AFTUR í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins

41171229_10155661432177231_1458274330524778496_n

Dagrún Matthíasdóttir opnar Myndlistasýninguna AFTUR í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 8.september kl. 15
Dagrún sýnir olíumálverk sem hún tengir við náttúrufegurðina, snjóinn og bráðnun hans með persónulegri nálgun. Olíumálverkin eru landslagsverk og litanotkun og pensilskrift lagskipt, flæðandi og tilviljanakennd í bland við nákvæmni í myndefninu sjálfu.

Dagrún Matthíasdóttir um sýninguna:
,,Ég velti mikið fyrir mér hvaða titill passar á sýninguna mína í Mjólkurbúðinni. Að hluta til er ég að kveðja þetta fallega rými sem ég hef starfað í en um leið og ég fagna því að Myndlistarfélagið taki við keflinu og fagna líka að öll starfssemin er komin á fullt aftur í húsi Listasafnsins á Akureyri eftir miklar framkvæmdir og endurbætur. Ég set upp málverk sem ég málaði á þessu ári sem ég hef sýnt á Ísafirði og í Danmörku og sýni þau hér aftur núna í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins. Endurtekning og flæði á sér stað í máluninni hjá mér og þó viðfangsefnið sé fremur kalt reyni ég að koma að hlýju í litavali og túlkun. Þegar ég mála landslagið leita ég aftur í fjöllin, fjöllótt landslag með snjó, ís sem bráðnar og um leið og ég hugsa um hvernig má sporna við hnattrænni hlýnun. Ég er ákaflega þakklát því að fá að sýna aftur í Mjólkurbúðinni.

Undanfarin sex ár hefur Dagrún stjórnað sýningarhaldi í Mjólkurbúðinni en nú í haust ákvað hún að flytja sig til og starfa með RÖSK Listhópi í nýrri vinnustofu sem kallast RÝMI. Þar verður listhópurinn með opna vinnustofu vikulega og einnig sýningar og viðburði á gildögum.

Myndlistasýning AFTUR í Mjólkurbúðinni - Sal Myndlistarfélagsins er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og stendur til 16. september og eru allir velkomnir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband