Bloggfćrslur mánađarins, október 2012

Stefán Boulter sýnir Teikningar í Populus Tremula

stefan-boulter-web.jpg

Viltu sýna í Deiglunni 2013?

img_4304.jpg

Sjónlistamiđstöđin á Akureyri hefur nú auglýst sýningarými í Deiglunni laust til umsókna fyrir sýningarhald 2013.
Áhugasamir skulu senda umsóknir fyrir 29. október n.k. til Sjónlistamiđstöđvarinnar, Kaupvangsstrćti 12-24, 600 Akureyri, merktar “Deiglan 2013” eđa á neftangiđ haraldur@sjonlist.is

 

Umsókninni skulu fylgja eftirfarandi gögn:

 
Persónulegar upplýsingar


Ferilskrá  (ath. ef feillinn er stuttur eđa um 1. sýningu ađ rćđa ţarf einungis ađ greina frá ţví)


Lýsing á fyrirhugađri sýningu


Verk eftir viđkomanda.  (myndir af 5-10 verkum)Ath. Sjónlistamiđstöđin áskilur sér rétt til ađ velja eđa hafna öllum umsóknum.


Síđustu forvöđ ađ sjá sýningu GÓMS í Sal Myndlistarfélagsins

523712_10151040506916394_1072184364_n

Seinasta helgi til ađ sjá sýningu GÓMS í sal myndlistarfélagsins er helgin 19.-21. október,
GÓMS er samstarf Georg Óskar & Margeir Dire Sigurđssonar, verđa ţeir félagar á stađnum,
laugardaginn og sunnudaginn milli 14-17, og geta svarađ spurningum ef ţćr eru einhverjar, sem
snúa ađ sýningunni og samtarfi ţeirra tveggja.

opnunartími er 14-17 föstudaginn- sunnudags. 19.-21. október.
og verđur opnađ laugadagshvöldiđ 20. okt. aftur kl 20-22:00.


salur myndlistarfélagsins, kaupvangstrćti 10, 600 Akureyri.


Opnar vinnustofur í Flóru á laugardag

flora-folk_r.jpg

Viđburđarstađnum, versluninni og vinnustofu Flóru hefur undanfarnar vikur veriđ komiđ fyrir í Gamla Kaupfélagshúsinu í Hafnarstrćti 90 á Akureyri, en í ţví húsi var verslunin Frúin í Hamborg starfrćkt síđustu ár. Í tilefni af ţessum umbreytingum opnar Flóra vinnustofur hússins laugardaginn 20. október kl. 15-17.
Gamla Kaupfélagshúsiđ á Akureyri hefur ţví enn á ný fengiđ nýtt hlutverk, en margvísleg starfsemi hefur veriđ í húsinu frá ţví ađ ţađ var reist af Pöntunarfélagi Eyfirđinga (síđar Kaupfélag Eyfirđinga) í upphaflegri mynd áriđ 1898, en ţar á međal er prentsmiđja, ljósmyndastofa, ferđaskrifstofa, rćđisskrifstofa, tannlćknastofa, verslanir, steinasafnarar og stjórnmálastarfsemi.
Og nú er Flóra starfrćkt á tveimur neđri hćđum hússins, en eins og kunnugt er ţá var Flóra áđur rekin í suđurhluta Listagilsins á Akureyri.
Međ flutningum var starfsemi Flóru einnig víkkuđ út ađ hluta. Jafnframt ţví ađ vera verslun sem leggur áherslu á endurunnar vörur, endurnýtingu og náttúruvörur, ásamt myndlist, tónlist og bókmenntum, hefur Flóra stađiđ fyrir ýmsum viđburđum svo sem myndlistasýningum, upplestrum, gjörningum og kvikmyndasýningum. Í gamla húsnćđinu í Listagili var einn ađili međ vinnustofu í Flóru en nú hefur ţeim fjölgađ í sex, fólk sem sinnir fjölbreytilegu skapandi starfi eins og ljósmyndun, saumum, skrifum, frćđistörfum, textílţrykki og myndlist og ţá er nú ekki allt upp taliđ. Áherslan í starfinu er enn sem fyrr á endurvinnslu og endurnýtingu.
Á opnum vinnustofum Flóru á laugardag býđst fólki ađ rölta um stađinn međ kökubita og kaffi, kynnast ţessu sögufrćga húsi betur og sjá ţađ sem veriđ er ađ vinna ađ. Allir velkomnir.

(Á međfylgjandi mynd má sjá ţau sem eru međ vinnustofur í Flóru en ţađ eru: Hlynur Hallsson, Sigurjón Már Svanbergsson, Kristín Ţóra Kjartansdóttir, Elín Hulda Einarsdóttir, Marta Kusinska og María Franksdóttir Ellmer.)

flóra - hafnarstrćti 90 - 600 akureyri - s.6810168 - http://floraflora.is 


Síđustu forvöđ ađ sjá sýningu Unnars Arnar í Flóru

unnar_sm_brotabrot.jpg

Unnar Örn
Brotabrot úr afrekssögu óeirđar á Íslandi: Fyrsti hluti
Fragments From the Deeds of Unrest in Iceland: Part One
15. september - 20. október 2012
Sýningarlok laugardaginn 20. október
Flóra, Hafnarstrćti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Nú eru síđustu forvöđ ađ sjá sýningu Unnars Arnar J. Auđarsonar sem nefnist „Brotabrot úr afrekssögu óeirđar á Íslandi: Fyrsti hluti” í Flóru í Hafnarstrćti 90 á Akureyri. Sýning er opin alla virka daga kl. 12-18 og lýkur laugardaginn 20. október og ţá er opiđ kl. 12-16.

Á sýningunni í Flóru beinir Unnar Örn sjónum sínum ađ geymd upplýsinga tengdum viđspyrnu almennings og hvernig átök í sögu ţjóđar er eytt úr sameiginlegu minni af ríkjandi valdhöfum.

Unnar Örn J. Auđarson stundađi nám viđ Myndlista- og handíđaskóla Íslands og framhaldsnám viđ Listaakademíuna í Malmö. Unnar Örn vinnur í ólíka miđla en verk hans eru yfirleitt hlutar úr stćrri innsetningum ţar sem hann vinnur á gagnrýninn hátt međ umhverfi sitt, samfélagiđ og hlutverk listamannsins innan ţess. Unnar hélt sýna fyrstu einkasýningu í verslunarmiđstöđinni Kringlunni sem hluti af Gallerí Gúlp áriđ 1996 og síđan ţá hefur hann tekiđ ţátt í yfir 50 einka- og samsýningum hérlendis og erlendis.

Heimasíđa Unnars Arnar: http://unnarorn.net


Flóra er verslun, vinnustofa og viđburđastađur Kristínar Ţóru Kjartansdóttur félagsfrćđings og garđyrkjukonu. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrćnn ráđunautur stađarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmađur.


WATER/VATN dagskrá í Myndlistaskólanum á Akureyri međ ţátttöku fimm erlendra myndlistarskóla

n4_vatn.jpg

Í liđinni viku komu 10 kennarar og nemendur frá fimm erlendum myndlistarskólum og tóku ţátt í sjö daga námskeiđi ásamt nemendum og kennurum í Myndlistaskólanum á Akureyri ţar sem umfjöllunarefniđ var VATN. Skólarnir sem tóku ţátt í ţessu verkefni eru Aarhus Art Academy, Turku University of Applied Sciences/Arts Academy, Novia University of Applied Sciences, Fine Arts department, Tartu Art College, Estonia og Myndlistaskólinn á Akureyri.

Hilda Jana hjá N4 kom og tók viđtöl og myndir sem sjá má hér: http://www.n4.is/tube/file/view/2871


Matthildur Ásta sýnir í Populus tremula

Matthildur-Asta-web

SPEGILL, SPEGILL, HERM ŢÚ MÉR ...

Laugardaginn 13. október kl. 14.00 mun Matthildur Ásta opna sýninguna Spegill, spegill, herm ţú mér ... í Populus tremula. Ţar sýnir hún dömulega mósaíkspegla.

Matthildur Ásta lauk námi frá Myndlistaskólanum á Akureyri síđastliđiđ vor og er ţetta hennar fyrsta einkasýning. Verkin, sem eru unnin úr speglum og lituđu gleri, eru af ýmsum stćrđum og gerđum.

Einnig opiđ sunnudaginn 14. október kl. 14.00-17.00 – Ađeins flessi eina helgi.


Einar Helgason 80 ára međ sýningu í Festarkletti

einar.jpg

Heimildarmyndin STEYPA sýnd í Flóru

fb_steypa.jpg unnar_steypa.png


Heimildarmyndin STEYPA eftir ţau Markús Andrésson og Ragnheiđi Gestsdóttur verđur sýnd í Flóru fimmtudagskvöldiđ 11. október 2012 kl. 20
Heimildamyndin STEYPA er mynd um íslenska samtímamyndlist. Í myndinni er fylgst međ sjö listamönnum um tveggja ára skeiđ. Ţeir eru ađ koma undir sig fótunum heima og erlendis og tengjast hvor öđrum á ýmsan hátt. Steypa gefur innsýn í vinnuferli og viđhorf ţessarar kynslóđar, sýnir hvernig hugmyndir fćđast og eru útfćrđar í listaverk.

Myndin er sýnd í tilefni sýningar Unnars Arnar Auđarsonar í Flóru sem nefnist "Brotabrot úr afrekssögu óeirđar á Íslandi: Fyrsti hluti / Fragments From the Deeds of Unrest in Iceland: Part One". Ásamt Unnari fjallar STEYPA um Ásmund Ásmundsson og Katrínu Sigurđardóttur en ţau sýna einmitt um ţessar mundir í Listasafninu á Akureyri enda tilnefnd til Sjónlistaverđlaunanna 2012. Auk ţeirra ţriggja er fjallađ um Gjörningaklúbbinn, Margréti H. Blöndal, Huginn Ţór Arason og Gabríelu Friđriskdóttur í STEYPU.

Ásmundur hellir Pepsí í Fanta-flöskur og spyr sig „Hvađ er list?“ Hann stingur upp á ađ ţađ sé ţađ sem listamađur geri. Međ ţađ til hliđsjónar er áhersla heimildamyndarinnar á ţađ ferli sem listamennirnir ganga í gegnum áđur en verk ţeirra verđa ađ veruleika. Gabríela hendir í deig og smellir á andlitiđ á sér, Margrét heillast af hulsum og pakkningum í Mosfellsbć, Huginn klippir af sér háriđ og lćtur búa til hárkollu, Unnar stelur afleggjurum á elliheimili, Gjörningaklúbburinn endurskapar stjörnuhiminn Van Goghs úr lakkrísafgöngum, Katrín smíđar lítiđ hús til ţess eins ađ henda ţví fram af stćrra húsi. Hvađ liggur ađ baki? Á ţetta erindi viđ okkur hin?

STEYPA kom upphaflega út áriđ 2007 ţegar hún ferđađist á milli kvikmyndahátíđa víđa um heim, en hún var tekin á árunum 2003-06.

Myndin er međ íslensku tali og enskum texta og tekur um klukkutíma í sýningu en á eftir verđa umrćđur um myndina og um íslenska samtímalist.

STEYPA  er sýnd í Flóru í samvinnu viđ Kvikmyndaklúbbinn KvikYndi og Lofi Productions sem framleiđir myndina. Ţađ er ókeypis ađgangur.

http://vimeo.com/33758581


Flóra, Hafnarstrćti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri


Umsókn um sýningarrými í Deiglunni og samkeppni um forsíđumynd

deiglan

 

Viltu sýna í Deiglunni 2013?

Sjónlistamiđstöđin á Akureyri hefur nú auglýst sýningarými í Deiglunni laust til umsókna fyrir sýningarhald 2013. Áhugasamir skulu senda umsóknir fyrir 29. október n.k. til Sjónlistamiđstöđvarinnar, Kaupvangsstrćti 12-24, 600 Akureyri, merktar “Deiglan 2013” eđa á neftangiđ haraldur@sjonlist.is

 Umsókninni skulu fylgja eftirfarandi gögn:

 Persónulegar upplýsingar

Ferilskrá  ( ath. ef feillinn er stuttur eđa um 1. sýningu ađ rćđa ţarf einungis ađ greina frá ţví)

Lýsing á fyrirhugađri sýningu

Verk eftir viđkomanda.  ( myndir af 5-10 verkum)

Ath. Sjónlistamiđstöđin áskilur sér rétt til ađ velja eđa hafna öllum umsóknum.


Einnig hefur Sjónlistamiđstöđin auglýst samkeppni um forsíđumynd á sumarbćkling sinn fyrir 2013.  Í verđlaun eru kr. 100.000 og verđa bestu myndirnar sýndar opinberlega. Frestur til ađ senda inn myndir er til 15. desember n.k.


Forsíđumynd:

Brot bćklings. 14,5 x 24.  Hćgt er ađ nálgast bćkling ársins í ár í Ketilhúsi

Engin takmörkun er á efni, ađferđ, viđfangsefni myndar nema ađ hún verđur ađ vera prenttćk.


Nánari upplýsingar á sjonlist.is og hjá Haraldi í síma 461-2609.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband