Brynhildur Kristinsdóttir sýnir í Hofi

brynh3161

„Blýnótt“ er yfirskrift sýningar Brynhildar Kristinsdóttur sem opnuð verður kl. 17 föstudaginn 5. október í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Sýningin fjallar um nánd og myrkur í ljósi, hvernig manneskjan ferðast frá ljósi í dimmu og aftur til baka.

Brynhildur Kristinsdóttir, fædd 1965, nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Brynhildur hefur starfað við eigin myndsköpun, kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband