"Að bjarga heiminum" í Verksmiðjunni á Hjalteyri

omslag

AÐ BJARGA HEIMINUM
Verksmiðjan á Hjalteyri/ sýning 13.06. - 21.06.  2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com
Opnun laugardaginn 13 júní kl. 14:00 á Hjalteyri. Sýningin stendur til og með 21. júní  í Verksmiðjunni (opið um helgar kl. 14:00 – 17:00)
Umsjón: Aðalsteinn Þórsson

Næstkomandi laugardag 13. júní klukkan tvö opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri sýningin “Að bjarga heiminum”.

Um er að ræða sýningu sem er öllum opin til þátttöku. Og hefur á sjöunda tug listamanna boðað þátttöku sína, bæði íslenskir og erlendir. Meðal annarra eiga verk á sýningunni Björg Thorsteinsdóttir, Eggert Pétursson, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hildur Hákonardóttir, Jonna, Joris Rademaker og Sigrún Eldjárn.

Sýningin er stendur til 21. júní þannig að hún spannar aðeins tvær helgar. Seinni helgina verður dagskrá með fyrirlestrum, gjörningum, ljóðlist, söng og hljóðfæraslætti. Þar koma fram Anna Richardsdóttir, Arna Valsdóttir, Félag áhugamanna um heimspeki á Akureyri, Helgi og ljóðfæraleikararnir, Jón Laxdal Halldórsson, Kristján Pétur Sigurðsson, Sigríður Ásný Ketilsdóttir, Tonnatak svo einhverjir séu taldir.

Hefjast hátíðahöldin klukkan tvö á laugardaginn 20. með opnun Snorra Finnlaugssonar Sveitarstjóra Hörgárbyggðar. Dagskráin heldur svo áfram til kvölds.

Á sunnudag 21. hefjast herlegheitin með kl 11. með hreinsun, fræðslu, heilun og hugleiðslu, leitt af Sigríði Ásný Sólarljós Fire Spirit.
Dagskrá helgarinnar 20. og 21. verður nánar auglýst síðar.

Þessi hátíð er afrakstur hugsjónavinnu og þeirrar trúar að einstaklingurinn skifti máli og að saman getum við tekist á við hin erfiðu vandamál sem við okkur blasa og skapað framtíðar heim þar sem lífið er virt framar öðru.

“Að bjarga heiminum” er hugarfóstur Aðalsteins Þórssonar myndlistarmanns og aðgerðasinna.
Aðalsteinn sem er búsettur í Hollandi lauk Mastersnámi í frjálsri myndlist frá The Dutch Artinstitute ArtEZ 1998 og hefur unnið að sinni myndlist síðan, aðallega í Hollandi. Í list sinni fjallar Aðalsteinn stöðugt meir um umhverfi sitt og tengsl einstaklingsins við umheiminn. Þessi tengsl sem fólk tekur yfirleitt sem gefnum hlut og veltir lítið fyrir sér. Þannig er hans stærsta verk undanfarin ár verið safn afganga eigin neyslu sem hann nefnir “Einkasafnið”. “Hvað er persónulegra en það sem við skiljum eftir okkur” spyr Aðalsteinn. Hann er virkur listamaður og sýnir reglulega, síðast með einkasýningu hjá “Galerie de 13e maand” í Rotterdam í apríl síðastliðnum. Vefsíða Aðalsteins er www.steiniart.com

Einnig koma að undirbúningi verkefnisins, Elísabet Ásgrímsdóttir listamaður, Guðrún Þórsdóttir menningarstjórnandi og framkvæmdastjóri Listasumars á Akureyri og Ka Yee Li Listamaður og sýningarstjóri.

Opnunar tímar eru 14 – 17 miðvikudag til sunnudags. Laugardaginn 20 verður kvöld dagskrá til 22.30 og sunnudag hefst dagskrá klukkan 11.00 fyrir hádegið.

Einnig er hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins á www.adbjargaheiminum.blogspot.com

Styrktaraðilar sýningarinnar eru : Eyþing, Myndlistarsjóður og Ásprent. Bakjarlar Verksmiðjunnar eru Hörgársveit, CCPgames og Bústólpi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband