Bók og málþing: Örn Ingi, lífið er LEIKfimi í Listasafninu

50249891_1484763998323812_3121357749972107264_o.jpg?_nc_cat=105&_nc_ht=scontent.frkv3-1

Sýningin Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi hefur verið skipulagður gjörningur síðastliðna þrjá mánuði um það hvernig bók verður til um listamanninn. Nú hefur dagurinn runnið upp!

Fræðistarfið sem hófst 3. nóvember á því að taka myndverkin upp úr kössum, skrásetja þau og efnistök, hlusta á frásagnir samferðamanna, skoða og setja í samhengi, ljósmynda og endurskoða, hefur nú myndað nýja sprota. Einn þeirra er bókin Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fim. Í dag verður hún kynnt og býður hún gestum að líta til sín á sýningartjaldið, óþreyjufull að komast á blað – á blað sögunnar.

Þeir sem taka þátt í málþinginu um „listamanninn og samfélagið“ eru:
Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri
Jón Proppé, listfræðingur
Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður
Marta Nordal leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
Rúrí myndlistarmaður
Halldóra Arnardóttir listfræðingur og sýningarstjóri

Aðgangur er ókeypis og málþingið öllum opið.

Gestum og öðrum áhugasömum er boðið að skrá sig á tabula gratulatoria og panta bókverkið sem kemur út á vordögum.

https://www.facebook.com/events/230695141194064


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband