Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Make Sure You Freeze Grandma í Útibúinu

11011074_623604964440616_5717827375443536649_n

<<English below>>

Miðvikudaginn 17. júní kl. 14:00 opnar sýningin ‘Make Sure You Freeze Grandma’ í Útibúinu. Útibúið verður staðsett í Listagilinu, leitið og þér munuð finna!

‘Make Sure You Freeze Grandma’ er samvinnuverk þriggja listamanna frá þrem löndum sem minnast Holts, byggðasafns.

Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó í Holti, Hrísey með móður sinni og frænda og átti húsið allt þar til hún lést 20. júlí 1998. Hún var virk í samfélagi Hríseyjar og vinamörg en átti hvorki maka né börn svo hún arfleiddi Hríseyjarhrepp af húsinu þegar hún lést, sem stendur nú eins og gluggi að fortíðinni. Holt er nú byggðasafn og opið heimamönnum og gestum. Heimilið hefur staðið ósnert þar sem allir innviðir eru rétt eins og þegar hún lést fyrir 17 árum.

‘Make Sure You Freeze Grandma’ álítur áhorfandann og alla gesti Holts sem afkomendur Öldu. Einstakir hlutar sýningarinnar eru unnir út frá upplifun hvers listamanns í Holti. Sýningin inniheldur verk eftir kanadískan, pólskan og breskan listamann, alþjóðleg “barnabörn” Öldu. Listamennirnir eru Anna Columbine, Magda Buczek og Talia Shaaked og koma úr ólíkum áttum en dvöldu saman í gestavinnustofu Gamla Skóla í Hrísey síðastliðin maímánuð.

Talia Shaaked dróst að því sem var undir óreglunni sem var í fjölda muna í húsinu og endurgerði veggfóðrið í eldhúsinu á Holti. Veggfóðrið bæði umkringir, lokar af og myndar rými inni í sýningunni. Það vinnur sem bakgrunnur í tímahylki Öldu.
Hljóðverk Magda Buczek er gömul, pólsk vögguvísa þýdd á íslensku á einn óvægnasta hátt sem hægt er að gera við ljóð og tungumál: Google Translate. Sagan í sjálfu sér er grimm og grá, saga um konung, riddara og prinsessu sem elskuðu hvort annað en voru étin lifandi af hundi, ketti og mús. Sagan er afskræmd á tvo vegu, með vélrænni þýðingu og lesin af listamanninum sjálfum sem hefur ekki vald á tungumálinu. Útkoman verður eins og misheyrðar stunur, bæn eða galdur.
Anna Columbine er ákveðin í að horfa á rými með nýju sjónarhorni, hvort sem það er raunverulegt, ímyndað eða andlegt rými, dróst Anna sérstaklega að einu herbergi í Holti, baðherberginu. Hún myndaði það og breytti þar með skynjuninni á rýminu í óhlutbundnar myndir, liti og fljótandi form.

Sem framlenging af Holti, líkir ‘Makes Sure You Freeze Grandma’ eftir tímaglugga Öldu. Komið nær, opnið hurðina og upplifið nálgun gesta Hríseyjar á íslensku tímahylki.

Upplýsingar um listamennina:
Magda Buczek er búsett í Warsaw, Póllandi. Hún lærði í Academy of Fine Arts í Krakow og í Antwerp. Magda vinnur með texta, ljósmyndir, myndbönd, gjörninga og fundið myndefni. Helgisiðir unglingsstúlkna og vandamál í framsetningu í poppkúltúr eru endurtekin umfjöllunarefni í verkum hennar. Hún hefur m.a. sýnt í Warsaw, Berlín, New York og Mexicoborg.
www.magdabuczek.pl

Anna Columbine er búsett í Manchester, Englandi þar sem hún vinnur með teikningar, ljósmyndir og innsetningar. Verk hennar fjalla oft um tvíræðni, þegar þau gefa í skyn fjölda hugmynda og efnisumfjöllunar sem oft eiga eitthvað sameiginlegt með tilliti til rýmis, ljóss og lita.
www.annacolumbine.com

Talia Shaaked deilir tíma sínum á milli Montreal og Ottawa í Kanada. Verk hennar fjalla oft um skynjun og upplifun á rými og enda á málverki, teikningu eða innsetningu.
www.taliashaaked.com

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm, netfang heiddis.holm (hjá) gmail.com eða í síma 848-2770.

<<>>

Exhibition opening Make Sure You Freeze Grandma, wednesday june 17th at 14:00 in Útibúið/The Branch somewhere in the Art Street, Akureyri.

A collective piece from three international artists, Make Sure You Freeze Grandma commemorates ‘Holt’, the preserved house of a diseased Icelandic woman.

Alda Halldorsdottir was born on the island Hrisey in 1913. She grew up in her family home raised by her mother and uncle, and kept the same house as her residence until she passed on July 20th, 1998. At the time of her death Alda had no family; no spouse or partner, no children, and no living relatives. It is known that she was a spritely member of the Hrisey community, and without a living relative to bequeath her personal estate to, she donated her home to the island, eternally standing as a portal into the past.

Named ‘Holt’ Alda’s house is open for the Hrisey community and guests to visit at any time. The house remains completely untouched, everything in place as it was 17 years ago, when she passed.

Make Sure You Freeze Grandma considers the viewer, and any participant of Holt as Alda’s descendents. The different pieces of the exhibition are individually inspired by the experience of Alda’s home, frozen in time. As some of her international ‘grandchildren’ the exhibit features works by Canadian, Polish and British artists. The work consists of drawings, objects and an audio piece.

The audio piece by Magda Buczek is a traditional Polish lullaby, translated into icelandic in one of the cruellest ways you can deal with poetry and the language: the google translator tool. A plot cruel and strangely gloomy itself - a tale of a king, a warrior and princess who loved each other truly but had been eaten alive by a dog, a cat and a mouse. The story itself and the language is mutilated in two different ways: by google default translation and by the artist that reads it out loud in Icelandic without a command of the proper pronunciation. The outcome sounds like a misheard moan, a prey, a spell.

Talia Shaaked was drawn to what was beyond the clutter in the Holt House, Talia re-created some of the wallpaper featured in the Holt kitchen. Desiring to produce something that could surround, structure, and form space, the wallpaper drawings are a lining to the exhibitions interior space. They stand in as a backdrop to Alda’s time portal.

Interested in looking at spaces from a different perspective -whether a virtual, imaginary or atmospheric space- Anna Columbine was drawn to one room in particular in the Holt House, the bathroom. Capturing close-up views of the bathroom, the space has been obscured, turning it into a series of abstract images of colours, shapes and floating objects.

An extension of Holt, Make Sure you Freeze Grandma emulates the time portal created by Alda Halldorsdottir. Approach, open the door and experience a contemporary extension of an Icelandic time capsule.


Artists bio:
Magda Buczek - a multimedia artist based in Warsaw, Poland. She studied at Academy of fine Arts in krakow and Antwerp. Buczek works mainly with text, photography, video, performance and found footage. Recurring themes of her projects are female adolescent rituals and issues of representation in popular culture. She was exhibiting her works a.o. in Warsaw, Berlin, Krakow, New York and Mexico city.
www.magdabuczek.pl

Anna is an artist based in Manchester, Britain, where her practice encompasses drawing, photography and installation. Her work often surrounds the idea of ambiguity, in that it suggests and hints to a number of themes and ideas and often has in common a consideration of space, light, form and colour.
www.annacolumbine.com

Talia Shaaked is a Montreal & Ottawa based Canadian artist. Her work often deals with the perception and experience of space and is produced in painting, drawing, and installation.
www.taliashaaked.com


Margrét Jónsdóttir opnar sýninguna "Kjörklefinn" í Flóru

11391088_978454142185681_2311459289079812586_n

Margrét Jónsdóttir
Kjörklefinn
16. júní - 16. ágúst 2015
Opnun þriðjudaginn 16. júní kl. 16
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/888890104482666

Þriðjudaginn 16. júní kl. 16 opnar Margrét Jónsdóttir sýninguna „Kjörklefinn” í Flóru á Akureyri.

Margrét Jónsdóttir fæddist á Akureyri árið 1961. Hún dvaldi í Danmörku frá 1979 - 1985, þar sem hún nam leirlist við Listiðnaðarskólann í Kolding. Margrét hefur starfað á Akureyri að sinni list allt frá útskrift fyrir 30 árum.
Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði á Íslandi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar, þar á meðal sýninguna „Hvítir Skuggar“ í Listasafninu á Akureyri árið 2009.

Kjörklefinn er innsetning sem gerð er til að heiðra minningu Vilhelminu Lever sem kaus fyrst kvenna hér á landi árið 1863 sem var 52 árum áður en kosningaréttur kvenna var lögleiddur á Íslandi. Með áræðni sinni og kjarki ruddi hún braut kvenna og ennþá 152 árum síðar getur hún verið konum sú fyrirmynd um að láta ekki kúga sig eða dæma sem annars flokks borgara vegna kynferðis.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 12-18. Sýningin stendur til sunnudagsins 16. ágúst 2015.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Þóra Kjartansdóttir í flora.akureyri@gmail.com og síma 661 0168.

Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.


Tón- og listahátíðin YMUR í sólarhring í Listagilinu

11427255_10153337915377418_3025226703109630484_o

Tón- og listahátíðin YMUR er TILRAUNAKENNDUR SÓLARHRINGUR og fer fram í fyrsta skiptið 12. - 13. JÚNÍ 2015 frá 18:00 til 18:00. Markmið hátíðarinnar er að stefna saman fjölbreyttum listformum á sem tilraunakenndastan hátt. YMUR er grundvöllur fyrir frumraunir, tilraunir, skapandi flæði og spuna. 

YMUR fer fram í LISTAGILINU Á AKUREYRI, nánar tiltekið í lista- og menningarrýminu KAKTUS (Kaktus), Sal Myndlistarfélagsins og löngum, drungalegum gangi, sem liggur þá á milli. Vonandi verður veðrið svo gott að við getum spilað fyrir opnum himni.

Látið ykkur hlakka til að verða vitni af sjóðheitri blöndu af kórverkum, elektrónískri tónlist, danstónlist, poptónlist, tilraunakenndri metal tónlist, vídeólist, hljóðlist og lifandi gjörningum.

â&#152;&#158; ALLIR velkomnir FRÍTT inn ♥

LINE UP: 

> Björk Viggósdóttir  bjorkviggosdottir.com
> Jóhann Baldur  http://soundcloud.com/johann-1
> Ásta Fanney http://medgonguljod.com/astafanney
> Áki frá Garði http://www.slatur.is/aki/
> Sockface  https://soundcloud.com/sockface
> Arna Guðný Valsdóttir  http://www.arnavals.net/
> Andartak  https://soundcloud.com/andartak
> Good Moon Deer  http://goodmoondeer.com/
> DAVEETH  https://daveeth.bandcamp.com/
> keikoman 
> Lára Sóley Jóhannsdóttir 
> K. Fenrir  https://kfenrir.bandcamp.com/ 
> Ziz http://www.johannesg.com/
> Deer God  https://www.facebook.com/deergodmusic
> Kælan Mikla  https://soundcloud.com/kaelan-mikla
> Sindri Leifsson www.sindrileifson.com
> VélArnar 
> Haraldur Ölvir  https://soundcloud.com/olvir
> Ásthildur Ákadóttir
> Andri Björgvinsson  https://soundcloud.com/andri
> Halacat  https://www.facebook.com/halakottur?fref=nf
> O|S|EI  http://ladyboyrecords.bandcamp.com/track/selio
> russian.girls  http://ladyboyrecords.bandcamp.com/album/old-stories-2
> Nicolas Kunysz  http://ladyboyrecords.bandcamp.com/track/side-two
http://ladyboyrecords.bandcamp.com/album/rainbows-in-micronesia
> Harry Knuckles  http://ladyboyrecords.bandcamp.com/track/side-onehttps://www.facebook.com/ladyboyrecords
> Jarþrúður Karlsdóttir  https://soundcloud.com/jar-r-ur-karlsd-ttir/1131-and-how-the-idea-of-the-center-makes-the-idea-of-position-become-meaningless

Verkefnið er styrkt af 100 ára kosningarrétti kvenna, Akureyrarstofu og er hluti af Listasumar á Akureyri 2015


James Cistam sýnir í Útibúinu

11393010_621637467970699_5754562237270417535_n

14Hz

Föstudaginn 12. júní kl. 18 opnar James Cistam sýninguna 14Hz í Útibúinu:

Hér er blóm, blóm sem hefur tíðnina 14 Hz. Blóm sem talið vera ímynd af heilögu geometríu.
Innihald fornra trúarlegra gilda sem varðar grundvöll tíma og rúms. Sjónræn tjáning af þeirri tengingu sem lífið vefur í gegnum allar lífverur.

James er nýútskrifaður myndlistamaður úr Myndlistaskólanum á Akureyri, sýning útskriftarnema í Listasafninu á Akureyri lauk nú síðustu helgi og vakti mikla athygli. Hann hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á Akureyri, vann spreyverk í Listagilinu á Akureyrarvöku 2014 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Menntaskólanum á Akureyri vorið 2014.

Verk eftir James er hægt að finna á facebooksíðu hans: Cistam, James E. E.
Útibúið verður staðsett á YM, tilraunarkenndum sólarhring.  Y M U R fer fram í LISTAGILINU Á AKUREYRI, nánar tiltekið í lista- og menningarrýminu KAKTUS (Kaktus), Sal Myndlistarfélagsins og löngum, drungalegum gangi, sem liggur þá á milli.

https://www.facebook.com/events/837383903019421


Námskeið og sýning í Mjólkurbúðinni

1464627_10152864667242231_4516770802668506089_n

Þjóðahátíðin Vaka 2015 býður upp á námskeið og sýningu á handavinnu og ljóðum Nenu Marijan í Mjólkurbúðinni föstudaginn 12. júní.

Nena Marijan sýnir handsaumuð teppi með blómamynstri, töskur og ljóð.
Nena er frá Serbíu og kom til Íslands með fjölskyldu sinni árið 2003 en þá hafði hún dvalist í serbneskum flóttamannabúðum eftir að hafa flúið frá Otocac í Króatíu árið 1995 vegna stríðsátaka. Nena og fjölskylda hennar fluttu til Akureyrar eftir komuna til Íslands og eru búsett þar enn í dag.

Nena lauk námi í tækniskóla ( Secondary Technical School) og var stefnan sett á verkfræði og brúarbyggingar, en Nena þurfti að hverfa frá námi aðeins 19 ára gömul eftir andlát foreldra sinna og annarst yngri systkini sín. Nena veikist alvarlega 2011 og uppfrá því vaknaði mikill áhugi hjá Nenu á handverki og bókmenntum, og hefur Nena skrifað 5 bækur á móðurmáli sínu og eina ljóðabók sem er bæði á serbnesku og íslensku. En sú ljóðabók verður til sýnis ásamt handverki Nenu.

Námskeiðin í Mjólkurbúðinni eru:
Blómstursaumur í lausavasa 12. júní kl. 10-12
Kennari er Guðrún H. Bjarnadóttir

Hálsmen úr beini 12. júní kl. 14-16
Kennari er Guðrún Steingrímsdóttir

Skráning fer fram á síðu Vöku 2015 og þar má sjá gjaldskrá námskeiðanna:
http://www.thjodlist.is/vakais/upplysingar/kaupa-mida/namskeidskort-og-stok-namskeid-fyrir-namsmenn-eldriborgara-atvinnulausa-og-oryrkja


Mireya Samper opnar sýninguna Endurvarp í Listasafninu á Akureyri

large_ar2o7713.jpg

Laugardaginn 13. júní kl. 15 opnar Mireya Samper sýninguna Endurvarp í Listasafninu á Akureyri. Sýninginendurspeglar ferli og áhrif sem Mireya hefur unnið með og upplifað, bæði á Íslandi og í Japan, undanfarin misseri. Fjallað er um innri og ytri kosmós, óendanleikann, eilífðina, endurtekninguna og hringrásina – innri og ytri hringrás. Nánari upplýsingar um verk Mireyu má finna á heimasíðu hennar http://mireya.is

Á sýningunni er að finna innsetningu, tví- og þrívíð verk eftir Mireyu ásamt verkum eftir japönsku gestalistamennina Tomoo Nagaii sem samdi hljóðverk með innsetningunni, og vídeó verk eftir Higuma Haruo unnið uppúr samvinnu hans og Mireyu með sömu innsetningu. Innsetningin er einskonar „íhugunarrými“ – gestum sýningarinnar býðst að fara inn í rýmið, setjast eða leggjast og gefst þar tækifæri til íhugunar. Þá er einnig japanska gjörningalistakonan Kana Nakamura þátttakandi í sýningunni.

Sýningarskrá kemur út í tilefni sýningarinnar.

Mitsuko Shino, sendiherra Japans á Íslandi mun opna sýninguna og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri flytur ávarp.

Sýningin stendur til 16. ágúst og er opin þriðjudaga til sunnudaga  kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.

 

Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum

http://www.listak.is

https://www.facebook.com/listasafnid.akureyri

https://www.facebook.com/events/833784080043937

https://twitter.com/AkureyriArt

http://instagram.com/listak.is


Smother nature einkasýning Susan Mabin í Listhúsi, Ólafsfirði

716919_orig

Opnun: 15 júní 2015 | 15:00-17:00

Sýningartímar: 18-21 júní 2015 | 16:00-18:00

Aðrir tímar eftir samkomulagi

Staður: Listhús Gallerý |Ægistgata 10, 625 Ólafsfjörður, Ísland | www.listhus.com

Um sýninguna:

Eftir að hafa ferðast þvert um heiminn frá Nýja-Sjálandi er hún komin til þess að vera í Ólafsfirði næstu 2 mánuði. Susan Mabin gat ekki komið hennar venjulegu þungu skúlptúra með sér. Barnaleg hugsun hennar um að það væri ekki mikið rusl hérna aÌ&#129; norður ströndum var ekki rétt og hún fann sér efni til að vinna með. Þegar Mabin vann með þessi efni voru litirnir, áferð og lögun það sem heillaði hana en andstæðurnar í efnunum enduðu á því að hafa efni úr umhverfinu sem snerta ruslavandamaÌ&#129;lið sem mennirnir eru að búa til.

Um Susan Mabin

Susan Mabin hefur verið að sýna list sína í samsýningum, einkasýningum og völdum sýningum í Nýja-Sjálandi frá árinu 2001, auk þess var hún að ala upp fjóra syni siÌ&#129;na og vinna iÌ&#129; heilsubransanum. Frá árinu 2001 hefur Susan getað einbeitt sér meira að listinni og hún kláraði BA í sjónlistum og hönnun við Ideaschool, EIT í Taradale í Nýja-Sjálandi og var hún verðlaunuð fyrir að vera fremst meðal sjónlistar nemenda 2014. Listhúsið í Ólafsfirði er fyrsta alþjóðlega getstalistamannastofan sem hún dvelur í.


"Að bjarga heiminum" í Verksmiðjunni á Hjalteyri

omslag

AÐ BJARGA HEIMINUM
Verksmiðjan á Hjalteyri/ sýning 13.06. - 21.06.  2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun laugardaginn 13 júní kl. 14:00 á Hjalteyri. Sýningin stendur til og með 21. júní  í Verksmiðjunni (opið um helgar kl. 14:00 – 17:00)
Umsjón: Aðalsteinn Þórsson

Næstkomandi laugardag 13. júní klukkan tvö opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri sýningin “Að bjarga heiminum”.

Um er að ræða sýningu sem er öllum opin til þátttöku. Og hefur á sjöunda tug listamanna boðað þátttöku sína, bæði íslenskir og erlendir. Meðal annarra eiga verk á sýningunni Björg Thorsteinsdóttir, Eggert Pétursson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hildur Hákonardóttir, Jonna, Joris Rademaker og Sigrún Eldjárn.

Sýningin er stendur til 21. júní þannig að hún spannar aðeins tvær helgar. Seinni helgina verður dagskrá með fyrirlestrum, gjörningum, ljóðlist, söng og hljóðfæraslætti. Þar koma fram Anna Richardsdóttir, Arna Valsdóttir, Félag áhugamanna um heimspeki á Akureyri, Helgi og ljóðfæraleikararnir, Jón Laxdal Halldórsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Sigríður Ásný Ketilsdóttir, Tonnatak svo einhverjir séu taldir.

Hefjast hátíðahöldin klukkan tvö á laugardaginn 20. með opnun Snorra Finnlaugssonar Sveitarstjóra Hörgárbyggðar. Dagskráin heldur svo áfram til kvölds.

Á sunnudag 21. hefjast herlegheitin með kl 11. með hreinsun, fræðslu, heilun og hugleiðslu, leitt af Sigríði Ásný Sólarljós Fire Spirit.
Dagskrá helgarinnar 20. og 21. verður nánar auglýst síðar.

Þessi hátíð er afrakstur hugsjónavinnu og þeirrar trúar að einstaklingurinn skifti máli og að saman getum við tekist á við hin erfiðu vandamál sem við okkur blasa og skapað framtíðar heim þar sem lífið er virt framar öðru.

“Að bjarga heiminum” er hugarfóstur Aðalsteins Þórssonar myndlistarmanns og aðgerðasinna.
Aðalsteinn sem er búsettur í Hollandi lauk Mastersnámi í frjálsri myndlist frá The Dutch Artinstitute ArtEZ 1998 og hefur unnið að sinni myndlist síðan, aðallega í Hollandi. Í list sinni fjallar Aðalsteinn stöðugt meir um umhverfi sitt og tengsl einstaklingsins við umheiminn. Þessi tengsl sem fólk tekur yfirleitt sem gefnum hlut og veltir lítið fyrir sér. Þannig er hans stærsta verk undanfarin ár verið safn afganga eigin neyslu sem hann nefnir “Einkasafnið”. “Hvað er persónulegra en það sem við skiljum eftir okkur” spyr Aðalsteinn. Hann er virkur listamaður og sýnir reglulega, síðast með einkasýningu hjá “Galerie de 13e maand” í Rotterdam í apríl síðastliðnum. Vefsíða Aðalsteins er www.steiniart.com

Einnig koma að undirbúningi verkefnisins, Elísabet Ásgrímsdóttir listamaður, Guðrún Þórsdóttir menningarstjórnandi og framkvæmdastjóri Listasumars á Akureyri og Ka Yee Li Listamaður og sýningarstjóri.

Opnunar tímar eru 14 – 17 miðvikudag til sunnudags. Laugardaginn 20 verður kvöld dagskrá til 22.30 og sunnudag hefst dagskrá klukkan 11.00 fyrir hádegið.

Einnig er hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins á www.adbjargaheiminum.blogspot.com

Styrktaraðilar sýningarinnar eru : Eyþing, Myndlistarsjóður og Ásprent. Bakjarlar Verksmiðjunnar eru Hörgársveit, CCPgames og Bústólpi


Wiola Ujazdowska sýnir í Kaktus

11351208_701040473352212_2424193976018602567_n

Wiola Ujazdowska opnar sýninguna Precious gems í Kaktus. Sýningin er opin laugardag frá 14:30 - 17:00 og sunnudag frá 14:00 - 17:00. Hér er texti Wiolu um verkin:

PRECIOUS GEMS BY WIOLA UJAZDOWSKA
What is precious in our body? What makes it beautiful? Or disgusting? The models of beauty had been changing as well what parts of body are allowed for a viewer eye or which are covered in darkness of censorship. What is precious and what is a house of sin.
One of the forbidden parts for many years were ( and still are!) genitals. Both men’s and women’s. In European culture which is dominated by Christianity, genitals and especially vaginas have been a place of body according to Saint Augustine between “Piss and feces” so something banned. Unsightly. Covered with a leaf, or fancy composition of drapery. A part that should not be mentioned in the visual transposition of human body, nevertheless one of the first images that human had been creating was a visual representation of penis and vagina. They were a fetish, symbols of reproduction power. They were precious.
Vaginas had magical powers, not only the power of giving life but also a power of protection from nature or enemy, like in the ritual of Ana-Suromai in which women have been presenting naked vulva to danger.
Gems are interpretation of the most popular simple and the oldest visual representation of vagina – an extruded circle as well as perforation and opening- the canvas had been cut through showing what or not is behind the surface of image. Moreover, Gems as very decorative paintings where bright colors, glass beads, glitter, parts of jewelry put them close to the kitsch and also make forms more abstractive and near to paintings- faked jewels. They are shining and catch the eye of the viewer. Now vulva is again in the spot light. Shiny and glittery. That’s my visual representation of Ana Suromai ritual. I am showing you my vulva’s but you don’t need to be scared. I am disenchanting vaginas. Look at them and enjoy their beauty.
Precious are small objects, questioning what is beautiful in female body and a problem of abject/ dismemberment of body. In a small glass vial am putting parts of my body that women are really aware of or they are essential of them. So we have hairs, nails, menstrual blood, eyelash, eybrows parts of lips skin. Are my nails still mine although I have cut them? What about my hairs? Are they still mine? Who or what is it closed in the glass? All closed in a vial with a ribbon and a chain that I can wear them as necklace, fetish. Be next to my body but never we shall be part.


Wiola Ujazdowska- born 1988 in ToruÅ&#132;, Poland. Visual artist and esthetician. In 2012 she recived master in art theory at Nicolaus Copernicus University. In years 2010-2014 she was studying painting and stained glass at Art Department of the same University. In 2012 she got an Jan Winczakiewicz award and went for art residency in Paris, the same year she started one year of studies in Cologne Institute of Conservation Sciences in Cologne.


Akureyrarstofa styrkir Kaktus!

https://www.facebook.com/events/447592478734336


Arnar Herbertsson sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

10653800_10204428590411600_4698016798140495404_n

Laugardaginn 6. júní kl. 14.00 – 17.00 opnar Arnar Herbertsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Sýningin samanstendur af átta málverkum og ber yfirskriftina
Ljós í augum dagsins.
Sýningin stendur til 24. júní.


Arnar Herbertsson

er fæddur á Siglufirði árið 1933 og ólst þar upp. Hann lærði húsamálun sem hann sinnti samhliða myndlistariðkun eftir þörfum. Hann flutti til Reykjavíkur 1958 og nam við Myndlistaskólann í Reykjavík 1959-67. Hann sýndi fyrst á haustsýningum FÍM (Félags íslenskra myndlistarmanna) 1965 og 1966 en varð síðan virkur í SÚM (Samband ungra myndlistarmanna) og tók þátt í samsýningum þess bæði innanlands og erlendis. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal árið 1967 og síðast í Neskirkju 2014. Hann var þáttakandi á Tvíæringnum í Rostock í Þýskalandi 1969 og í Nutida Nordisk Konst í Hässelby-höllinni í Svíþjóð 1970. Snemma á sjöunda áratugnum dró Arnar sig í hlé og sýndi lítið þar til árið 1990 en hefur sýnt reglulega eftir það og verk hans verið valin til sýningar. Arnar hefur hlotið starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna og verk eftir hann eru í eigu helstu safna á Íslandi.
Nú nýverið tók Arnar þátt í samsýningunni Nýmálað sem sett var upp á Listasafni Reykjavíkur.

Sumarsýning í heimabænum - Siglufirði 2015

Ljós í augum dagsins

Heimur Arnars er Siglufjörður, þar sem hann ólst upp og þroskaðist meðal ljóss og skugga. Allt sem hann upplifði , sá og fann var í þessum lokaða einangraða firði með einn sjóndeildarhring opinn útá íshaf.
Fjörðurinn sem ól hann og umvafði eins og móðurástin, var líka
kæfandi og þrúgandi, en veitti á sama tíma innblástur, örvun og
djúpa næmni. Eins og hjá mörgum listamönnum þá sýnir þessi
næmni hans myrkustu og björtustu hliðar lífsins.

Eftir upplifun langra kalda vetrarnátta sem aldrei ætla að taka
enda kemur loksins birta endalausrar sumarnæturinnar þegar
fjörðurinn er stilltur og fjöllin speglast í spegilsléttum sjónum
sem einungis gárast af svamli ástfangins Æðarblika eða flugi
tígulegrar Kríu. Ilmurinn í loftinu er sambland af fjöruþangi,
tjöru, dieselolíu og fiski.

Svo er mótsögnin við kyrrðina þegar bryggjurnar iða af lífi og
síldarvertíðin er í fullum gangi , ys og þys, hlátur , vélardynur,
reykur, kappsemi kalla og kvenna í von um betra líf og bjartari
framtíð.

Slíkt umhverfi gat ekki gert annað en að móta viðkvæma lund
og ýta undir frekari næmni hjá litlum rauðhærðum gutta.
Árin líða og drengurinn breytist í ungan mann. Fjörðurinn sem á
hann allan endar að lokum með því að kæfa hann. Eilíf óstöðvandi þrá til fjarðarins, þessi djúpa nostalgía sem á hann leitar stöðugt, þessi djúpa þrá fyrir glötuðum tíma.
Brottfluttur, þá er , eftir sem áður, staðurinn bæði í vöku og draumi í honum
alla tíð og alltaf og hann leitar sífellt þangað aftur og alltaf.

https://www.facebook.com/events/373559152851148


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband