íbúđinni áriđ 2010
Leigutakar sem vilja kanna listaverk safnsins og stunda rannsóknir sem gćtu varpađ nýju ljósi á hana, eđa sinna verkefnum sem tengjast menningu og sögu hérađsins, geta fengiđ niđurstöđur vinnu sinnar kynntar í máli og myndum í Svalbarđsstrandarstofu, á hćđinni fyrir neđan íbúđina, frá og međ vorinu 2012, einnig í sýningaskrá og á heimasíđu sama ár
Gestgjafar eru Níels Hafstein og Magnhildur Sigurđardóttir, ţau búa í Ţinghúsinu sem er tengt safnbyggingunum.


SAFNASAFNIĐ - ALŢÝĐULISTARSAFN ÍSLANDS
Ađsetur viđ hringveginn, 12 km frá miđbć Akureyrar
Myndir af íbúđinni: www.safnasafnid.is / Nánari upplýsingar: 4614066 / Pantanir: safngeymsla@simnet.is


GalleríBOX sem samanstendur af Sal Myndlistarfélagsins og BOXinu er laust til umsóknar fyrir áriđ 2010. Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.

GalleríBOX hefur veriđ í rekiđ frá árinu 2004 og um mitt áriđ 2008 tók Myndlistarfélagiđ viđ og stćkkađi GalleríBOX í tvö rými: Sal Myndlistarfélagsins og BOXiđ.

Salur Myndlistarfélagsins er u.ţ.b. 120 fermetrar, lofthćđ 2,25-2,45 m.

BOXiđ sem er hiđ upprunalega sýningarrými er lítiđ og óvenjulega skemmtilegt herbergi, u.ţ.b. 4 fermetrar, lofthćđ 2,45 m.

Sýningarnefnd Myndlistarfélagsins sér um ađ velja úr umsóknum ţá sem hún telur best til ţess fallna ađ sýna og leggur tillögurnar fyrir stjórn Myndlistarfélagsins. Hafa skal í huga fjölbreytni og framsćkna myndlist. Sýningar standa yfir í fjórar helgar og opnanir taka miđ af tímasteningum á opnunum í Listasafninu á Akureyri.

Ekki ţarf ađ greiđa leigu af sýningarrýminu en sýnendur leggja fram 10.000 kr. sem tryggingu fyrir sýningunni. Ţessi upphćđ er endurgreidd ađ sýningu lokinni en ef eitthvađ ţarf ađ laga eđa kostnađur hlýst af sýningunni verđur ţađ dregiđ frá endurgreiđslunni. Ef óskađ er eftir ţví ađ félagiđ sjái um ađ útvega yfirsetu ţarf ađ greiđa fyrir hana. Sama gildir um veitingar á opnun og ţrif.

Einn ađili úr sýningarnefnd sér um hverjar tvćr sýningar sem opna á sama tíma í Sal Myndlistarfélagsins og í BOXinu og er nokkurskonar sýningarstjóri.

Myndlistarfélagiđ hefur umsjón međ báđum sýningarrýmunum. Hćgt er ađ sćkja um annađ rýmiđ eđa bćđi.

Umsóknum skal skilađ á netfangiđ: syningarnefnd@gmail.com

Umsóknin á ađ innihalda stuttan texta um fyrirhugađa sýningu, feril listamanns eđa listamanna ef um samsýningu er ađ rćđa, myndir af verkum og ósk um sýningartímabil og hvort rýmiđ henti betur. Ţessu skal skilađ sem pdf skjali eđa ađskildu sem doc skjölum og jpg myndum.

Í undantekningartilfellum er tekiđ viđ umsóknum međ pósti.

Umsóknarfrestur rennur út 30. september 2009.

Myndlistarfélagiđ er ađildarfélag ađ SÍM Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

 

Stjórn Myndlistarfélagsins

galleribox_908220.jpg


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband