Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir opna sýningu í Flóru

15156785_1337638999600525_233002762591918377_o

Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir
Misminni
1. desember 2016 - 7. janúar 2017
Opnun fimmtudaginn 1. desember kl. 17-19
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 661 0168
http://floraflora.is/

https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/1820393844881951


Fimmtudaginn 1. desember kl. 17-19 opna Heiðdís Hólm og Jónína Björg Helgadóttir sýninguna Misminni í Flóru á Akureyri.

Heiðdís og Jónína sýna hér ný verk, unnin á pappír með blandaðri aðferð. Líklega hefur það síast inn í úrvinnslu verkanna að sýningin varð til á sundfundi. Þeir eru einstaklega árangursríkir. Og hressandi. Verkin eru unnin uppúr samtölum við hvali. Í draumum. Og á Skype. Svo fóru listamennirnir á happy hour og hugleiddu hvort og þá hvernig þær væru misheppnaðar. Sem listamenn. Og lífverur. 

Jónína Björg Helgadóttir er fædd 1989 og alin upp á Akureyri. Hún útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2015. Hún er ein af skipuleggjendum listaverkefnisins Rótar, sem hefur farið fram síðustu þrjú sumur í Listagilinu. Hún er einnig ein af umsjónarmönnum listarýmisins Kaktus og hefur verið þar með sína vinnustofu. 

Valdar sýningar: 
07.05.2016 Stingur í augun - Kaktus á Hjalteyri. Verksmiðjan á Hjalteyri. Sýningaröð þar sem Kaktus tók yfir Verksmiðjuna með vinnustofum sínum og sýningarhaldi. 
30.04.2016 Krossnálar. Kaktus, Akureyri. Samsýning.
08.04.2016 Look at all the food! Palais de Tokyo, París. Gjörningur á gjörningahátíðinni Do Disturb.
19.03.2016 Hoppa. Núna! Mjólkurbúðin, Akureyri. Einkasýning.
31.10.2015 Eden/Vín. Ekkisens, Reykjavík. Samsýning með Kaktus meðlimum. 
17.10.2015 Týnd. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.
16.05.2015 Sjónmennt 2015. Listasafnið á Akureyri. Sýning útskriftarnema við Myndlistaskólann á Akureyri. 

Heiðdís Hólm er fædd 1991 og lauk námi úr Myndlistarskólanum á Akureyri núna í vor 2016. Hún býr og starfar á Akureyri. Heiðdís 
vinnur verk í blandaða miðla með áherslu á breytileika málverksins. Verkin vilja oft vera sjálfsævisöguleg, femínísk, um lífið, listina og letina.

Valdar sýningar:
2016 Það kom ekkert. Kaktus, Akureyri. Einkasýning.
2016 Meðvirkni. Harbinger, Reykjavík. Samsýning.
2016 Do Disturb. Með Delta Total. Palais de Tokyo, Paris, France. Gjörningahátíð.
2016 Stingur í augu. Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Samsýning.
2016 Guð minn góður! Mjólkurbúðin, Akureyri. Samsýning
2015 Haust. Listasafnið á Akureyri. Akureyri. Samsýning 

Nánari upplýsingar um Jónínu og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: http://www.joninabjorg.com/

Nánari upplýsingar um Heiðdísi og verk hennar má nálgast á heimasíðunni: http://www.heiddisholm.com/

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: miðvikudaga kl. 14-18, fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-14 og laugardaga kl. 10-14.

Sýningin stendur til laugardagsins 7. janúar 2017.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.


Guðmundur Ármann og Ragnar Hólm sýna í Deiglunni

15259731_1769297683335207_7705289892960797597_o

Verið velkomin á opnun myndlistarsýningar Guðmundar Ármann og Ragnars Hólm í Deiglunni á Akureyri, laugardaginn 3. desember kl. 14-18. Einnig opið sunnudaginn 4. desember. Félagarnir sýna nýjar vatnslitamyndir og einnig fáein olíumálverk.

https://www.facebook.com/events/1805768199666746


Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna "Á ferð og flugi" í Sal Myndlistarfélagsins

10314604_10206921735868445_912977267840411574_n

Laugardaginn 3. desember kl. 14-17 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir sýninguna "Á ferð og flugi" í Sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Sýnd verða myndverk sem hún hefur unnið í haust í Berlín, en hún hefur dvalið í SÍM-vinnustofu þar og fékk Mugg- styrk vegna dvalarinnar. Sýningin er opin frá kl. 14-17 um helgar en á virkum dögum er lokað, þó er hægt að koma á öðrum tímum eftir samkomulagi við sýnandann ( í síma 894 5818). Sýningunni lýkur 11. des.

Efniviður sýningarinnar er fólk á förnum vegi í Berlín, og upplifun af heimsókn í flóttamannabúðir sem hafði djúpstæð áhrif.

Guðrún Pálína nam myndlist í Hollandi 1982-89 í AKI í Enschede og Jan van Eyck Akademie í Maastricht. Hún hefur verið starfandi myndlistarmaður síðan og haldið fjölda sýninga og skipulagt marga listviðburði og samsýningar, síðast kvennasýninguna Rífa kjaft í Verksmiðjunni á Hjalteyri þetta ár.

Einnig hefur hún ásamt eiginmanninum Joris Rademaker rekið listagalleríið Gallerí +, á Akureyri í mörg ár.

Guðrún Pálína dvaldi í Berlín veturinn 2013-14 og eru verkin á sýningunni beint framhald af vinnu hennar þá, og eftir sýninguna heldur hún aftur þangað og verður til vors. Guðrún Pálína hefur í bæði skiptin m.a. dvalið í SÍM-vinnustofu og hlotið styrk frá Muggi. 


Lárus H. List með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu "Myndlist á Akureyri: Horft um öxl og fram á veginn"

15219556_1290914017597104_1845209209013068458_n

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 17-17.40 heldur Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Myndlist á Akureyri: Horft um öxl og fram á veginn. Í fyrirlestrinum fjallar hann um Myndlistarfélagið, fortíð þess og framtíð, hvað hefur áunnist síðan félagið var stofnað og verkefnin sem framundan eru. Einnig mun hann tala um Listagilið í sögulegu samhengi og mikilvægi þess fyrir listalíf Akureyrar. Aðgangur er ókeypis.

Þetta er síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins en þeir hefjast aftur í lok janúar 2017. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin.

listak.is


Opið myndasögubókasafn í Kaktus

15168833_1001598333296423_7566505382964563403_o

Í tilefni þess að Kaktus bætir í safnið yfir 40 nýjum titlum teiknimyndasagna er opið myndasögubókasafn frá kl. 14-18 Laugardaginn 26. Nóvember. Komið, lesið og njótið!

Kaktus is adding over 40 new books to it's comicbook-library. On saturday the 26. of november the library will be open between 14 and 18. Feel free to come and read!

https://www.facebook.com/events/1787795344807928


Pamela Swainson sýnir í Deiglunni

15110862_434369986686755_4779831762526939531_o

Verið velkomin á opið hús undir yfirskriftinni " Familiar Strangers" í Deiglunni laugardaginn 26. nóvember kl. 14 - 17. Um er að ræða afrakstur vinnustofudvalar gestalistamanns Gilfélagsins, Pamela Swainson.
Swainson fæddist í Manitoba í Kanada og er afkomandi fólks sem yfirgaf Ísland í kringum aldamótin 1900. Hún á stóran frændgarð bæði á Íslandi og vestanhafs og í verkum sínum veltir hún fyrir sér spurningum um þjóðflutninga: Hver eru áhrifin á tengingu við stað, land, menningu og fjölskyldu? Hvað geymist í sálinni og flyst á milli kynslóða? Sjónrænn könnunarleiðangur Swainson um tilfinningar, áföll og uppgötvanir og tengsl við fornar lendur, hefur staðið yfir síðan hún heimsótti Ísland fyrst árið 2006.
Í Deiglunni sýnir hún einnig nokkur málverk þar sem hún er að fást við birtuna og landslag við Akureyri.

https://www.facebook.com/events/1616867678609798

///

Pamela Swainson from Tatamagouche, Nova Scotia, Canada

Familiar Strangers

Human migrations—what is the impact on our attachment to place, land, culture or family? What does our psyche hold through generations? I have spent the month of November gathering experiences and stories, past and present. I have begun my visual narrative of emotions, losses and discoveries of connection.

Some of the work will be on display for the Open Studio November 26 & 27.

As a descendant of peoples who left Iceland around the turn of the last century, this project found me when I made my first trip here in 2006.

I will also have a few paintings I have done exploring the light and scenery of Akureyri.


Inside Out ljósmyndasýning Steinunnar Matthíasdóttur opnar í Mjólkurbúðinni

15129602_1244496205621272_5338249576954798079_o

Inside Out ljósmyndasýning Steinunnar Matthíasdóttur opnar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 26.nóvember kl. 14.

Steinunn Matthíasdóttir opnar ljósmyndasýningu sína Respect elderly sem er liður í Inside Out Project sem gert er út frá New York af franska listamanninum JR í samvinnu við Ted Prize verðlaunin. Inside Out gjörningur Steinunnar var framkvæmdur í Búðardal í sumar þar sem risamyndir af 64 eldri borgurum voru límdar á húsveggi við þjóðveginn og standa enn. Einnig var 14 mynda úrtak sett upp hjá krikjutröppum Akureyrarkirkju sem hluti af listasumri en í annarri útfærslu en tíðkast hjá Inside Out Project. 

Nú eru allar myndirnar mættar í Mjólkurbúðina og sýningin fullkláruð á Akureyri. Steinunn valdi að vinna með eldri borgara og draga athygli að málefnum þeirra, með virðinguna að leiðarljósi. Unnið er með gleðina í verkunum og skilaboð send til vegfarenda þar sem þeir eru hvattir til að finna gleðina, taka sjálfsmyndir með myndunum og deila með heiminum í gegnum samfélagsmiðla. Hvers vegna? Jú, galdurinn felst í því að draga enn frekari athygli að eldri borgurum með hjálp samfélagsmiðla, alveg óháð stað og stund. Þannig hafa skilaboðin verið send út með hjálp þeirra fjölmörgu sem hafa tekið þátt í gjörningnum - og um helgina verða gestir Mjólkurbúðarinnar hvattir til að halda því áfram.

Sýningin er opin:

26. nóvember kl. 14:00-18:00 

27. nóvmeber kl. 13:00-16:00

Allir velkomnir

https://www.facebook.com/steinamattphotography/?fref=ts

Steinunn s.8659959

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


Myndlist í brjáluðu húsi: Gústav Geir Bollason með Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu

large_gustav-geir-bollason

Þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17-17.40 heldur Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Myndlist í brjáluðu húsi. Í fyrirlestrinum fjallar hann um sögu, tilgang, áfanga og markmið Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Hann segir m.a. frá ólíkum verkefnum og hugmyndinni að baki þeim. Aðgangur er ókeypis.

Gústav Geir Bollason útskrifaðist frá MHÍ 1989, var gestanemi við Magyar KépzÅ‘művészeti Egyetem í Búdapest veturinn 1989-90 og útskrifaðist með Diplôme National Supérieur d'Expression Plastique frá École Nationale Supérieure d'Arts de Paris Cergy 1995. Hann starfar við myndlist (teikningar, kvikmyndir og rýmisverk),verkefna- og sýningarstjórnun og kennslu auk þess að hafa umsjón með Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Þetta er næst síðasti Þriðjudagsfyrirlestur ársins en þann síðasta heldur Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins, þriðjudaginn 29. nóvember. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin.

listak.is


Jonna - Jónborg Sigurðardóttir opnar sýninguna TÍÐARHVÖRF í Mjólkurbúðinni

15109446_10153962646347231_2630377395690622893_n

Jonna - Jónborg Sigurðardóttir býður á myndlistasýninguna TÍÐARHVÖRF í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri laugardag og sunnudag 19. - 20. nóvember kl. 14-17

Verkin á sýningunni eru unnin úr OB töppum og akrýlmálningu. Um síðustu aldamót hóf Jonna að nota OB tappa í myndsköpun. Eftir nokkurra ára hlé ákvað hún að taka þennan listmiðil upp aftur og úr varð sýningin Tíðarhvörf og hefur Jonna einfaldlega þetta að segja um sýninguna: ,, Hormónarnir taka völdin, bless blóð, halló þroski og gleði"!

Jonna útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995 og sem fatahönnuður frá Københavns Mode- og Designskole 2011. Myndlist hennar spannar vítt svið, allt frá málverki til innsetninga. Hún hefur verið mjög virk í listalífinu á Akureyri síðustu árin; haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og staðið fyrir uppákomum. Jonna gefur ekkert eftir í ár og nú er farandssýning hennar Völundarhús plastsins á ferð, í Árbæjarsafninu í Reykjavík. Jonna hefur túrað með Völundarhús plastsins á ferð til Hríseyjar, á Skagaströnd og á Bakkafjörð en sýningin hófst í upphafi árs í Listasafninu á Akureyri. Nýlega færði listakonan Jonna Akureyrarkirkju listaverk unnin með OB töppum og akrýlmálningu að gjöf en það er portrait mynd af Akureyrarkirkju.

Tíðarhvörf eru aðeins þessa einu helgi í Mjólkurbúðinni og eru allir velkomnir.

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


Lista- og handverksmessa Gilfélagsins í Deiglunni

15056505_570263953156997_2759332546868642243_n

Lista- og handverksmessa Gilfélagsins verður haldin í Deiglunni laugardaginn 19. nóvember kl. 13 - 18. Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk, tónlist og ljóð. Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.

Þátttakendur eru:
Hrönn Einarsdóttir
Jónborg Sigurðardóttir
Þórhildur Örvars
Lára og Hjalti
Þorgerður Jónsdóttir
Jökull Guðmundsson
Rósa Júl og Kalli
Kristjana Agnars
Jóna Bergdal

Nánari upplýsingar veita Ingibjörg Stefánsdóttir s. 895 3345 og Ívar Freyr s. 868 9218.

https://www.facebook.com/events/1152765731437408


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband