Lífið er LEIK-fimi, dagskrá í Listasafninu um jólin

48921787_1462596047207274_9135131998182965248_o.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent.frkv3-1

„Myndlist sem mál“

Föstudaginn 28. desember kl. 15 fjallar Halldór Sánchez fjallar um hugtakið „Myndlist sem mál“ sem var viðfangsefni M.ed. verkefnisins hans 2017. Sem hluti af verkefninu tók hann viðtal við afa sinn, Örn Inga, til þess að fá innsýn í aðferðirnar sem hann notaði í tengslum við listavikurnar sem hann skipulagði um land allt og tók þátt í og líka til að hlusta á hann skýra út hvaða merkingu hann lagði í hugtakið „sköpun“.

Halldór stundar núna meistaranám í hönnun við háskólann í Luzern í Sviss. Hann lauk kennaranámi við Háskóla Íslands 2017 og kenndi síðan myndmennt í eitt ár við Hagaskóla. Halldór leggur áherslu á samþættingu myndlistar, kennslu og hönnunar í grunnskólum sem aðferð við að fá frekari skilning á mismunandi hugtökum innan stærðfræðinnar, náttúrufræði og tungumála svo nokkuð sé nefnt.

Myndlistarsmiðja í heilan dag

Laugardaginn 29. desember kl. 13-17 bjóða myndlistarkennarinn Halldór Sánchez og grunnskólakennarinn Jenny Pfeiffer grunnskólakennari ungmennum á öllum aldri að koma á Lífið er LEIK-fimi og taka þátt í smiðju og dvelja eins lengi og þau vilja.

Smiðjan leggur út frá „frelsi“ sem var mikilvægt hugtak fyrir Örn Inga og við það eru þátttakendur hvattir til að spreyta sig á ólíkum aðferðum og tækni. Hvað gerist þegar þegar maður leyfir hlutum og efnum að njóta sín og koma sér að óvart?

Halldór og Jenny búa núna í Sviss við nám og störf en Halldór fékk kennsluréttindi frá Háskóla Íslands 2017 þar sem hann lagði áherslu á samþættingu námsgreina í gegnum myndlist. Jenny lauk meistarnámi við Háskóla Íslands í alþjóðlegum fræðum menntunnar.

Leikhús Arnar Inga 

Laugardaginn 29. desember kl. 15 mæta þær Dagný Linda Kristjánsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir til leiks. Þær eru fulltrúar leikhúss Arnar Inga, æskunnar (barna og unglinga). Þær settu upp í ólíkum umhverfum – á leiksviði og í kvikmyndum – og báðar fóru þær í utanlandsferðir með leikhópum sínum – Tyrklands (Norðurljósin) og Færeyja (Gildran). Ævintýri á hverju strái!

listak.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband